Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Page 9
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 9 Utlönd Sprengjuhrollur í Washington Sprengjuhrollur spillti fyrir komu sovéska utanríkisráðherrans, Ed- vards Sévardnadse, til Washington í gærkvöldi, er hann kom þangað til tveggja daga viðræðna við George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Sévardnadse sagðist við komuna vera með tillögur á sviði efnavopna og langdrægra kjarnorkueldflauga. Flugvél hans tafðist um fimmtán mínútur eftir að tveir sprengjuleitar- hundar sýndu viðbrögð, áþekk þeim sem þeir sýna þegar þeir finna sprengiefni, er þeir leituðu á Andrews herflugvellinum. Sprengjusérfræöingar hersins fundu hins vegar enga sprengju viö leit. Hætt var við að láta utanríkisráð- herrann tala við fréttamenn. Hann heilsaði bandarískum embættis- mönnum er hann kom út úr vélinni og því næst var ekiö með hann á brott. Sévardnadse fór frá Danmörku áleiðis til Bandaríkjanna fyrr um daginn og sagði við brottforina aö sovéska sendinefndin færi ekki tóm- hent til Washington, en skýrði þaö ekki nánar. Bandarískir embættismenn höfðu vonast eftir að einhver árangur næðist á sviði afvopnunar- og mann- réttindamála á fundi ráðherranna, sem kann að verða sá síðasti sem þeir eiga með sér. Rozanne Ridgeway, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri vitað að ekki yrði hægt að ganga frá samningi stórveld- anna um fækkun langdrægra eld- flauga. Colin Powell, þjóðaröryggisráð- gjafi Reagans Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Bandaríkjastjórn væri tilbúin að íhuga allar tillögur Sé- vardnadse um efnavopn. Nýlega ásökuðu Bandaríkjamenn og fleiri íraka um að hafa notað efna- vopn gegn Kúrdum. Þessar ásakanir hafa beint áhuga manna að efna- vopnum. Reuter Edvard Sévardnadse, utanrikisráð- herra Sovétrikjanna, þegar George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikj- anna, sótti hann heim í Moskvu fyrr á þessu ári. Simamynd Reuter Útgöngubann í Azerbajdzhan Stjórnin í Kreml hefur gripið til sérstakra ráðstafana til að stöðva óeirðir á hinu umdeilda svæði Nag- orno-Karabakh, meira en sjö mán- uðum eftir að átök milli fólks af ólíkum þjóöflokkum brutust út í fjalllendi Azerbajdzhan. Sovésk yfirvöld settu útgöngu- bann á þessum svæðum í gær, eftir aö ný alda ofbeldis hafði brotist út. Einn maður beið.bana og tuttugu og fjórir særðust í bardögum milli Armena og Azerbajdzhana á sunnudag. Nagorno-Karabakh er hluti af Azerabajdzhan en fólkiö er flest af armenskum uppruna og vill sam- einast Armeníu. Mikil spenna hef- ur ríkt milli Armenanna, sem eru kristnir, og Azerbajdzhana sem eru múhameðstrúar. Tass fréttastofan sagði að allt íbúar Nagorno-Karabakh vilja frekar teljast til Armeníu en Az- erbajdzhan, og hafa óeirðir brotist út á svæðinu. væri gert til að tryggja að allt yrði með kyrrum kjörum og að öryggi almennings yrði ekki stofnað í voða. Að sögn Tass var það Arkady Volsky, sérstakur sendimaöur Kremlstjórnarinnar, sem sendur var til Azerbajdzhan í júlí til að hjálpa til við aö koma á reglu, sem tilkynnti um ráðstafanirnar í út- varpi og sjónvarpi. Volsky, sem er fulltrúi í miðnefnd kommúnistaflokksins, hefur verið sakaður um að framfylgja ákvörð- unum frá Kreml sem fela í sér að Nagomo-Karabakh fær ekki að verða hluti af Armeníu eins og far- ið hafði verið fram á. Ástandið á svæðinu er mjög við- kvæmt og ljóst er að á hverri stundu getur soðið endanlega upp úr. Alda sprengjutilræða í Suður-Afríku Snemma í morgun sprakk sprengja á næturklúbbi í Jóhannesarborg. Fjöldi manns var inni og særðust nítján. Þetta var fimmta sprengingin á átta klukkustundum og særöust fjörutíu manns í þeim. Að sögn lögreglunnar slösuðust sjö konur og tólf karlar þegar sprengjan sprakk í næturklúbbnum laust eftir klukkan eitt í nótt. Þrettán hinna slösuðu, sem alhr voru blökkumenn, voru fluttir á sjúkrahús og voru fjórir alvarlega slasaðir. í gærdag slösuðust einnig nítján manns þegar sprengja af sovéskri gerð sprakk á langferðamiðstöð í Jóhannesarborg. Ráðherra sá sem fer með lög og reglu í landinu sagði að sprengjuárásin á langferðamið- stöðina, sem hvítir nota aðallega, hefði verið verknaður hugleysingja. í gær spmngu þrjár aðrar spréngj- ur í Suður-Afríku án þess að valda teljandi manntjóni. Um það bil þrjátíu manns hafa beð- ið bana í Suöur-Afríku á þessu ári og hundruð hafa slasast í meira en eitt hundrað skæruliðaárásum. Rík- Afríska þjóðarráðsins um flestar ár- isstjómin hefur kennt skæruliðum ásirnar. Reuter Ung kona liggur á fjórum fótum eftir að hafa særst þegar sprengja sprakk á langferðamiðstöð í Jóhannesarborg í S-Afríku í gær. Simamynd Reuter Sonur fæddur Helsti leiðtogi stjórnarandstöö- unnar í Pakistan, Benazir Bhutto, fæddi son í gær. Fæðingin átti sér staö nokkrum vikum fyrr en flöl- miölar í Pakistan höfðu reiknað meö og þar með getur Bhutto tekiö þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. Hún hefur neitað aö gefa uppi hvenær von var á baminu. Nokkrir háttsettir meölimir flokks hennar höfðu sakað hinn látna forseta landsins, Zia-ul-Haq, um aö hafa af ásettu ráði boöað kosningar í nóvember til að koma í veg fyrir að hún gæti beitt sér af afli í kosningabaráttunni. Stjómmálaskýrendur búast við að flokkur Bhutto hljóti mest fylgi í kosningunum eftir aö forsetinn féll 15. ágúst síðastliðinn. Benazir Bhutto eins og teiknarinn Lurie sér hana. frá þegar flugvél hans hrapaði þann Þyrium smyglað Norður-kóreskir leyniþjónustumenn smygluðu 86 bandarískum þyrlum inn í Norður-Kóreu með vitneskju bandarísku leyniþjónustunnar. Þessu var haldið fram í fréttum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gær. Sagt var aö suöur-kóreskir erabættismenn óttuðust að bandarísku þyrl- umar yrðu notaðar til árása á landamærum landanna. Hafa þær verið málaðar eins og þyrlur Suður-Kóreumanna. í sjónvarpsfréttunum sagði ennfremur að bandarískir leyniþjónustu- menn í Berlín hefðu komist að áætlun Norður-Kóreumanna en ekki reynt að hindra smygliö til aö stofna ekki heimildarmönnum sínum í hættu. Varnarmálaráðherra Suöur-Kóreu, Oh Ja-Bok, á að hafa sagt bandarísk- um liðsforingjum frá því aö þyrlumar heföu veriö merktar eins og gert er í Suður-Kóreu. lofar viðræðum Bajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, ásamt bömum i Punjab. Simamynd Reuter Mikill öryggisviðbúnaður var í Punjab á lndlandi þegar forsætis- ráðherra landsins, Rajiv Gandhi, kom þangað í gær. Þar lofaði Gand- hi að ræða við alla stjórnmála- flokka landsins um framtíð héraðs- ins. Gandhi tjáði um fimmtíu þúsund stuðningsmönnum sínum, sem safnast höfðu til aö hlýða á ræðu hans, að viðræðumar myndu eiga sér stað í Nýju Delhi í október. Einnig sagði forsætisráðherrann að haldnar yrðu sveitarstjómar- kosningar í Punjab til að reyna að koma völdum til héraösins sem nú er stjórnað beint frá höfuðborginni. Gandhi útilokaöi allar viðræður við herskáa síkha sem heyja blóöuga baráttu fyrir sjálfstæðu ríki. til Kosovo Yfm'öld í Júgóslavíu ætla að senda fleiri lögreglumenn til Kosovo, sem er hluti af Serbíu, til þess að reyna að minnka spennuna sem þar ríkir vegna deilna Slava og Albana. Serbar í Kosovo segjast vera of- sóttir af íbúum héraðsins sem eru af albönskum uppruna. Albanir era í meirihluta í Kosovo. Leiðtogar þeirra tveggja héraöa í Júgóslaviu sem eru hvað vestræn- ust, Króatíu og Slóveníu, hafa for- dæmt hörð mótmæh hundruð þús- unda Serba sem kreflast breytinga á stjórnarskránni sem fæli i sér meiri völd Serba í Kosovo. slavíu milli Slava og Albana. Hafa mótraælendur lýst yfir stuöningi við leiðtoga kommiin- istafiokks Serba, Slobodan Milosevic, og krafist afsagnar júgóslavneskra stjómmálamanna sem þeir segja að hafi stuðlað að aukinni þjóðemis- kennd Albana í Kosovo. Reuter Uðsauki Mikil spenna rikir { Kosovo í Júgó- Leitað á sikha áður en hann fær að vera viðstaddur fjöldafund sem Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, ávarpaði i Punjab. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.