Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Page 35
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988.
47
löngun eftir betri, mannlegri
heimi. Milli hátískunnar og
hippaklíkunnar er aö myndast
löngun í meiri og nánari skoðun
á einstaklingnum samkvæmt
„eðlilegum" þverstæðutísku-
straumum níunda áratugarins -
Það sem allt stefnir í núna er aft-
urhvarf til fyrri tíma.
Jafnvel frægir tískuhönnuðir
eins og Christian Lacroix, sem
hefur látið Parísarhátískuna
stjóma ferðum sínum, hefur að
nokkm snúið sér að hippatísk-
unni - með sínu sniði að sjálf-
sögðu. Og margir ráku upp stór
augu á fyrstu sýningu hans í vet-
ur. Gamlar kempur eins og
Romeo Gigh og Armani hafa
einnig orðið fyrir áhrifum frá
gömlu hippakynslóðinni og einn-
ig gætirjndverskra áhrifa í hönn-
un þeirra.
Skósíðar skikkjur
og sandalar
Nýhipparnir blómstra í tónhst
og poppmenningu. Prince og
mörg önnur leiðandi poppgoð
okkar tíma leita áhrifa til Bítl-
anna, Jimi Hendrix, The Doors
og The Velvet Underground.
Nýja hippakynslóðin í London
er íklædd skósíðum skikkjum og
Jesú-sandölum á leið í sýru-
klúbba með nöfnum eins og Trip,
Shoom eða Spectrum - jafnvel þó
þeir mæti í jakkafotum í vinnuna
að degi til.
Er það mögulegt að hippatískan
geti aftur skotið upp kohinum 20
árum eftir aö hún var á sínu
blómaskeiði, eða árið 1988? Eftir
Thatcherisma og Reaganisma í
áratug er særð samviska að
breytast í rænuleysi, eöa hvað?
Samkvæmt könnun, sem birt var
í júníhefti The Oberver, segja
61% aðspurðra að Bretar séu
sjálfselsk þjóð og 48% segja að
Bretar séu óhamingjusamari en
fyrir 10 árum. Fróðlegt væri að
vita hvort íslendingar telja sig
ennþá í hópi hamingjusömustu
þjóða heims.
Bombubörn eða
þenkjandi kynslóðin
í Bandaríkjunum hefur sú
skoðun verið í hávegum höfð hjá
ungu fólki að það sé búið að fá
sig fullsatt af óhóflegri eyðsfu-
semi hins opinbera og þeirra
„ríku“ og horfi nú meira í átt til
þeirra sem eyða peningum í að
gera heiminn betri.
Sumt af þessu fólki vill ekki
láta kalla sig hippa heldur þenkj-
andi kynslóöina eða bombubörn-
in.
Einn af þessari nýju kynslóð
lýsir æviferli sínum á þessa leið:
Eg ólst upp í ræsinu þar sém aldr-
ei var minnst á ást eða frið. Þarna
var aðeins heih helhngur af fólki
sem sagði áht sitt á hlutum sem
mér hafði mistekist.
Hann sagði þó aö hjálp væri í því
að ungt fólk hefði ákveðnar lífs-
skoðanir og stjórnmálaskoðanir,
að minnsta kosti skoðanir á þvi
hvemig hlutirnir ættu ekki að
vera.
Það er ljóst að nýju hippakyn-
slóðinni fellur vel í geð fatnaður
og tónlist síðari hluta sjöunda
áratugarins og fyrri hluta átt-
unda áratugarins. En það sem er
verra er að notkun LSD hefur
farið vaxandi. Viðskiptavinir
nýju hippaklúbbanna hafa þær
hugmyndir varðandi eiturlyfja-
notkun að ef viðkomandi noti eit-
urlyf muni hann njóta dýrðar
lífsins betur. Og segja það undir
hverjum og einum komið hvað
hann geri við líf sitt, það sé ekki
stjórnvalda að ákveða. Hins veg-
ar ætti sagan að kenna þessu fólki
aö nota ekki eiturlyf, enda hefur
notkun þeirra sýnt, svo ekki
verður um villst, hvernig fór fyr-
ir mörgu þessu unga fólki. í þessu
tilfehi má sannarlega segja að
sagan endurtaki sig.
Breyta heiminum með
fullri vitund
Þeir eru þó fleiri sem vilja
standast þennan eiturlyíjafarald-
ur vegna þess að þeir vilja heldur
Tíska nýju hippakyn-
sióðarinnar sem nefnd
er „Far out“ á fagmáli.
Verða íslendingar
svona prúðbúnir þeg-
arfram líða stundir?
breyta heiminum með fullri vit-
und en taka upp þráðinn úr ösk-
ustónni.
Sumir segja að þessi nýi hippa-
faraldur eigi rætur sínar beint að
rekja til eftirleguhippanna sem
aldrei hættu að vera hippar held-
ur héldu áfram og inn i viðskipta-
heiminn meö það hugarfar að
hafa friðaráhrif á opinberum
vettvangi. Þeir hafa fengið viö-
umefnið Crypto-hippies, eða ein-
hvers konar leynihippar á ís-
lensku. Þetta eru ekki minni
menn en Bítillinn George Harri-
son, fatahönnuðurinn Katrine
Hammet, söngkona Annie
Lennox úr tvíeykinu Eurythmics
og fleiri.
Þessir gömlu hippar hafa getað
haldið sig frá eiturlyfjum um
langt árabil en engu að síður hafa
þeir haldið fast í heimspeki
hippakynslóðarinnar. Bob Geldof
er verndari þeirra en ókrýndur
konungur þeirra er enginn annar
en prinsinn af Wales.
Hæstsetti hippinn
Karl prins er nefnilega sá
hversdagslegasti og jafnframt
hæstsetti „leynihippinn" af þeim
öllum. Hann er þrátt fyrir allt
einn þeirra sem átti sitt blóma-
skeið að rekja til sjöunda áratug-
arins.
Hann beitir áhrifum sínum og
tign til að styðja við bakiö á
læknavísindunum, lífrænum bú-
skap og gildi þjóðlegrar menning-
ar. Auk þess er hann óhræddur
við að setja fram fullyrðingar,
jafnvel þó þær séu fáránlegar.
Prinsinn segir sjálfur: „Það hef-
ur aldrei verið eins mikilvægt að
þekkja misvægið sem hefur kom-
ist inn í líf okkar og rænt okkur
tilganginum - vegna þess aö
áhersla okkar hefur verið sú að
þroska vitsmunina en skaða and-
ann.“
Þetta sjónarmið Karls Breta-
prins virkar eins og fóður fyrir
bresk æsifréttablöð en í Banda-
ríkjunum þykir áhugi hans á
LífsstOI
andanum öllu jákvæðari og virk-
ar þannig á yngri kynslóðirnar
þar í landi, sérstaklega á vestur-
ströndinni og í Colorado.
í
Hippum fjöigar á
vesturströndinni
Á vesturströnd Bandaríkjanna
hafa gömlu hipparnir lagt land
undir fót og komið sér upp sjón-
varpsstöð sem fjallar um aust-
ræna menningu, spíritisma,
stjörnuspeki, undrasteina, heild-
rænar lækningar, tónlist og
áhuga fyrir sjálfinu - og hefur
heilmikið með viðskipti að gera.
Þessi hópur er stöðugt að stækka.
Gamla „nýja“ hippakynslóðin á
sínar félagsmiðstöðvar, gefur út
sínar eigin hljómplötur, þeir eiga
sína eigin stórmarkaði og reka
sínar eigin heilsuræktarstöövar.
Margir segja að ekki skipti máli
hvort menn séu uppar eða hipp-
ar. Þetta er allt falið bak við póli-
tík, bak við kapítalisma og
kommúnista.
Hár islenskra
karlmanna síkkar
Hvað sem því líður eru til lög
um að við séum öll ábyrg gerða
okkar. Ekki er annað þorandi en
að fara varlega í sakirnar varð-
andi frjálsræðishugmyndir
hippahugsjónarinnar. Við lifum
jú öll á þeim tíma er einn skæð-
asti kynsjúkdómur fyrr og síðar,
eyðni, hefur gert vart við sig.
- Hippar og uppar mætast á
miðri leið. Hægri umlykur vinstri
og öfugt.
- Hippar vilja að öld fiskanna
taki brátt við af öld vatnsberans.
Hvað sem öllu líður verður
fróðlegt að sjá hvar og hvernig
íslendingar taka upp þráðinn, við
erum mjög ginnkeypt fyrir er-
lendum áhrifum og er því ekki
annars að vænta en að við
sláumst í hópinn. Hefur ekki ein-
hver tekið eftir því að hár ís-
lenskra karlmanna hefur síkkað
töluvert að undanfornu?
-GKr