Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Fréttir Möguleikar Steingríms bundnir því að hafna launafiystingu - líkur fyrir þvl að gengið verði til kosninga aukast Þrátt fyrir að innan Alþýöubanda- lagsins séu mjög skiptar skoðanir um hvort flokkurinn eigi yfir höfuð að fara í stjórnarsamstarf með Fram- sóknarflokki og Alþýðuílokki eru sterkir menn í flokkum sem vilja stökkva á þetta samstarf ef flokkarn- ir tveir eru tilbúnir til þess að falla frá frystingu launa. Á flokksráðs- fundi Alþýðubandalagsins í gær kom fram skýr afstaða flokksmanna um að ekki kæmi til greina að falla frá þessu atriði. Það atriði er hins vegar einn af hornsteinunum í tillögum Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins um efna- hagsaðgerðir. En staðan í dag er orð- in þannig að ef ekki verður fallið frá þessu atriði eru tilraunir Steingríms Hermannssonar til myndunar ríkis- stjórnar runnar út í sandinn. Kvennalistinn hefur nú lýst sig tilbú- inn til að styðja stjórn í skamman tíma en setur kröfu um samningsrétt sem skilyrði. Fyrir utan Alþýðu- bandalagið og Kvennalista hefur Steingrímur því ekki í önnur hús að venda en til Borgaraflokks og Stefáns Valgeirssonar en það er ekki nóg til að fá nægan þingstyrk. í dag mun koma í ljós hvert fram- hald verður á tilraunum Steingríms. Ljóst er að nokkrir þingmenn eru tilbúnir að styðja stjórn hans til að koma fram með bráðaaðgerðir. Til þess að stjórn hans hafi trúverðugan meirihluta verður hann hins vegar að hverfa frá frystingu launa. Það á bæði við meirihlutastjórn og minni- hlutastjóm með stuðningi meiri- hluta þingsins. Þann tíma sem Steingrímur hefur staðið í tilraunum sínum hefur minnihlutastjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks í raun verið líklegasti kosturinn. Stefán Valgeirsson hefur bundið stuðning sinn við Steingrím við slíka stjóm. Það hefur því í raun aldrei verið nein forsenda fyrir meirihlutastjórn nema með inn- göngu Borgaraflokks en Steingrímur hefur ekki talið það góðan kost. Það er því líklegast að í dag komi Steingrímur sér niöur á minnihluta- stjórn til aö koma á bráðaaögerðum, annað hvort með Alþýðubandalagið innan borðs eða sem stuðningsaðila. Hann mun þá bjóða forseta að end- urnýja umboð sitt og fá heimild til myndunar slíkrar stjórnar. Ef Steingrími tekst ekki að tryggja stuðning við minnihlutastjórn Fram- sóknar- og Alþýðuflokks mun hann skila umboðinu. Þá er sú staða kom- in upp aö mestar líkur eru til þess að gengiö verði til kosninga því á meðan tilraunir Steingríms hafa staðiö yfir hafa möguleikar á öðrum stjórnarmunstrum minnkað. -gse Eftir ræðu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, risu fundarmenn úr sætum og hylltu formanninn sem beindi skeytum sínum mjög að persónu Steingrims Hermannssonar. DV-mynd GVA Fundur sjálfstæöismanna á Hótel Sögu: Framsókn höfuðóvinurinn - samstarf við Alþýðuílokkinn enn talið fýsilegt „Eina breytingin er sú að nú kemur nafn sonar í stað fóður,“ sagði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, þegar hann lauk sögu- legri greiningu á atburðum síðustu daga á fundi hans með sjálfstæðis- mönnum á Hótel Sögu í gærkvöldi. Þorsteinn vitnaði stíft í sögu Ólafs Thors og viðskipti hans við Hermann Jónasson og sagði að sagan heföi endurtekið sig nema kvað nú væri Steingrímur kominn í stað Her- manns. Fékk málflutningur Þor- steins góðar undirtektir á fundinum. Stefán Valgeirsson: Allir nema Þorsteinn „Það koma allir til greina nema ef til vill Þorsteinn Pálsson," var þaö eina sem Stefán Valgeirsson þing- maður vildi segja þegar hann var spurður í morgun um hveijir huldu- menn hans væru. í gær varpaði Stef- án fram sprengju þegar hann til- kynnti að hann gæti tryggt hugsan- legri stjóm Steingríms meirihluta í báðum deildum. Hann hefur þ'ó ekki viljað gefa upp hverjir það eru. „Ég segi ekki einu sinni Steingrími frá því hveijir þetta em. Hins vegar mun ég tilkynna forseta íslands það til að tryggja Steingrími umboðið áfram ef til þess kemur.“ Stefán hef- ur sagt að hugsanlega komi aldrei fram hveijir það eru sem hann á við. -SMJ Það kom greinilega fram í máli Þorsteins og annarra fundarmanna að Framsókn er höfuðóvinurinn og beindust harðar persónulegar árásir að Steingrími Hermannssyni. Annar tónn var til alþýöuflokks- manna og sagði t.d. Halldór Blöndal að:....í grundvallaratriðum viljum við vinna saman enda fara lífskoðan- ir okkar sarnan." Hann ásakaði þá um að skorta úthald. Formaðurinn ræddi hins vegar lítið um Alþýðu- flokkinn en árásir hans beindust vissulega einnig að Jóni Baldvini þó hann færi mildari höndum um hann en Steingrím. í lok máls síns kom Þorsteinn inn á viðræðurnar við Borgaraflokkinn: „Á þessu stigi eru viðræðurnar á milli tveggja sjálfstæöra flokka sem hvor um sig ber ábyrgð á sínum málum og forystumönnum." Kom greinilega fram í máli annarra fund- armanna að sameining við Borgara- flokk væri vænlegur kostur í stöð- unni. -SMJ FríMrkjudeilumar: Búist við afsögn tveggja úr safnaðarstjórn í dag Búist er við afsögn tveggja stjórn- messuna á sunnudag ennþá en við armeðlima úr stjórn Fríkirkj unnar vonumst eftir lyklunum hið fyrsta. ídag.ÞaðeruÞorsteinnEggertsson Það fer að verða nauösynlegt að stjómarformaður og Eyjólfur Hall- boða til annars safnaðarfundar til dórs. Heimildarmenn DV innan að binda enda á þessa ringulreið safnaöarins segja aö þá sitji ekkert sem ríkir í kringum stjórnina. eftir nema leifar af sijórn með van- Þessi fundur í fyrrakvöld var eng- traust safnaðarins á bakinu og þvl inn stjómarfundur. Það voru þrlr sé Fríkirkjusöfnuöurinn f raun stjómarmeðlimir sem „rottuöu“ stjómlaus. sig saman án formlegs fundar- Séra Gunnar Björnsson er enn boðs,“ sagöi séra Gunnar. lyklalaus og aUs óvist hvort hann Séra Cecil Haraldsson sagði í messar í Fríkirkjunni á sunnudag- samtali viö DV að ekki væri Ijóst inn. hver ætti að messa á sunnudag. „Þaö er ekki farið aö tala um -hlh Kaupfélag Dýrfiröinga: Heildarskuldir nema um 800 milljónum - óvíst hvort opnaö verður í dag „Eg þori ekki að segja til um hvort opnað verður í dag. Eg sendi skeyti til fjármálaráðuneytisins í gær þar sem ég ítrekaði erindiö um fyrir- greiðslu og óskaði eftir að innsiglin yrðu rofin þannig að hægt væri að starfrækja fyrirtækin meðan unnið væri að lausn málsins. Mér hefur ekkert svar borist enn,“ sagði Magn- ús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri, er DV ræddi við hann í morgun. Verslun, frystihús og fiskimjöls- verksmiðja kaupfélagsins vom enn lokuð í morgun vegna vanskila á staðgreiðslu- og söluskatti við ríkis- sjóð. Togarar fyrirtækisins hafa þó ekki veriö stöðvaðir enn. Sléttanesiö er á veiðum og Framnesið landaði á ísafirði í gær. Magnús sagði að heildarskuldir kaupfélagsins næmu nú um 800 milljónum króna, ef allt væri talið með, s.s. afurðalán. Tryggingamat eigna væri þó töluvert hærra heldur en upphæö heildarskuldanna. Magn- ús sendi nýlega erindi til fjármála- ráðuneytisins þar sem hann fór fram á að skuldunum yrði breytt í lang- tímalán. Ekkert svar hafði borist í morgun, hvorki við þessari beiðni né beiðni um að rjúfa innsiglin. „Plássið þolir þetta stopp alls ekki,“ sagði Magnús. „Þetta er svipað og ef 60.000 manns á Reykjavíkur- svæðinu myndu missa atvinnu sína.“ Hallgrímur Sveinsson, stjómar- formaður kaupfélagsins, sagði við DV í gær að kaupfélagið hefði „átt við innri vandamál að stríða" og hefði viss hluti vandans skapast vegna þess. „Það var við vissa erfið- leika að etja fram að kaupfélags- stjóraskiptum," sagði Hallgrímur. Umrædd skipti urðu fyrir fáeinum mánuðum þegar Bjarni Kr. Gríms- son, núverandi bæjarstjóri á Ólafs- firði, lét af starfi kaupfélagsstjóra og við tók Magnús Guðjónsson. -JSS Lögmaður um mál Leós Ingólfssonar: Brot opinberra starfsmanna séu metin DV skýrði frá því á laugardag að Leó Ingólfsson, deildarstjóri hjá Pósti og sima, hefði fengið áminningarbréf með hótun um uppsögn frá yfir- mönnum sínum vegna skrifa sinna um stofnunina í kjallaragreinum blaðsins. DV vildi kanna hvort yfir- mönnum Pósts og síma væri stætt á því að hóta Leó uppsögn vegna skrifa hans með tilvísun í lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Spurningin var þá hvort opinberir starfsmenn gætu ekki notaö rétt sinn til tjáningarfrelsis eins og aðrir landsmenn og viðrað skoðanir sínar á opinberum vettvangi án þess að eiga á hættu að vera áminntir eða sagt upp störfum. Skipti þá engu hvort þeir geröu viðkomandi opin- bera stofnun eða annaö að umtals- efni. Samkvæmt lögfróðum mönnum sem DV hefur rætt við er þetta alls ekki einfalt mál. í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru ákvæði um hollustuskyldu, hlýðnisskyldu, trúnaðarskyldu og þágnarskyldu þeirra. Ef skyldur þessar eru brotnar getur það varðaö áminningu eða lausn frá starfi um stundarsakir. Er ekki hægt að svara almennt hvenær opinber starfsmaö- ur hafi brotið þessar skyldur. Er það matsatriði hveiju sinni. „Brot á þessum ákvæðum þurfa ekki að vera þaö alvarleg að varði í samhengi áminningu. Starfsmaður getur brot- ið lagalegar reglur en ekki gerst brot- legur að öðru leyti þannig að áminn- ing sé réttmæt. Annars eru mál um brot á þessum lögum skoðuð í sam- hengi og þau metin hveiju sinni. Hefur viðkomandi starfsmaður til dæmis gerst brotlegur að öðru leyti en þessu? í þessu tilviki mun við- komandi starfsmaöur líklega halda fram stjórnarskrárvernduðum rétti sínum til málfrelsis og skoðanafrels- is. Þessi rök yrðu vegin gegn brotum samkvæmt fyrrnefndum lögum og þá ákveðið hvort eigi að áminna, segja upp um stundarsakir eða víkja alveg úr starfi,“ sagði heimildarmað- ur DV. Hann sagði einnig að rétt væri af yfirmönnum Pósts og síma að vitna til laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna í áminningunni þar sem þeir teldu hann bijóta ákvæði þeirra laga meö skrifum sín- um. Með því að áminna starfsmann losnaði stofnunin við bótaskyldu ef til brottrekstrar kæmi. Ef stofnunin hefði einhver önnur aðfinnsluatriði fram að færa um starfsmanninn og hefði áminnt hann vegna þeirra mætti líta svo á að hún væri að safna í sarpinn fyrir uppsögn en áminning er samkvæmt venju fyrsta skrefiö í átt að henni. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.