Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Side 17
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 17 Bæklinga drifur ao Sigþór hringdi: Það er segin saga að þegar hart er í ári hjá fyrirtækjum og samtök- um þá fara þau á stúfana að leita að „bráð“. Ég á viö aö það er hægt að raerkja hvar skórinn kreppir þegar bæklingar eða happdrætti- sraiðar fara að berast inn um bréf- alúguna hjá manni með tilmælum um að greiða nú gíróseölana. Stundum er ekki um gíróseðla að ræða heldur aðeins bæklinga. Haustiö er tími bæklinganna. Einn er nýkominn inn um lúguna. Það er bæklingur frá Iðunni með Heira- ilislækninura framan á. „Rit sem enginn getur verið án“, seglr þar. Ég er búinn að vera án þessa rits i nær sextíu ár og hef koraist sæmi- lega af. En hvernig er það annars; er ekki nógfyrir þessi fyrirtæki að auglýsa vöru sína í blöðum og öðrum fjöl- miölum, þarf líka að senda bækl- inga inn á heimili manns? Það eru margir orðnir æði þreyttir á þess- um sendingum og mikið væri það vel þegið ef þessu yrði alveg hætt. Ég tala áreiðanlega fyrir munn fjölda manns þegar ég segi; þessi aöfeið með heimsendingar bækl- inga og giróseðla verkar oftast þveröfúgt við það sem vænst er. Lesendur Smá aukaskattur-af hátekjufólki? Með þessu móti myndi koma dágóð upphæð í ríkiskassann, segir m.a. i bréfinu. Fjáraflahugmynd fyrir framtíðina Gunnar Sverrisson skrifar: í fjárlagaumræðunni sem stundum ber á góma á háttvirtu Alþingi er oft rætt um hvernig staðið skuh að því aö rétta við eitt og annað, efnahag þessa eða hins fyrirtækisins, útgerð- arinnar eða ríkiskassans. Sitt sýnist hverjum og einum í þeim efnum, þótt aUa jafna séu flestir hugsandi menn sammála um að finna þurfi einhverja leið til úrbóta. Margir af þessum aðilum eru há- tekjumenn sem greiða sína skatta á tilsettum tíma í samræmi við út- reikninga sem skattstjóri sendir hverju sinni. Það væri kannski leið til að auka ríkistekjurnar og bæta dágóðri summu í ríkiskassann að réttir aöil- ar gerðu tilraun með aö innheimta smáaukaskatt - eingöngu hjá há- tekjufólki - eftir aldri. Fyrst yrði greitt við tvítugs aldur beggja kynja, tuttugu krónur, einu sinni í mánuði fram að tuttugu og eins árs aldri. - Þá myndi verða greidd tuttugu og ein króna á mánuði, o.s.frv. Ég ímynda mér að síðustu mörk þessa fyrirkomulags væru sjötíu og fimm ár. Þar sem sagt er að margt smátt geri eitt stórt myndi áreiðanlega koma dágóð summa í ríkiskassann með þesu móti, því ég tel að hátekju- fólkið sé nokkuð stór hópur. Ég hugsa mér þetta fyrirkomulag sem tilraun sem stæði í þrjú ár og yrði svo lögfest, svo framarlega sem sýnt væri að það fengi góðan hljómgrunn. Sá fyrsti sem myndi svo greiða sinn skerf samkvæmt þessari tillögu og færi í fararbroddi með gott fordæmi yrði forseti íslenska lýðveldisins. Sagt er að tilveran sé breytingum háð, svo téð fyrirkomulag gæti alveg eins orðið að veruleika í samfélaginu, rétt eins og hvað annaö. En tíminn sker úr um hlutina. Hefilbekkir, 6" afréttari, fundarborð og borð fyrir vinnustaði, frysti- og kæliskápar, strau- vél, Ijóskastarar og margt fleira. Söludeildin Borgartúni 1 sími 18000 SNOM'CjIP 180 lítra kælir 80 lítra frystir hæð 145, breidd 57, dýpt 60 2ja ára ábyrgð Skipholti 7, simi 26800. 'a í Laugardalshöll er nú í gangi sýninginTölvurátækniári. Þar kennir margra nýjunga sem bæði eru til skemmtunar og lærdómsfyriralmenning. Frá þessari sýningur er sagt í helg- arkálfi DV á morgun. Þá er fjallað um ólympíuleikana í Seoul og hvers má vænta í næstu viku. Mikið hefur verið sjónvarpaðfrá leikunum og um helgina verður sjónvarpað næralla nóttina. TOWÉR ■ I Leikhúsin hafa nú haf- ið starfsemi sína og verður greint frá næstu verkefnum í leikhús- pistli áforsíðu helgar- kálfsins. Þá verðurveit- ingahús vikunnar kynnt. Við dagskrár- kynningu bætist nú dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar SKY sem þeirsem njóta gervi- hnattaloftnets eiga kost á að sjá, auk margs annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.