Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 21 LífsstOl Haustmatur og slátxugerð Þegar haustar hefst sláturtíðin og fólk keppist við að draga björg í bú. Þeir sem vilja leggja eitthvað á sig til að draga úr matarkostnaði heimil- isins taka slátur enda er það einhver ódýrasti matur sem fæst í dag. Auk þess ér innmatur mjög næringarrík- ur og hóllur. Sláturgerö er þjóðleg hefð sem því miður hefur dregið úr á síðustu árum. Margir hafa það á móti blóðmör og lifrarpylsu að hvort tveggja sé of feitt og orkuríkt. Vissulega þurfum við ekki eins mikla orku í dag og áður en í hófi er slátur kostafæða. Inn- matur, svo sem hjörtu, lifur og nýru, er aftur á móti fiturýr og sneisafullur af næringarefnum. Mörg heimili eiga sínar uppskriftir af slátri en fyrir þá sem ekki búa svo vel birtum við uppskrift að blóðmör og lifrarpylsu. Blóðmör 2 1 blóð 11 vatn 50 g gróft salt 1 kg rúgmjöl 200 g hveiti 400 g haframjöl 2-2'Akgmör Síið blóðið og blandiö vatni og salti saman við. Mjölið er hrært saman við blóðhræruna. Brytjið mörinn í bita og hrærið saman við. Úr einni vömb eru sniðnir 4-5 keppir. Keppirnir eru hafðir liðlega hálffullir og síðan er saumaö fyrir. Keppimir eru soðnir í saltvatni i 2-2'ó klst. Hafið nóg vatn á keppun- um og sjóöið við vægan hita. Fleytiö og snúið keppunum öðru hverju. Rúsínublóðmör er búinn til eins og venjulegur blóðmör en þá eru rúsín- ur notaðar að meira eða minna leyti í staöinn fyrir mörinn. Mjög gott er að nota söxuð fjalla- grös í blóðmör. Notið þá minna af mjöli og hafið blóðhræruna fremur - þunna. Lifrarpylsa 1 kg lifur 250 g nýru 450 g rúgmjöl 150 haframjöl 50-100 g hveiti 30 g salt 3/< 1 mjólk 1 kg mör Þvoið lifur og nýru og hreinsiö himnu af nýrum og stærstu æðarnar úr lifrinni. Hakkið lifur og nýru í hakkavél eða blandara. Hellið mjólk og salti yfir og hrærið mjölið vel sam- an við. Lifrarhræran á að vera nokk- uö þykk. Þumalputtaregla um þykkt- ina á blóðmörshræru og lifrarpylsu- hræru er að sleif geti staðið upprétt í hrærunni en hræran má ekki vera mjög þurr. Brytjið mörinn og látið mör og lifr- arhræru jafnt í vinstrar og langana. Fylliö liðlega til hálfs. Sjóðiö síðan og farið með lifrarpylsuna á sama hátt og blóðmörinn. Sjóðið vinstrar aðeins skemur. Án haframjöls Þaö eru nokkuð margir sem vilja eingöngu hafa rúgmjöl í slátrinu og sleppa haframjölinu. Hér kemur uppskrift að blóðmör og lifrarpylsu án haframjöls. Auðveldast er að eiga við hræruna ef hrært er með höndunum. Notið ein- nota hanska og þá er auðvelt að halda höndunum hreinum. DV-myndir KAE 2 msk. salt 1050 g rúgmjöl 750 g mör (má vera meiri eða minni) Mælið blóðið og síið það. Hellið vatninu í gegnum síuna og saltið svo. Setjið helminginn af mörnum út í og hræriö mjölinu saman við. Hrærið þar til það er jafnt og setjið siðan afganginn af mörnum saman viö. Vambarkeppirnir eru rúmlega hálf- fylltir, saumað fyrir þá og síðan soön- ir í 3 klukkusturidir í söltu vatni. Lifrarpylsa 1100 g lifur 2 /1 msk salt 6 dl mjólk 900 g rúgmjöl 800 g mör (má vera meiri eða minni) Lifrin er þvegin og himnuhreinsuð, skorin í bita og hökkuö í hakkavél 2-3 sinnum. Saltinu og mjólkinni hrært vel saman við. Mjölinu og mörnum hrært saman viö þar til blandan er jöfn. Látiö í vinstrina og langana og soðið á sama máta og blóðmörinn en skemur. Látið vömbina í iófann og yfir hand- arbakið og þá er hægt að komast hjá mesta subbuskapnum. Fyllið vömbina aðeins til hálfs eða rétt rúmlega. Blóðmör 11 blóð 3 dl vatn Eins og sjá má er hægt að halda hreinu í kringum sig ef hanskar eru notað- ir og maður vandar sig aðeins við að fylla vambirnar. Saumið fyrir endann. Yerðá slátrí Töluverö verðhækkun hefur orðið á slátri síðan í fyrra og munar þar mest um söluskattinn. Nú kosta 5 slátur í kassa 1870 krónur en í fyrra kostuðu þau 1200 krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá Sláturfélagi Suður- lands. Slátursala sláturfélagsins er núna í Glæsibæ og veröur verlsunin einnig meö til sölu aðr- ar afurðir meðan á slátursölunni stendur. í ár verða ekki seldir saumaðir keppir eins og í fyrra og reyndist mjög vinsælt. Að sögn fram- leiðslustjóra SS, Jón Gunnars, hefur sláturfélagiö því miður ekki framleiðslugetu til að sauma keppi. Aukalega er hægt að kaupa all- ar tegundir af afurðunum. Dilka- lifur kostar 249 kr, hjörtu kr. 353 hvert kíló, nýru eru 91 kr/kg, mör kostar 53 kr/kg og sagaðir hausar 204 kr/kg. Tvö kíló af rúgmjöli kosta 115 krónur. Ef við tökum dæmi af lifrar- pylsu og reiknum saman hráefn- ið i einn skammt (mjög lauslega) þá kosta rúmlega tvö kíló af lifr- arpylsu um 450 krónur eða 225 kr/kg og gerast matarkaup vart ódýrari. MJ Matur Jafnið hræruna í vömbunum áður en þær eru settar til suðu. Lifrarpylsan soðin og síðan skorin niður. Hrisgrjónavellingur með rúsinum og slátur er staðgóður matur og ódýr. Er hægt að biðja um meira á þessum siðustu og verstu timum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.