Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 15 Að avaxta sitt Þaö vilja margir ávaxta sitt pund eöa græöa eins og þaö er kallað ööru nafni. Þetta hefur berlega komiö í ljós síöustu ár, þegar veru- legur hluti af sparifé í bönkum hef- ur streymt í veröbréfafyrirtæki, sem auglýsa háa ávöxtun. Við þessu er raunar ekkert að segja, ef þetta hefði aðeins kosti, en ýmsir gallar eru þessa dagana að koma í ljós. Eitt fyrirtækið hefur oröiö að hætta í góðu ávöxtuninni, þar sem útlán þess reyndust ekki nægilega traust og lánaö fé kom ekki til baka. Allt sat orðið fast. Ekki er í dag ljóst, hvort um verulegt tap er að ræða eða ekki. Lánskjaravísitalan Nokkur reynsla er komin á láns- kjaravísitöluna. Hún tryggir lán- veitendur í verðbólgu, en mörgum fyrirtækjum og einstaklingum, sem skulda, flnnst hún þungbær. Reyndar skapar hún svo mikinn vanda, að óvinsældir hennar geta lagt hana að velh, þar sem hún kynni ekki lengur að hafa nægan pólitískan stuðning. Líklega verður hún afnumin. Þegar lánskjaravísitalan hóf göngu sína skrifaði undirritaður nokkrar greinar í DV og fagnaði. Bent var á það augljósa hagræði, að eigendur spariíjár gætu nú tryggt hag sinn og hægt væri með þessu nýja skipulagi að veita lán til langs tíma með lágum vöxtum, þar sem lánveitandinn þyrfti ekki lengur að óttast um höfuðstólinn og gæti því sýnt hófsemi í vaxta- töku. Var þá verið að tala um 2-3% raunvexti og alls ekki meira en 4-5%. Mikil öfugþróun Ég geri ráð fyrir, að ég og margir Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður aðrir hefðum mælt á móti láns- kjaravísitölunni, ef við hefðum séð þróun vaxtamálanna fyrir. í stað þess að halda raunvöxtum lágum um ákveðið árabil, meðan þjóð- félagið aðlagaðist lánskjaravísi- tölunni og verðtryggðum lánum, var fljótt farið að tala um allt að 10% raunvexti með verðtryggingu í bankakerfinu og 10-20% „raun- ávöxtun" á gráa markaðinum. Þetta var mikil skammsýni. Hér á landi haföi ríkt hugsunarháttur verðbólgunnar í áratugi og það var vonlaust að lækna hann á einum degi. Til þess þurfti nokkur ár, jafn- vel heilan áratug. Grái peninga- markaðurinn hefur lítið sjáanlegt gagn gert, en hann hefur valdið ómældu tjóni, þar sem þjóðin var ekki í stakk búin til að taka við honum. Dæmi skal tekið: Tóm verslunarhús í dag blasa við tóm og hálfbyggð verslunarhús um alla Reykjavík. Þetta eru í mörgum tilvikum fram- kvæmdir, sem grái peningamark- aðurinn hefur íjármagnað. Arð- semin getur ekki verið mikil þarna og í sumum tilfellum er hún engin eða minni en engin. Með sam- drætti i innflutningi og verslun getur þetta ástand átt eftir að versna. Til viðbótar koma svo áhrif háu vaxtanna í þá átt að fyrirtækj- um fækkar, þar sem öflug fyrirtæki standa sig, en þau illa settu hætta eða verða gjaldþrota. Það er hætt við að „ávöxtun" verði lítil í bili í þessum óseldu og ónotuðu verslun- arhöllum. Þar hefur margur ætlað að ávaxta sitt pund og græða, en situr í staðinn uppi mað óarðbæra flárfestingu. Gamli verðbólguhugs- unarhátturinn, þar sem stein- steypa var gull, virðist enn lifa góðu lífl í byggingu verslunarhúsa. Frelsi eða ekki frelsi Þegar framkvæma á frelsi í við- skiptum, er ekki hægt að stíga skref að hálfu. Við höfum frelsi eða ekki frelsi. Svo einfalt er það. Ef gefa átti vextina frjálsa, þá varð að gefa allar lántökur frjálsar. Þær erlendu líka. Einnig varð aö hafa gengið frjálst eða allavega mátti ekki falsa það, eins og gert hefur verið. Erlenda genginu hefur verið haldið uppi með valdboöi rík- isins, þannig að allt er úr skorðum, og ekki er við neitt ráðið. Ef við vorum ekki tilbúin til að. hafa frjálsa vexti, frjálsar erlendar lántökur og frjálst gengi, þá verð- um við að sætta okkur í bili við stjórn á þessu öllu, þar sem ekki er hægt að sleppa einum þáttanna lausum, þegar aðrir eru bundnir. Lokaorð Þetta eru lauslegir punktar um að ávaxta sitt pund. Margir hafa grætt á frjálsu vöxtunum, þótt ein- hverjir græði þar meira en aðrir. Ýmsir fara samt illa út úr þessu, þar sem hugsunarháttur verð- bólguáranna er enn við lýði. Það á sérstaklega við skuldarana. Stærsti ókosturinn hefur samt lítið verið ræddur enn þá, en lík- lega segir þetta allt saman í sundur friðinn í þjóðfélaginu, eins og það var orðað svo vel á Alþingi árið 1000. Hluti þjóöarinnar trúir ekki á neitt, en hinn parturinn er farinn að trúa á peningana, mátt þeirra og megin. Þá er friðurinn úti. Lúðvík Gizurarson pund ■ii.—■■■■■■■ .... ■ „í dag blasa við tóm og hálfbyggð verslunarhús um alla Reykjavík. - ■I Arðsemin getur ekki verið mikil þarna," segir i greininni. „Þegar framkvæma á frelsi í viðskipt- um, er ekki hægt að stíga skref að hálfu. Við höfum frelsi eða ekki frelsi. Svo einfalt er það.“ Fiskeldisbylt- ing er hafín Að ósk Landssambands fiskeldis- og haíbeitarstöðva hefur Veiði- málastofnun gert könnun á ráð- stöfun þeirra 11 milljón gönguseiða sem framleidd voru á íslandi í vor. Niðurstöður þessarar könnunar eru eftirfarandi; í hafbeit hefur verið sleppt 2,2 milljónum göngu- seiða. Það er liðlega tvöfalt meira en gönguseiðaframleiðsla allra lax- veiðiáa á landinu. Alls eru í strandeldi 3,2 milljónir gönguseiða og í sjókvíaeldi um 2,7 milljónir. Enn er óráðstafað 1,7 milljónum gönguseiða en allt bend- ir til þess að þau verði tekin í eldi í tönkum og kvíum nú á haust- dögum. Alls hafa tapast vegna sjúkdóma, flutninga og veðurs um 1,2 milljón- ir gönguseiða. Ársverkum fjölgar Hafbeitarseiðin munu væntan- lega skila sér að miklum meirihluta næsta sumar. Miðað viö 8% meðal- heimtur mun hafbeitin skila um 530 tonnum af laxi á næsta sumri. Það er sama magn og öll fram- leiðsla á eldislaxi hérlendis árið 1987. Ef fram fer sem horfir munu verða alin 7,6 milljón gönguseiði í tönkum og sjókvíum í vetur. Ef gert er ráð fyrir miklum en eðlileg- um afíöllum verða a.m.k. 5-5,5 milljón fiskar lifandi er slátrun á þessum árgangi hefst en hún mun væntanlega heflast haustið 1989 og standa fram á sumarið 1990. Þessi KjaUarinn Friðrik Sigurðsson framkvæmdastj. Landssamb. fiskeldis- og hafbeitarstöðva árgangur mun því gefa af sér um 15.000 tonn af laxi. Það svarar til um 100-120.000 tonna þorskaflá í aflaverðmaéti. Þar að auki mun framleiðsla á silungi geta numið allt að 500 tonnum á sama tíma. Áætlað útflutningsverðmæti lax og silungs er um 5 milljarðar króna. Það er um 10% af heildarverðmæt- um all útflutnings frá íslandi árið 1987. Þá má og geta þess að útflutn- ingsverðmæti áls á síðasta ári var um 5 milljarðar króna. Miðað við reynslu Norðmanna þarf um 1000 ársverk til að framleiða 13.000 tonn af laxi. Reynsla Norðmanna er sú að hver 1000 ársverk í framleiðslu geti þýtt allt aö 1000 ársverk í af- leiddum störfum, svo sem slátrun og pökkun, fóðurframleiðslu, flutn- ingum, viðhaldi og annarri þjón- ustu. Um síðastliðin áramót voru um 250 ársverk unnin í íslensku fiskeldi. Ársverkum á því eftir að flölga verulega þar. Ekki bara lax Til þess að framleiða 15.000 tonn af laxi þarf á milli 20 og 25.000 tonn af fiskafóðri. Nú þegar eru hérlend- is a.m.k. 3 fyrirtæki vel í stakk búin til þess að sinna þessari þörf íslensks fiskeldis. Ef allt tiltækt hráefni væri nýtt til fiskafóðurs mætti ala hérlendis a.m.k. 100.000 tonn af laxi árlega. Gera verður ráð fyrir að á næstu árum geti hafbeitarsleppingar „Ef allt tiltækt hráefni væri nýtt til fiskafóðurs mætti ala hérlendis a.m.k. 100.000 tonn af laxi árlega.“ „Hafbeitarseiðin munu væntanlega skila sér að miklum meirihluta næsta sumar,“ segir greinarhöfundur. numið 5 milljónum gönguseiða ár- lega. Það mun geta gefið af sér 1000-1500 tonn af laxi á ári. Þá er ekki ólíklegt að eldi á gönguseiðum verði að jafnaði 10 milljón göngu- seiði á ári. Það mun geta gefið af sér 25-30.000 tonn af laxi á ári hverju. En framtíðin er ekki bara lax. Aðrar þjóðir, sem náð hafa forskoti á okkur í eldi á laxi, hafa nú þegar skapað sér traustan grunn til þess að standa á við upphaf nýs fiskeld- isáratugar. Þannig hafa til dæmis Skotar pg Norðmenn hafið um- fangsmikið rannsóknar- og þróun- arstarf við eldi annarra tegunda en laxfiska. Má þar nefna tegundir eins og lúðu, þorsk, sandhverfu, steinbít og fleiri tegundir. Lúða og hörpudiskur Hér á landi eru einnig að gerast ýmsir athyghsverðir hlutir. Um nokkurra ára skeið hafa átt sér stað rannsóknir á söfnun og eldi smá- lúðu. Verkefni þetta er samstarfs- verkefni íslandslax hf. og Hafrann- sóknastofnunarinnar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. í tengslum við það verkefni er starf- andi stuðningshópur nokkurra fyr- irtækja innan íslensks fiskeldis. Þá er einnig í gangi athygUsvert verk- efni á Hjalteyri við Eyjaflörð. Þar hafa sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklingar sameinast um rann- sóknir og þróunarstarf við lúðu- eldi. Þar er einnig ætlunin að reyna að ná tökum á klaki og seiðaeldi á lúðu. Þá er unnið að tilraunum við söfnun og eldi hörpudisks á Breiöa- firði og við Vatnsleysuströnd. Einnig eru í gangi eldistilraunir í Tilraunastöö Hafrannsóknastofn- unarinnar á Stað við Grindavík á sæeyrum en þaö er innfluttur sæ- snigill frá Kaliforníu. Þá eru einnig uppi áform hjá íslenskum fiskeld- isfyrirtækjum aö hefla eldi á sand- hverfu. Það er því ljóst að margt áhuga- vert er að gerast og við eigum von- andi eftir að sjá hér mun fleiri teg- undir í eldi. Norðmenn áætla að framleiðsla þeirra á öðrum tegund- um í eldi en laxi og silungi geti numið allt að 120.000 tonnum áriö 1994. Fiskeldisbylting er hafin hérlend- is. Stjórnvöld gáfu tóninn í vor með því að heimila flárfestingarlána- sjóðum að lána allt að 800 milljónir til stofnframkvæmda í fiskeldi á þessu og næsta ári. Næsti leikur er að tryggja eðlilega afuröalána- fyrirgreiöslu í fiskeldi og ef það tekst er lítill vafi á því að fiskeldi er framtíðaratvinnugrein. Friðrik Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.