Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Síða 22
22
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
TÆKIFÆRIÐ!
BANKAR
Okeypis upplýsingar um hugmyndir, for-
múlur og framleiðslu sem þú getur notfært þér,
ef þú hefur áhuga á að reka þitt eigið fyrirtæki,
með því að byrja smátt í frístundum!!! Áhuga-
samir vinsamlegast hafi samband Við auglýs-
ingaþjónustu DV í síma 27022. H-1234
Bolholti 6
Septembernámskeiðin
voru fullsetin.
Innritun hafin á öll
námskeið sem hefjast
3. okt.
• Litgreining - 5 í hópi.
• Stutt snyrtinámskeið - 5 í hópi.
• Almenn námskeið í snyrtingu,
framkomu, siðvenjum, borðsiðum,
göngu og mannlegum samskiptum.
Ath! Þær sem eru á biðlista hafi samband sem fyrst.
Innritun í símum
687580 og 687480
frá kl. 16-19.
Unnur Arngrímsdóttir,
sími 36141.
DULUX® S
FRÁ
OSRAM
- Ljóslifandi orku-
sparnaður.
- 80% lægri lýsingar-
kostnaður miðað
við glóperu.
5 W = 250 Im = 25 W (^\
7 W = 400 Im = 40 W \ )
9 W L = 600 Im = 60 W \ (
" w f = 900 Im = 75 W 'fcj'
- Fimmföld ending á
við venjulega peru.
- Pjónusfa í öllum
helstu raftækja-
verslunum og
kaupfélögum.
Heildsölubirgðir:
JOHANN QLAFSSON & CO.HF.
43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
Fréttir
Mikið fjölmenni hefur að jafnaði sótt Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi.
DV-myndir Flóki Kristinsson
Rettað i Gnup-
verjahreppi
Flóki Kristmsson, DV, Gnúpveijahreppi;
Fimmtudaginn 15. sept. var rétt-
að í Skaftholtsrétt í Gnúpverja-
hreppi. Eins og jafnan var margt
um manninn í réttunum og glatt á
hjalla, ekki síst þegar líða tók á
daginn enda veður ágætt, stillt og
úrkomulítið.
Hrynjandi lífsins er með öðrum
hætti í sveitinni en í þéttbýlinu.
Þrátt fyrir mikla vinnu sveitafólks
á sumrin fylgir hún hægum breyt-
ingum árstíðanna og hvert verk er
markviss áfangi að því að þúa sig
undir óhjákvæmilegan vetur. At-
burðir sveitalífsins eru hversdags-
legir og árvissir en þó í senn nýir
í hvert sinn og þar ber ef til vill
hæst réttirnar af því að í þeim sjá
menn árangur starfs síns og er létt
í sinni eftir að hafa komið heyjum
sínurn í hús í sumarlok.
Eftir ágætt heyskaparsumar
bjuggu fjallamenn í Gnúpverja-
hreppi sig undir að smala afréttinn.
Þeir sem lengst fóru til að smala
fóru norður undir Arnarfell í Hofs-
jökli og voru 10 daga í leitinni. Þeg-
ar nær dró byggð fjölgaði leitar-
mönnum en hver bær verður að
leggja til smala í leitir svo að íjár-
safnið komist allt til skila. Þrjú
nýleg leitarmannahús eru á afrétt-
inum og er liöin sú tíð er menn
urðu að leggja á sig vosbúö og harð-
ræði á íjallinu. Nú er svo komið
aö utansveitarmönnum og borg-
arbúum þykir orðið eftirsóknar-
vert að komast í leitir og kynnast
fjallakyrrðinni og komast færri að
en vilja þegar leitum er úthlutað.
Komið var með safnið til byggða
á miðvikudag og það haft í nætur-
högum ofarlega í sveitinni.
Snemma á fimmtudagsmorgun var
það svo rekið í réttirnar.
Það fylgir því ætíö mikil eftir-
vænting þegar von er á safninu í
þyggð. Margir taka sig upp eld-
snemma á réttardaginn og ríða á
móti safninu eða láta aká sér til
móts við þaö og fá lánaða hesta leit-
armanna til þess að geta tekið þátt
í rekstrinum síðasta spölinn.
Þegar komið er með féð í réttina
er líkast því að hátíð sé gengin í
garð og í raun og sannleika er þetta
ein elsta, alþýðlegasta og þjóðleg-
asta hátíð hér á landi. Það yljar
mörgum bóndanum um hjarta-
ræturnar að sjá réttina fulla af
lagðprúðu fé, nýrunnu af íjallinu.
Þetta er náskylt frumstæðri gleði
hirðingjans sem á allt sitt undir
hjöröinni sinni og þeim verömæt-
um sem hún ávinnur honum. AUir
sem vettlingi geta valdið koma
saman á réttardaginn til að líta
þessa fógru sjón og í Skaftholtsrétt
mátti sjá jafnt hina elstu og yngstu
íbúa sveitarinnar. Svo á hver sveit
sína tryggu velunnara sem gera sér
ferö í réttirnar á hverju hausti til
þess að taka þátt í gleði heima-
manna. Þetta kunna að vera sum-
arbústaöaeigendur, brottfluttir
íbúar eða fyrrverandi kúasmalar
sem enn bera taugar til sveitarinn-
ar sem þeir kynntust sem þörn.
Þarna koma líka aö jafnaði stjórn-
málamenn, alþingismenn og fyrr-
verandi og núverandi ráðherrar
sem telja sér hag í aö láta sjá sig
og blanda geði við sveitamennina
á góðri stundu. í Skaftholtsrétt
mátti m.a, sjá Árna Johnsen, sem
kemur á hverju ári með gitarinn
með sér, Eggert Haukdal og Guðna
Ágústsson alþingismenn, Kristján
Guðmundsson, þæjarstjóra í Kópa-
vogi, Guðrúnu Ásmundsdóttur og
Kjartan Ragnarsson leikara, séra
Gylfa Jónsson og séra Baldur
Kristjánsson á Höfn sem var meðal
leitarmanna.
Þegar líða tekur á réttirnar og
þúiö er að draga verulegan hluta
fjárins í dilka er siöur aö taka fram
réttarpelann og fer þá mönnum aö
hlýna verulega um hjartaræturn-
ar. Blíöleg orð falla, menn faðmast
og heita hver öðrum ævilangri vin-
áttu og fóstbræöralagi og að lokum,
þegar féð er allt gengið út, taka
menn til við aö rifja upp gömlu
góðu lögin og syngja tví- og þrí-
raddaö á meðan nokkuð gutlar á
pelanum. Eins og gengur verða
menn misjafnlega á sig komnir en
það lagast þegar heim er komið.
Þegar réttum er lokið tínast
menn heim á leið, hver bóndi með
sinn rekstur og er þá ekki greið-
fært þílum um sveitir. Heima bíður
rjúkandi heit kjötsúpa og er gjarn-
an þröngt setinn bekkurinn yfir
réttardagssúpunni. Þá er vaninn
að menn bæti svolítið á sig og
sitji að spjalli eða söng fram eftir
kvöldi.
í ár var féð í meðallagi vænt er
það kom af fjalli enda spretta ágæt
í sumar og afréttinum fer fram. Fé
hefur líka hægt og sígandi verið að
fækka. Talið er að í ár hafl 6-7
þúsund íjár verið á fjallinu frá
Gnúpverjum en hefur verið um 8
þúsund undanfarin ár. Þegar best
lét fyrir allnokkrum árum voru 10
þúsund fjár á afrétti Gnúpverja.
En nú eru tímar samdráttar í land-
búnaði og ekki útlit fyrir aö breyt-
ing verði á í fyrirsjáanlegri framtíð.
Það er því uggur í bændum og
sveitarstjórnarmönnum þó þeir
kunni aö gleöjast af hjarta á réttar-
daginn.
Pyttlan var að sjálfsögðu með í för.