Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Page 34
54
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988.
Lífsstm
15 þúsund tonna flokkunarstöð
fyrir sorp myndi skila hagnaði
- hagkvæmt að brenna úrgangstimbri í Jámblendiverksmiðjunni
Járnblendiverksmiðjan að Grund-
artanga getur notað mest allt það
timbur, sem fellur til á höfuöborgar-
svæðinu, við framleiöslu sína. Til
þess að það sé nothæft verður að
hakka timbrið niður í tiltekna ílísa-
stærð.
Fjárfestingar í tækjabúnaði til þess
teljast ekki miklar og sú vinnsla
myndi borga sig.
Þetta er meðal niðurstaðna úr
könnun sem Skúli Þór Ingimundar-
son viðskiptafræðingur gerði um
vinnslu úrgangsefna á íslandi.
Skúli gerði einnig athugun á arð-
semi móttöku og flokkunarstöðvar
fyrir sorp í Reykjavík. Hann ílutti
erindi um þessi mál á aðalfundi
Landverndar árið 1987.
Hagnaður miðað við 8 klst. á
dag 5 daga vikunnar
. Samkvæmt niðurstöðum Skúla
myndi slík stöð skila hagnaði miðað
við starfrækslu 8 klst. á dag, 5 daga
vikunnar.
Til hliðsjónar var höfð nýleg sorp-
greiningarstöð í Frederikssund í
Danmörku. Hún getur afkastað 15
þúsund tonnum á ári
í úttekt Skúla á rekstrargrundvelli
flokkunarstöðvar sem þessarar var
gert ráð fyrir að hin ýmsu efni, sem
flokkuð væru, yrðu seld úr landi til
endurvinnslu. Mest myndi falla til
af pappír í lágum gæðaflokkum.
Forsendur um verö fyrir afurðirn-
ar eru taldar raunhæfar því þegar
könnunin var gerð var verð mjög
lágt á úrgangsefnum af þessu tagi í
Evrópu. Einnig fór höfundur mjög
varlega í að áætla seljanlegt magn frá
flokkunarstöðinni.
Verð á pappírsúrgangi hefur
hækkað
„Ég tel að forsendur þessar séu lítt
breyttar í dag,“ sagði Skúli Þór Ingi-
mundarson í samtali við DV. „Verð
á pappírsúrgangi hefur frekar hækk-
að ef eitthvað er.
Hins vegar eru gefnar þær forsend-
ur að við rekstur slíkrar stöðvar
myndi sparast fé sem annars er var-
iö til að urða sorp.“
Kostnaður við að urða sorp af
Reykjavíkursvæðinu er nú um 7-800
krónur á tonn. Sá kostnaður kemur
til með að hækka þegar sorphaug-
arnir verða fluttir úr Gufunesi eins
og fyrirsjáanlegt er.
-Pá
Á síðasta ári var safnað 60 tonnum af ónýtum rafhlöðum í Gautaborg í
Svíþjóð. Það jafngildir 369 kílóum af kvlkasilfri og 207 kílóum af kadmíum
sem annars hefði mengað umhverfið.
75 þúsund tonn af timbri og pappír urðuð árlega:
Yerdmætum fleygt
- endurvinnsla sorps arðbær
Á Reykjavikursvæðinu falla tll 120 þúsund tonn af sorpi á ári. 63% af þvi
eða 75 þúsund tonn myndu henta til endurvinnslu.
Sú hugsun hefur ríkt hér á landi
að allt sorp sé einskis virði. Með
hverju ári eykst það sorp sem hver
íslendingúr kastar frá sér. Mestöllu
sorpi er ekið á hauga til urðunar eða
brennslu án þess að nokkur sjái sér
hag í að nýta það.
Pappír, timbur, gler, málmar,
gúmmí og plast, allt þetta er flutt til
landsins og greiddur fyrir það dýr-
mætur gjaldeyrir.
Á árinu 1987 féllu til rúmlega 120
þúsund tonn af sorpi á Reykjavíkur-
svæðinu. Um 63% þess eða rúm 75
þúsund tonn voru pappír og timbur.
Hvort tveggja hefði hentað vel til
endurvinnslu.
Er ekki kominn timi til að snúa
þessari þróun við og hefja endur-
vinnslu sorps hér á landi?
Getum lært
af grannþjóðum okkar
í Svíþjóð er notuðum pappír safnað
um land allt. 200 sveitarfélög hafa
sett upp móttökustöðvar þar sem al-
menningur getur losnað við úrgangs-
gler.
Um síðustu áramót gengu í gildi lög
í Svíþjóð sem skylda sveitarfélög til
þess að gangast fyrir söfnun á ónýt-
um rafhlöðum. Margar rafhlöður
innihalda kvikasilfur og eru því mik-
ill mengunarvaldur ef þær eru
brenndar.
Endurvinnsla sorps
hefst í eldhúsinu
í Noregi gilda svipuð lög um raf-
geyma. í Svíþjóð og Noregi taka apó-
tek á móti gömlum lyfjum. Á nokkr-
um stöðum í Svíþjóð hefur verið
reynt að fá sorpið flokkað inni á
heimilunum.
Pappír, gler, járn og plast er greint
í spndur og sótt í endurvinnslu. Ann-
að er sett í rotþró og verður að mold.
Þessi greining sorps gerir neytendur
að virkum þátttakendum í endur-
vinnslu sorps og er ódýrari fyrir
samfélagið.
Aögreint sorp er sótt heim til neyt-
enda. Víða á Norðurlöndunum er sá
háttur hafður á að gjald fyrir að-
greiningu er látið renna til líknar-
mála.
Áldósirnar má endurvinna
í Sviþjóð skila 75% af einnota ál-
dósum sér aftur inn til endurvinnslu.
Þar er greitt skilagjald.
í Bandaríkjunum eru framleiddar
tvær milljónir tonna árlega úr end-
urunnum áldósum.
Hérlendis er talið að árleg sala á
gosdrykkjum verði rúmlega 30 millj-
ónir áldósa. Það samsvarar um 400
tonnum af áli.
í hreinsunarátaki, sem nú stendur
yfir í Reykjavík, er miklu magni af
áldósum safnað. Þeim er engu að síð-
ur ekið á haugana.
Áhugaleysi stjórnvalda
íslensk stjómvöld hafa fram að
þessu sýnt endurvinnslu á sorpi lít-
inn áhuga.
Þrátt fyrir stöðuga umræðu meðal
almennings um bætta umgengni
verður ekki vart neins frumkvæöis
frá stjómvöldum.
Full ástæða er til að hafa miklar
áhyggjur af vaxandi notkun einnota
umbúða sem valda mikilli umhverf-
ismengun. Á vegum iðnaðarráðu-
neytisins starfar nefnd um endur-
vinnslu. Hún á að gera tillögur um
hvernig staðið skuli að söfnun ein-
nota umbúða.
Árangur næst ekki nema með
skipulegri söfnun sorps til endur-
vinnslu. Slikt yrði að vera með virkri
þátttöku almennings. Þannig færi til
dæmis frumflokkun sorps til endur-
vinnslu fram í eldhúsinu á hverju
heimili.
Pappír unninn úr sorpi
Shk söfnun fer þegar fram í ná-
grannalöndum okkar sem lengst eru
komin í endurvinnslu úrgangsefna.
ísland er snautt af flestum þeim
efnum sem hér er ekið á haugana.
Fleiri þjóðir standa í svipuðum spor-
um.
Danir og Hollendingar framleiða
allmikinn pappír til útflutnings og
er hráefnið að mestu leyti pappírsúr-
gangur bæði frá þeim sjálfum og frá
öðrum þjóðum.
Pappír er lítillega endurunninn hér
á landi, framleiddir eggjabakkar og
blómapottar. Bíldekk eru í vaxandi
mæh endurunnin til framleiðslu á
mottum, gúmmíbobbingum fyrir
sjávarútveginn og nú síðast gang-
stéttarhellum úr gúmmíi.
Brotajárnsvinnsla hefur ekki geng-
ið sem skyldi vegna mikils kostnaðar
við söfnun jámsins.
Sóun er til skammar
Á móti öllum kostnaði við flokkun
og endurvinnslu sorps kemur sparn-
aður við eyðingu og bætt landnýting
og umgengni.
Það er siðmenntaðri þjóð til
skammar að sóa verðmætum sem
eru fólgin í úrgangsefnum, í stað
þess aö stuðla að endurvinnslu
þeirra. -Pá
Enn um kartöfluverð Fræðist um frvstincu • ^4^
Kartöfluverð er afar breytilegt pokabeintfrábóndanumá80krón- vegna geysiharörar samkeppni. í ur kílóiö. Kílóið af þvegnum gull- lauslegri könnun hér á síðunni á augakartöflum kostar 100 krónur dögunum var Fiskbúrið Langholts- hjá Snæbirni. vegi sagt selja tveggja kflóa poka Svo virðist sem kartöfluverð af kartöflum frá Ágæti á 270. Hið breytist frá degi til dags í sumum rétta er að pokinn kostar 263. verslunum. Kannanir af því tagi, Hjá Snæbimi kaupmanni í Fisk- sem DV birti, hafa sín áhrif í þá átt búrinu er einnig hægt að fá 5 kg -Pá „Frysting matvæla" heitir bækl- Leiðbeiningarstöð heimilanna er ingur sem Kvenfélagasamband ís- opin alla virka daga frá kl. 14.00 til lands gaf út síðast 1983. Þar er að 16.00 í húsakynnum Kvenfélagasam- finna allt sem neytendur fýsir að vita bandsins að Hallveigarstööum. um frystingu og geymslu hvers kyns Síminn er 12335 og þar má einnig matvæla. kaupa áðurnefndan bækling á aðeins Þessa dagana em eflaust margir 100 krónur. aö vinna að sláturgerð og frágangi -Pá matvæla til vetrargeymslu.