Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1988, Qupperneq 36
56 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Daryl Hannah er haldin sjaldgæfum sjúkdómi sem margir vildu þjást af. Þaö er nefnilega þannig aö eftir því sem hún borðar meira af sætum og feitum mat grennist hún meira og meira. Hún segir að líkami hennar hafi öfug efnaskipti sem lýsi sér svona. Læknar hafa enga skýringu á þessu ástandi og yppta aöeins öxlum. Eina leiöin fyrir hana til aö horast ekki niður úr öllu valdi er aö borða mat sem inniheldur mikiö salt. Ó, ef bara Madonna er aö leika í leikriti á Broadway þessa dagana og hefur hlotið mik- ið lof fyrir leik sinn. Þetta er al- varlegt leikrit og þótt hlutverk hennar sé ekki stórt er leikhúsið troðfullt á hverju kvöldi og allir koma til að sjá Madonnu. Hún þykir oft nokkuð glæfraleg í klæöaburði, stúlkan, og um dag- inn yar hún í svo efnislítilli hlýra- blússu að þegar hún varð vör við ljósmyndara reyndi hún að hylja líkama sinn eins og hver sóma- kær stúlka hefði gert. Ljósmynd- arinn var heppinn að Sean Penn var ekki nálægur. Richard Pryor er nú að gera alla vini sína grá- hærða af áhyggjum. Maðurinn hefur lést um fjölda kílóa og er nú aðeins rúm fimmtíu kíló en það getur ekki talist mikið fyrir mann sem er 178 cm á hæð. Vinir hans hafa áhyggjur af því að hann sé með eyðni en hann vísar því á bug og segir að hver mað- ur, sem hafi lent í þeim ósköpum sem hann hefur lent í, mundi líka tapa vigt. Hann segir að ef menn vilji létta sig eigi þeir að verða ástfangnir af tveimur konum í einu. Má bjóða þér sætí? var hæsti stóll í heimi, áður en þessi varsmíð- aður, 12,7 metrar á hæð. Stóllinn, sem vegur meira en eitt tonn, er á húsgagnasýningu í Tel Aviv í ísrael. Eini gallinn, sem sjáanlegur er við þennan stói, er að það þarf körfubíl til að lyfta sér upp í hann og frekar virðist hann vera plássfrekur. Foxtrot Tveir rebbar að dansa. Það getur ekki verið neitt annað en foxtrot. ! *"!.J • jt. , ••• / .'/ . - •/' . '■ ;•/«'" ».,* ' «» ^ "'C- - *■/■■';.■ *.,!■...—. ^rt', X"!■'!■/» *t"": '■'/».'?«-» ......»"■ ■.*. •** /. •;«,* ■&,,:■ *■* •*» •". . *• Y"... ... •••» •• Hraðskreiðasta límósína heims Fyrir um sextán milljónir íslenskra króna getur maður leyft sér þann munað að bruna um götur á hrað- skreiðustu limósínu, sem til er í heim- inum. Það er 1988 árgeröin af Lam- borghini Countach, „lengri gerðin", sem nær um 300 km/klst. í bílnum eru að sjálfsögðu öll helstu þægindi eins og sjónvarp, mynd- bandstæki, bar, tveir símar og tvær sóllúgur, svo eitthvað sé nefnt. Undir afturstuðaranum er mynda- vél, sem getur fylgst með umferð fyr- ir aftan bílinn. Myndin kemur síðan fram á litlum skjá, sem er rétt við hliðarspegilinn. Þetta er mjög þægi- legt, því að það sést ekki svo vel út um afturgluggann úr bílstjórasætinu. Þessi bíll myndi líklega kosta gott betur en sextán milljónir kominn á Hér er hann í öllu sinu veldi, tilbúinn fyrir sunnudagsbíltúrinn. götuna hér á landi. Hér sést munurinn á venjulegum Lamborghini Countach og þeim lengda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.