Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. Sandkom Fomaldarmenn í handbolta Umfátthefur veriðmeira rættaðundan- íömuen frámmistóöu handbolta- landsliðsokkar ÍS-Kóreu.Hef- urfréttamönn- um, semfylgst hafameðat- hurðunum.oft hitnaðíhamsi. Þaðvart.d. sérstaklega athyglisvert að fylgjast með skrifum Sigmundar Ó. Steinars- sonar h]á Morgunblaðinu af viður- eign íslendinga og Alsírmanna. Greinilegt var að Sigmundi haföi raislíkað leikskipulag Alsírmanna og kallaði hann leik þeirra „fornaldar- handknattleik“ og Alsirbúa að sjálf- sögðu Jomaldarmenn'- ogjafhvel „viUimenn". Fórgreinilegafyrir brjóstáð á fréttamanninum að Als- írbúar skyldu ekki leika á viður- kenndan hátt þessa þjóðariþrótt okk- ar. Þá sagði Sigmundur að eðldega hefði sumum okkar manna leiðst fíflalæti Alsírmanna og því freistast tílaðtakaáþeim. Fundaglaöur flokkur alþýðubanda- lagsmcnn teþa ekkií'ftirsérað sitjalengiá fundi þegar þjóðmáiineru annarsvegar. Þaðsástgreini- legaumhelg- inaþegarþeir héldu mið- stjórnarfund umhugsanlegt ríkisstjórnar- samstarf. Fundurinn hófst ld 21 á laugardagskvöldi og lauk ekki fyrr en kl. 23 á sunnudagskvöldi og stóð því í 26 tima. Reyndar urðu smáhlé öðru hverju en þó er ekki hægt annaö en að hrósa alþýðubandalagsraönn- um fyrir hve þaulsætnir þeir eru. Er nú bara spuming hvort þeir verða s vona þaulsætnir í ráðherrastólun- um. Ekki einsfunda- glaður f lokkur Framsóknar- menneruhjns vegarekkieins fúndaglaðirog alþýðubanda- : lagsmennog máeiginlega : segjaaðþeir látiforingja sinn, Steingrím Hermannsson, eða„Grim verkstjóra", einsogheims- byggðin þekkir hann, sjá um alla fundasetu. Á miðstjómarfundi fram- sóknarmanna um síðustu helgi iétu menn sér nægja að hlýöa á ræðu for- ingjans og klappa síðan lengi. Sögöu ffamsóknarmenn að þeir hefðu ekki vfíjaö lengja vökur Steingrims með því að láta hann þurfa að sitja undir ræðumsínum. Albertogutanrík- isráðuneytið Einsogkunn- ugtersóttiAl- bertGuö- mundssonfast sæti uranríkis- ráðherraog hafamenn margvíslegar skýríngaráþví. Einmunvera súaðhann langimikiðtil aðstríðaKön- unum dálitið meira en eins og kunn- ugt erátti hann glímu við þá þegar hann var utanrfldsráðherra. Þá hef- ur Afbert ai veg eins viljað efla tengsl- in við Frakkland en þar hefúr hann oft náð mörgum góðum viðskipta- samningi. Umsjón: Sigurður M. Jónsson Fréttir Steingrímur bauð Stefáni Valgeirssyni tvo kosti: Stefán tók sjóðina fram yfir samgónguráðuneytið - með þessum kaupum komst ríkisstjóm Steingríms á koppinn „Ég stóö frammi fyrir því í gær- morgun hvort ég vildi heldur ráð- herrastólinn eða vildi heldur nýta þá aðstöðu sem felst í störfum mín- um fyrir Byggðasjóð, Búnaðarban- kann, Stofnlánadeild landbúnaöar- ins og síðan formennsku í hinum nýja Tryggingasjóði atvinnuveg- anna. Minn metnaður er í því fólginn að gera gagn og þá fyrst og fremst landsbyggðinni. Landsbyggðin, og raunar atvinnulífið í landinu, er öll flakandi eftir þá ríkisstjórn sem sat að völdum. Ég tel mig því geta gert meira gagn með því að hafa þessa aðstöðu og fá formennsku í þessum nýja sjóði sem á að fá 4 til Smilljarða til umráða heldur en að sitja í ráða- herrastóli með takmarkaða mögu- leika til framkvæmda," sagði Stefán Valgeirsson á blaðamannafundi í gær. Með þessari yfirlýsingu tilkynnti Stefán að ríkisstjórnarmyndun Steingríms Hermannssonar heföi tekist. Steingrímur Hermannsson bauð honum um hádegisbilið í gær samgönguráðuneytið annars vegar eða setu í ofangreindum sjóðum hins vegar fýrir stuðning hans við ríkis- stjórnina. Stefán valdi sjóðina. Þar með var ríkisstjómin komin með stuðning meirihluta þingsins. „Mér var það hulið að þessir kostir yrðu settir svona upp. Ég varð að velja og ég hef valið.“ Auk sjóðanna fær Stefán að skipa menn í nefndir sem undirbúa laga- frumvörp og önnur mál í hendur rík- isstjórninni. Stefán vildi á fundinum ekki upp- lýsa hverjir þeir huldumenn væru sem fylgdu. honum tií fylgis við stjórnina. Það kæmi í ljós í þinginu að stjórnin hefði stuðning í báöum deildum. „Það hafa komið fram vangaveltur um hvort það sé eðlilegt að sá aðili sem hefur aðeins einn þingmann sé fullgildur aðili að ríkisstjóminni. Hún verður ekki mynduð án þess aðila. Þeir sem eru á annað borð í pólitik ættu að skilja það að slíkur aðili, hver sem hann er, er jafn- nauðsynlegur og hinir aðitarnir. Annars verður ríkisstjórnin ekki mynduð," sagði Stefán Valgeirsson. -gse Hinar fjölmörgu hraðahindranir í Reykjavik vekja mismikinn fögnuð meðal borgaranna. Sumum íbúa við Hálsasel þykir komið fullmikið af hraðahindr- unum í götuna sem er með þeim styttri i borginni. Tvær hindranir eru í Hálsaseli og í næstu götu eru þrjár hindranir. Íbúar við Hálsasel fara yfir fimm hraðahindranir á fyrstu fimm hundruð metrunum er þeir fara að heim- an. DV-mynd Brynjar Gauti Ólympíuleikur DV: Heyrði frétdna í útvarpinu í gær var dregið í áttundu umferð í ólympíuleik DV, Bylgjunnar, Flug- leiða og Fjarkans. Þegar Helga Margrét dró úr fullum poka af lausn- um kom upp nafn Sigurðar Geirsson- ar, Rjúpufelli 35. Svo heppilega vildi til að Sigurður, sem vinnur hjá Sanit- as, var að hlusta á Bylgjuna þegar nafn hans var dregið út svo hann hafði samband við Þorstein Ásgeirs- son um leið og hann hafði tækifæri tn. Sigurður, sem vann sér inn ferð til Glasgow eða London, er einmitt á leiðinni til Glasgow eftir helgina svo ekki lá fyrir hvernig hann myndi nýta sér þennan vinning. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af leiknum okkar en þá er eftir að draga út bónusvinninginn sem er helgarferð með Flugleiðum til New York. í dag verður dregið úr ijörkum meö nafniJónsL.Árnasonar. -JR Alttaf verið að nuddast í manni út af innflutningi á dýrum - segir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir Það er hvert tilfelli skoðað sérstak- lega og ef veita á undanþágu fyrir innflutningi dýra til landsins eru mörg skilyrði sett. Það er engin alls- heijarregla til um hvenær veita á undanþágu og hvenær ekki," sagöi Páll A. Pálsson yfirdýralæknir við DV. DV hefur sagt frá tveimur hunda- eigendum semhefur verið synjaö um leyfi til að hafa hunda með til lands- ins. Eru hundarnir á Grænlandi og í Frakklandi. Hefur eigendunum fundist þeir vera beittir misrétti þar sem sumum hefur verið ieyft að flytja inn hunda og öörum ekki. Hafa sendiráðsstarfsmenn verið nefndir í því sambandi. „Lögin gera ráð fyrir að það séu fluttir sem fæstir hundar til landsins og dýr yfirleitt. Ástand heilbrigðis- mála er misjafnt í hverju landi og aöstaða fólks til að einangra hunda í 4 til 6 mánuði er misjöfn. Það er mikil vinna tengd því að hafa hunda í einangrun í 6 mánuði og því fylgir mikil ábyrgð. Hvað aðstöðuna varðar eru ekki allir jafnir. Það gengur ekki að hafa hund í einangrun ef þú býrð á 6. hæð í blokk en er mögulegt ef þú ert með einbýlishús með stórum garði. Maður getur ekki fullyrt hvort hundur ber smit eða ekki fyrr en dýrið hefur verið í sóttkví í allt að 6 mánuði. Grænland og Frakkland eru ekki lönd sem eftirsóknarvert er að fá hunda frá. í báðum lönduni hefur verið hundaæði og hundasýki. Þaö hafa allar þjóðir hömlur á svona inn- flutningi." - Þegarsumirfáundanþáguogaðrir ekki má búast viö að fólk reyni að smygla hundunum. Væri ekki æski- legt að byggja almennilega sóttkví þannig að eftirlit sé með öllum dýr- um sem til landsins koma? „Þó sett veröi upp sóttkví útilokar það ekki smygl. islendingar hafa mikið dálæti á að smygla, hvort sem það er brennivín eða hundar. Það kostar mikið að hafa hund í sóttkví í allt að 6 mánuði og þá reynir fólk að smygla. Ef upp kemst um smygl er dýrinu strax lógað og fram- kvæmdamaður látinn sæta refsiá- kvæðum laga. Bretar setja fólk í allt að tveggja ára fangelsi vegna hunda- smygls. Sóttkví þarf að vera fyrir allar dýrategundir, ekki bara hunda. Það er alltaf verið að nuddast í manni út af dýrainnflutningi. Nú síðast vildi maður fá að flytja inn apa frá Afr- íku.“ - Hundar virðast tengjast fólki nán- ari böndum en önnur dýr. „Nú er það, já. Bönd fólks við önn- ur dýr geta verið alveg jafnnáin. Annars skil ég ekki þegar fullfrískt fólk lætur hundana sína stjórna sér alveg. Maður gæti haldið aö þetta fólk ætlaði með þeim í gröfina fyrst það flyst milli landa vegna þeirra.“ -hlh Mitíar deilur innan Vemdar: Störf formannsins í sviðsljósinu „Það er jétt að það kom upp agrein- ingur á fundinum um þaö hverjir heíðu atkvæðisrétt og hverjir ekki. Meirihluti fundarmanna kom inn af götunni - menn sem ekki voru í sam- tökunum og vildu fá að kjósa. Þegar fundarstjóri útskurðaði að allir hefðu jafnan rétt var hann beöinn að útskýra á hvaða forsendum hann byggöi úrskurð sinn. Hann taldi það vantraust og sagði af sér,“ sagði Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Fangahjálparinnar Verndar, en miklar deiiur blossuðu upp í félaginu á aðalfundi þess sem haldinn var fyrir síðustu helgi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem deilur hafa komið upp í félaginu og hafa þær oftast tengst störfum for- mannsins á einn eða annan hátt. Að sögn Jónu snýst málið fyrst og fremst um það hverjir eigi að hafa atkvæöis- rétt á fundum en að sögn annarra hangir meira á spýtunni. Ætlunin hafi verið að velta henni úr sessi en áður en það tókst yfirgaf Jóna Gróa fundinn með öll gögn. Nú hefur verið boðað til framhaldsaðal- fundar 10. október en deilt er um hvort rétt sé að því staðið. „Það varð að samkomulagi um að slíta fundinum vegna ágreinings um atkvæðisrétt manna en okkur fannst rétt að leita til lögfróðra manna um það,“ sagöi Jóna Gróa en í dag verð- ur fundur framkvæmdastjómar fé- lagsins. Þar verða stjórnarkjör á framhaldsaðalfundinum rædd. í aðalstjórn sitja 40 menn, kosnir til þriggja ára í senn, en núna átti að kjósa 12 nýja menn í stjómina. Munu verða tveir hstar í gangi í stjómarkjörinu, með og móti for- manninum. Þá blandast inn í deiluna fagiegir hlutir eins og hvemig eigi að standa að fangahjálpinni í framtíðinni. And- stæðingar formannsins segja aö hún stefni að því aö færa allt starf fanga- hjálparinnar yfir á ráðuneytið og halda bara eftir starfsemi heimilisins við Laugarteig. Segja þeir að það sé órafjarri upphaflegum markmiöum félagsins. . -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.