Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Ný stjórn Ný stjórn tekur við völdum í dag. Þetta er vinstri stjórn. Hún byggir á lélegum þing- meirihluta. Við getum ekki búist við, að þessi ríkisstjórn endist lengi. Reynslan af vinstri stjórnum hefur verið slæm. Við minnumst til dæmis vinstri stjórnarinnar 1978. Þá höfðu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag unnið mikla sigra í kosningum. En það var skammgóður vermir. Þegar setzt •var í stólana, varð ókyrrt. Stöðugar deilur voru milli þessara flokka. Stjórnin var sundruð frá upphafi. Líkur eru á, að hið sama gerist nú. Þótt Steingrími Hermanns- syni hafi tekizt að rotta þessa flokka saman um stundar- sakir, má gera ráð fyrir, að þeir berist fljótt á banaspjót- um. Stjórn Steingríms hefur nánast ekki þingmeiri- hluta. Henni er komið saman á síðustu stundu til að redda málum fyrir mánaðamót. En við getum ekki gert ráð fyrir, að svo veik stjórn standi lengi. Helzt má bú- ast við, að hún falli strax í vetur, þannig að kosið verði með vorinu. Þetta er hræðslubandalagsstjórn. í skoðanakönnun- um hefur komið fram, að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa tapað fylgi. Framsókn hefur haldið sínu. En fylgistap A-flokkanna er mikið. Það hefur ein- mitt verið óttinn við kosningar, sem knúði þessa floljka til að mynda stjórn. Því er þetta sannkallað hræðslu- bandalag. Við getum ekki reiknað með, að stjórnin standi nema örskamma hríð. Strax munu byrja deilur milh Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Við sjáum nú þegar, að ýmsir þingmenn Alþýðubandalagsins eru ekki í raun stjórnarsinnar. Því getum við nú þegar greint átumein í þessari stjórn. Landsmenn ættu að hafa í huga, að kosningar gætu orðið fljótt. En kannski tekst þessari stjórn að halda málum gangandi fram yfir mán- aðamót. Þá er nokkuð unnið, því að ella stefndi í mikinn vanda. Við getum því fagnað, að stjórn hefur verið mynduð. En við getum ekki búizt við, að hún verði farsæl. Reynsl- an af fyrri vinstri stjórnum segir okkur, að þar logar allt í deilum. Þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Bald- vin Hannibalsson eiga eftir að deila hart. í raun eiga þessir flokkar ekki samleið í ríkisstjórn. Samt skulum við ekki hafna þeim möguleika, að þessir flokkar sam- einist síðar í einum flokki. En bið verður á því. Fyrst munum við greina harðar deilur milli flokkanna, sem kristallast munu í blöðum. Viðreisnarstjórn hefði verið vænlegri kostur. Þá hefðu verið meiri líkur á þokkalegu samkomulagi. Við- reisn með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Borgara- flokki hefði getað rétt við sitthvað, sem aflaga hefur farið. En bezti kosturinn hefði verið kosningar. Það hefur margt breytzt. Því hefðu kosningar verið vænleg- astar til að hreinsa andrúmsloftið. Vissulega verður þó að líta á, að kosningar nú hefðu orðiö erfiðar. Atvinnuvegimir eru í vanda. Ekki hefði verið unnt að bíða lengi eftir því, að staðan yrði rétt við. Því verður ekki unnt að segja, að ekki hefði átt að mynda stjórn nú. Við máttum ekki við því að bíða lengi. En við getum heldur ekki vonast til, að þessi stjórn standi nema fram á veturinn. Þá hlýtur hún að falla. Við gefum henni bara nokkra mánuði. Haukur Helgason „Náttúruverndarráð er ekki reiðubúið, fyrir hönd almennings í landinu, að lýsa þvi yfir að sauðkindin eigi að ráða gróðurfari og framtið birkiskógarins," segir meðal annars i greininni. Friðland íVatnsfirði á Barðaströnd í DV 31. ágúst síöastliðinn fjallar Ragnar Guömundsson, bóndi á Brjánslæk, um samskipti sín viö Náttúruverndarráð og íleira er varðar friölandiö í Vatnsfirði. Náttúruverndarráð ætlar sér ekki að fara út í viðræður við Ragn- ar Guðmundsson á síðum fjölmiöla en vegna ýmissa ummæla í grein hans er ástæða til að benda al- menningi á nokkur atriði. Friðlýsing Þær forsendur sem lágu að baki frifdýsingu Vatnsfjarðar 1975 voru þær að í Vatnsfirði væri enn nolck- uð mikið eftir af þeim birkiskógi og kjarri sem í upphafi landnáms kiæddi landið „frá fjöru til fjalls“ og að auki væri svæðið vel fallið til útivistar. Gróðurvernd, og þá fyrst og fremst verndun skógarins, hefur síðan verið efst á blaði í umfjöllun Náttúruverndarráðs um þetta landsvæði. í reglum sem settar voru um friðlandiö er ákvæöi sem segir aö beit búfjár sé heimil svo sem veriö hafl en heimilt sé að takmarka beit á einstökum svæðum ef nauðsyn beri til, svo sem vegna skógvernd- ar, og voru þær settar með fullu samþykki ábúenda. Á ánmum 1965-1975 voru um 400-600 vetrarfóðraöar kindur á Brjánslæk og Seftjörn (þeim tveim- ur býlum sem hér eiga hlut aö máli) en 1981 voru þær orðnar tæp- lega 1000 (997) þrátt fyrir áður- nefndar reglur, auk þess sem fé frá öðrum bæjum hefur aðgang aö svæðinu, enda voru þá mjög greini- leg merki ofbeitar í Vatnsfirði. Gróðurvernd í kjölfar þess að fé á Barðaströnd var skorið niður vegna riöuveiki hófust fyrir alvöru umræður um að friða skóginn í Vatnsfirði fyrir beit. Á þeim tveimur árum sem fjárlaust var varð veruleg breyting á undirgróðri skógarins en lengri tíma þurfti til þess að hún sæist á skóginum sjálfum. í skýrslu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um rannsóknir á gróðri í Vatnsfirði 1986 segir aö til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á skóglendinu verði aö friða það fyrir allri beit, a.m.k. meðan skógurinn er að endurnýj- ast og vaxa upp í þá hæð aö sumar- beit valdi ekki skaða. Reynsía hér- lendis bendi til þess að friðun verði aö vara 15-25 ár. Land það sem hér um ræðir er í ríkiseign og í umsjá landbúnaöar- ráðuneytisins. Því þótti mönnum ekki óeðlilegt að landbúnaðarráöu- neytið vildi aöstoða við vemdun birkiskógarins í Vatnsfirði, nú á tímum samdráttar í hefðbundnum búskap og mikillar umræðu um KjaUarinn Þóroddur Þóroddsson framkvæmdastjóri gróðurvernd og skógrækt. Land- græðsla rikisins, Skógrækt ríkisins og Náttúruvemdarráð lögðust því á eitt í þessu máh. Lagt var til við landbúnaðaráðherra að annað- hvort yrði svæðið girt eða keyptur yrði fullvirðisréttur í sauðfé við- komandi bænda er eiga mest af því fé er gengur í friðlandinu, þ.e. á Brjánslæk, Seftjöm og Fossá. Því miður hafa menn ekki haft erindi sem erfiði í þessu efni, þó aðeins hafi þokað í rétta átt. Breyttir búskaparhættir í umræðum viðkomandi aðila um breytta búskaparhætti hefur Nátt- úruverndarráð lagt megináherslu á friðun skóglendisins. Staðhættir í Vatnsfirði eru þannig að ekki er auðvelt að girða svæðið af og því hefur áhersla verið lögð á fækkun sauðfjár. Ljóst er að án girðinga verður svæðið þó ekki algjörlega fjárlaust. Ábúandi á Seftjörn hefur breytt sínum búskap og býr nú við kýr og á fiskeldisstöð sem er innan frið- landsins. Varðandi Bijánslæk hefur verið rætt um byggingu orlofshúsa og fiskeldisstöðvar fyrir botni Vatns- fjarðar þar sem mest umferð og viðdvöl ferðamanna er. í framhaldi af þeim hugmyndum taldi Náttúru- vemdarráð eðlilegt að sumar- hús/veiðihús á vegum Brjánslækj- arbónda væru öll á einu skipulögðu svæði og gerði því kröfu um að einkabústaður, sem er inni í daln- um, yrði fluttur svo stærra svæði innan friðlandsins væri án mann- virkja. Þaö hús var reist vegna þjóðhátiðar Vestfirðinga í Vatnsdal 1974 en ekki fjarlægt að henni lok- inni eins og alhr höfðu gert ráð fyrir, nema kannski Brjánslækjar- bóndi. Útivistarmál Aðbúnaður á tjaldsvæðum í Vatnsfiröi er þannig að ekki eru tekin gjöld fyrir afnot þeirra. Starfsmaður Alþýöusambands Vestfjarða hefur haft umsjón með tjaldsvæðum mörg undanfarin ár, hirt um kamra og msl en Alþýðu- sambandið á og rekur orlofshús í Vatnsfirði. Á því starfi hefur engin breyting orðiö og er ómaklega veg- iö að þessum starfsmanni í grein Ragnars. Fulltrúar Náttúruvernd- arráðs hafa komið í Vatnsfjörð nokkmm sinnum í sumar og hafa ekki bent á að ástand þar væri nokkuð í líkingu við það sem Ragn- ar lýsir né hafa borist um það ábendingar frá ferðamönnum. Víst er aö ýmis búnaður er að ganga úr sér á svæðinu en eins og fjárhag Náttúruverndarráös er háttað verður að nýta búnað og mannvirki í lengstu lög. Þótt komin væru vatnssalemi og aukin gæsla á svæðinu yrði það þó áfram „alls- herjarútikamar" sauðkindarinnar, nema sauðkindinni verði úthýst þaðan. Lokaorð Það er eindregin von Náttúru- verndarráðs aö aflétt verði því beit- arálagi sem er á skóginum í Vatns- firði, a.m.k. um tíma, annars stend- ur svæðið ekki undir nafni sem friðland. Náttúruverndarráö er ekki reiðubúið, fyrir hönd almenn- ings í landinu, að lýsa því yfir að sauðkindin eigi að ráða gróðurfari og framtíö birkiskógarins á hinu sérstæða og vinsæla útivistarsvæði í Vatnsfirði. F.h. Náttúruverndarráðs, Þóroddur Þóroddsson. „í skýrslu Rannsóknastofnunar land- búnaðarins um rannsóknir á gróðri í Vatnsfirði 1986 segir að til þess að koma 1 veg fyrir frekari skemmdir á skóg- lendinu verði að friða það fyrir allri beit.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.