Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 17
17
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
dv Lesendur
Lággjaldamarkaðurinn hjá Flugleiðum hefur aldrei gilt fyrir íslendinga í Ameríkufluginu hvort eð er.
Lokað á lággjaldafarþega Flugleiða:
Enn þrengt að íslendingum
Páll Guðmundsson hringdi:
Ég hef lítillega fylgst með skrifum
um fargjaldamál sem viðgangast í
ílugheiminum. Ég þykist hafa það
fyrir satt að íslendingar, sem ferðast
héðan til Ameríku eða kaupa miða
þar vestra hingað til lands, sitji ekki
við sama borð og útiendingar sem
ferðast með Flugieiðum alla leið til
Evrópu. Dæmi hafa verið tekin um
þetta í sérstökum greinum, svo ekki
verður um villst.
Nú nýlega las ég grein um fyrir-
hugaða endurnýjun Flugleiða á flug-
vélakosti sínum, aöaUega í utan-
landsflugi. Ekki er óeðlilegt að félag-
ið endurnýi flugvélakost sinn. Félag-
ið er sagt vera á vendipunkti og hygg-
ist það breyta um stefnu í rekstri sin-
um.
Það sem mér þótti eftirtektarverð-
ast í þessari grein voru þó ummæli
sem höfð voru eftir stjómarformanrii
Flugleiða í fyrirsögninni: „Sækjumst
ekki lengur eftir lággjaldafarþeg-
um!“ Og síðar í greininni kemur m.a.
fram hjá stjómarformanninum: „Við
leggjum mun meiri áherslu á flug-
leiðina milli íslands og Bandaríkj-
anna í Atlantshafsflugi okkar. Við
setjum stefnuna á að þjónusta far-
þegana eins og kostur er. Það verður
okkar keppikefli. Þess vegna verðum
við ekki á lággjaldámarkaðnum í
Atlantshafsfluginu. “
Ég get ekki séö að þarna sé um
neinar áherslubreytingar að ræða,
því lággjaldamarkaðurinn hjá Flug-
leiðum hefur aldrei gilt fyrir íslend-
inga á þessari flugleið hvort eð er.
Eina breytingin er þá hugsanlega sú,
að íslenskir farþegar fái aukna þjón-
ustu fyrir það gjald sem þeir hafa
orðið að greiða umfram hina erlendu
farþega. Eftir stendur að við íslend-
ingar stöndum í sömu spomm, og
eigum engra kosta völ aö því er hag-
stæð fargjöld til Ameríku varöar.
„Aukin þjónusta“ verður látin rétt-
læta hin geysiháu fargjöld milli ís-
lands og Ameríku, sem hafa gilt og
munu gilda áfram.
Svona er hræsnin á íslandi
Hneykslaður leikhúsgestur skrifar:
Á meðan þjóðsöngvar okkar og
Ráðstjórnarríkjanna vom leiknir í
Laugardalnum, skömmu fyrir lands-
leikinn fræga, rauk allsnakinn dóni
inn á leikvanginn. - Sjónvarpsmanni
fannst sniðugra að beina myndavél
sinni að honum heldur en leikmönn-
um. Það sýnir ákveðinn „smekk og
háttvísi“! Lögreglan mátti elta þenn-
an dóna út á völlinn til þess að hann
yrði þjóðinni ekki til frekari skamm-
ar en orðið var.
Mannkertið hefur sennilega talið
þetta sniðugt uppátæki en mun
miklu fremur hafa valdið viðbjóði
vallargesta. Rússum mun hafa.verið
ætluð þessi sérkennilega skemmtun
en leiknum var sjónvarpað beint
þangað austur. Án efa hefur Rússum
þótt þetta skortur á háttvísi og fund-
ist miður að kynnast íslendingum á
þennan hátt. - Verið getur aö þetta
hafi glatt „húsmóður" nokkra og
aðra sem gjarnan skrifa ofstækis-
fullar greinar í Morgunblaðið. En
það verður hver að þjóna sinni lund.
Fyrir allmörgum árum bauð Þjóð-
leikhúsið (leikhússtjóri Sveinn Ein-
arsson) landsmönnum upp á að alls-
nakinn máður kæmi upp á senu öll-
um að óvörum. Þetta átti að vera
„listrænt". Þá rauk lögreglan ekki til
og gómaði dónann; sem varð sér og
leikhúsinu til skammar í anda hstar-
innar!! - Svona er hræsnin á íslandi.
- Klám er sýnt í sjónvarpi. Ef ein-
hver myndsóði telur það vera í anda
listarinnar þá má þjóðin þola argasta
klám. Svona er hræsnin á íslandi.
Mæður og feður ætla að ærast og
lögreglan er kölluð á vettvang ef ein-
hver öfuguggi flettir sig klæöum á
almannafæri, svo ekki sé talað um
pf stúlkuböm hafa séö dónann. - En
stúlkubörnin, sem fóru með foreldr-
um sinum í Þjóðleikhúsið hér á árun-
uiú sem áður er getið, máttu þola að
horfa á ógeðið í anda listarinnar. -
Svona er hræsnin á íslandi.
Það er áreiðanlega kominn tími til
að bæði mynd: og ritsóðar verði látn-
ir fara að lögum og ekki látnir kom-
ast upp meö að útbía saklaust fólk
með ógeði sínu. Þeir geta haft það
fyrir sig. - En mættum við hin fá að
vera í friði?
Hitaveita Suðurnesja
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í byggingu
tengibyggingar rofastöðvar og uppsteypu hluta af
undirstöðum orkuvers IV í Svartsengi.
Tengibygging rofastöðvar er 419 m2 að grunnfleti,
kjallari og ein hæð. Hæðin verður aö hluta til reist
úr forsteyptum einingum.
Helstu magntölur í undirstöður orkuvers IV eru:
Steypa 450 m3
Mót 2200 m2
Járn 23000 kg
Verkunum skal að fullu lokiö fyrir 1. febrúar 1989.
Útboðgsgögn verða afhent gegn 10.000 króna skila-
tryggingu á eftirtöldum stöðum:
Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík,
Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suður-
nesja aö Brekkustíg 36, Njarðvík, þriójudaginn 11.
október 1988 klukkan 11.
Hitaveita Suðurnesja
DULUX S
FRÁ
OSRAM
- Ljóslifandi orku-
sparnaður.
- 80% lægri lýsingar-
kostnaður miðað
við glóperu.
5 W T «* 250 Im « 25 W (
7 W » 400 Im = 40 W \
9 W LL = 600 Im = 60 W
UWf = 900 Im = 75 W
- Fimmföld ending á
við venjulega peru.
- Þjónusta í öllum
helstu raftækja-
verslunum og
kaupfélögum.
Heildsölubirgðir:
JÓHANN ÓLAFSSON & CO.HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík-Sími 688 588
two
Nú er blómkál á hag- Örbylgjuofnar
stæðu verði og um að
gera að gera sér mat úr
því. í tilraunaeldhúsinu
var eldaður ódýr blóm-
kálsréttur í ofni. Hentugur
og hollur heimilismatur
úr blómkáli verður aðal-
umfjöllunarefni á matar-
síðum á morgun. Einnig
verður fjallað svolítið um
spergilkál en margir eru
einmitt að taka í hús upp-
skeruna sína.
eru víða til á
heimilum en á
mörgum þeirra er
hann frekar lítið
notaður. í til-
raunaeldhúsinu
var bökuð einföld
eplakaka í ör-
bylgjuofni og
birtar verða upp-
skriftir að fleiri
einföldum réttum
fyrir örbylgjuofna.
Hvernig skyldi það vera að
stunda nám erlendis, búa á
hóteli og borða 3-5 rétta
hádegis- og.kvöldverð á
hverjum degi? Um næstujól
útskrifast fyrstu íslensku
nemendurnirfrá hótel- og
veitingaskólá í Luzern í
Sviss. Þar eru nú tíu íslend-
ingar í námi. DV tók einn
nemenda frá þessum skóla
tali nýlega. í Lífsstíl á morg-
un fræðumst við um þenn-
an sérstaka skóla.