Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 34
42 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. Lífsstíll DV DV kannar steikingarfeiti á skyndibitastöðum: Þrír af tíu voru meö ónýta feiti - sldpta í pottunum á 4-7 daga fresti Frönsku kartöflurnar geta verið mið- ur hollar ef þær eru steiktar í feiti sem hefur verið notuð of lengi. Sé fita i djúpsteikingarpottum notuð of lengi geta myndast efni sem eru hættuleg heilsu manna. Skyndibitastaðir, sem urðu fyrir valinu í könnun DV, skipta um olíu á 4-7 daga fresti. Miðað við niðurstöðurnar er það í sumum tilfellum ekki nóg DV-mynd: Brynjar Gauti. Samkvæmt könnun. sem DV gerði á ástandi steikarfitu á tíu skyndibita- stöðum. reyndust þrir nota fitu sem var orðin óhæf til steikingar vegna aldurs. Alls voru tekin tíu sýni af handa- hófi víðs vegar í Reykjavík á sunnu- dagskvöldi. Notaö var viðurkennt próf sem er Bílamárkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboöa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum veröflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. fólgiö í því að blanda ákveðnu efni saman við olíuna og tekur hún þá á sig lit eftir því hvort hún er orðin of gömul eða ekki. Að sögrt starfsmanna skyndibita- staöanna er skipt um olíu í djúpsteik- ingarpottum á 4-7 daga fresti. Aðeins tveir staðir af tíu nota að staðaldri próf eins og það sem notað var 1 könnuninni til þess að ákvarða aldur olíunnar. Að sögn manna er það of dýrt. Töldu staðirnir betra að skipta oftar um olíu.heldur en að nota prófið. einum stað var notuð blanda af jurta- olíu og svínafeiti. „Jurtaolía er fjölómettuð og er því hættara við oxun við langvarandi notkun,“ sagði Guðmundur G. Har- aldsson hjá Rannsóknastofnun Há- skólans í samtali við DV. „Við oxun Neytendur Við langvarandi notkun myndast efni sem eru hættuleg hejlsu manna Átta staðir nota jurtaolíu við. djúp- steikingu. Einn notar soyaolíu, og á geta myndast niðurbrotsefni sem eru beinlínis hættuleg heilsu manna,“ Hættan á myndun slíkra efna eykst eftir því sem feitin er notuö oftar við háan hita. -Pá Útsöluverð það sama og uppgefið veið í bæklingi í lögum úm útsölu? er kveðið á um að verslun skuli ætíö tilgreina tvö veyð á útsöluvörum, annárs vegar verð fyrir útsölu og hins veg- ar útsöluverð. Þetta á að auðvelda viðskiptavinum að gera sér grein fyrir því um hvers konar tilboð sé að ræða. Athugull neytandi hafði samband við DV og var ekki ánægður með þau k)ör sem Gráfeldur bauð við- skiptavinum sínum upp á fyrir skömmu. Fyrirtækið auglýsti útsölu og til- tók sérstaklega að 10% afsláttur væri veittur af öllum hillum. í versluninni lá frammi verðlisti. Eðlilegt var að álykta sem svo að verð á hillum væri 10% lægra en það sem gefið var upp í bæklingn- um. Svo reyndist þó ekki vera. Bækl- ingurinn var sagður úreltur og öll verð hefðu hækkað um 10% frá útgáfu hans. Neytandanum þótti því útsalan felast í raun í því að selja fólki hluti á sama veröi og gefið var upp í verðlistum fyrirtækisins. Að sögn forráðamanna Gráfeldar var listinn frá því í mars og verð því allt úrelt. Útsalan er auglýst undir þeim formerkjum að versl- unin sé að hætta og allt eigi aö selj- ast. Því þótti ekki ástæða til þess aðútbúanýjanlista. -Pá U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað- ar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili. Sími Fjöldi heimilisfólks__ Kostnaður- í ágúst 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.