Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. 39 Lífestm Óhætt er að segja að húsið hafi verið i niðurníðslu. Útigangsfólk hafðist við þarna á tímabili. und krónur 1985. Við fengum að- stoð við framkvæmdir frá vinum og ættingjum sem kom sér vel. Það var byijað á að ryðja öllu út sem fyrir var inni í húsinu. Konan mín sagði eftir að hafa litið húsiö augum fyrst að hún skyldi ekki stíga fæti inn í húsið fyrr en allt væri farið út - útlitið var ekki aö- laðandi. En við vildum búa í miö- bænum. Þaö er erfitt að fá hús eða lóðir á þessum stað og völdum því þennan kostinn." Met starf arkitekta betur nú Eftir að hafa sem smiður unnið eftir teikningum segist Grímur núna gera sér betur grein fyrir starfi arkitekta. Húsiö hefur t.a.m. 30 sentímetra breiðari suðurhlið heldur en norðurhlið og skekkjur eru margar. „Húsið var byggt af vanefnum,“ segirhann. „Þannig var bara mold undir trégólfi. Gólfm voru fjarlægð uppi og niðri og steypt á neðri hæðinni. Svo settum við nýjar gólfsperrur uppi. Glugga- smíði annaöist ég svo sjálfur því ég haíði aðstöðu til þess í Iðnskól- anum - það fór mikil vinna í gluggana. Til að halda eldrihúsa- stílnum sem best hannaði ég gluggapósta fyrir einfalt gler. Það kemur ekki mikil móða þótt hér sé einfalt gler - helst kemur hún á eldhúsgluggann við matseld. Mér finnst ekki fallegt að sjá eldri hús augnstungin ef svo má að orði kom- ast - þ.e.a.s. þegar nýjar glugga- smíðar eru settar í þannig bygging- ar.“ Hér bjuggu 13 manns Grímur segist hafa komist að því að áður fyrr bjuggu tværfjölskyld- ur í húsinu. Á neðri hæðinni bjuggu hjón meö átta böm en á efri hæðinni voru þrjár manneskj- ur. Gólfflötur hvorrar hæðar er um 45fermetrar. - Enhvernigvarframkvæmdum hagaöutanhúss? „Húsið er hlaðiö úr grágrýti á neðri hæð en svokallaður holsteinn er á efri hæðinni. En þetta sást ekki því múrhúðun klæddi stein- inn. Múrhúðunin var síðan fjar- lægð að neðan til og raufarnar eru upphleyptar til að gefa meiri svip. Að þessu loknu var svo allt málað hvítt.“ -ÓTT Svona leit húsið Bergstaðastræti 17B út fyrir þremur árum. Eldri hús geta tekið ótrúlegum stakkaskiptum eftir að búið er að jgera þau upp. DV-mynd KAE Heimilið í stað þess að hafa ryðfria ofna og lagnir er hægt að leysa tæringarvanda- mál með svokölluðum varmaskiptum (forhiturum). DV-mynd BG Forhitarar eru lausn gegn tæringu Á svæðum, þar sem efnasamsetn- ing hitaveituvatns er þannig að hætta er á tæringu í leiðslum og ofn- um, eru gjarna notaöir svokallaðir varmaskiptar (forhitarar). Tæki þessi geta komið í stað þess að setja þurfi upp ryðfría ofna og leiðslur í allt húsið. Þeir geta því sparaö tölu- verðar fjárhæöir og óþægindi. Á Seltjarnarnesi, nokkrum bæjum á Suðurlandi og víðar á landinu er tæringarvandamálið fyrir hendi. Meö forhiturum má leysa þennan vanda. Þeir virka þannig að varma- flutningur fer fram á milli eins vökva yfir í annan - heitt, saltmengaö vatn er notað til að hita upp ómengað vatn í hitakerfi hússins. Þannig kem- ur hitaveituvatnið inn fyrir veggi húsa en aðeins að kyndiklefa þar sem forhitarinn tekur við og veitir heitu, ómenguðu vatni inn í hitakerfið. Hér er raunverulega um lokað kerfi að ræða - forhitarinn tekur viö hita- veituvatninu og skilar varma þess inn í ofnakerfið. Neysluvatn og upphitunarvatn er aðskilið. Með því móti er baðvatn raunverulega kalt vatn, hitað upp af forhitara. Því ætti engin tæring að eiga sér stað. Saltmengað hitaveituvatn o.fl. Jarðhitasvæði landsins eru mis- munandi heppileg meö það fyrir aug- um að sjá hitakerfum húsa fyrir vatni vegna mismunandi tæringar- eiginleika vatns. Á Seltjarnarnesi t.d. er hitaveitu- vatn þannig að þaö er saltmengað. Þar mun skýringin vera komin á hin- um ólíku eiginleikum sundlaugar- vatns þeirra Seltirninga miðað við aðrar laugar. Á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn er tær- ingarvandamál einnig fyrir hendi. Þar mun ástæða þó vera nokkuð óljós. Jarðhitavatn á landinu mun vera mismunandi súrefnisrikt. Talið er í vissum tilfellum, þar sem hitaveitu- vatni er veitt um langar plast- leiðslur, að súrefni komist að því. Því kemur tæring í þeim tilfellum einnig til sögunnar. Hentar fyrir snjóbræðslukerfi Talsvert hefur færst í vöxt að for- hitarar séu notaðir við snjóbræðslu- kerfi. Til að tryggja sig gegn því að frjósi í lögnum undir stétt eða steypu er hægt að hanna lokað kerfi þar sem frostlegi er blandaö við vatnið. Með þessu móti er forhitari látinn leiða varma hitaveituvatns út í snjó- bræðslukerfið. Forhitarar eru seldir í mismunandi stærðum. Því lægra sem hitastig hitaveituvatns er því stærri þurfa þeir að vera. Verð fyrir hitara, sem hentar einbýlishúsi, mun vera frá um 16-35 þúsundkrónur. -ÓTT. sem vMI GRAM og BMK gólfteppin eiga það sameiginlegt að vera í hæsta gæðaflokki. Þessi vinsælu gólfteppi hafa verið til söiu á íslandi í áratugi og hlotið fram- úrskarandi góðar móttökur. Einkenni þeirra er fallegt útlit, ótrúleg ending og hagstætt verð. iffiM mrrtppi öll GRAM-teppin eru með „teflon“ óhreinindavörn, sem auðveldar alla hreinsun Afrafmögnuð teppi fyrir heimilið og skrifstofuna öll GRAM- teppi eru með 5 ára ábyrgð gegn sliti Einlit og mynstruð Hagstætt verð 5 ÁKA ÁBYKGÐ Hin vinsælu BMK-teppi hafa verið seld á íslandi í 50 ár BKM-teppin eru unnin úr 80% fyrsta flokks ull og 20% nylon, alsterkustu blöndu sem þekkist fyrir gólfteppi Gæði í hverjum þræði Níðsterk, ótrúleg ending Fallegt útlit ® Einlit-mynstruð-mjúkir péistel litir Hagstætt verð Ennfremur glæsilegt úrval af vönduðum stökum teppum og mottum. Sérpöntum teppi eftir vali. Áratuga góð reynsla annarra er þín trygging. T5T1 m ‘Teppaverslun M RAÐGREIÐSLUR nFriðriks rBertelsen fii SÍÐUMÚLA 23 (SELMÚLAMEGIN) SÍMI 68 62 66 SAMNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.