Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
9
Róstur í V-Berlín
Ársfundur Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins var settur í
V-Berlin í gær. Mikill viðbúnaður er
í borginni og gæta um níu þúsund
lögreglumenn víðs vegar úr Vestur-
Þýskalandi öryggis fundargesta.
Indónesía, sem er skuldugasta
þjóðin í Asíu, hvatti til nýrra lána-
kjara og er búist við að Japanir
bregðist illa við.
Fjármálaráðherra Indónesíu sagöi
að vemda þyrfti þróunarlöndin gegn
sveiflukenndu gengi gjaldmiðla lán-
ardrottnanna. Sagði hann að íhuga
þyrfti skuldauppgjöf þróunarlanda
almennt og ekki bara þeirra fátæk-
ustu. Þessum hugmyndum kom fjár-
málaráðherrann á framfæri í júní við
embættismenn og kaupsýslumenn
frá Japan, sem er stærsti lánardrott-
inn Indónesíu, en mætti þá harðri
andstöðu.
Japanir kynntu hins vegar í gær
áætlun um stofnun sjóðs sem skuld-
ug ríki legðu fé til gegn skuldabréfum
sem nota mætti til aö greiða skuld-
irnar með á nafnverði. Fjármálaráð-
herra Mexíkó bar fram tillögu um
nýjan „Berlínarsáttmála", það er að
skuldugum þjóðum verði hjálpað á
sama hátt og Bandaríkin hjálpuðu
Evrópuríkjum eftir seinni heims-
styrjöldina.
Óeirðalögregla í Vestur-Berlín
handtók í gær um hundrað mótmæl-
endur eftir aö þeir höfðu brotið
gluggarúður í úthverfi borgarinnar.
Undanfarna daga hafa gagnrýnend-
ur Alþjóðabankans og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins efnt til mótmælaað-
gerða gegn stefnu stofnananna. Tals-
maður lögreglunnar sagði að óeirða-
seggirnir yrðu hafðir í varðhaldi allt
aö tvo sólarhringa til að koma í veg
fyrir frekari ólæti.
í miðborginni söfnuðust um eitt
þúsund vinstrimenn saman fyrir ut-
an þróunarstofnunina. Gífurlegur
viðbúnaður var af hálfu lögregluyfir-
valda og fylgdu lögreglumenn göngu-
mönnum eftir að nærliggjandi torgi
Lögregiumaður í Vestur-Beriín handtekur mótmælanda i gær. Róstur urðu
í borginni í gær þegar gagnrýnendur á stefnu Alþjóðabankans og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins söfnuðust saman til mótmælaaðgerða.
Simamynd Reuter
þar sem hópurinn dreifðist. arlöndunum og stuðli aö umhverfis-
Mótmælendur halda því fram að vandamálum.
stofnanirnar viðhaldi fátækt í þróun- Reuter
Viðskiptaþvinganir
samþykktar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær viðskiptaþvingan-
ir gegn írak vegna meintrar notk-
unar efnavopna þar í landi gegn
Kúrdum.
Öldungadeildin samþykkti fyrr í
mánuðinum miklu strangari til-
lögu og gæti þurft að fara milliveg-
inn áður en lokasamþykkt verður
send til Hvíta hússins til undirrit-
unar.
í Hvíta húsinu eru menn andvígir
báðum frumvörpunum en talið er
að Reagan muni veigra sér við að
beita neitunarvaldi.
í tillögu fulltrúadeildarinnar er
gert ráð fyrir að hætt verði vopna-
sölu til íraks og einnig sölu á við-
kvæmum hátæknivörum. Viðbót-
arþvinganir verði settar á síðar
meir nema forsetinn geti fullvissað
þingmenn um að írakar hafi ekki
beitt efnavopnum og að þeir muni
ekki gera það. Þess er einnig kraf-
ist að írakar leyfi vettvangskönnun
hlutlausra aðila.
írakar hafa vísað á bug ásökun-
um um að þeir hafi beitt efnavopn-
um gegn Kúrdum.
Reuter
sundruð
kvöldi kjördags, 5. október, til að
„verja“ þann sigur sem þeir segjast
telja að stjórnarandstaðan muni
vinna, væri til þess eins fallin að
styrkja hræðsluáróöur herforingja-
stjórnarinnar.
Stjórnin hefur stillt kosningunum
upp þannig að kjósendur hafi val á
milli stööugleika annars vegar og
öngþveitis þess sem ríkti á tímum
marxistastjórnar Allendes sem her-
foringjarnir steyptu af stóli.
Richard Lagos, leiðtogi Lýðræðis-
flokksins, sagði á fréttamannafundi
í gær að kommúnistar hjálpuðu
stjórninni í baráttu til að snúa við
raunveruleikanum og skapa ótta
meðal þjóðarinnar.
Marxistavængur Sósíalistaflokks-
ins, hins gamla flokks Allendes, lýsti
því yfir í gær að afstaða kommúnista
væri ekki til þess fallin að styrkja
áform stjórnarandstöðunnar.
Sósíahstar og kommúnistar voru
bandamenn í þúsund daga ríkis-
stjórn Allendes sem beiö bana í bylt-
ingunni árið 1973.
Reuter
Stjómarandstaðan
Vinstri flokkar í Chile gagnrýndu Augusto Pinochet hershöfðingja í
í gær fyrrum bandamenn sína úr forsetakosningunum í næstu viku.
hópi kommúnista fyrir að spilla fyrir Flokkamir sögöu að hvatning
baráttu stjórnarandstöðunnar gegn kommúnista til allsherjaruppþots að
Þrjár nunnur standa sem hluti af mannlegri keðju í Santíagó. Keðjan á að
vera hvatning til fólks um að gripa ekki til ofbeldis I sambandi við forseta-
kosnlngarnar i næstu viku. - Simamynd Reuter
Útlönd
Sévardnadse með vinalega ræðu
Sévardnadse, utanríkisráöherra
Sovétríkjanna, sagöi í ræöu sinni á
Allsherjarþingi Sameinuöu þjóö-
anna í gær að samtökin ættu að
vera virkari og taka meiri þátt í því
að eyða mesta óvini mannkyns,
kjamorkuhættunni.
„Sameinuðu þjóðimar ættu að
beina athygli sinni út í geiminn,"
sagöi hann. „Hið alþjóðlega sam-
félag hefur mikilla hagsmuna að
gæta í sambandi við það að geimur-
inn verði ekki leikvöllur hemaðar-
kapphlaups.“
Sévardnadse flytur ræðu sina á
allsherjarþinginu i gær.
Simamynd Reuter
Margir námsmenn hafa flúið á
náðir skæruliða frá þvi byltingin
áttisérstað. Simamynd Reuter
Uppreisnaimenn
beijast áfram
Skæruliðar i Burma hafa drepið
fjörutíu og níu stjóraarhermenn i
róstum þeim sem ríkt hafa undan-
fama daga aö sögn ríkisútvarps
landsins.
Að sögn útvarpsins höfðu skæm-
liðar úr kommúnistaflokki Burma
rekið stjómarhermenn frá þremur
hæðum við Mong Yang, og drepið
fjöratíu og fjóra en sært níutíu og
tvo. Á mánudag voru fimm her-
menn drepnir.
Kínversk grós tíl vamar eyðni?
Danskir læknar hafa í hyggju að rannsaka hvort hefðbundin kínversk
lækningagrös geti borið árangur í baráttunni við eyðni, að sögn talsmans
danska landspítalans, í gær.
Viggo Faber prófessor sagöi að hann myndi fara með hóp lækna til Kina
í næsta mánuði, eftir að spítalinn hafði skrifað undir samning viö háskóla
í Nanning og Peking um skipti á upplýsingum.
„Okkar tilraunastofur vilja athuga þeirra lækningaraðferöir, hvemig
þær virka á rannsóknastofu í fmmura, sem sýktar eru með eyöni eða
öðrum alvarlegum sjúkdómum,“ sagði Faber.
Hann sagði að þessi samskipti gætu hjálpað fólki til að skilja hvers
vegna sumir sýkjast við smit en aörir ekki.
Á móti ætla kínverskir læknar að heimsækja Danmörku til að kynna
sér vestræna lækningatækni.
Áframhaldandi vemd í flóanum
Kortið sýnir Persaflóa, þar sem Bandarikjamenn munu áfram halda
uppi vemd, en I minna mæli þó en verið hefur.
Kuwaitstjórn virtist í gær vera ánægð með ákvörðun Bandarikjamanna
um að draga úr hervernd fyrir skip á Persaflóa, að sögn embættismanna
í gær.
Kuwait taldi að óráðlegt væri að draga um of úr fjölda erlendra herskipa
i fióanum, á meðan ekki væri ljóst hvað yrði úr viðræðum írana og íraka.
Kuwait taldi hins vegar ekki að breytingar á flotaverndinni, sem Banda-
rikamenn tilkynntu á mánudag, myndu skaða skip sín.
Billy Carter látinn eftir langt strið
Billy Carter, sem hér sést með bróður slnum Jimmy Carter, fyrrum
Bandarikjaforseta, lést um helgina eftir langa baráttu við krabbamein i
briskirtli. Billy þótti mlkill vandræðagemllngur I torsetatið bróður sins
og kom honum oft í bobba, meðal annars með því að hafa of náin sam-
skiptf við Gaddafi Lýbíuforseta. Billy áttí um tima vlð áfengisvandamál
að striða en hafði unnið bug á þvf er hann fékk sjúkdóm þann er leiddi
hann tll dauða á sunnudag. Símamynd Reuter