Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
41
Lífestm
Þannig skuldbindur seljandi sig til
að koma á staðinn og a.m.k. reyna
að fjarlægja bletti, takist kaupanda
það ekki. Úðun hefur þann kost að
hrinda frá sér óhreinindum því
nokkurs konar himna myndast utan
um þræði teppisins. Með þessu móti
eru taldar 90% líkur að óhreinindi
náist úr. Ef það gengur ekki eru
helmings líkur á að hreinsunarmenn
nái því sem kaupanda tókst ekki.
Úðun á hvorki að finnast né sjást og
hrindir frá sér vatni. Mörg teppi sem
á boðstólum eru í dag eru þegar
óhreinindavarin frá verksmiðjum.
Að vera viss um
heildarkpstnað
Þegar gólfefni eins og teppi er keypt
er alltaf spurt fyrst um fermetraverð.
Teppalögn krefst faglegrar kunnáttu
eigi vel að vera að verki staðið en
hún er tiltölulega ódýr miðað við
lögn annarra efna. Mikilvægt er að
spyrja seljanda náið út í þann kostn-
að sem hlýst af teppalögn, hve mikið
efni þarf að kaupa með tilliti til þess
hve mikið gengur af o.s.frv. Mismun-
andi er hvernig staðið er að sölu,
stundum er borgað fyrir afskurð -
stundum er einungis borgað fyrir
það sem til þarf. Þetta fer eftir að-
stæðum.
Heppilegast er að fá fagmann á
staðinn sem getur leiðbeint með val
á efni og mælt upp. Þetta er gjarnan
gert án nokkurra skuldbindinga af
hálfu fyrirtækja - tilboð er gert kaup-
anda að kostnaðarlausu. Með þessu
móti er hægt að fá uppgefinn endan-
legan heildarkostnað - verð sem má
treysta. Ekki sakar að spyrja í versl-
un um stórar prufur til að taka með
heim til að reyna að vera eins viss
með útkomu og mögulegt er.
V"’
Ráðlegast er að fá fagmann til að leggja teppi ef vel á að vera. Áður en varan er keypt er gott ráð að spyrja um endanlegt heildarverð. I sumum tilfellum
koma fagmenn á staðinn, mæla upp og gera tilboð og gefa verð sem stenst. DV-mynd KAE
Flisar endast vel en vanda skal valið með tilliti til að ekki kvarnist upp úr
þeim, t.d. i eldhúsi, og að þær séu ekki of hálar. DV-mynd GVA
Rakaskynjari (á gólfinu) virkar likt
og reykskynjari og getur því varað
fólk við ef leiðsla springur eða þ.u.t.
Rakamælir (á vegg) gefur til kynna
loftrakastig sem má helst ekki vera
minna en 40-50% ef vel á aö vera.
Sé rakastig of lágt myndast oft raf-
magn í teppum. DV-mynd KAE
Steinefni endingargóð
Flísar og marmari henta best í hol
og forstofur eða á baðgólf. Helsti
kostur steinefna er góð ending og
gott vatnsþol en þau eru hörð undir
fæti og það er nokkuð dýrt og tíma-
frekt að leggja þannig efni. Einnig
þarf að þrífa svona efni vel svo ryk
þyrlist ekki upp. Mottur eru gjarnan
notaðar til að skapa hlýleika og þæg-
indi. Þær draga einnig úr hávaða.
Þegar steinefni er valið á gólf er
mikilvægt að gera sér góða grein fyr-
ir eiginleikum efnisins. Flísar eru
seldar bæði mattar og gljáandi og
einnig skyldi haga vali með tilliti til
þess að fá sterkar flísar þar sem
hætta er á að harðir hlutir detti í
gólfiö eins og í eldhúsi. Ef marmari
er valinn þá skal hafa í huga að slík
efni geta verið viðkvæm fyrir bleytu
vegna holrúms í steininum. Þannig
getur litun átt sér stað í ljósum
marmarasteini. Marmari er vafalust
með dýrari gólfefnum sem kostur er
á. Hann hefur einnig þann kost fram
yfir flísar að ekki þarf að setja fúgur
á milli.
Eiginleikar parkets skoðaðir
í einkunnagjöf á síðunni kemur
parketefni næstverst út. Hins vegar
er parket vinsælt gólfefni og ekki að
ástæðulausu því hinir eiginlegu
einkunnagjafar eru kaupendur sjálf-
ir. Vafalaust eru skiptar skoðanir um
einkunnagjöf parketsins. Hér getur
hver og einn fyllt í eyðurnar og gefið
sjálfur einkunn.
Eins og með korkefni er mikilvægt
að rifur lokist vel á parketi og að
lakkað sé yfir svo viðurinn hrindi
sem best frá sér raka. Parket má
ekki blautskúra a.m.k. ekki borða-
parket. Stafaparket límt niður við
gólf, vel slípað og lakkað þolir því
betur bleytu.
Helsti kostur við parket er hið heil-
næma andrúmsloft sem skapast af
viðnum. Ending er nokkuð góð en
parket krefst þó viðhalds, lökkunar
og slípunar - lakkið er slitflötur. En
þó skyldi ávallt ganga varlega um á
skóm á tréefni - ekki þarf meira en
eina veislu til að skemma parketgólf
verulega. Skemmda fleti er hægt að
slípa upp en á borðaparketi (spóm
lögðu) er slitflötur til þess aðeins um
2-4 mm. Heppilegt er að setja mottur
á helstu álagsfleti parkets.
Þegar parket er lagt er heppilegast
að leita til smiös. Lögnin getur verið
tímafrek og kostnaðarsöm sérstak-
lega ef um stafaparket er að ræða -
þannig er límkostnaður t.d. mikill.
Rakamagn skiptir máli
Áður en gólfefni er lagt er ráðlegt
að kanna rakamagn. Raki getur verið
of mikill t.d. í kjallaraíbúðum og jafn-
vel í nýbyggingum. Ef dúkur t.d. er
lagður á of rakt gólf þá getur límið
leyst upp því raki kemst ekki í gegn-
um dúkefnið. Teppi „anda“ hins veg-
ar en undir parketi má ekki vera
raki. Rakamælingar geta sumir fag-
menn framkvæmt. Einnig er hægt
að leita sér upplýsinga meö þetta til
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins á Keldnaholti.
Sé hætta á því að leiðslur springi
eða þ.u.l. er hægt að kaupa svokall-
aðan rakaskynjara sem virkar líkt
og reykskynjari. Ef bleyta kemst að
honum gefur hann frá sér hljóð.
Þannig má mögulega koma í veg fyr-
ir leka sem getur skemmt gólf í ibúð-
um.
Á haustin gerist það oft að það
neisti rafmagni þegar handrið eru
snert, sérstaklega þar sem teppi eru.
Þetta stafar af því að loftraki er ekki
nægilegur. Oft eru teppi afrafmögn-
uð en sé þetta vandamál fyrir hendi
er hægt að bæta úr því, t.d. einfald-
lega meö því að setja vatnsskál á ofn.
Rakamæla er einnig hægt aö kaupa.
Til viðmiðunar er ráðlegt að loftraki
sé ekki minni en 40-50%.
-ÓTT
Valkostatafla Eiginleikar Vara Teppi Stig Vara Parket Stig Vara Dúkur Stig. Vara Flísar Stig Vara Marmari Stig
Mýkt ágæt 1 léleg 4 sæmileg 3 engin 5 engin 5
Hlýleiki ágætur 1 lélegur 4 lélegur 4 enginn 5 enginn 5
Ending sæmileg 3 góð 2 góð 2 ágæt 1 ágæt 1
Vatnsþol ef flæðir sæmilegt 3 ekkert 5 gott 2 ágætt 1 ágætt 1
Loftrakaþol gott 2 sæmilegt 3 ágætt 1 ágætt 1 ágætt 1
Hljóðdempunv/ágang ágæt 1 léleg 4 góð 2 léleg 4 léleg 4
Varanleiki áferðar góður 2 góður 2 góður 2 ágætur 1 ágætur 1
Viðhald ekkert 1 talsvert 3 litið 2 lítið 2 talsvert 3
Þrif lítil 2 talsverð 3 mikil 4 mikil 4 mikil 4
Ryksugunarkröfur miklar 4 talsverðar 3 engar 1 talsverðar 3 talsverðar 3
Andrúmsloft sæmilegt 3 ágætt 1 gott 2 ágætt 1 ágætt 1
Notkunarsvið flest 2 flest 2 allt 1 allt 1 ■ sumt 3
Umskiptafyrirhöfn talsverð 3 mikil 4 mikil 4 mikil 4 mikil 4
Verð efnis miðlungs 2 hátt 3 lágt 1 miðlungs 2 mjög hátt 4
Verðaukahluta lágt 1 hátt 3 hátt 3 miðlungs 2 miðlungs 2
Lagnarkostnaður lágur 1 hár 3 hár 3 mjög hár 4 mjög hár 4
Einkunnarstig nr. 1 32 nr.4 45 nr. 2 37 nr. 3 41 nr. 5 46
Skalar (mælikvaröar): . Skýring texta 1 allir, 2 flestir, 3 sumir, 4 fáir..............................fletir eöa gólf á heimilum
1 ágætt, 2 gott, 3 sæmilegt, 4 lélegt, 5ekkert.............................eiginleikar 1 lágt, 2 miðlungs, 3 hátt, 4 mjög hátt.......................verö á vöru og/eða þjónustu
1 engar, 2 litlar, 3 talsverðar, 4 miklar.........................:.............kröfur
Taflan hér er birt til skemmtunar og fróðleiks. Hér hefur þess verió freistað að taka saman kosti og galla gólfefna. En álit fólks er misjafnt og þvi ber ekki
að taka niðurstöður of alvarlega. Hér getur hver og einn gefið sina einkunn og lagt siðan saman.