Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Spurningin
Stundarðu einhverja lík
ams- eða heilsurækt?
Svava Guðmundsdóttir: Já, ég fer í
eróbikk þrisvar í viku.
Símon Sigurbjörnsson: Já, ég fer í
sund svona þrisvar í viku.
Jens Jóhannsson: Ég hjóla í vinnuna
og er að byrja í líkamsrækt. Ætla aö
reyna að mæta annan hvern dag.
Símon Gissurarson: Ekki núna
Lesendur
r>v
Stjómarmyndun Steingríms:
Fáheyrð fréttamennska
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í stjórn
Framsóknar, A-fiokkanna og Stefáns Valgeirssonar:
Stjórnin komin
Um helglna verður
höggift reklð á myndun
sljórnor Stelngríms
manrtssonar. Framsókn,
tlokkamir og Stefón Valgeirs
son virðast hafa náð aamar
um efnahagsaðgerðir oc
stjómarsáttmála. Búlat var vií
þvi í gær að stjórnarsáttmál
yrðl fyrirllggjandi i dag á hé
degl.
Tallft er aft ráftherramir
stjómlnnl verði níu tatsins o{
embættln akiptist brófturlegí
mlili Framsóknar og A-flokk
anna. Hver flokkur skipi þrjí
ráfthenra i sUóminni. Lióst 01
„Stjórnin komin,“ tilkynnti Tíminn á laugardag.
Ingólfur hringdi:
Sjaldan hefur fólk á íslandi orðið
vitni að eins miklu fjölmiðlafári og
meðan á tilraunum Steingríms
Hermannssonar til stjómarmynd-
unar stóð yfir. Það var með ólíkind-
um hvað fréttamenn, einkum hjá
ríkisútvarpi, stóðu sig „vel“ í að
koma sjónarmiöum Steingríms á
framfæri! Getur verið að Stein-
grímur eigi hauk í homi þar sem
fréttastofa ríkisútvarpsins er?
Ekki fór fram hjá neinum að
Steingrímur hefur verið undir
miklu álagi við koma saman nýrri
ríkisstjórn og kæmi mér ekki á
óvart þótt SÍS hefði hreinlega gert
formanni Framsóknarflokksins
ljóst að nú væri um líf eða dauða
að tefla hjá samvinnuhreyfingunni
hér á landi. Vitað er að allt gengur
á afturfótunum hjá SÍS í byggingar-
framkvæmdum á Kirkjusandi og
frystihús Sambandsins eru hávær-
ust í hótunum um að nú verði lok-
að „í næstu viku“ ef ríkið ekki komi
til aðstoðar.
Verstur var þó hlutur Tímans,
málgagns Framsóknarflokksins,
sem tilkynnti lesendum sínum á
forsíðu sl. laugardag (blaðiö þó
sennilega prentað á fóstudegi) að
stjórnin væri komin og Steingrím-
ur væri forsætisráðherra í stjórn
Framsóknar, A-flokkanna og Stef-
áns Valgeirssonar. Steingrímur
hafði einnig skotið á fundi með for-
seta íslands og tilkynnt honum að
hann hefði meirihluta á bak við sig
og það í báðum deildum Alþingis!
Allt var þetta á sömu bókina
varðandi stjómarmyndunartil-
raunir Steingríms, orðaflaumur,
fádæma áróöursmaskína í gangi á
fréttastofu ríkisútvarps fyrir for-
mann Framsóknarflokksins og
viUandi vangaveltur og ótímabær-
ar fyrirgagnir fréttamiðla hlynnt-
um formanninum.
Og nú er sagan öll fyrir Stein-
grím. Enn krefst hann þó svara frá
Alþ.bl.og Alþfl. um stuðning viö
minnihlutastjóm samkvæmt frétt-
um RÚV í morgun (mánud. 26.9.)!
Það er svart framundan hjá Fram-
sókn þessa dagana, það eitt er víst.
Svar við lesendabréfi:
Poppkorn er poppþáttur
Steingrímur Sævarr Ólafsson, um-
sjónarmaður Poppkorns, skrifar:
Ástkæra „Ein utan af landi“.
Sem umsjónarmanni hins „svokall-
aða poppþáttar" Poppkoms finnst
mér bæði ljúft og skylt að svara bréfi
þínu sem birtist í DV þann 22. sept-
ember sl. Þú svarar nú eiginlega
sþumingu þinni sjálf með því tÖ
kalla Poppkorn poppþátt. Það er ein-
mitt það sem hann er, poppþáttur.
Varöandi blessað þungarokkið þá
er margt sem veldur því að það á
ekki sinn sess í þættinum. Að vísu
er ég búinn að lofa Inga nokkmm
(sem ég þekki ekki frekari deili á) að
sýna þijú þungarokkslög í Popp-
korni fóstudaginn 7. okt. nk. og viö
það ætla ég að standa.
Nú, framboð af þungarokksmynd-
böndum er ekki í kippum á íslensk-
um myndbandamarkaði og því er
ekki meira sýnt en raun ber vitni.
Þó vil ég segja varðandi þau um-
mæli mín að „þungarokkarar ættu
Ingunn skrifar:
Eg og fjölskylda mín erum á meðal
þeirra sem höfum orðið illilega fyrir
barðinu á erfiðleikunum sem steðja
aö bændastéttinni og þá alveg sér-
staklega varðandi sauðfjárfækkun
og síminnkandi sölu kindakjöts. Mér
finnst vera komið svo núna að menn
hljóta að gera það upp við sig hvort
kindakjötsframleiöslu verður alveg
hætt hér á landi eða gerð úrslitatil-
raun til að koma henni á erlendan
markað.
Við vitum vel að íslenski markað-
urinn dugar hvergi nærri meö þeirri
framleiöslu sem hér er í dag. Og þess
vegna verður að gera úrslitatilraun
á hinum erlenda. Þaö var því góð til-
breyting frá barlóminum í þessari
búgrein aö lesa tvær greinar sem
birtust með stuttu millibili í DV, aöra
eftir Geir R. Andersen blaðamann
hinn 9. september og hina eftir Inga
Björn Albertsson, einn alþingis-
manna okkar.
Ég verö aö segja að þótt þessi þing-
maöur tiUieyri ekki þeim stjóm-
málaílokki sem ég og mínir Kjósa þá
var grein hans eins og ljósleiftur á
hinum dökka himni sem grúft hefur
yfir okkur landsmönnum um aö ekki
sé hægt aö selja eina mest framleiddu
matvöru okkar, lambakjötiö, á er-
lendum markaði.
Ég held aö mikið sé til í því sem
að hætta að kvarta“ að ég verð aö
viðurkenna að ég hélt að fólk myndi
fatta grínið í þessari setningu - því
að ég hef nefrúlega ekki sýnt þaö
mikiö af þungarokki og þetta heitir
einfaldlega að „vera kaldhæðinn".
Ef ég hef móðgað þungarokkara um
land aUt biðst ég innUega velvirðing-
ar á þ»í.
Svo kemur nú að því sem vegur
þyngst á vogarskálum þungarokks-
ins. Poppkorn er aðeins um 20 mín.
að lengd og að meðaltaU koma um
20 splunkuný myndbönd í hverri
viku með vinsælu efni. VaUð stendur
því á mUU þess að spUa ný lög, sem
meirihluti áhorfenda viU sjá, eða að
fara út á þá hálu braut að feta milU-
veginn fræga. Síðari kostinn hyggst
ég velja, enda tiUitssamur maður að
eðlisfari!
Varöandi það að ég hafi ekki spUað
lög með U2, Talking Heads, Peter
Gabriel, Marillion o.fl,, sem eru stór-
kostlegar hljómsveitir, eins og „Ein
þessir áðurnefndu greinarhöfundar
segja um sölumálin hjá okkur. Þau
séu í ólestri og markaðskynning
ófullnægjandi. Hvers vegna er t.d.
verið aö leggja áherslu aö kynna og
matreiöa lambakjötið í sendiráöum
okkar erlendis og nota það í aöalrétti
í opinberum móttökum þegar vitað
er að þar eru ekki þeir sem daglega
gera innkaup á matvælum fyrir
heimiUn? Hefur verið staðið að jafn-
íburöarmiklum kynningum I stór-
mörkuöum erlendis þar sem hinn
utan af landi“ segir réttilega, þá verð
ég nú að benda henni á að þetta er
aUs ekki rétt. Ég hef nefnUega sýnt
myndbönd meö öUum þessum aðil-
um í þáttunum - og hana nú!
Að lokum þetta: Mér þykir ofsalega
vænt um að fá að sjá viðbrögð við
þættinum. Því miöur er ekki nógu
mikið gért að því að láta mig vita
hvað ég á að spUa, nema þá helst 1
þau skipti sm ég fer á skemmtistaði.
Þá fæ ég oft orð í eyra, en 90% af því
er jákvætt, 10% flokka ég undir bull,
því það eru flestir sem vUja koma
sjálfum sér í þáttinn og kunna jafn-
vel ekki á hljóðfæri.
Ég tek bréf þitt til greina og þakka
þér fyrir réttláta og tímabæra gagn-
rýni. Ég virðist vera alltof mikiU eig-
inhagsmunaseggur sem vel leiðin-
lega og einhæfa tónUst. Hér með lofa
ég að bæta ráð mitt og spUa þunga-
rokk í hvert einasta skipti sem ég fæ
ný og góö myndbönd send. Með
kærri þökk.
almenni neytandi kemur?
Eöa hvers vegna eru ekki teknar
upp nýtískuaðferöir í vinnslu og
geymslu kindakjöts eins og þessir
greinarhöfundar benda á? Hvaö með
þessa amerísku geymsluaðferð sem
þingmaöurinn er aö ræða um og á
aö spara 40% í geymslugjöldum? -
Viö þessum og fleiri spurningum
veröa að fást svör frá þeim aðilum
sem eru í forsvari fyrir kynningu og
sölu íslensks kindakjöts. Eða vilja
þeir kannski ekkert af þessu vita?
Stjórn-
mála-
„réttir“
Ein að vestan hringdi:
Þaö er verið aö tíunda í fréttum,
hvað menn láta ofan í sig, t.d.
borða þeir Jón Baldvin og Olafur
Ragnar lifur í allra augsýn, og í
gær (22.9.) var birt mynd af Páli
Péturssyni og Inga Bimi Alberts-
syni að snæða saltfisk í Alþingis-
húsinu.
Síðan var í Dagfara DV ýjaö aö
því að Steingrímur Hermanhsson
þyrfti endilega að fá sérstaka
uppskrift til þess að geta boöið
áðumefndum mönnum í mat. Ég
mæli eindregið meö því að Stein-
grímur eldi handa þeim siginn
flsk eða skötu og noti mörflot út á.
Þeir em þá ekki sannir Vest-
firöingar ef þeir ekki kunna að
meta slíkt hnossgæti! - Ekki þýð-
ir fyrir Steingrím aö bjóða þeim
grautinn sinn fræga, eöa hvaö?
Stamörðugleikar:
Hvernig
lýsa
þeir sér?
Sigurbergur skrifar:
I auglýsingu frá Talskólanum
um framsögn, taltækni, ræöu-
mennsku, upplestur og öryggi í
framkomu em einnig auglýstir
sértímar fyrir fólk með „stamörð-
ugleika“! Einnig sérþjálfun fyrir
fólk með linmælgi, tæpitungu og
lestrarörðugleika.
Ekkert er við þessa auglýsingu
að athuga, nema þetta með
„stamörðugleikana“. Ég skil það
orö ekki á annan veg en þann aö
þama eigi að hjálpa fólki sem
stamar að losna viö að stama. -
En hvað þá með „lestrarörguð-
leikana"? Á þama að losa fólk við
lestrarkunnáttuna? - Eöa hvaö
era örðugleikar? Ég hélt að það
væri eitthvaö sem torveldaði
fólki eitt eða annað. Hvemig lýsa
sér þá „stamörðugleikar", getur
fólk ekki stamað almennilega eöa
hvað?