Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 32
40
T .ifcstTll
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
DV
Vanda skal
val á gólfefni
Fyrsta spurningin sem vert er að
hafa í huga þegar gólfefni er valið
er yfirleitt: á hvaða flöt á að leggia
það? Og hvaða kröfur eru gerðar til
efnisins. Á að leggja teppi, dúk, park-
et, flísar eða marmara? Varðandi
lögn á gólf eru mjög margir þættir
sem hafa ber í huga til þess að kom-
ast að því hvað það er sem maður
vill. Oftast er fyrst hugsað um fer-
metraverð efnisins og tiskusveiflur
koma vafalaust í kjölfarið.
Eftirfarandi þætti skyldi gjarnan
athuga áður en gólfefni er ákveðið:
Ending, mýkt og hljóðeinangrunar*
eiginleika, vatnsþol, kröfur og mögu-
leika til hreinsunar, andrúmsloft,
þörf á viðhaldi, verð á fermetra og
heildarkostnað við lögn. Smekkur
fólks og fjárráð ráða oftast miklu en
það er gott að hafa áöurnefnd atriði
i huga sé hugsað fram í tímann.
Viðhorf breytast
með tíðaranda
Það er ekkert launungarmál að
parket er í tísku í dag. Hins vegar
halda teppi ávallt sínu striki. Sam-
kvæmt nýlegri könnun seljast árlega
þrisvar sinnum fleiri fermetrar af
teppum en af parketi. Þegar híbýli
skipta um eigendur er gjarnan ráðist
í aö skipta um gólfefni og að mála
veggi. Þar ræður oft smekkur og fjár-
hagur umfram þörf. Skynsamlegast
er að fara eftir grundvallarreglum
um gólfefni sem henta í mismunandi
vistarverum. Á gang, eldhús og bað
er heppilegast aö setja efni sem þola
vatn og raka. í svefnherbergi og í
Heimilið
stofur er gott að hafa mjúkt undir
fæti - eitthvað hlýlegt. í gangi og
holi er stundum gengið um á skóm
sem í rauninni krefst sterks gólfefn-
is.
Sum dúkaefni án líms
Dúkaefni eru heppileg á baðher-
bergi og í eldhús. Stundum eru flísar
lagðar í eldhús. En þær eru harðar
undir fót og fólk þreytist því við að
standa mikið á þannig gólfi. Sætti
maður sig við það er ráðlegast að
velja sterkar flisar sem ekki er hætta
á að kvamist upp úr og eru ekki
hálar.
Yfirleitt þarf fagmann til að leggja
dúka. Hins vegar eru komnir dúkar
á markaðinn sem ekki þarf að líma
niður - ótrúlegt en satt, þessar teg-
undir liggja vel við gólfið. Þessi efni
eru nokkuð þykk og vel hægt að
leggja sjálfur - ekkert lím, það þarf
aðeins að leggja lista meðfram veggj-
um.
Dúkarnir eru til í mörgum mynstr-
um - marmara eöa jafnvel parket-
mynstri. Kostir ólímds dúks em ótví-
ræðir sé tekið tillit til lagnarkostnað-
ar. Þar sparast lím sem kostar a.m.k
50-60 kr. á hvern fermetra og lagnar-
kostnaður fagmanns. Ef skipta á aft-
ur um gólfefni er auðvelt að fjar-
lægja ólímda dúkinn. Dúkar þola vel
vatn og gott er að þrífa þá.
Korkurinn hljóðeinangrandi
Korkflísar eru unnar úr náttúm-
legum efnum frá suðrænum löndum.
Þéttar loftfylltar holur gera hann
mjúkan, hljóðeinangrandi og það er
þægilegt að ganga á honum. Varast
Korkflisar út náttúrulegu efni eru mjúkar undir fæti. Mikilvægt er að þær séu lakkaðar til að verjast bleytu sem best.
DV-mynd KAE
Helsti kostur parkets er gott andrúmsloft. Þó þetta gólfefni sé mikið í tísku
nú seljast þó þrisvar sinnum fleiri fermetrar af teppum en af parketi árlega
hér á landi. DV-mynd GVA
skal að blautskúra korkflísar, rök
tuska á að duga og forðast skal salm-
íak.
Korkur krefst þess að hann sé vel
lakkaður eigi ekki illa að fara þegar
vatn kemur aö honum. Mikilvægt er
að samskeyti lokist og að hann sé vel
lakkaður. Korkefni má halda við með
nokkmm umferðum af lakki. Þannig
slitnar lakkið við ágang en korkefnið
sjálft heldur sér að mestu leyti. Þegar
korkur er keyptur er vert að spyrja
sölumenn um samþjöppun efnisins,
þ.e. hve mikið efnið hefur verið
pressað í vinnslu. Hafi það verið
pressað með 480 kg á rúmmetra er
það nægilega sterkt. Vinylhúðað
korkefni hefur til samanburðar verið
pressað með 700 kg á rúmmetra.
Það er tiltölulega dýrara að leggja
kork en dúk. Ekki er ógætilegt aö
ætla til þess um 300-500 krónur með
lögn og lími. í stað þess að skera út
ræmur er hægt að fá tilbúna vegg-
lista úr sama efni og korkflísarnar -
það gerir lögn auðveldari. Korkflísar
eru helst settar á eldhús- og baðgólf.
Verð teppa fer eftir gæðum
Á markaðnum er mjög mikið úrval
af teppum. Helstu kostir þeirra eru
góð hijóðeinangrun, mýkt og hlýleiki
- andrúmsloft gjörbreytist þegar
teppalagt er og þau binda ryk.
Það má finna teppategundir til
allra nota. Óhætt er þó að segja að
það henti ekki að leggja teppi á bað
og eldhús. Algengast er að teppi séu
í stofu og holi.
Helsti ókostur við teppi er að erfitt
getur verið að þrífa úr þeim bletti
og óhreinindi. Þó ber að geta þess að
hægt er að leigja teppahreinsivélar,
álíka umfangsmiklar og ryksugur, til
að hreinsa þau. Auk þess er úðun
nú oft innifalin í teppakaupunum.
Nú eru komin á markaðinn dúkaefni sem ekki þarf að líma - aðeins þarf
að sniða og leggja lista meðfram veggjum. DV-mynd KAE