Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Fyrstu lög ríksstjómarinnar:
Fvysting launa og sex
milljarða millifærsla
- ný skattheimta bíður flárlaganna
Fyrsta verk ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar verður að
setja bráðabirgðalög um frystingu
launa, verðstöðvun og millifærslu
upp á tæpa 6 milljarða króna.
Samkvæmt lögunum verða öll laun
fryst til 15. febrúar. Þá munu öll laun
hækka um 1,25 prósent. Miðað við
samninga Verkamannasambandsins
fellir ríkisstjórnin því úr gildi 2,5
prósent hækkun sem taka átti gildi
1. september síðasthöinn og 1,5 pró-
sent hækkun sem koma átti 1. desem-
ber.
Samhliða lögunum mun viðskipta-
ráðherra framlengja þá verðstöðvun
sem sett var á 28. ágúst síðastliðinn.
Hún mun gilda til 28. fehrúar en sam-
kvæmt lögum er óheimilt að setja
verðstöðvun á til lengri tíma.
Fiskverð verður einnig fryst til 15.
fehrúar og hækkar þá um 1,5 pró-
sent. Ekki verður heimilt að semja
um það eftir það fyrr en 1. júní á
næsta ári. Þá hefur fiskverö verið
það sama í heilt ár fyrir utan hækk-
unina í febrúar.
Millifærsla ríkisstjórnarinnar er
tvíþætt.
Stofnaður verður sérstakur sjóður,
Atvinnutryggingasjóður atvinnu-
veganna og heyrir hann undir for-
sætisráðherra. Þessum sjóði er ætlað
að lána til útflutningsfyrirtækja og
skuldbreyta skammtímalánum
þeirra fyrir allt að 5 milljarða króna.
Stofnfé sjóðsins verður 1 milljarður
og leggur ríkissjóður það til. 600
milljónir koma af því fé sem hann
áður lagði til atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs og 400 milljónir af sérstök-
um tekjuskattsauka. Sjóðnum verð-
ur einnig heimilt að taka annan
milljarð að láni hjá Seðlahanka ís-
lands.
Verðjöfnunarsjóði fiskiönaðarins
verður heimilt að taka 800 milljónir
að láni. Af þeim eiga 750 milljónir
að fara til verðbóta á freðfiski en 50
til hörpudisksframleiðenda. Ef fram-
leiðendum tekst ekki að greiða þessa
fjármuni til baka í sjóðinn á næstu
þremur árum fellur lánið á ríkissjóð.
Verðjöfnunarsjóði er einnig heim-
ilt að greiða út verðbætur á rækju.
Þá eru afurðalánareglur rýmkaðar
fyrir fiskeldi og loðdýrarækt. Auka-
gjald er sett á þá loðnu sem er seld
erlendis.
í bráðabirgöalögunum er einnig
ákvæði um að dráttarvextir skuh
reiknast sem dagvextir, að Seðla-
banka sé skylt að reikna og birta
ávöxtunarkröfu á nýjum útlánum
banka og sparisjóða og að bankanum
sé heimilt að setja hámark á vaxta-
mun á afurðalánum.
í lögunum er ekki kveðið á um
hvernig tekna skuli aflað til að fylla
upp fjárlagagat næsta árs. Stjórnar-
flokkarnir hafa þegar samþykkt nýja
skattheimtu fyrir 2,5 milljarði. í lög-
unum er hins vegar gefin heimild
fyrir 950 mhljón króna aukningu út-
gjalda á þessu ári umfram fjárlög.
-gse
Félagshyggju-
stjóm
„Þetta er félagshyggjustjóm. Ég
tel vera tímabært að leggja
áherslu á slíkt samstarf. Mér
fmnst við hafa lagt of ríka áherslu
á að elta gullkálflnn síðustu ár-
in,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson í gær þegar ljóst var
að hann hafði myndað stjórn.
Steingrímur fékk umboð til aO
mynda stjórn klukkan þrjú í gær.
Fyrr um dagirm hafði Alþýðu-
flokkurinn rætt við Kvennáhst-
ann um hugsanlega stjómarþátt-
töku. Síðar átti hann fund með
forystumönnum Borgaraflokks-
ins. Þaö varð ekki að fuhu ljóst
hvers konar rikisstjórn var að
myndast fyrr en rúmlega þrjú
þegar Stefán Valgeirsson kynnti
hana á blaöamannafundi.
-gse
Skúli
mætti með
atkvæðið
Skúh Alexandersson er ekki tilbú-
inn tifþess að verja ríkisstjóm Stein-
gríms Hermannssonar vantrausti.
Til þess að ríkisstjórnin kæmist á
laggirnar var því það samkomulag
gert innan Alþýðubandalagsins að
varamaður Skúla, Gunnlaugur Har-
aldsson, forstöðumaður Byggða-
safnsins á Akranesi, tæki sæti á þingi
ef vantrauststillaga verður lögö
fram.
Skúh kom með Gunnlaug á þing-
flokksfund Alþýðubandalagsins í
gær og kahaöi hann „atkvæðið sitt“.
-gse
Skúli Alexandersson kom með atkvæðiö sitt, Gunnlaug Haraldsson, á þing-
flokksfund í gærkvöldi. DV-mynd GVA
DV
Dráttaivextir
felldir niður
á skatt-
skuldum
Inn í bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar er kafli sem fjall-
ar um eftirgjöf á dráttarvöxtum
á skattskuldum einstaklinga.
Samkvæmt þeim geta menn
fengið eftirgefinn helminginn
af áfóllnum dráttavöxtum ef
þeir greiða upp skuldir sínar
viö ríkissjóö fyrir áramót.
Tveir aörir kostir eru í boöi
fyrir skuldara. Annar er sá aö
greiða upp skuldir sínar fyrir
1. júlí á næsta ári og fá þeir sem
það gera eftirgefinn fjórðung af
áfollnum dráttarvöxtum. Þeir
sem ekki geta greitt upp skuldir
sínar fyrir þann tíma geta gefið
út skuldabréf til fimm ára. Þeir
munu hins vegar þurfa að
greiða áfallna dráttarvexti að
fullu.
Fjármálaráðherra mun gefa
út reglugerö þar sem kveðið er
nánar á um framkvæmd þess-
arar eftirgjafar á vöxtum skuld-
ara.
Miösljórn Alþýðubandalags-
ins samþykkti á fundi sínum í
gærkvöldi aö ganga til ríkis-
stjómarsamstarfs með Fram-
sóknarflokki, Alþýðuflokki og
Stefáni Valgeirssyni á grund-
velh þeirrar stefhuyfirlýsingar
sem lögð var fyrir fundinn. 64
miöstjórnarmenn greiddu at-
kvæði með ríkisstjóminni en
23 vom á móti. Fimm mið-
stjórnarmenn skiluðu auðu.
í ræðum fundarmanna kom
fram blendin afstaða til ríkis-
stjómarinnar en flestir forystu-
menn flokksins mæltu meö
stjómarþátttöku.
-gse
Stefán fór á fimm milljarða
Nú er komiö í ljós að verð á einum
ráðherrastól hleypur þetta á fjór-
um til fimm milljörðum króna auk
smærri bitlinga. Stjórn félags-
hyggju eins og Steingrímur kailar
það og stjóm jafnréttis eins og Ólaf-
ur Ragnar kcdlar það kom sér sam-
an um að það væri mihjarðavirði
að losna viö að hafa Auðbrekku-
bóndann innanborðs. Þessu til við-
bótar fær svo Stefán að valsa áfram
um í bankaráði Búnaöarbankans,
Byggðastofnun og öörum • opin-
berum lánafyrirtækjum sem em
einhver mestu atkvæðaveiðarfæri
sem tíl era. Þegar aUt er tahð er
því ljóst að sigurvegari þessarar
stjómarmyndunar er einmitt
bóndinn frá Auðbrekku. Þaö fer
ekki mikið fyrir Nordal þama í
Seðlabankakassanum eftir að Stef-
án hefur tekið víð sjóðsstjórninni
hvar sem peninga er aö finna og
deila út. En það vora ekki allir eins
dýrseldir og Stefán við þessa
stjómarmyndun. Ólafur Ragnar sá
í hendi sér að frystingin yröi að
halda áfram hvað sem tautaði og
raulaði og notaöi þá tækifærið tíl
að frysta öU laun í landinu lika
fram í febrúar en þá á að stór-
hækka laun hátekjuifóUcs svo sem
flugmanna og fiskverkunar-
kvenna. Hjörleifur reyndi vel aö
ströggla út af álversmálum enda
má hann ekki heyra minnst á álver
eftir að honum mistókst að koma á
fót kísilmálmverksmiöju á Reyðar-
firði sem samkvæmt fróðra manna
útreikningi heföi tapað milljörðum
á ári hveiju. En inn fór álversáætl-
un en Hjörleifur er þegar farinn að
gera uppkast að bréfi til Cúpers og
Læbrandt í London um að fylgjast
vel með þeim málum fyrir sína
hönd. Lengi vel vildi Ólafur Ragnar
fá utanríkismálin í sínar hendur
og benti ítrekaö á að hann þyrfti
að vera á tíðum ferðalögum vítt og
breytt um veröldina til að bjarga
heimsfriðnum og gæti þá komið
málefnum íslands að í leiðinni. Á
þetta máttu hinir flokkamir ekki
heyra minnst af ótta við aö hann
byði Gorbatsjov í opinbera heim-
sókn tíl að sýna honum mann-
virkin í Helguvík. Hins vegar þótti
viö hæfi að setja Ólaf Ragnar yfir
matarskattinn og láta Jón Baldvin
í utanríkisráðuneytið eftir aö hann
feUdi niður söluskatt á útlendinga
og aflaði sér þar með alheimsvin-
sælda.
Steingrímur hefur lýst því yfir
að ríkisstjóm hans og Stefáns
sjóðsstjóra ætU sér að sitja út aUt
kjörtímabUið og því hafi þótt nauð-
synlegt aö fækka ráðherrum nokk-
uð enda bara til ills að hafa marga
í kringum sig sem stöðugt eru að
brúka munn út af hinu og þessu.
Samt var nú byijaö á því að varpa
Jóni frá Seglbúðum fyrir róða sem
aldrei mælti orð að fyrrabragði og
kann því aö vera að hann hafi
hreinlega gleymst þegar veriö var
aö semja ráðherralistann. Hins
vegar þótti nauösynlegt að hafa
Halldór áfram í sjávarútvegsráðu-
neytinu vegna vasklegrar fram-
göngu hans í baráttunni viö hval-
friðunarmenn og Guömundur
Bjarnason er sjálfkjörinn sem heU-
brigðisráðherra eftir að hann
gekkst fyrir vatnsdrykkjuátakinu
sem drukknaöi í fæðingu. En það
vaíöist enn fyrir Ólafi Ragnari að
velja samráðherra þegar síöast
fréttist. Um tíma leit út fyrir að
hann léti sinn besta óvin, Svavar
Gestsson, í landbúnaðarráðuneytiö
því telja má líklegt aö það geti ekki
orðið tU annars en auka á óvild í
garð Svavars. En þar sem búið er
að skera niður mikinn hluta af
bústofni landsmanna og enn skal
haldið áfram á sömu braut gegn
því að bændum verði greitt offjár
fyrir að rækta skóg getur svo farið
að landbúnaöarráðherra kunni aö
öðlast nokkrar vinsældir. Svavar
var því enn i lausu lofti þegar síð-
ast fréttist þótt samgönguráðu-
neytið hafi raunar horið á góma en
þó talið næsta óvíst að þaö yrði til
að bæta boðleiðir innan Alþýðu-
bandalagsins. Menntamálaráðu-
neytiö er svo eitt vandræðamáhð
því þar verður tekist á um hvort
Guðrún Helgadóttir sé meiri rithöf-
undur en Ragnar Arnalds. Ragnar
er nú með verk á fjölunum í Iðnó
og hefur því smáforskot á Guðrúnu
sem er á leið í Þjóðleikhúsið með
nýtt leikrit. Og svo er það hann
Albert sem fær þaö eftirsóknar-
verða hlutskipti að skipa sér á bekk
með Kvennaiistanum hvort sem
honum verður nú neitað um form-
lega inngöngu eins og í Hvöt forð-
um. Um frekari þátttöku Sjálfstæð-
isflokksins í stjórnmálum er enn
ekki vitað.
Dagfari.