Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. 43 •*. Afmæli Friðrik Karisson Friðrik Karlsson, framkvæmda- stjóri Domus Medica, til heimilis að Mávahlíð 39, Reykjavík, er sjö- tugurídag. Friðrik fæddist á Hvammstanga. Hann sleit bamskónum í Víðidals- tungu í Vestur-Húnavatnssýslu en á unglingsárunum var hann lengst af við brúarsmíöi með föður sínum víða um landið. Friðrik fékk stop- ula bama- og unglingafræðslu en kynntist þeim mun betur almenn- um sveitastörfum og landi sínu og þjóð á ferðunum með föður sínum. Friörik flutti til Reykjavíkm-1941 en Wði áður keypt sér búj örðina Hrísa í Viðidal sem hann hefur lengst af haft umsjón með frá höf- uðstaðnum. Eftir að Friðrik kom suður stund- aði hann hyggingavinnu. Hann sá síðan um byggingu Domus Medica og hefur veriö framkvæmdastjóri hússins eftir að það var tekið í notkun. Friörik var formaður Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík í fimmtán ár. Hann var forseti Bridgesam- bands íslands í tvö ár. Hann spilar nú í Kmmmum og er í sínum eigin lomberklúbbi. Hann hefur lengi setið í stjórn Veiðifélags Víðidalsár og Fitjár en hann er nú formaður Veiðifélags Fitjárbænda. Kona Friðriks er puörún Péturs- dóttir húsmóöir, f. 16.11.1916, dóttir Péturs Kristjáns Elíassonar og Sig- ríðar Þorsteinsdóttur en þau eru bæði látin. Guðrún er Dýrfirðing- ur, fædd í Keldudal í Dýrafirði. Börn Friðriks og Guðrúnar eru: Sigríður Petra, f. 31.8.1949, jarð- fræöingur og kennari í Flensborg- arskóla, gift Bjama Ásgeirssyni en þau eiga tvö börn og em búsett í Hafnarfiröi, og Karl Guðmundur, f. 2.2.1955, búnaðarhagfræðingur pg starfsmaður Iðntæknistofnunar íslands, giftur Hafdísi Rúnarsdótt- ur en þau eiga eitt barn og eru búsett í Mosfellsbæ. Friðrik er þriðji elstur átta al- systkina. Systkini hans eru: Eva Karlsdóttir bóndi, gift Þóri Magn- ússyni en þau búa að Syðri-Brekku í Þingi; Siguröur Karlsson bifreiða- smiður, kvæntur Sveinbjörgu Dav- íðsdóttur en þau búa í Reykjavík; Ingunn Bernburg, húsmóðir í Reykjavík, gift Paul Bernburg; Friörik Karlsson. Kristín Karlsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Axel Magnússyni; Baldur Karlsson, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Vigfúsínu Daníelsdóttur, og Ólafur Karlsson, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, kvæntur Rósu Guðjónsdóttur. Hálfbræður Friðriks, samfeöra, eru: Sigurður Karlsson, nætur- vörður í Reykjavík, og Jón Vidalín, bílaviðgerðarmaður í Reykjavík. Foreldrar Friðriks voru Karl Friðriksson, brúarsmiður og vega- málastjóri Norðurlands, f. 1.4.1891, d. 22.3.1970, og Guðrún Sigurðar- dóttir húsmóðir, f. 14.4.1894, d. 17.2. 1973. Bjuggu þau lengst af á Hvammstanga. Friðrik og kona hans munu taka á móti gestum í Domus Medica klukkan 20.00 afmæliskvöldið og þætti þeim vænt um að sjá þar sem flesta vini og kunningja. Þar sem margir Húnvetningar em upptekn- ir í sláturtíð' á þessum tímamótum Friðriks vill hann senda þeim sínar bestu kveðjur. Ragnar RunóKsson Ragnar Runólfsson, fyrrv. bif- reiðastjóri, til heimilis að Bólstaö á Eyrarbakka, er sjötugur í dag. Ragnar fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp. Hann byijaði þrettán ára til sjós og stundaði sjómennsku til þrítugs en flutti til Eyrarbakka 1948 og hefur búiö þar síðan. Ragnar var lengi línumaður hjá Landssím- anum en um 1960 hóf hann vömbíla- akstur sem hann stundaði lengi eft- irþaö. Ragnar hefur verið virkur félagi í Félagi farstöðvaeigenda en hann sat um nokkurt skeið í stjórn deildar fimm á Suðurlandi. Ragnar kvæntist 15.8.1942 Lilju Sigurðardóttur, húsmóður frá Ból- stað í Vestmannaeyjum, f. 26.3.1919, dóttur Sigurðar Ólafssonar, útgerð- armanns og formanns í Vestmanna- eyjum, frá Hvítafellskoti undir Eyjafjöllum, og Auðbjargar Jóns- dóttur frá Tungu í Fljótshhð. Kjörsonur Ragnars og Lilju er Emil Ragnarsson, f. 22.7.1944, bif- reiðastjóri, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Öxnahryggj- um á Rangárvöllum, en þau eru búsett á Eyrarbakka og eiga fimm böm. Systkini Ragnars: Sigrún, f. 1920, ekkja eftir Ólaf Magnússon síma- verkstjóra; Eiríkur, f. 1928, fanga- vörður, kvæntur Stefaníu Þórðar- dóttur frá Vestmannaeyjum; og Helga, f. 1927, gift Gísla Hjörleifssyni bónda. Foreldar Ragnárs voru Runólfur Guðmundsson frá Borgarfirði eystra, verkamaður, f. 20.5.1891, d. 1967, og Guðlaug Einarsdóttir frá Ási í Breiðdal, f. 6.6.1895, d. 1976, en þau bjuggu á Fáskrúðsfirði og síðar á Eyrarbakka. Runólfur var sonur Guðmundar Björnssonar, b. á Bakka og b. og gestgjafa á Bakkagerði í Borgarfirði eystra, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur úr Reykjavík. Guð- mundur var sonur Bjöms, er drukknaði fyrir Vikum', Stefánsson- Ragnar Runólfsson. ar „Krull". Móðir Guðmundar var Ólöf Jónsdóttir frá Hólalandi, Stef- ánssonar. Móðir Björns var Þuríð- ur, kölluð „Hallasystir" Jónsdóttir, b. í Tungu í Fáskrúðsfirði, Björns- sonar. Móöir Þuríðar var Helga Magnúsdóttir, Árnasonar ríka á Arnheiðarstöðum. Ragnar tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 2.10. Karl J.M. Karisson Karl J.M. Karlsson Hirst, starfs- maður Rauöa kross íslands, til heimilis að Heiðargerði 23 í Vogum á Vátnsleysuströnd, er fimmtugur í dag. Karl fæddist í Reykjavík og ólst upp í Undralandi við Þvottalauga- veg í Laugardal. Hann hefur undan- farin ár starfað hjá Rauða krossi íslands. Kona Karls er Guðrún Jóna Jóns- dóttir snyrtisérfræðingur, f. 27.7. 1940, dóttir Ástu Þórarinsdóttur og Jóns Guðbrandssonar. Börn Karls og Guðrúnar Jónu em Karl Jón Karlsson, f. 4.11.1959, kvæntur Erlu Björgu Jóhannsdótt- ur, f. 7.1.1961, en þau búa í Reykja- vík og eru börn þeirra Jóhann Karl Karlsson og Marta María Karls- dóttir, og Kristín Jóhanna Karls- dóttir, f. 28.11.1961, gift Lýð Péturs- syni, f. 28.3.1960, en þau búa í Vog- um og em böm þeirra Árni Jóhann, Guörún Lilja og Viktoría. Bróöir Karls er Stefán Hirst lög- fræðingur, f. 4.12.1934. Dóttir Stef- áns er Elín Hirst, fréttamaður á Bylgjunni, kona Friðriks Friðriks- ■sonar, hagfræðings og fyrrv. for- manns Félags frjálshyggjumanna. Foreldrar Karls eru Karl Hinrik Albertsson Hirst vélsmiöameistari, f. 31.7.1907, og Þóra Marta Stefáns- dóttir, kennari og rithöfundur, f. 1.11.1905. Karl Hinrik er sonur Max Hirst, sjóliðsforingja í Kiel, og konu hans, Maríu Hirst, f. Schiemann. Þóra Marta er dóttir Jóns Stefáns B. Jónssonar, trésmiðs, kaup- manns, b. og hugvitsmanns í Reykjavík, og konu hans, Guönýjar Jóhönnu Sigfúsdóttur. Jón Stefán var í byrjun aldarinnar í hópi merk- ustu framfarasinna hér á landi. Hann fór vestur um haf og dvaldi þar í tólf ár en sneri heim aftur fyr- ir aldamót og leiðbeindi hér um nýjar vélar og tæki af ýmsum toga. Hann varð fyrstur til að gerilsneyða mjólk hér á landi og sem b. að Reykj- um í Mosfellssveit virkjaði hann heita vatnið til húshitunar en það mun þá sennilega hafa verið gert í fyrsta skipti í sögunni. Jón Stefán var sonur Jóns, söðla- Karl J.M. Karlsson Hirst. smiðs og b. að Kirkjufelli í Eyrar- sveit, Guðmundssonar, b. að Bíldu- hóli á Skógarströnd, Vigfússonar, og konu hans, Mörtu Sigríðar Jóns- dóttur, prests á Setbergi og víðar, Benediktssonar. Móðir séra Jóns á Setbergi var Helga, föðursystir Jóns forseta og Jens rektors. Karl er erlendis um þessar mund- ir. Sigþór Sigurðsson Sigþór Sigurðsson símaverkstjóri, Litla-Hvammi í Mýrdal, er sextugur ídag. Sigþór fæddist að Litla-Hvammi og ólst þar upp og þar hefur hann átt heima alla sína tíð. Hann stund- aði vertíðir og vegavinnu á sínum yngri árum en hefur nú starfað hjá Pósti og sima í rúm þrjátíu ár. Kona Sigþórs er Sólveig Guð- mundsdóttir, f. 22.6.1936, dóttir Guðmundar Vigfússonar, b. í Eystri-Skógum undirEyjafjöllum, en hann er látinn, og Önnu Guðjóns- dóttur. Sigþór og Sólveig eiga sjö börn. Sigþór er yngstur fjögurra systk- ina en hann á tvo bræður og eina systur. ForeldrarSigþórs: Sigurður Bjarni Gunnarsson, b. og smiður í Litla-Hvammi, f. 10.6.1896, en hann er látinn, og eftirlifandi kona hans, Ástríður Stefánsdóttir, f. 1903. Foreldrar Sigurðar voru Gunnar Bjarnason, b. á Steig, og kona hans, Guðríður Þorsteinsdóttir. Foreldrar Ástríðar voru Stefán Hannesson, kennari á Litlu-Brekku, og kona hans, Steinunn Helga Árna- dóttir. Sigþór verður að heiman á af- mælisdaginn en tekur á móti gest- um að heimili sínu næstkomandi laugardag, 1. október. Sigþór Sigurðsson. Maria Guðmundsdottir Maria Guðmundsdóttir húsmóð- ir, Grýtubakka 10, Reykjavík, er sjö- tugídag. María fæddist á Suðureyri viö Súgandafjörð og ólst þar upp til fimmtán ára aldurs en fór þá til Reykjavíkur í vist til móðursystur sinnar. Hún var eitt ár í Reykjavík en fór aftur vestur og var þar annað ár áður en hún flutti alfarin til Reykjavíkur. María giftist 1936 Sigurði Breið- fjörð Jónssyni vörubifreiðastjóra, f. 29.4.1914, d. 4.9.1976. Foreldrar Sig- urðar: Jón J. Lárusson og kona hans, Björnína Sigurðardóttir. María og Sigurður eignuðust ell- efu börn og eru níu þeirra á lífi. Þá á hún þrjátíu og þrjú barnabörn og sex barnabarnabörn. Systkini Maríu urðu fjögur en einn bróöir hennar er látinn og á hún tvo bræður á lífi og eina systur. Foreldrar Maríu voru Guðmund- ur Þorleifur Geirmundsson, f. 24.10. 1883, d. 24.10.1948, sjómaður á Súg- andafirði, og kona hans, Valgerður Friðrikka Hallbjörnsdóttir, f. 30.6. 1889, d. 8.3.1932. Föðurforeldrar Maríu voru Geir- mundur Jónsson og Guörún Jóns- dóttir. Móðurforeldrar Maríu voru Hall- björn Eðvarð Oddsson, b. á Bakka á Tálknafirði og síðar verkstjóri og kennari á Akranesi, og kona hans, Sigrún Sigurðardóttir, ærtforeldrar Hallbjarnarættarinnar. Sigrún var dóttir Sigurðar Jóns- sonar, b. á Hofsstöðum í Gufudals- sveit og víðar, og fyrri konu hans, Guðrúnar Níelsdóttur. Foreldrar María Guðmundsdóttir. Siguröar voru Jón Brandsson og Sigríður Jónsdóttir. Foreldrar JÓns voru Brandur Jónsson og Guðrún Gísladóttir. Hallbjörn var sonur Odds, prests í Gufudal, Hallgrímssonar, prests í Görðum, Jónssonar, vígslubiskups á Staðastað, bróður Skúla Magnús- sonar fógeta. Móðir Hallgríms var Þórunn Hansdóttir Scheving, systir Vigfúsar, föður Guðrúnar, konu Magnúsar Stephensen konferens- ráðs, og föður Ragnheiöar, konu Stefáns Thorarensen, konferens- ráðs og amtmanns á Möðruvöllum. Móðir Odds var Guðrún, systir Sveinbjarnar Egilssonar rektors. María tekur á móti gestum laugar- daginn 1. október kl. 15-18 í húsi Iðnaöarmannafélagsins að Hall- veigarstíg 1. Til hamingju með daginn Miðvangi 37, Haf-narfirði. Kristján Vilhjálmsson, Háaleiti 36, Keflavík. 75 ára Ragna Jónsdóttir, Bólstaðarhhð 41, Reykjavik. Sigursteinn Sveinbjörnsson, Litlu-Ávik, Ámeshreppi. Ema Þórdis Guðmundsdóttir, 70 ára Grænási 2A, Njarðvík. Ásgrimur Kristjánsson, Hjallabraut 21, Hafnarfirði. 40 ára Anete B. Magnússon, 60 ára Auðbrekku 23, Kópavogi. Guðrún Einarsdóttir, Sigriður A. Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 122, Reykjavík. Ragnhildur I. Sigurðardóttir, Langholtsvegi 16, Reykjavík. • Víðihvammi 29, Kópavogi. Hrafnkcll G. Hákonarson, Skúlagötu 56, Reykjavík. Guðrún G. Kristinsdóttir, Blöndubakka 14, Reykjavik. Unnur Jónsdóttir, Móabarði 12, Hafnarfirði. Ingibjörg E. Kristinsdóttir, Hólabraut 4, Höfðaltreppi. Elsa Jónasdóttir, Borgarsíðu 31, Akureyri. 50 ára örn Guðmundsson, Melhaga 1, Reykjavík. Hulda Hjálmarsdóttir, ftuo®* •• bIumferdah Urao

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.