Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 7
7
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Níu ára drengur neitar aö flytja til íslands:
Synjað um að hafa íslenska
hundinn sinn með sér heim
„Sonur minn, Davíð Charles, sem
er 9 ára gamall, vill ekki flytja með
okkur foreldrunum til íslands þar
sem hann má ekki flytja hundinn
sinn með sér. Hann vill heldur vera
án okkar í Frakklandi en skilja við
hundinn sinn sem er vinur hans og
leikfélagi og auk þess íslenskur. Ég
hef sent landbúnaðarráðherra bréf
þar sem ég hef farið þess á leit við
hann að hundurinn fái að flytjast
með fjölskyldunni til íslands, en ver-
iö synjað. Drengurinn þarf því að
dveljast í útlegð frá' ættlandi sínu
vegna þessa máls. Vísað er til Páls
Á. Pálssonar yfirdýralæknis en
ákvaröanir ráðuneytisins byggjast
að öllu leyti á hans umsögnum. Þær
hafa verið neikvæðar þrátt fyrir skjöl
sem sanna að hundurinn hafi verið
undir fullkomnu læknisfræðilegu
eftirliti. Það versta er að ekki eru
allir jafnréttháir gagnvart þessu yfir-
valdi. Virðast geðþóttaákvarðanir
ráða mestu þar um,“ sagði Friðbert
Páll Njálsson við DV.
Sagði hann að þessi tvískinnungur
dýralæknis, til dæmis hvað varðaði
sendiráðshunda, yrði aðeins til þess
að ýta undir smygl á hundum.
Mál þessu líkt hefur áður komiö
upp. Það var þegar Bjarni Pálsson
óskaði eftir aö flytja hundinn sinn
heim með sér frá Grænlandi en var
synjað. Hafði hann boðist til þess að
útbúa sóttkví sjálfur sem yrði undir
eftirliti dýralæknis og sýndi læknis-
vottorð en allt kom fyrir ekki.
í bréfi Friöberts til landbúnaöar-
ráðherra kemur fram að hundur
sonar hans hefur verið sprautaður
gegn öllum hugsanlegum sjúkdóm-
um og að hundaæöi þekkist ekki og
hafi aldrei þekkst á svæði því þar
sem fjölskyldan hefur búið.
„Ég hef sent bréf þetta öllum tjöl-
miðlum hér og mun ekki láta staðar
numiö þrátt fyrir synjun yfirdýra-
læknis. Ég mun kynna máliö fyrir
fjölmiðlum í Frakklandi og verður
það allt annað en góð landkynning
fyrir ísland. Hugsanlega fer málið
fyrir mannréttindadómstólinn í
Strasburg.“
í bréfinu til ráðherra vekur Frið-
bert athygli á þeirri ákvörðun land-
búnaðarráðherra að fela yfirmanni
sauöfjárveikivarna að hlutast til um
að komið veröi á fót einangrunaraö-
stöðu fyrir hunda. Óskar Friðbert
eftir að fá upplýst hvað því verkefni
líði.
-hlh
Fjóröungssjúkrahúsiö á ísafirði:
Þrettán ár liðin
fiá fyrstu skóflu-
stungunni
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
Um þaö leyti er gestir voru að
mæta til opnunarhófs Stjórnsýslu-
hússins á ísafirði fyrir skömmu birt-
ist starfsfólk Fjórðungssjúkrahúss-
ins á ísafirði og Heilsugæslustöðvar-
innar með kröfuspjöld og tók sér
stöðu fyrir framan Stjórnsýsluhúsiö.
Með þessari mótmælastöðu vildi
starfsfólkið vekja athygli á seina-
gangi og sífelldum töfum á afhend-
ingu fjóröa byggingaráfanga sjúkra-
hússins og þar með flutningi allrar
spítalastarfseminnar úr gamla hús-
inu í það nýja. Þennan dag voru ein-
mitt þrettán ár liöin frá því fyrsta
skóflustungan var tekin 1975. .
Afhenda átti húsið um miðjan sept-
ember en varð ekki án þess að til-
kynnt heföi verið um frestun. Aö
sögn starfsfólksins var kröfu-
göngunni engan veginn beint gegn
Stjórnsýsluhúsinu né .eigendum
þess. Einungis hefði verið notað það
tækifæri sem bauðst til að sýna ríki
og bæ fram á ósamræmið í bygging-
arhraða þessara tveggja húsa og það
að það væri hægt að byggja hratt og
mynduglega ef vilji væri fyrir hendi.
Að sögn Harðar Högnasonar,
starfsmanns tækjanefndár sjúkra-
hússins, eru tafirnar á fjórða áfang-
anum til komnar vegna skorts á fé
til tækjakaupa. „Listinn er langur
vegna þess að á undanförnum ára-
tugum hefur engin endurnýjun eða
endurbætur átt sér stað á spítalan-
um,“ sagði Hörður.
„Miðað við hvað er eftir að panta
af tækjum er ekki raunhæft að tala
um flutning fyrr en í nóvember í
fyrsta lagi,“ sagði Hörður. „Þrátt fyr-
ir þessar tafir höfum við haldiö
starfsfólki a.m.k. hingað til en nú er
starfsfólkið gjörsamlega búið að
missa þolinmæðina. Það hefur aldrei
veriö jafnmikið um uppsagnir eins
og á þessu ári. Eins og er þá fer að-
eins hluti skurðaðgerða fram á
ísafirði vegna skorts á starfsfólki,"
sagði Hörður.
Þess má geta í lokin að fyrir þrem-
ur vikum rann út umsóknarfrestur
um stöðu yfirlæknis en enginn sótti
um.
Valda álfar, tröll
og huldufólk
þessari
Kormákur Bragason, DV, Ólafefiröi:
Khomeini, erkiklerkur írana, er
nú sagður á höttunum eftir sóknar-
presti Ólafsfirðinga en hann hvað
vera fyrsti spámaðurinn sem vitað
er til aö hafl tekist að fá til sín fjal-
lið. En éins og vitað er ruddist liluti
þess inn í bílskúrinn hjá honum
og stóra spurningin er sú hvort það
hafi veriö í boði prestsins eða hvort
það hafi komiö óboðið.
Allir vilja meina aö þaö sé annars
vegar huldufólk og tröll en hins
vegar álfar sem valda ótíö og óáran
á Ólafsiirði menn og spyrja: Af
hvetju er atvinnuleysi á Olafsfirði?
Af hvetju koma skriður úr íjöllum?
Af hverju fellur Leiftur? Af hverju
fyllist allt af snjó? Af hverju ræöst
fjalliö á prestinn? Af hverju veltur
bíll prestsins? Jú, af því það er ver-
ið að gera göng í Múlanum.
Viölagatrygging hefur nú hafið
oáran?
bótagreiöslur til þeirra Ólafsfirð-
inga sem urðu fyrir tjóni af völdum
skriðufalla og vatnsaga í óveðrinu
um daginn. Aætlað er að greiðslur
nemi um 20 miHjónum króna.
Töluvert hefur verið greitt út nú
þegar en nokkur tjón eru í nánari
rannsókn. Forsvarsmenn viðlaga-
trygginga (Geir Zoega) sögðu allf-
lesta vera ánægöa meö sinn hlut
en .ljóst væri að bærinn sjálfur
hefði orðið fyrir mestu tjóni.
Skemmdir á hitaveitu, götum og
öðrum eignum bæjarins næmu
fleiri mifljónum auk þess sem
hreinsun bæjarins hefði verið
kostnaðarsöm.
Greiðslur fyrir lóðaskemmdir
hafa numið frá nokkur hundruð
þúsundum króna og allt aö tveimur
milljónum. Hins vegar hafi bónda
í dalnum, sem missti tvö tún, verið
boöið 60 þúsund krónur en hann
hafnaði því.