Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
36
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Loksins á íslandi. Fallegar loftviftur.
Ýmsar tegundir, ýmsir litir. Sendum
í póstkröfu. Verð frá kr. 14.900. Pant-
anasími 91-624046.
Amerískir radarvarar frá kr. 6500,
einnig fyrir mótorhjól. CB talstöðvar
♦með AM og FM frá aðeins kr. 10.800.
Spennubreytar, 7-9 amp., skannerar,
húsaioftnet. Einnig hjólbogalistar á
alla þýska bíla o.fl. Dverghólar, Bol-
holti 4, sími 91-680360.
newbalance
U-
■ BDar til sölu
Nissan Silvia 2000 ’85 til sölu, 16 ventla,
bein innspýting, 5 gíra. Skipti athug-
andi. Nánari uppl. í síma 98-22721 og
98-21641 í dag og næstu daga.
Buick Century Limited '83, 4,3 lítra dís-
ilvél, ekinn 65 þús. mílur, sportfelgur,
sjálfsk., með overdrive, aflbremsur,
vökvastýri, veltistýri, cruisecontrol,
rafmagn í speglum, þjófavarnarkerfi,
rafinagn í sætum, leðursæti, lesljós
aftur og fram í, útvarp, segulband,
rafinagn í rúðum og hurðum. Verð 650
þús. Uppl. í síma 43738.
Subaru sedan 4x4 ’87 til sölu, ekinn
4800 km, aukahlutir: sóllúga, central-
læsingar, rafmagn í rúðum, dráttar-
krókur, spoiler, útvarp + segulband.
Verð 760 þús., kostar nýr 891 þús. stað-
greitt. Ath. engin skipti nema á vel
seljanlegum bíl. Einnig til sölu vél-
sleði, Artic Cat Panter ’88, ekinn 600
mílur. Verð 250 þús. Uppl. í síma
44999. Halldór.
Körfuboltaskór. Stærðir 42^48. Verð
A) kr. 3550, B) 4750. Póstsendum.
Útilíf, Glæsibæ, sími 82922.
■ Verslun
Toyota Tercel station 4x4, árg. '87, tíl
sölu, ekinn 32 þús. km, rauður, út-
varp, krókur. Verð 630 þús. Bílasalan
Bílatorg, Nóatúni 2, sími 621033.
WENZ vetrarlistinn 1988/9 ásamt gjafa-
lista er kominn. Pantið í síma
96-21345. Wenz umboðið, p.h. 781, 602
Akureyri.
Verksmiðjuútsala. Gallar frá 1.480 kr.,
náttkjólar frá 500 kr., barnaúlpur 600
kr. og m.fl. Munið 100 kr. körfuna.
Ceres hf., Nýbýlavegi 12, Kóp, s. 44433.
Ford Bronco '01 til sölu, tilbúinn í vetr-
arferðimar, 8 cyl., sjálfsk., 40" dekk,
14" felgur, no spin framan og aftan,
4,88 drifhlutföll o.fl. Uppl. gefur Atli
í síma 77200 kl. 13-18 og 76040 e.kl. 20.
Til sölu BMW 7321 ’81 skipti/skulda-
bréf. Uppl. í síma 91-652013.
Blazer S10 ’85 til sölu, skoðaður ’88.
Til greina koma skipti á ódýrari, t.d.
Pajero, litlum, eða Subaru ’83-’85.
Uppl. í síma 45928 seinni partinn.
Ford Escort 1300 CL '87, sparieintak, til
sölu, 3ja dyra, 5 gíra, ekinn 26 þús.
Vetrardekk fylgja. Sérlega vel með
farinn. Einn eigandi. Uppl. í símum
91-42461 eða 685445.
Ford Econoline custom 150 1978 til
sölu, ekinn 98 þús. km. Bíll í 100%
lagi. Uppl. í síma 612106.
■ Ýmislegt
Corvette 1981 til sölu. Rosalegur bíll.
Skipti athugandi. Nánari uppl. í síma
98-22721 og 98-21641 í dag og næstu
daga.
Nýtt, nýtt. Vorum að fá alveg meirihátt-
ar fatnað (balldress) s.s. pils og kjóla,
stutt og síð snið í nokkrum útfærslum,
toppa, buxur og jakka, allt úr latex
(gúmmí) og pvc (fóðrað plast) efnum.
Dömur! þetta eru alveg meiriháttar
dress. Leitið uppl. Sjón er sögu ríkari.
Rómeó & Júlía.
Æðislega smart nærfatnaður i miklu
úrvali á dömur, s.s. sokkabelti, nælon-
sokkar, netsokkar, netsokkabuxur,
opnar sokkabuxur, heilir bolir m/og
án sokkabanda, toppar/buxur, corse-
lett st. stærðir, o.mfl. Sjón er sögu
ríkari. Rómeó og Júlía.
Menning___________dv
Málmurinn
og vefurinn
- um tvær sýningar 1 vestursal Kjarvalsstaða
Vegna þess hve sýningar eru
margar um þessar mundir veröur
hér fjallað um tvær sýningar í einni
grein. Þær eru reyndar báðar á
sama stað, í vestursal Kjarvals-
staða, þó ólíkar séu. Á annarri má
sjá myndvefnað en á hinni mynd-
högg. Báðir eru listamennimir vel
þekktir, hvor í sinni grein, Ása
Ólafsdóttir sem vefari og Hall-
steinn Sigurðsson sem mynd-
höggvari.
Ása
Ásamt prentlistinni og öðrum
„tæknivæddum” listgreinum hefur
vefnaöurinn löngum verið van-
metinn. Hvar sem hugtakið tækni
kemur nærri listinni virðist til-
hneigingin sú að afgreiða greinina
sem iðn en ekki list. Hér á landi
hefur verið litil hefð í vefnaði. Það
er helst að fólk hafi ofið sér ullar-
brekán yfir býfurnar. Á tímum
harðlífis og þrælslundar settu ís-
lendingar notagildið á oddinn. Þó
má ekki lita fram hjá vefjarlist áa
vorra, Kelta. Bayeux-refillinn var
ofinn í Frakklandi á elleftu öld en
minnir óneitanlega á nútíma
teiknimyndasögu. Kímilegir ridd-
arar veltast þar hver um annan
þveran. Indíánaþjóðflokkar Róm-
önsku Ameríku skrá á svipaðan
hátt goðsagnir sínar í vefinn, oft á
tíðum meinfyndnar. Annað var
uppi á teningnum í vefnaði ísl-
amskra þjóða þar sem þótti guðlast
að draga upp mannsmynd. Undir
slíku figúratívu banni ófu arabar
hin undarlegustu ornament. Hefð
samhverfra völundarhúsa varð til,
trúarlegur en tvíræður vefur sem
enn er eftirsótt vara á tímum fíg-
úratívs frjálsræöis. Vefnaðurinn
hefur aldrei hlotið hér þann sess
sem hann hefur meðal arabaþjóða
og hinna ýmsu indíánaþjóðflokka
Mið- og Suður-Ameríku, en hver
veit nema það standi til bóta. Á
sýningu Ásu má sjá sterka tilhneig-
ingu til að skapa íslenska vefnaðar-
hefð. Innlend ull er þar látin spinna
með erlendri og skapa þannig al-
þjóðlegan eylandsvef. Myndefnið
er aukreitis mjög íslenskt; jöklar
og eldfjöll, ljós og skuggar. Textíll
Ásu ætti því að sóma sér vel á túr-
hestatorgum íslenskra öræfa. Það
væri þá helst að finna mætti aö
klisjukenndum endurtekningum
eins og regnbogalitri eldingu í ann-
arri hverri mynd. Áberandi bestar
þóttu mér þær tvær myndir sem
voru fyrir utan salinn, Horfa út og
Tvö fjöll. Eins er fyrsta myndin,
Fuglar í búrum, skemmtilega
byggð upp. Ásu hættir til að ofhlaða
myndir sínar. Áferðin leikur þaö
stóran þátt hér að fjölbreytni
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
myndefnisins skyggir á galdur
hennar. Haldi Ása hins vegar upp-
teknum hætti við að skera tákn-
myndir sínar við nögl er næsta víst
að verkum hennar bætist óvænt
áferð.
Hallsteinn
Járnskúlptúrar standa gjarnan
utanhúss og eru enda oftast látnir
ryðga mátulega áður en þeir fá aö
sveitast vígsluvatninu. Hallsteinn
Sigurðsson fer óvenjulega leið í
þessu tilliti. Hann málar skúlptúr-
ana í skærum litum eins og um
væri að ræða þroskaleikföng úr tré
eða jafnvel plasti. Það verður að
segjast eins og er að undirritaður
sér fátt réttlæta slíkt málarí.
Málmur er og verður málmur
hvort sem hann er úti eða inni.
Jafnvel þótt ekki hafi veriö aðstaða
til „ryðsetningar” hefði sýningin
örugglega virkað sterkari með
málminn nakinn. Þar fyrir utan er
málningin sums staðar ójöfn og
hlaupin í kekki. Þau verk, sem
standa upp úr litafarginu, eru líka
einfóld og ekki ýkja málmkennd.
Þar má helst telja verk númer eitt,
Altaristöflu, en það er í raun líkara
lágmynd en skúlptúr. Járnið er
mjótt og svartmálað og liggur ekki
nándar nærri eins illa við lithöggi
og önnur stærri verk. Á sama hátt
eru verk númer 26 og 27 stikkfrí
vegna rindilsháttar og svertu. Vís-
anaröðin frá .16 til 18 er hlaðin
spennu og afli sem hefði örugglega
notið sín betur í blygðunarlausri
nekt. Málmur er mikilvægara lífs-
form en við gerum okkur grein fyr-
ir fljótt á litið. Hann er hvort
tveggja, segull lífsins og dauðans
og viö þekkjum hann best sem
flassara. Flassarar eiga kannski
sparifót en það er ekki þar með
sagt að þau séu í mestu uppáhaldi
hjáþeim. -ÓE
Hjátpartæki ástarlifins eru bráðnauð-
synleg til að auka á tilbreytingu og
blása nýju lífi í kynlíf þitt, og gera
það yndislegara og meira spennandi.
Við höfum leyst úr margvíslegum kyn-
lífsvandamálum hjá hjónafólki, pörum
og einstaklingum. Mikið úrval f/döm-
ur og herra. Áth. sjón er sögu ríkari.
Opið 10-18 mán. - föstud. og 10-16
laugard. Erum í húsi nr. 3, 3. hœð
v/Hallærisplan, sími 14448.
Hugeum
!■
_
&S&9W ^
Brýr og rœsi kreQast sórstakrar varkámi. Draga verður úr hraða og fylgiast vel með
umferð á móti. Tökum aldrei áhættu!
HAPPDRÆTTI
5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno
Dregið 12. september,
Heildarverömœti vinninga 21,5 milljón.
h/tt/r/mark