Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. 5 Viðtalið Fréttir Afslappandi að standa í eldhúsinu Nafn: Níels Árni Lund iára víöa viö síðan ég útskrifaöist sem ketmari 1973. Allan þann tíma hefur starfiö, pólitik og félagsmál tekið drjúgan hluta tímans. Frí- tímanum eyði viö og hef þá af aö laga góöan maL Ég er full- fœr um aö baka, sjóöa, steilýa og þríf líka eftír mig. Það er ekkert ffBi en aö vera í og búa til góöan mat,“ Lund, nýskipaö- ur deildarstjóri 1 landbúnaðai-- Níels Arai er frá Miðtúni í Presthólahreppi i Norður Þin- geyjarsýslu. Foreldrar hans eru Árni Pétur Lund bóndi og kona hans Helga Kristinsdóttír. Níels Árni er þriðjl elstur af fimm bræðrum. Þéir eru Magnús, húsasmíðameistai-i i Reykja\úk, Kristinn, skrifstofústjóri hjá sjávarafuröadeild Sambandsins, Benedikt, aðstoðarvarðsijóri hjá Iögreglunni í Mosfellsbæ, Svein- björn, vélsljóri á Húsavxk og Grímur Þór, raftœknifræðingur í Álaborg. Kona Níelsar Árna er Kristjana Benediktsdóttir frá Keflavik. Hún starfar sem ritari hjá Alþingi. Þau eiga þrjú böm, Steinunni, Eivar Áma og Helga Þór. Víðakomlðvið „Ég ólst upp í Miötúni og fór í Héraðsskólann á Laugum. Þaðan takennaraskólann og lauk kenn- araprófi 1973. Áður en ég lauk nárai kenndi ég á Lundi í Öxar- firöi og eftir nám keandi ég viö Hafralækjarskóla í Aðaldal, var skeri, kennari við HIMPH skólann í Keflavík 1977-78 og viö Samvinnuskólann á Bifröst 1978-fil. 1981 var ég ráölnn æsku- lýðsfuUtrúi rikisins og gegndi þvf starfi til 1985. Næsta hálfa annað áriö var ég svo ritsijóri NT og Tímans. Loks hóf ég störf í land- búnaöarráðuneytlnu Jiar sem ég herra að hluta tU ásamt öðrum verkefiium. 1. október síðastíiö- ara starfa hef ég verið í póHtík, fyrstí varamaöur Pramsókuar- flokksins á Norðurlandi eystra og nú í Reykjaneskjördæmi. Ég hef ég setið nokkrum sinnum á þingi og auk þessa hef ég verið virkur í Lionshreyfingmini.“ Stússa í húslnu „Við búum í Hatharfirði. Þar keypti ég einbýfishús sem ekki var alveg frógengið og hef verið aö klára það. í sumar lagði ég yfir 100 fermetra af heUum og stússaði í garðinum. Þar höfúm við kartöflur og slíkt. Við reymum að fara eins oft norður og kostur er, aö minnsta kosti einu sinni á ári.“ -hlh Kosningar í forsetaembætti á Alþingi: Konur tóku völdin Guðrún Helgadóttir var kosin for- seti sameinaðs þings á Alþingi í gær og fékk hún 39 atkvæði. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti. Auðir seðlar voru 23 en einn þing- maður var fiarverandi. Atkvæðagreiðslan var skrifleg og þvi ekki ljóst hveijir greiddu henni atkvæði fleiri en stjómarUðar. Það er þó augljóst að hún hefur fengið atkvæði fleiri en stjómarUða sem eru 32 talsins með Stefáni Valgeirssyni. Taiið var víst innan Alþingis aö KvennaUstakonumar sex hefðu greitt henni atkvæði og síðan ein- hver einn tíl viðbótar. Þá var Salóme Þorkelsdóttir úr Sjálfstæðisflokki kosin fyrri varafor- seti og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, sá seinni. Salóme fékk 55 atkvæði og Valgerður 52. Kosning Salóme var samkomulags- atriði en venjan er að fyrsti varafor- seti komi úr röðum stjómarandstæð- inga. Þá vom þau Jóhann Einvarðsson og Málmfríður Siguröardóttir kosin ritarar sameinaös þings en önnur framboð bámst ekki. Eftir þessa kosningu var fundi í sameinuðu þingi frestað og boöað til deUdar- funda. Jón Helgason kosinn í efri deild Við kosningu í efri deUd fékk Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, 16 atkvæði af 21 en 4 seðlar voru auðir. Jón hefur áður gegnt störfum forseta efri deUdar. Fyrri varaforseti efri deUdar var kosinn Guðrún Agnarsdóttir, fékk hún 17 atkvæði, þrír seðlar vora auð- ir. Annar varaforseti var kosinn Karl Steinar Guðnason, fyrrverandi for- seti efri deUdar. Ritarar í efri deild voru kosnir EgiU Jónsson og Val- gerður Sverrisdóttir. Guðrún Helgadóttir er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta sameinaðs Alþingis, virðingarmesta embætti Al- þingis. Hér tekur hún við hamingjuóskum Þorvalds Garðars Kristjánssonar sem hefur gegnt þessu starfi sfðan 1983. DV-mynd GVA Guörún Helgadóttir, forseti sameinaös þings: Áfangi í réttinda baráttu kvenna „Það var mjög ánægjulegt að verða þessa heiðurs aðnjótandi og þá spiUti ekki fyrir að varaforset- amir komu úr röðum kvenna. Það var ánægjulegt og óvænt,“ sagði Guðrún Helgadóttir sem í gær var kosin forseti sameinaðs þings. Guð- rún sagði að staða kvenna innan Alþingis hefði að sjáifsögðu batnað við þessa kosningu. í ræðu sinni, þegar hún settist í embættið, árétt- aði hún það. Þar sagði hún að þessi kosning væri áfangi í réttindabaráttu kvenna en þeir væra fáir og strjál- ir. Þá sagði Guðrún að henni væri það mikiU heiður aö vera fyrst ís- lenskra kvenna tíl að taka við þessu staríi. Hún sagðist setjast í þetta starf með virðingu og þakk- læti til þeirra kvenna sem tekið hafa sæti á Alþingi fyrr og síðar. Þá þakkaði hún sérstaklega Þor- valdi Garöari Kristjánssyni, fráfar- andi forseta, fyrir mikU og góð störf um leið og hún sagðist búa að tenglsunum við hann sem varafor- seti í hans tíð. -SMJ Lausn í sjónmáli í launadeilum fóstra Sigurjón J. SigurðBsan, DV, ísafirði: Á bæjarsfiómarfúndi á ísafirði samþykkti bæjarsfiórn „að beita öU- um tiltækum ráðum til að mæta launakröfúm forstöðumanna dag- vistarstofnana og fóstra hjá ísafiarð- arkaupstaö“ eins og það er orðað í fundargerð. „Það sem er að gerast núna er að verið er að leggja mat á starf deUdar- fóstru en það er nýtt starfsheiti,“ sagði Haraldur L. Haraldsson bæjar- sfióri í samtaU við DV. „Væntanlega hefur það einhver áhrif á niðurröðun í launaflokka hjá fóstrum og for- stöðumönnum," sagöi bæjarsfiórinn ennfremur. Lausn virðist því nú í sjónmáU í launadeUum fóstra. Kjartan Jóhannsson kosinn í neðri deild Kjartan Jóhannsson var kosinn forseti neðri deUdar og fékk hann 31 atkvæði af 42. 11 skUuðu auðu. ÓU Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki, var kosinn fyrsti varaforseti neðri deUd- ar, fékk hann 39 atkvæði. Þá var Hjörleifur Guttormsson kosinn ann- ar varaforseti neðri deUdar með 31 atkvæði. Ritarar í neðri deUd voru kosnir þeir Jón Sæmundur Sigur- jónsson, Alþýðuflokki, og Hreggvið- ur Jónsson, Borgaraflokki. -SMJ KJartan Jóhannsson: „Óvenjuleg aðstaða“ „Mér Ust bara ágætlega á að vera búinn að taka við þessu embætti og vonast til að þar geti tekist sæmUega til,“ sagði Kjartan Jóhannsson sem í gær var kosinn forseti neðri deUdar Alþingis. Kjartan tekur við starfinu við heldur óenjulegar kringumstæð- ur en sfióm og sfiórarandstaða hafa jafnan hlut í deildinni. Hann hefur ekki áður gegnt starfi forseta. „Þetta em að sjálfsögðu óveifiuleg- ar aðstæður og reynir nú á að sfióm og stjómarandstaða nái saman um hvernig defldarfundir ganga fyrir sig. Ég mun að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að þingfundir geti gengið sem eðlUegast fyrir sig en búast má við því að forseti þurfi að hafa miUi- göngu um að semja á miUi aðila. Menn verða að vera við því búnir aö meirihluti Uggi ekki aUtaf fyrir. Ann- ars treysti ég deUdarmönnum tíl að komast að samkomulagi." -SMJ Svanur tekur við af Ólafi Ragnari DeUdarfundur í FélagsvísindadeUd Háskóla íslands hefur samþykkt beiðni Ólafs Ragnars Grímssonar fiármálaráðherra um frí í eitt ár. Ölafur Ragnar hefur sem kunnugt er gegnt prófessorsembætti í sfióm- málafræði. Þaö er dr. Svanur Krist- jánsson sem tekur við stöðu Ólafs Ragnars en Svanur hefur áður gegnt þessari stöðu í leyfum Ólafs. Um kennslu í námskeiðum Ólafs Ragnars sjá þeir Ólafur Haröarson og Gunnar Helgi Kristinsson og munu þeir skipta kennsluskyldunni með sér. Hefur Ólafur Harðarson áður tekið að sér kennslu fyrir Ólaf Ragnar undir svipuðum kringum- stæðum. Þar eð Ólafur Ragnar biður ekki um lengra frí þarf ekki að auglýsa stöðuna. Háskólaritari hreyfði athugasemdum Þessar breytingar innan félagsvís- indadeUdar hafa ekki áhrif á störf Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar en töluvert vantar upp á að hann hafi fyUt kennslukvóta sinn. Há- skólaritari, Stefán Sörensson, segist hafa neftit það við deUdarsfióra Fé- lagsvísindadeildar að honum þætti ekki gott að starfskraftar Hannesar væm ekki nýttír enda væri stefna Háskólans að nýta þá starfskrafta sem þar fengju laun. Stefán sagði að það heföi þó verið áður en ákveöið var að endurvekja eitt námskeiöa Hannesar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.