Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. 35 Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir hefur veriö kosin forseti sameinaðs þings. Guö- rún er fædd 7. september 1935 í Hafnarfirði og varð stúdent frá MR 1955. Hún var rektorsritari í MR 1957-1967 og deildarstjóri félags- mála- og upplýsingadeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins 1973-1980. Guðrún var í Rithöfundaráöi 1978- 1980 og í stjóm BSRB1976-1982. Hún var ritari Alþýöubandalagsins 1977-1983, hefur verið alþingismaö- ur Reykvíkinga frá 1979 og í Norður- landaráöi frá 1983. Guðrún hefur skrifað þessar bækur: Jón Oddur og Jón Bjarni 1974, Meira af Jóni Oddi 1975, í afahúsi 1976, Páll Vil- hjálmsson 1978, Óvitar, leikrit, 1979, Ástarsaga úr fiöllunum 1981, Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjama 1982, Sitji Guðs englar 1984, Gunnhildur og Glói 1985, Saman í hring 1986 og Sænginni yfir minni 1987. Fyrri maður Guðrúnar, 13. júní 1957, var Haukur Jóhannsson, f. 25. janúar 1934, verkfræðingur í Kópavogi. Foreldrar hans era Jóhann Krist- mundsson, b. í Goðdal í Stranda- sýslu, og kona hans, Svanborg Ingi- mundardóttir. Þau skildu 1959. Son- ur Guðrúnar og Hauks er Hörður, f. 14. febrúar 1957, nemi í tölvunar- fæði í HÍ, kvæntur Maríu Guöjóns- dóttur kennara. Seinni maður Guð- rúnar, 22. ágúst 1964, er Sverrir Hólmarsson, f. 6. mars 1942, bók- menntafræðingur og kennari í Rvík. Foreldrar hans era Hólmar Magn- ússon, trésmiður í Rvík, og kona hans, Oddný Þorvaldsdóttir iön- verkakona. Þau skildu 1983. Böm Guörúnar og Sverris era Þorvaldur, f. 26. nóvember 1966, heimspekinemi í HÍ, sambýliskona hans er Bima Bjömsdóttir bókmenntanemi; Helga, f. 29. nóvember 1968, sál- fræðinemi í HÍ, og Halla, f. 30. ágúst 1970. Systkini Guðrúnar era Ingólfur, f. 20. júlí 1937, arkitekt, kennari í arkitektadeild Edinborgarháskóla, kvæntur Þórkötlu Óskarsdóttur sagnfræðingi, kennslustjóra Opna háskólans í Edinborg; Jóhanna, f. 29. maí 1939, kaupkona í Hafnar- firði, gift Hjalta Einarssyni verslun- armanni; Gísli, f. 6. mars 1942, bankastarfsmaöur í Garöabæ, kvæntur Theresíu Viggósdóttur skrifstofumanni; Amar, f. 9. júní 1944, skipasmiöur í Hafnarfirði, kvæntur Lára Sveinsdóttur, fram- kvæmdasfjóra Verkamannabústað- anna í Hafnarfiröi; Bjami Kristinn, f. 13. júlí 1946, verslunarmaöur í Hafnarfirði; Viðar, f. 26. febrúar 1949, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun, kvæntur Rannveigu Baldursdóttur, iöjuþjálfa á Reykja- lundi; Gerður, f. 15. júlí 1952, fram- kvæmdastjóri geðdeildar Borgar- spítala, gift Jóhanni S. Kjarval arki- tekt, og Leifur, f. 1. september 1954, kennari í Hafnarfiröi, kvæntur Sig- rúnu Kristinsdóttur fóstra. Foreldrar Guðrúnar era Helgi Guðlaugsson, sjómaður í Hafnar- firði, og kona hans, Ingigerður Eyj- ólfsdóttir. Föðurbróðir Guðrúnar er Hermann, faöir Finnboga varaþing- manns á ísafiröi. Helgi var sonur Guðlaugs, trésmiðs í Rvík, Hinriks- sonar. Móðir Guðlaugs var Þuríður Jónsdóttir. Móðir Þuríðar var Guð- rún Magnúsdóttir, systir Guöfinnu, langömmu Ragnheiðar, ömmu Marðar Ámasonar, ritsljóra Þjóö- vújans. Móðir Guörúnar var Guö- rún Pálsdóttir, systir Gísla, afa Gísl- ínu, langömmu Ossurar Skarphéð- inssonar, og Kristjönu, ömmu Þrá- ins Bertelssonar. Móðir Guðrúnar Pálsdóttm- var Rannveig Alexíus- dóttfr. Móðir Rannveigar var Helga Jónsdóttir, b. á Fremra-Hálsi í Kjós, Amasonar, ættfoður Fremra-Háls- ættarinnar. Móðir Helga var Guð- rún Þórðardóttir, systir Þórðar, fóð- ur Hauks, yfirlæknis á Reykjalundi. Ingigeröur var dóttir Eyjólfs, b. í Önundarholti, Ámundasonar, b. í Bjólu, Filippussonar. Móðir Ingi- gerðar var Ingibjörg, systir Þór- önnu, ömmu Magnúsar listmálara og Sverris handritafræðings Tóm- assona. Bróðir Ingibjargar var Þórö- ur, langafi Hannesar Hlífars Stef- ánssonar, heimsmeistara unglinga í skák. Ingibjörg var dóttir Tómasar, b. í Húnakoti í Þykkvabæ, Þórðar- sonar, bróður Helgu, móður Einars Sveinssonar, forstjóra Sjóvá. Móðir Fólkífréttum Guörún Helgadóttir. Tómasar var Helga Gunnarsdóttir, systir Stefáns, langafa Guðmundar, afa Jóhönnu Siguröardóttur félags- málaráðherra. Móðir Helgu var Kristín Jónsdóttir, b. á Vindási, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættföður Víkingslækjar- ættarinnar. Móöir Ingibjargar var Jóhanna Jónsdóttir, prests í Kálf- holti, Sigurðssonar sem sagður var launsonur Jóns Þorlákssonar, prests og skálds á Bægisá, langafa Magnúsar, fóður Magnúsar prófess- ors og afa Gunnars Harðarsonar heimspekings. Afrnæli Kristján Stefánsson Kristján Stefánsson, fyrrv. gjald- keri, Norðurgötu 4b á Siglufirði, er áttræðurídag. Kristján fæddist á Stóra-Þverá í Fljótum í Skagafirði, sonur Stefáns Sigurðssonar, bónda og organista á Barði 1 Fljótum, og Magneu Gríms- dóttur. Hann ólst upp á Ólafsfiröi og Ak- ureyri og fékk þar almenna bama- frasðslu, auk þess sem hann lærði hjá síra Sveinbimi Högnasyni í Laufási (síðar Breiðabólstað í Fljóts- hlíö). Kristján gekk í verslunarskóla í Kaupmannahöfn og kemur þaðan til Siglufiarðar þar sem hann vinnur við síldarsöltun og verslunarstörf hjá Sveini Hjartarsyni. Einnig kom hann við hjá olíufélginu Shell áður en hann réðst til Síldarverksmiöju ríkisins á Siglufirði áriö 1938. Þar starfaði Kristján til ársins 1987. Kristján er áhugamaöur mn knattspymu og skíðaíþróttir, auk þess sem hann spilar í brigdefélagi og syngur í karlakómum Vísi. Kristján kvæntist Anne Lise Aagaard frá Danmörku, hún er lát- in. Bam Kristjáns og Anne Lise er Gunnar Aagaard Stefánsson innan- hússarkitekt, kvæntur Hönnu Thomsen frá Danmörku og era þau búsett þar og eiga tvö böm. Kristján á sex alsystkini og tvö hálfsystkini Kristján Stefánsson. 85 ára EUas Jónsson, Rauðabergi 2, Mýrahreppi. 75 ára Sigrfður Hallgrímsdóttir, Daöastöðum, Reykdælahreppi. 60 ára Dorís Konráðsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík. Sigriður Ingvarsdóttir, Hraunbæ 154, Reykjavík. Elsa Margrét Jónsdóttir F.lsa Margrét Jónsdóttir, Bólstað- arhlíð 40, Reykjavík, er sjötug í dag. Elsa fæddist á Borgarfirði eystra, dóttir hjónanna Jóns Guðmunds- sonar útgerðarmanns og Margrétar Elíasdóttur, f. 3.3.1880, d. 1965. Þau era bæði ættuð afVestfiöröum. Ársgömul flyst Elsa með foreldr- um sínum á Langanes aö Skálum þar sem faðir hennar var með út- gerð. 15 ára missir Elsa fóður sinn og fer þá til Reykjavíkur í vinnu- mennsku á ýmsum stöðum. Frá 1965 starfar hún á röntgendeild Land- spítalans og er þar enn. Hinn 12. október 1940 gifdst Elsa Siguijóni Jónssyni, f. 2.5.1908, verkamanni. Hann var ættaður úr Dölunum, sonur Jóns Nikulásson- ar, bónda í Kringlu, og Sigríðar Jónsdóttur. Siguijón lést 16.10.1969. Böm Elsu og Siguijóns era Ingi- björg Sigurjónsdóttir, f. 21.6.1945, gift Guðmundi Sigurpálssyni blikk- smið, eiga þijú böm; Ásthildur Sig- uijónsdóttir, f. 21.7.1955, gift Jóni Stefánssyni leigubílstjóra, eiga þijú böm. Elsa hóf sambúð með Skarphéðni Veturliðasyni árið 1975, en hann er ættaður afVestfjöröum. Af 10 systkinum Elsu komust 9 á legg og era þijár systur á lífi. Elsa dvelst á afmælisdaginn hjá Ásthildi dóttur sinni og tengdasyni að Engihjalla 3 í Kópavogi. Elsa Margrát Jónsdóttir. 50 ára Tryggvi Vilmundarson, Ásgarði 5, Neskaupstað. Ásta Þóröardóttir, Ásvegi 13, Akureyri. Tryggvi Rjaltason, Rútsstöðum 2, ” Gunnar Ólafssc Traöarlandi 14, Reykjavík. 40 ára Mariannc Blandon, Rifkelsstööum la, Öngulsstaða- hreppi. Hafdis Sigurbergsdóttfr, Sunnubraut 9, Dalvík. Valgerður Benediktsdóttir, Klettagötu 17, Hafnarfirði. Laufey Sigurðardóttir, Espigrand 13, Akranesí. Arnar S. Guðlaugsson, Laugabrekku 11, Húsavík. Kristján Guðmunds- son Kristján Guðmundsson, ökukenn- ari, Urðarstekk 2 í Reykjavik, er sjö- tugurídag. Kristján tekur á móti gestum á heimili sínu frá kl. 17 í dag. Leiðrétting í afmælisgrein um Kristínu Lúð- víksdóttur, sem birtist í blaðinu 6. okt. sl„ var sagt að Ágústa Björns- dóttir væri blómakona í Hafnar- firði. Rétt er að Ágústa er blóma- kona í Kópavogi. Blaöiö biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.