Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUOAGUR |2. OKT.ÓRER ,1938, Frjálst.óháð dagbJað Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 800 kr. Verö i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblaö 90 kr. Vekur ekki traust Fyrstu aðgerðir nýju ríkisstjórnarinnar vekja ekki traust. Aðgerðunum hefur óneitanlega verið komið sam- an í skyndingu, enda var ríkisstjómin mynduð skyndi- lega. Taka verður undir það, sem segir í síðasta hefti tímaritsins Vísbending. í grófum dráttum fela efnahags- aðgerðir stjórnarinnar í sér lán og styrki til atvinnu- vega og heimila, sem atvinnuvegir og heimih eiga að greiða í hærri sköttum. Tilburðir til að ráða niðurlögum verðbólgu eru ótraustvekjandi. Ýmsar aðgerðirnar eru mótsagnakenndar og gætu gert illt verra. Af almennum þensluaukandi aðgerðum má nefna þrjú prósent gengisfellingu og stefnt er að þrjú prósent lækkun raunvaxta. Lækkun raunvaxta með handafli er af hinu illa. Líklegt er, að hún standist ekki. Ríkis- stjómin setur tímabundna verðstöðvun á vörur og þjón- ustu, með ýmsum undantekningum. Ríkisstjómin setur tímabundna stöðvun á launahækkanir og fiskverð. Shkt gæti dregið úr verðbólgu, ef það fengi staðizt í nokkurn tíma. En sá tími verður skammur. Ekki er vegið að rót- um meinsins. Verðstöðvun með lagaboði mun brátt gera iht verra. Vandinn safnast fyrir, og blaðran springur, um leið og lögin hætta að verka. Þarna er því aðeins verið að ná verðbólgu niður í nokkra mánuði - á papp- írnum. Sama ghdir um laun. Þegar verð hækkar, munu launþegar sækja að með kröfur um kauphækkanir. Því miður gerir ríkisstjómin ekkert til að stöðva hina háska- legu verðbólgu hér - nema skamma hríð. Enn mætti vona, að eitthvað betra kæmi ffá ríkisstjórninni á þeim tíma, sem hún hefur keypt sér. En reynslan vekur ekki góðar vonir í því efni. Það, sem veldur verðbólgu, er fyrst og fremst eyðsla umff am efni. Lækkun raunvaxta mun ýta undir eyðslu. Halli á ríkissjóði veldur aukinni eyðslu. Halh verður í ár. Ríkisstjómin lofar afgangi næsta ár. En aukning erlendrar lántöku vekur ekki vonir um shkt. Við höfum svo oft séð ríkisstjómir lofa hahalausum fíárlögum, sem þær síðar hafa ekki staðið við. Býst einhver kannski við, að afgangur verði í ríkisfiármálunum, þegar upp verður staðið næsta haust? Fáir munu gera sér vonir um shkt. Þá er auðvitað ahs óvíst og hreint ekki lík- legt, að þessi stjóm sitji svo lengi. í stórum dráttum er eins og þessi ríkisstjóm sé bara að kaupa sér tíma til skammrar setu að völdum. Stjóm- arflokkamir geti hugsanlega farið ff á upp úr áramótum og sagt sem svo: Sjáið, við náðum verðbólgunni niður. En almenningur sér strax af fyrstu aðgerðum hinnar nýju stjómar, að minnkun verðbólgu er blekking. Sama ghdir um lækkun vaxta. Þegar verðlagið fer af stað, verðbólgan vex að nýju, munu vextimir þjóta upp á eftir verðbólgunni. Það er ekki gæfulegt að ætla að stýra þjóðarskútunni með milhfærslum. Sama er, hversu sterkar heitstreng- ingar stjómarhðar hafa í ffammi um, að aðeins þeir njóti milhfærslanna, sem hafi rekstrargrundvöh. Ástæða er th að efa ahar shkar heitstrengingar. Við munum eftir haftabúskap. Við erum ekki reiðubúin th að samþykkja hann að nýju. Þjóðin mun rísa upp gegn stjómarflokkunum, jafnskjótt og fram kemur hjá þeim skýr haftastefna. Eins og sagði í thvitnun í Vísbendingu hér í upphafi, þá fela aðgerðimar í sér lán og styrki th atvinnuvega og heimha, sem atvinnuvegum og heimh- um er ætlað að greiða með hærri sköttum. Þetta lofar ekki góðu. Haukur Helgason 140 130 120 110 100 * i\ # % # % # % 1 \a Gamla lánskjaravj sitalan /X \ s % % % 4 \ f % # 0 t f # # • % % % % % L\ /' \ • # /^ \ t / \ \ . % A % X % \ % ... / V" V IV “c vNyja 1 ánskjaravísitalan Kauptaxtar og = 100 launavísitala 1970 1973 1980 1985 Ár Lánskjaravísitala og kauptaxtar 1968-1988. (Lánskjaravísitölur = 100, 1979). Nýja lánskjaravísital- an betri en sú gamla Ef vel tekst til um val á launavísi- tölu veröur mikil bót að hinum nýja grundvelii lánsKjaravísi- tölunnar. Aukið vægi launa mun minnka hættu á misgengi láns- kjara og launa. Reynsla síðustu áratuga sýnir að vænta má mis- gengis ekki sjaldnar en einu sinni á áratug. Nýr vísitölugrunnur mun minnka misgengið. Nýja vísitalan er ekki óhagstæð sparifjáreigend- um eins og haldið hefur veriö fram. Lánskjaravísitala og kaupgeta Gamla lánskjaravísitalan mælir kostnað dæmigerðrar fiölskyldu við aö framfleyta sér og kostnað við að byggja fjölbýlishús. Hún tek- ur ekki tiliit til greiðslugetu hins almenna launþega. Greiðslugetan er í samræmi við tekjur hans. Ef lánskjaravísitalan þróast ólíkt al- mennum launakjörum lenda stórir þjóðfélagshópar í greiðsluerfiðleik- um. Sérstaklega á það við um hús- næðiskaupendur. Fyrir þá er mikið í húfi að þróun lánskjara og launa haldist í hendur. Fasteignaveðlán til einstaklinga eru dijúgur hluti af því fé sem árlega er lánað verð- tryggt. Það fer eftir launum fólks hversu háar íjárhæðir það getur greitt af lánunum. Talið er að fjölskyldur með með- altekjur geti eytt fiórða hluta af tekjum sínum í afborganir og vexti af fasteignaveðlánum. Við þetta hlutfall miða lánastofnanir í grannlöndum okkar útlán. Á bak viö regluna liggur áratuga reynsla. Gamla lánskjaravísitalan fylgir náiö framfærslukostnaöi. Vaxi hann hækka lánin og afborganir þyngjast. Afturkippur kemur í efnahagslífið ekki sjaldnar en einu sinni á áratug. Því fylgir að fram- færslukostnaöur heimilanna hækkar meira en tekjur þeirra. Hinn almenni launþegi þarf aö eyöa stærri hluta af láunum sínum í nauösynjar. Það sem afgangs er til að greiða af lánum minnkar aö sama skapi. En jafnhliða því að launþegar hafa minna fé handbært þyngjast afborganimar sökrnn þess að aukinn framfærslukostnaður hækkar lánskjaravísitöluna. Laun- þegar verða af þessum sökum fyrir tvöfóldu áfalU. Annars vegar minnkar ráðstöfunarfé þeirra. Hins vegar vex greiðslubyröin. Þaö samband á milli greiöslugetu og launa, sem áður var lýst, skiptir höfuðmáii þegar valin er vísitala til að verðtryggja húsnæðislán. Núverandi lánskjaravisitala er óheppileg fyrir húsnæðismarkað- inn. Það hafa þúsundir húsbyggj- enda þegar upplifaö. Misgengl lánskjara og launa Arin 1983 og 1984 hækkaði láns- kjaravísitalan 35,6% umfram KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfrœðlngur kauptaxta. Húsnæöiskaupendum veittist erfitt að greiöa af lánum sínum. Margar fjölskyldur lentu í vanskilum. Sumar töpuðu aleig- unni. Þjóðfélagiö hefur ekki enn náð jafnvægi eför áfóll þessara ára. Það sem geröist hefur veriö nefnt misgengi lánskjara og launa. Upp- bygging lánskjaravísitölunnar átti dijúgan þátt í því að vandinn varð jafnmikill og raun ber vitni. Ef lánskjaravísitalan hefði verið öðruvísi saman sett hefði misgeng- ið orðið minna en raunin varð. Sú hætta, sem fylgir núverandi lánskjaravísitölu, átti að vera mönnum Ijós fyrir löngu. Reynslan sýnir aö vísitala framfærslukostn- aðar hækkar meira en laun þegar illa árar. Með því að gefa henni mesta vægið í lánskjörunum var sköpuð mikil hætta á aö misgengi lánskjara og launa skapaðist. Verö- lagsbreytingar á undanfömum áratugum sýna aö húsnæðiskaup- endur muni á fárra ára fresti upp- lifa misgengi launa og lánskjara ef gamla lánskjaravísitalan verður notuö óbreytt áfram. Eðlileg endurskoðun Lánskjaravísitalan var frum-. smíði á sínum tíma. Margt bendir til að höfundar hennar hafi ekki kannaö hættuna á misgengi láns- kjara og launa þegar þeir gerðu til- lögu um 67% vægi framfærsluvísi- tölu. Ef þeir hefðu kannað eðli vísi- tölunnar mátti sjá fyrir að mis- gengi lánskjara og launa kæmi upp á nokkurra ára fresti. Eftir þá erfiö- leika, sem leiddu af lánskjaravísi- tölunni árin 1983 og 1984, er sjálf- sagt að taka samsetningu hennar til endurskoðunar. Færa má rök að því aö við samsetningu vísi- tölunnar hafi verið misráöið að gefa framfærsluvísitölunni jafn- mikið vægi og raun ber vitni. End- urskoðun á samsetningu láns- kjaravísitölunnar er jafneðlileg og endurskoðun á verðgrundvelli vísitölu framfærslukostnaðar og vísitölu byggingarkostnaðar. Grundvöllur þeirra er endurskoð- aöur á nokkurra ára fresti. í því sambandi má minna á að verð- grundvelli vísitölu frámfærslu- kostnaðar var breytt nýlega. Við þá breytingu komu sólarlandaferð- ir inn í vísitöluna og bensínverð fékk aukið vægi! Samanburður 1968 «11988 í skýringarmynd með þessari grein er línurit sem sýnir þróun gömlu lánskjaravísitölunnar og hinnar nýju undanfama tvo ára- tugi. Vísitölumar era bomar sam- an við launaþróun. Myndin sýnir því hvemig greiðslubyrði al- mennra launþega hefði breyst. Við útreikning á nýju vísitölunni er notast við þær „launavísitölur“ sem reiknaðar vom á hveijum tíma. Það era vísitala kauptaxta árin 1968 til 1979 og launavísitala eftir þaö. Þó að þessar „launavísi- tölur“ séu gallaöar sýnir saman- burðurinn þann eðlismun sem er á gömlu lánskjaravísitölunni og hinni nýju. Niðurstaðan úr saman- burðinum er að nýja vísitalan fylg- ir launatekjum mun betur en hin gamla og dregur úr misgengi láns- kjara og launa. Af myndinni má sjá að ef lánskjaravísitölunni veröur ekki breytt má vænta enn meira misgengis en kom fram 1983 og 1984. Árin 1968 og 1969 hefðu lán- takendur upplifað gríðarlega mikið misgengi lánskjara og launa. Á þessum árum vora lán hins vegar óverðtryggö svo ekkert slíkt kom fram. Myndin sýnir einnig að vísi- tölumar haldast í hendur og þróast svipað þegar litiö er á langt tíma- bil. Eigendur sparifjár þurfa af þeim sökum ekki að óttast um fé sitt þó vísitölugrunninum verði breytt. Stefán Ingólfsson „Eftir þá erfiðleika, sem leiddu af láns- kjaravísitölunni árin 1983 og 1984, er sjálfsagt að taka samsetningu hennar til endurskoðunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.