Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUK 12. OKTÓBER 1988. 33 Lífsstfll Heimilið lagt er og það sama gfldir um marm- ara. Þessi lausn kemur að sjálfsögöu ekki að gagni þar sem búið er að steypa og ganga frá. Vatnslásinn er í niðurfalli baðkarsins niður við gólf og getur verið áríðandi að komast að honum. Þar sem lekur meðfram baðkarsbrún Baðkör eru oftast hönnuð með það fyrir augum að vatnið renni í þau úr krana en ekki úr sturtu yfir þeim. Þegar notuð er sturta yfir baðkari er mjög algengt að vatn renni inn um neðstu fúgu í flísalögn við brún baðkarsins. Þetta gerist jafnvel þó að fólk telji sig fara varlega. Þama er sem sagt staður þar sem lekur og rakinn smitast í gegnum veggi og inn í næsta herbergi. Hægt er að komast fyrir þetta með ýmsum silíkonefnum sem fást í byggingavöruverslunum. Þannig er t.d. hægt að fá silíkonfúgu í ýmsum htum svo að oft má fá ht sem líkist fúgum í fhsalögn. Um er að ræða nokkrar tegundir sem gerð- ar eru fyrir mismunandi aðstæður. -ÓTT Þar sem lekið hefur með brún baðkars hjá neðstu flísafúgu getur vatnið valdið skemmdum í næsta herbergi. Mörg vandaraál geta verið fyrir hendi I baðherbergi þegar flutt er inn í nýtt húsnæöi. Oft er vandinn sá að hlutir eru of lágir. Þeir sem byggia og hanna hús sníða sér ætíð stakk eftir vexti. Spegillinn skal vera í ákveðinni hæð, sturtuhaus- inn einnig, klósettið þaraa o.s.frv. Hér er ekki hægt aö styöjast við neina ákveðna reglu sera hentar öllum. Hlutir eins og blöndunartæki eða sturtuhausar eru nú hannaðir með það fyrir augum að aht sé sem stillanlegast og geti hentaö öhum. Speglar eru varla mikið vandamál þar sem þeir eru ekki ýkja dýrir og auðvelt að festa þá upp, td. með speglalímboröa eðajafnvel silíkoni. Þannig má ýraist hækka, lækka, stækka o.s.frv. Þar sem verulegir fjármunir eru í húfi, eins og þegar verið er að flísaleggja, er ráðlegt að flísaleggja einnig á bak við skápa. Með því móti er þeim möguleika haldið opn- um að skipta seinna meir um skápa, hækka þá eða lækka. Þetta gildir sérstaklega um efri skápa. Sé þetta ekki gert getur skapast sá vandi aö einnig þurfi að skipta um veggefni. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um dúk og fleiri efni. í þessu sambandi getur líka verið hagstætt aö eiga aukaflísar eða veggefifl til góöa ef á þyrfti að halda seinna meir vegna breytinga eða óhapps. -ÓTT Enn um flísalagningu á spónaplötur Tíu cm þykkir strimlar eru heppileg- ir til að gera samskeyti þétt og vatnsheld. bæði yfir og undir borðann. Sé um gólfplötur að ræða er mikil- vægt aö plastfilman sé pensluð vel á samskeyti, því næst kemur borð- inn og filman er svo pensluð yfir allt aftur. Eins og fram kemur annars staðar á heimihssíðunum telur verkfræð- ingurinn hjá RB ekki öruggt að flísa- leggja á viðarplötur. Þó segir hann að þaö geti gengið. Hvemig skyldi þá vera heppilegt að haga slíkum framkvæmdum? Verkfræðingurinn segir aö tfl séu teygjanleg efni sem leyst geti vandann. Þar sem um timbur er að ræða er gjaman notuð fljótandi fflma sem undirlag. Byriað er á að pensla hana á öh plötusamskeyti og í öh horn eða kverkar. Síðan er glertrefjaborði lagöur í fflmuna og penslað yfir aftur eða rúllað. Síðan er ahur flöturinn penslaður eða rúhaður 2-3 sinnum. Meö þessu móti fæst teygjanleiki og þessi frágangur á líka að tryggja vatnsheldni. Þannig kemst rakinn ekki inn að spónaplötunum. Enda þótt plötumar eigi að heita vatns- heldar í sumum tilfellum er hugsan- legt að þær geti breytt sér. Vatns- límdar spónaplötur eiga að duga nokkuð lengur gagnvart vatni en ólímdar plötur. Borðinn er settur á samskeyti til þess aö flytja hreyfingu frá sam- skeytum. Hann er 10 cm breiður og flytur hreyfmgu frá samskeytunum út í fflmuna. Teygjaniegt fhsalím hefur einnig hreyfieiginleika. Auk þess er fúgan hka teygjanleg. Þannig má timbrið raunvemlega hreyfast sem það að öllu jöfnu gerir við raka- breytingar. Ef vel á að vera á einnig að vera vifta í baðherbergi. Opnanlegur gluggi gerir einnig mikið gagn. Ætið skal leitast við að draga sem mest úr raka í baðherbergi, hvort heldur flísalagt er á stein eða timburflöt. Rakinn sest alltaf á flísamar og þannig lekur vatn óhjákvæmflega niður í dropatah. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.