Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Qupperneq 13
MÍÐVIKtíÐAGÚR'l2. 13 Merming Stærsta Leiklistardeild Ríkisútvarpsins starfar af miklu fjöri um þessar mundir. Þaö vill oft gleymast, að sé miöað við fjölda áheyrenda og þá staðreynd að í hverri einustu viku ílytur útvarpið leikrit, er ekki of- mælt að þar starfi stærsta leikhús landsins. Verkefni af ýmsu tagi Verkefnaval hefur verið nokkuð misjafnt í gegnum tíðina, þeir tímar inu um tvö ný leikrit, sem flutt voru í júní, Blokk eftir Jónas Jónasson og Heimihshjálpina, eftir Þorstein Mar- 1 elsson. Seinna voru svo frumflutt tvö önn- ur verk, Alla leið til Ástralíu eftir Úlf Hjörvar og Maðkur í mysunni eftir Andrés Indriðason, en hvorugt þeirra náði ég að hlusta á svo vit væri í, heyrði aðeins glefsur úr þeim og hafði ekki tök á að taka þau upp. Hins vegar las ég texta beggja ver- kanna í handriti. Andrés Indriðason. hafa komið að viku eftir viku hafði maður lítinn áhuga fyrirfram á þeim verkum sem flytja átti og varð of oft fyrir vonbrigðum með það sem hlust- að var á. Við breyttum aðstæðum og aukinni samkeppni brugðust menn líka með því að flakka með útsendingarnar til og frá í dagskránni, til þess að finna besta tímann fyrir þær, en týndu í leiðinni tryggum áheyrendum. Nú eru leikritin, sem kunnugt er, flutt síðdegis á laugardögum og síðan endurtekin á þriðjudögum, þannig að allflestir ættu að hafa tök á að ná annarri hvorri útsendingunni. Mér finnst líka, að upp á síðkastið hafi forráðamenn deildarinnar hitt á áhugaverðari samsetningu verkefna, sem skilar sér í aukínni umræðu, og meiri hlustun. Ég tek a.m.k. eftir því í mínu nánasta umhverfi að nú er oftar minnst á útvarpsleikritin en áður. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast meö því þegar unglingar og ungt fólk, sem búið er að fá yfir sig' nóg af innantómu froðusnakkinu á öllum bylgjunum og rásunum, skipt- ir yfir á rás 1 og hlustar á gott út- varpsleikrit. Ný íslensk verk Utvarpið er kjörinn vettvangur fyr- ir innlenda leikritahöfunda, og þar liefur ríkisútvarpið ekki látið sitt eft- ir liggja. Ég veit ekki, hvort einhver sérstök yfirlýst stefna gildir um fjölda frumsaminna íslenskra verka, en á siðasta einu og hálfu ári mun að meðaltali hafa verið flutt nýtt ís- lenskt verk einu sinni í hverjum mánuði. Þetta er dálítið merkileg staðreynd, og sýnir bæði þá rækt, sem Ríkisút- varpið vill leggja við innlenda leikrit- un, og eins hitt, að mikil gróska er í greininni, og margir kallaðir, ef eftir er leitað. Ég er ekki þar með að segja, aö gæðin í þessum frumsömdu verkum séu í réttu hlutfalli við magnið, mest hefur borið á miðlungsverkum, mörg þeirra hafa verið vel frambærileg, en fá staðið upp úr. Fyrr í sumar fjallaði ég hér í blað- Tvö úr daglega lífinu Alla leið til Ástralíu fjallar um tvo gamla vini, sem búa saman. Daglegt líf þeirra er tilbreytingasnautt og þeir kýta um smáatriði og svekkja hvom annan með því að hvorugur þeirra náði frama á sínu sviði. Annar þeirra er fyrrverandi leikari, hinn misheppnaður rithöfundur. Helsta dægrastytting þeirra fyrir utan pexið er að pæla í ungri afgreiðslustúlku í kjörbúðinni; sem þeir versla í. Úlfur skrifar góðan og lipran sam- talstexta og tekst að bregða upp nær- færinni og skýrri mynd af fjandvin- áttu þessara gömlu karla. Brostnar vonir og dapurleg einangrun binda þá hvor öðrum, og þeir hvorki geta né vilja losa sig. Leikrit Andrésar Indriðasonar Maðkur í mysunni byrjar eins og vandamálaleikrit og fjallar um sam- band einstæðrar móður og dóttur hennar á unglingsaldri. Móðirin heldur allt það versta um dóttur sína og er löngu hætt að hlusta á hana. Af þessu sprettur mikill misskilning- ur, og inn í máhð dregst vinur móð- urinnar, giftur maður, sem heim- sækir hana eftir hentugleikum. Þegar líður á leikritið, snýst það æ meira í átt til þess að vera farsi, og minnir mest á handrit að gaman- mynd um tíma. í lokin fer töluverður tími í það að greiða úr flækjunni, og koma mæðgunum til skilnings á hvor annarri. Þorsteinn ö. Stephensen sem Brynjólfur biskup Sveinsson í sýningu Leikfélags Reykjavikur á fimmta áratugnum. Leiklist Auður Eydal Sjálfsagt mætti vinna upp úr þessu svarta kómedíu eða hreinræktað gamanleikrit, en í útvarpsgerðinni fannst mér þessi tvískinnungur til baga. En samtölin eru lipurlega sam- in það vantar ekki, enda Andrés löngu þekktur fyrir ritstörf sín. Á bak við luktar dyr Af erlendum verkum, sem hafa verið í útvarpinu nú nýlega, þótti mér sérstakur fengur að leikriti Jean Paul Sartre, Lokaðar dyr. María Kristjánsdóttir bjó leikritið til flutn- ings í útvarpi og var leikstjóri. Þýð- inguna gerði Þórunn Magnea Magn- úsdóttir. Þremur einstaklingum er vísað til vistar i herbergi einu, þar sem þau eiga aö dvelja saman. Þeim er öllum ljóst að þau eru látin, og hafa grun ■ um að þeim sé ætlaöur staður í neðra, enda kemur það á daginn. En þetta litur út fyrir að vera huggulegasta herbergi og sambýlis- fólkið virðist vel valið. Hvar eru þá vítislogarnir og kval- arinn, sem á að gera þeim vistina óbærilega? Smám saman rennur upp fyrir þeim að þau eru hvert annars böðlar og fordæmd um alla eilííð. Þau Guðrún S. Gísladóttir, Arnar Jónsson og Edda Heiörún Backman léku þau Ines, Garcin og Estelle, og Árni Tryggvason „þjóninn" sem vís- ar þeim til vistar í herberginu. Flutn- ingur verksins var með miklum ágætum, bæöi leikstjóri og leikendur unnu sitt verk með prýði, þannig að enn einu sinni mátti njóta þessa magnaða meistaraverks heims- bókmenntanna. Gamaikunnar kempur í safni Ríkisútvarpsins eru líka til ýmsar gamlar upptökur og síðasta sunnudag gafst kostur á að hlýða á Skálholt Guðmundar Kamban í flutningi vahnkunnra listamanna. Upptakan er frá árinu 1955 og leik- stjóri var Lárus Pálsson. Þetta var vel til fundið og mjög gaman að hlusta á þessar gamal- kunnu kempur, öll stóru nöfnin í leikhúsi þess tíma, flytja harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Það er hka áhugavert að heyra hvernig framsetningarmáti og áherslur í Úlfur Hjörvar. flutningi hefur breyst í tímanna rás. Svo ekki sé talað um tæknina. Þessum pistli var ætlað að vekja athygh á flutningi leikrita í útvarp- inu, og þeirri staðreynd, að þar er oftar en ekki mjög vel aö verki stað- ið. Val leikrita er fjölbreytt, og flestir geta haft af því gagn og góða dægra- styttingu, að hlusta á þau. AE leikhúsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.