Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Side 11
MIÐVIKUDÁGUR 12. OKTÓBER 1988. DV 11 Útiönd Forseti kosinn með at- Steinuim Böðvaisdótdr, DV, Washington; Innan mánaðar ganga Bandaríkja- menn að kjörborðinu. Hinn 8. nóv- ember næstkomandi kemur í ljós hvor tekur við stjómartaumunum af Ronald Reagan, sem setið hefur við völd í átta ár, Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, eða George Bush, varaforseti og frambjóðandi repúblikana. Samkvæmt niðurstöðum flestra skoðanakannana nýtur Bush milli 3 og 7 prósenta meira fylgis yfir landið. Munurinn eftir fylkjum getur verið mun meiri, ailt frá 12 prósentum. En skoðanakannanir meðal almennings segja ekki alla sögima því Banda- ríkjamenn kjósa forseta sinn ekki beinni kosningu heldur með atkvæð- um kjörmannaráða í hveiju fylki landsins fyrir sig. George Bush, varaforseti og frambjóðandi repúblikana, virðist öruggur með sigur í 17 fylkjum. Símamynd Reuter Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, virðist öruggur með sig- ur I sex fylkjum auk höfuðborgarinnar. Simamynd Reuter Tvö ráð í fylki í stað beinnar kosningar milh for- setaframbjóðendanna og varafor- setaefna þeirra kýs almenningur í Bandaríkjunum milli tveggja. kjör- mannaráða í hverju af 50 fylkjum landsins auk höfuðborgarinnar, Washington D.C. Kjörmannaráðin hvort um sig skipa fulltrúar hinna tveggja stjómmálaflokka landsins, Demókrataflokksins og Repúblik- anaflokksins. Ráðið skipað fulltrúum demókrata styður forsetaframbjóð- anda síns flokks og ráðið skipað full- trúum repúblikana styður frambjóö- anda þeirra. Hveiju fylki er úthlutað ákveðnum fjölda atkvæða í forsetakosningun- um. Fjöldi atkvæðanna er mismun- andi eftir fylkjum og er sá sami og flöldi þingmanna fylkisins á löggjaf- arþinginu. Hvert fylki hefur á að skipa tveimur öldungadeildarþing- mönnum og ákveðnum flölda fuli- trúa í fulltrúadeildinni miðað við íbúaflölda. Hvert fylki getur haft til umráða miili 3 og 47 atkvæði í for- setakosningunum. Höfuðborgin, sem hefur ekki atkvæðisrétt á þingi, hef- ur lögum samkvæmt 3 atkvæði í for- setakosningunum. Ráöin ákveða Það eru kjörmannaráðin sem ákveða hvor forsetaframbjóðandinn fær atkvæði fylkisins. Fjöldi kjör- manna í hvoru ráði fyrir sig í hveiju fylki er sá sami og atkvæði fylkisins. Almenningur kýs milh kjörmanna- ráðanna og meirihlutinn segir til um hvort þeirra ræður hvom frambjóö- endanna fylkið styður. Það kjör- mannaráð, sem tapar kosningunum, hefur þar með tapað valdi sínu til að kjósa frambjóðanda síns flokks. Ráð- ið, sem vinnur í kosningunum, veitir frambjóðanda síns flokks öh atkvæði fylkisins og alveg sama hversu naumar kosningamar vom fær hinn frambjóðandinn ekkert atkvæði og hefur því tapað kosningimum í fylk- inu. Svona gengur þetta fyrir sig í öllum fylkjunum og í höfuðborginni. AUs em kjörmenn hvors flokks 538 í heUd og því er hámark atkvæðaflölda, sem forsetaframbjóðandi getur hlotið í heUd, 538. Naumur meirihluti, eða 270 atkvæði, nægir öðram hvorum frambjóðendanna fil sigurs. Mismunandi vægi Mismunandi vægi fylkja eftir flölda atkvæða þeirra gerir það aö verkum að forsetaframbjóðendurnir leggja mismikla áherslu á kosningabarátt- una í hveiju fyUd. Stærstu fyUdn, þau sem hafa 20 eða fleiri atkvæði, em aUs 7. Kahfomíufylki er þeirra stærst, það hefur á að skipa 47 at- kvæðum. Næst er New Yorkfylki með 36 atkvæði, þá Texas með 29, Pennsylvania með 25, Ulinois með 24 atkvæði, Ohio með 23 atkvæði og loks Flórída með 21 atkvæði. Bush leiðir Samkvæmt niðurstöðiun skoðana- kannana um stöðu forsetaframbjóð- endanna í öUum fylkjum auk höfuð- borgarinnar virðist sem Bush muni hljóta tvöfalt fleiri atkvæði en Duk- akis ef kosningamar fæm fram núna. Niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar NBC sjónvarpsstöðvar- innar sýna aö Bush virðist ömggur með sigur í 17 fylkjum. Önnur 12 fylki, þar á meðal Texas, virðast haU- ast að varaforsetanum. AUs fengi Bush 281 atkvæði samkvæmt þessum niðurstöðum. Hvað varðar Dukakis virðist hann ömggur með sigur í 6 fyUcjum auk höfuðborgarinnar. 4 önnur fylki haU- ast að honum. AUs fengi Dukakis 112 atkvæði. Fjöldi fylkja, þar sem fram- bjóðendumir virðast standa jafnt að vígi, er aUs 11 og hafa á að skipa 185 atkvæðum. Meðal þessara fylkja em Kalifomía og Pennsylvania. Skoðanakönnun dagblaðsins USA Today sýnir einnig mikið forskot Bush. Samkvæmt niðurstöðum hennar myndi varaforsetinn hljóta 264 atkvæði yrði kosiö í dag. Dukakis myndi hljóta 92 atkvæði en 182 at- kvæði geta farið á hvom veginn sem er. Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Bandaríkjamenn kjósa forseta sinn meö atkvæöum kjörmannaráða í hverju fylki landsins fyrir sig. Hverju fylki er úthlutaö ákveðnum fjölda atkvæöa sem er sá sami og fjöldi þingmanna fylkisins á löggjafarþinginu. Sjö stærstu fylkin hafa tuttugu atkvæöí eöa fleiri. w Oadgo Dodge Aries RYMINGARSALA - 25°/< 0 Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Dodge Aries og seljum síðustu bílana af '88 árgerðinni á fádæma góðum kjörum. Við bjóðum afslátt og allt niður í 25% útborgun og eftirstöðvar til 18 mánaða á óverð- tryggðu láni. Dodge Aries, 2 dyra, á kr. 741.300,- Dodge Aries, 4 dyra, á kr. 790.300,- Dodge Aries station á kr. 841.900,- Innifalið í verði m.a.: sjálfskipting - aflstýri - afl- hemlar - 4 cyl. 2.2 I vél með beinni innspýtingu, 101 ha - framhjóladrif, litað gler, stereo AM/FM útvarp með stöðvaminni og 4 hátölurum. Dodge Aries stati- on hefur auk þess styrkta fjöðrun (heavy duty). JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2, SÍMI 42600 OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.