Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. Spumingin Hver er eftirlætisrit- höfundur þinn? Silja Björgúlfsdóttir nemi: Kurt Vonnegut. Hrefna Tynes nemi: Bertolt Brecht. Helgi Reimarsson kennari: Ég les bara fræðirit, hef engan tíma til ann- ars. Guðrún Guðmundsdóttir matráðs- kona: Sidney Sheldon. Andrés Konráðsson verkamaður: Jón Trausti. Lesendur Smíði Marokkóskipanna: Eigum við að styrkja hana? Mikil áhætta tekin með þvi að veröa við beiðni um opinberan stuðning í smíði Marokkótogara," segir hér. Árni Jóhannsson skrifar: Eins og kunnugt er hafa nokkur fyrirtæki farið fram á framlög úr ríkissjóði í formi þróunaraðstoðar og framlags til markaðssetningar til að smíða tíu togara fyrir Ma- rokkóbúa. - Við eigum kost á þriggja ára verkefni og því að koma á markað erlendis þekkingu sem við teljum samkeppnisfæra á okkar veröi - segja talsmenn skipasmíða- stöðvanna. Þar sem hér virðist bera mikið á milli í upphæðum þeim sem skipa- smíðastöðvarnar telja sig þurfa frá ríkinu og þeim sem hið opinbera áætlar segir það sig sjálft að þetta mál verður ekki afgreitt á færi- bandi eins og hingað til hefur tíðk- ast. - Satt að segja orkar það mjög tvímæhs hvort ríkið á yfirleitt nokkuð að koma nálægt þessu máh. Þegar fyrir hggur skýrsla hjá iðn- aðarráðuneytinu frá erlendu ráð- gjafarfyrirtæki, greidd af hinu op- inbera, um að ekki sé ráðlegt að fara inn á £essa braut og vafasamt sé að við Islendingar getum keppt við niðurgreiðslur á skipasmiðum í öðrum löndum þá ætti máhö að hggja nokkuð ljóst fyrir. Að blanda þessu verkefni saman við þróunar- hjálp er af og frá. Það nýjasta í máhnu er svo það að nýi fjármálaráðherrann hefur, að því er virðist, tekið af skarið í ræðu, sem hann hélt nýlega, og fuhyrðir að hðinn sé sá tími að menn geti komið til hins opinbera og vænst aðstoðar í hverju verkefn- inu af ööru. Maður gæti haldið að hér talaði hreinn kapítahsti. Aldrei létu þeir sjálfstæðisflokksráðherr- amir shkt frá sér fara, því miður. En mæh ráðherrann manna heil- astur og standi þá við orð sín. Þegar öhu er á botninn hvolft ér mikfl áhætta tekin með því að verða við beiðni um opinberan stuðning í smíði togaranna fyrir Marokkóbúa og ekki séð fyrir end- ann á því dæmi. Við verðum að fara að átta okkur á hvað við getum og hvaö við ekki getum. Viö erum ekki nema um 250 þúsund manna þjóð með ennþá færri skattgreið- endur sem neita að standa frekar undir hvers konar áhættuverkefn- um. Er komið kvöld hjá „Dagfara"? „Sannarlega er þér farin að förlast sýn, „Dagfari" minn“, segir bréfritari. Grétar Kristjánsson skrifar: Ef marka má skrif „Dagfara" í DV hinn 3. þ.m. fæ ég ekki betur séð en að hjá honum sé farið að haUa að nóttu og mál sé til komið fyrir hann aö fara að halla sér á sitt græna papp- írseyra og sofna. Hvernig dettur manninum dettur í hug að við gjald- þrota menn, sem höfum í hyggju að bindast samtökum til að bæta hag okkar og annarra sem eru að sökkva í skuldafen hins íslenska efnahags- lífs (eða efnahagsdauða), séum ein- hver andstæða eða „annar póll“ mið- að við sparifjáreigendur? Sannarlega er þér farin aö fórlast sýn, „Dagfari" minn, ef þú sérð ekki að takist að fækka gjaldþrotum þá eru meiri líkur á að sparifjáreigend- ur haldi sínu - eða hggur þaö ekki ljóst fyrir? Mér sýnist auðveldara að komast fram úr öUum vanda, hvort sem hann er fjárhagslegur eða ekki, ef hann er ekki aukinn - eða hvort finnst þér auðveldara að greiða eina krónu eða fimm? Annars er kannski mál til komið fyrir íslendinga að fara að mynda samtök til að veijast óprúttnum blaða- og fréttamönnum. I eina tíð léku íslenskir ljósvakafjölmiðlar þá hst að bijóta hljómplötur í beinni útsendingu þættu þær ekki nógu sið- legar. Nú þykir hver íjölmiðlamaður þeim mun meiri sem honum tekst að ræna fleiri mannorðinu. í blöðum eru dómar kveðnir upp og ríkisstjómir myndaðar án vitund- ar stjómmálamanna og nú síðast em blaðamenn undir dulnefni farnir að gefa félagsskap, sem enn hefur ekki verið myndaður, markmið og tU- gang. - Þetta heitir víst „rannsóknar- blaðamennska". Mig minnir að þetta fyrirbæri miðalda hafi verið nefnt „rannsóknarréttur" og þykir öfug- mæh í dag. En þetta er víst ekki eini draugurinn aftan úr fomeskju sem gengur ljósum logum í dag. Þú hefur víst tekið eftir því, „Dag- fari“, að í allri umræðu um þessi samtök, sem við hyggjumst mynda, er eingöngu talað um einstakhnga, ekki fyrirtæki. Það er ólíku saman aö jafna þegar rætt er um gjaldþrot þessara tveggja aðila á sama hátt. - Þetta hefðir þú átt að athuga áður en þú settist við ritvélina. Ef þú vUt vera reglulegur rann- sóknarblaðamaður ættir þú að kynna þér íslensku gjaldþrotalög- gjöfina. Þú ættir að athuga hve marg- ir einstakhngar era gjaldþrota í dag, svo og hve margir era á vanskUa- Usta. Það er enginn vandi fyrir þig að komast yfir þann hsta. Eftir því sem mér skUst getur það hver sem er. Öragglega þarftu ekki einu sinni að segja tíl nafns frekar en þegar þú heUir úr þér óþverranum yfir fólk á prenti. - Svo ættir þú að upplýsa okkur um það hvort fleiri era á þess- um hsta nú hin síðari ár en hin fyrri. Þú mættir einnig segja þjóðinni hvað það kostar að lenda í vanskilum. Það er mikil ábyrgð að eiga skot- vopn. TU dæmis varðar það við lög aö lána manni byssu til þess að myrða mann. Við því hggur þung refsing. En að lána manni dagblað til að myrða mannorð óþekktra ein- staklinga, það er íþrótt á íslandi. Og af því að þú, „Dagfari" góður, varst aö tala um leikana í Seoul þá hefðir þú kannski átt að fara þangað og keppa í þeirri íþrótt. - Kannski hefðu íslendingar þá komið heim með eitt guh. Fríkirkjumáliö: Fjármálin undirrótin Safnaðarmeðlimur hringdi: Eins og mikiö hefur nú verið rætt og ritað um mál Fríkirkjusafnaðar- ins má merkUegt heita að lítið hefur verið kannað hver er í raun undirrót aUs þessa umróts. Þar sem ég hefi kynnst þessu nokkuð að undanfómu get ég fuUyrt að fjármál, og þá í ýms- um myndum, era undirrótin að deU- um innan safnaðarins. Þama koma inn í myndina aUs kyns mál, gömul og ný, sem ýmist hafa verið látin danka af ásettu ráði eða hafa beðið úrlausnar lengi. Hús- næöismál núverandi og fyrrverandi presta era einn vandinn og greiðslur vegna þeirra. Þóknun til ýmissa aðfia innan og utan safnaðarins er svo önnur hhðin og svona mætti halda áfram að rekja vandann. Það er auövitað öllum fyrir bestu að aUt máhð verði leyst sem fyrst. Það verður hins vegar ekki leyst nema einhver eöa einhveijir taki af skarið og upplýsi að fuUu og geri tíl- lögur um stöðu fjármála og hvemig þeim verður skipað í framtíöinni. Ég vona aö einhver hafi frumkvæði um þetta atriði sem er að flestra dómi hangandi í lausu lofti. um Dögunarfélagi skrifar: vegna neikvæörar umræðu um frammistöðu íþróttafólksins okk- ar í Seoul á ólympíuleikunum. Dögum saman er tönnlast á aö frammistaöa þe9s hafi veriö of slök en ekki er minnst á þaö sem vannst og vel var gert Þaö eru ekki aöeins íþrótta- fréttamenn, sem þessari nei- kvæðu umræðu stýra, heidur eimúg forsvarmenn íþróttamála og ólympíufara. Þeir sem stjórna umræðu kunna ekki og Fór til að í Seoul, óska ég til ham- ingju og bið því velfamaöar. Ég vil líka þakka Svavari Gestssyni menntamálaráöherra fyrir drengskap og höfðingslund sem hann sýndi ólympíuförum okkar viðheimkomuna til íslands. Þetta fyrsta embaittisverk Svavars var óhkt smekklegra og íþrótta- mannslegra en öll hin neikvæða umræöa forsvarsmanna íþrótta- mála aö undanfömu um ólymp- íukeppendur okkar. ernú reynt Gunnar hringdi: Ég vil koma því á framfæri að í svokölluðu Bilaþrennu-happ- drætti hafa menn verið furöu klókir yiö aö komast að því hvaða sumir komist upp á nál á þá staöi sem litir eiga aö drættt standa. Þaö er ekki ýkja spennandi aö taka þátt í happ- drættt af því tagi þar sem menn nota óprúttnar aðferöir tii aö sár í vinning. - Menn er vel um hnútana búiö í byijun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.