Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Side 19
Anjetii timel MIÐVÍKÚDÁGUR 12. ÖKTÖBÉR 1988. Bannað að ganga á grasinu! Komdu þér burt, annars..., gæti þessi nashyrningur veríð að segja viö Ijósmyndarann. Nashyrningurinn er einn af fáum sem eftir aru af þessari tegund og hann lifir í skjóli friðaðs þjóðgarðs i Suður-Afriku. Flestir af þess- ari tegund eru ekki eins heppnir vegna þess að margir þeirra falla á hverju ári fyrir gráðugum veiðimönnum sem geta fengið tvær og hálfa milljón fyrir horn þeirra i Miðausturlöndum og Asfu. 19 Sviðsljós Ólyginn sagði... Klng Kong gnæfir hér yflr Atomium i BrUssel er þar var opnað stærsta kvikmyndahús f helmi á dögunum. i húslnu eru tuttugu og sjö sallr og sjö þúsund áhorfendur geta skemmt sér i elnu. Eddie Murphy búinn að finna þá réttu Anjelica Huston - dóttir Johns Huston og fyrrum sambýliskona Jacks Nicholson - er nú aö gera míníseríu sem nefn- ist Dúfan einmana. Margir segja að þessi titill geti eins átt við um leikkonuna sjálfa því að hún sé mjög einmana kona. Fyrir nokkr- um árum flutti hún út frá Nic- holson þótt enn séu þau kær- ustupar en hann hefur vist aldrei getað hætt að elta stelpur, ungar og gamlar. Hún segist sjálf hafa gert sér grein fyrir því fyrir löngu að ef hún ætlaði að elska Jack Nicholson þýddi það aö hún mætti ekki spyija of margra spurninga. M Mark Harmon - leikarinn sæti - var ekki alltaf leikari. Tuttugu og tveggja ára gamall var hann framkvæmda- stjóri hjá skófyrirtæki. Hann seg- ir að sig hafi samt alltaf langað til að verða leikari en ekki þorað fyrr en hann fékk algerlega nóg af að kasta lífi sínu á glæ bak við skrifborð og þurfa þar að auki að vakna til að fara í vinnuna á hverjum morgni. Þar kom að hann fékk nóg og sagði upp. Framhaldið þekkjum við öll. Eddie Murphy er búinn að trúlofa sig stórglæsilegri átján ára gamalli stúlku sem er í skóla og þau ætla að gifta sig í desember. Hann gaf Musönnu Overr dem- antstrúlofunarhring. Hún er í How- ard háskólanum í Washingtonborg. „Dóttir mín, Musanna, ætlar að giftast Eddie Murphy og okkur finnst þetta æðislegt," sagði Elaine Overr, mamma Musönnu. „Ég er yfir mig hrifm vegna þess að Eddie er dásamlegur maður. Hann er mjög hændur að mömmu sinni og hver sem er hændur að mömmu sinni mun verða góöur eiginmaður. Hann er fullkominn og þetta er allt saman eins og í draumi. Eddie sagði mér að hann hefði langað að finna einhverja sem hann gæti gifst og elskað en að það væri erfitt í skemmtanaiðnaðinum. Ég held að þetta hafi verið orðiö mjög erfitt hjá honum, og þá fann hann dóttur mína.“ Musanna, sem er frá Los Angeles, hitti Eddie, sem er tuttugu og sjö ára, í júlí þegar hún var i samkvæmi í íbúð hans á L’Ermitage hótehnu í Beverly Hills en þar býr hann þegar hann er á vesturströndinni. Eddie bauð henni út og fljótlega var ástin komin í spilið, að því er vinir þeirra segja. Eftir nokkrar vikur þeirra saman þurfti Eddie að fara heim til New Jersey og hann mun hafa beðið Mus- önnu að koma með sér. Hún bjó heima hjá honum í nokkrar vikur og skötuhjúin stunduðu Broadway- sýningar á meðan á sælunni stóð. „Rétt áður en Musanna átti að byija aftur í skólanum var hún að hjálpa Eddie að binda hálsbindið sitt, er hann spuröi hana hvort hún vildi giftast sér,“ sagði vinur þeirra. Musanna sagði þessum vini að Eddie hefði sagt sér aö hann hefði lisa Bonet Musanna og Eddie eru búin að heimsækja foreldra hvort annars og eru allir i skýjunum yfir ráðhagnum. aldrei elskað neina fyrr en hann hitti hana og að hann gæti ekki hugsað sér að lifa án hennar, og svo heföi stóra spurningin komið. „Ég missti næstum andann þegar hann spurði mig en einhvem veginn tókst mér aö kreista upp , já“. Hann brosti og renndi demantshring á fingur mér og sagði: „Þú velur dag- inn.“ Ég sagði honum að ég vildi halda áfram í skólanum en hann sagði að hann vildi ekki bíða þar til ég útskrif- aðist. Úr varö að við ætlum að gifta okkur í desember, þegar ég er í jóla- fríi. Síðan ætla ég að skipta um skóla og fara í Rutgers háskólann, sem er rétt hjá húsinu hans." „Trúlofunarhringurinn, sem Eddie gaf Musönnu, er hreint æði,“ sagði móðir hennar. „Hann er yndislegur, með fullt af demöntum. Musanna biður mig oft á dag um að klípa sig því að hún segist ekki trúa því að hún sé að fara að giftast Eddie Murphy.“ Parið ástfangna hefur farið í heim- sókn hvort til annars foreldra og báðar íjölskyldurnar eru í sjöunda himni. Murphy sagöi einum vini sínum að hann væri ekki viss um að hann gæti beðið þar til í desember. „Helst Hér sést trúlofunarhringurinn sem rr.amma Musönnu er svo hrifin af. vildi ég hlaupast á brott meö henni núna óg hafa móttöku fyrir fjölskyld- urnar seinna. Ég vil ekki taka áhætt- una á að missa hana.“ Þrátt fyrir að Murphy hafi ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálunum segir hann nú við vini sína að í þetta sinn sé um sanna ást aö ræða. „Ég hef aldrei kynnst konu eins og Musönnu. Hún er vel gefm, falleg og yndislegasta kona sem ég hef hitt,“ sagði Murphy viö gamlan vin sinn. „Ég hafði ekki um neitt að velja. Ég varð ástfanginn og varð aö giftast henni. Ég er bara þakklátur fyrir að hún skyldi segja já.“ verður látin hætta bæði í Cosby þáttunum og einnig í A Different World vegna þess að hún er nú bamshafandi. Henni finnst þetta mjög svo ósanngjarnt og segir að sér finnist sér vera refsað fyrir að vera ólétt. Hún segist vera voðaiega hissa á Bill Cosby og hafa haldið að hann væri meiri maður. Hún gleymir því hins veg- ar að þegar hún gifti sig varaði Cosby hana við því að verða bamshafandi vegna þess að það passaöi ekki hlutverki hennar og því yröi hann að láta hana hætta ef svo færi fyrir henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.