Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. 7 x>v Persónuafsláttur húsmæðra Jósefína Þorgeirsdóttir, Arnart- anga 20, Mosfellsbæ, spurði: - Hafiðþiðhugsaöykkuraðleiðrétta þá ósanngimi sem heimavinnandi húsmæðrum er sýnd með því aö þær fá ekki að halda sínum fulla persónu- afslætti og rétta hann þá til síns maka? „Ég verð nú aö segja þér eins og er að ég tek n\jög sterklega undir það með þér að mér finnst hlutur heima- vinnandi húsmæðra gerður allt of lítill. Ég á eina sem hefur fullt að gera, er í fullu starfi. Að vísu hefur . þessu verið breytt í mörgum skatta- lagabreytingum en ég þori ekki að svara þér fullkomlega. Það eru engin slík plön í okkar stjómarsáttmála eða í þeirri vinnu sem nú er í gangi, því miöur. Kannski vekur spuming þín menn til umhugsunar. Sumir hafa komið með þá hugmynd hvort unnt væri að greiða kostnað viö dag- vistimargæslu bama beint til heima- vinnandi flölskyldna sem ekki senda bömin á dagvistunarheimili. Þetta var eitt kosningamálanna í Svíþjóð og hugmyndin er ipjög athyglisverð. Mér er hins vegar sagt að þetta yrði óhemju dýrt miðað við þann skort sem er hér á dagvistunarheimilum.“ Ný hlutafélagalög Ámi B. Sveinsson, Bláskógum 14, Reykjavík, spurði: - Mun flokkur þinn, eða ríkisstjóm- in, beita sér fyrir endumýjaðri fyrir- tækjalöggjöf á þingi, þar á meðal um almenningssamvinnuhlutafélög? „Það er ekkert um þetta í okkar stefnuyfirlýsingu. Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að ég hef ætíö veriö mjög hlynntur almennings- hlutafélögum þar sem almenningur getur komist aö. Ég hef einnig verið stuðningsmaður samvinnu- og sam- eignarfélaga. Það era að vísu á döf- inni ný hlutafélagalög sem veröa lögð fyrir þingið mjög fljótlega. Ég þori ekki aö fullyrða hvort þau tryggja betur aðgang almennings en þau eiga að minnsta kosti að tryggja rétt þeirra hluthafa sem em í hinum ýmsu hlutafélögum betm- en nú er gert. Þá er líka í undirbúningi löggjöf um sameignar- og samvinnufélög." Höfum yfirbyggt skútuna stórkostlega Jóhann Sigurðsson, Reykjavik, spurði: - Fyrir síðustu kjarasamninga lögðu hagsmunaaðilar fram niöurstöður könnunar á ástandi atvinnuveganna. Niðurstaðan var 50-80 prósent offjár- festing í öllum atvinnuvegum, nema helst í bamaheimilum, því þar virð- ist næstum alltaf skorta dagvistimar- pláss. Spumingin er: Gilda ekki sömu lögmál um þjóðarskútuna og aörar skútur að ef kjölfestuna skort- ir þolir skipið engar ágjafir án þess að hvolfa? „Ég held að þú hafir komiö að kjama málsins. Það er enginn vafi að við höfum yfirbyggt þessa skútu stórkostlega. Við þurfum ekki annaö en að líta í kringum okkur hér í Reykjavík til að sjá hvemig yfirbyggt hefur verið, til dæmis í verslunar- húsnæði, og svo hefur því miður ver- ið á fleiri sviöum. Ég hef haldið því fram að sú leið, sem við reyndum að fara, það er í gegnum peningastjóm- un, hafi gjörsamlega bmgöist. Það hefur ekki tekist að draga úr þessari yfirbyggingu. Við eram að gjalda þess núna. Ofíjárfesting, sumir kalla það þenslu, er okkar helsta mein. Það sem hefur bragðist h)á okkur er aö á góðu árunum 1986 og fram á 1987 tókst okkur ekki að takmarka það ff ármagn sem rann inn í atvmnulifið. Þá var uppgangur í útgerðinni. Þá komu mikhr peningar inn í athafna- lífið og okkur tókst ekki að takmarka það. Menn notuðu þaö ýmist til að kaupa nýja bifreiö eða byggja nýja verslunarhöll. Það hafa allir tekið þátt í þessari offiárfestingu. En sá er munurinn að áður fiárfestu menn með ódýra fjármagni og komust því upp með það en nú er ff ármagn mjög dýrt og menn fara á hausinn. Það stendur ekkert heimili eða atvinnu- rekstur undir mikilli fjárfestingu, oft á 10 til 15 af hundraði raunvöxtmn og jafiivel hæni vöxtum á hinum gráa markaði. í framtíöinni verðum við að koma í veg fyrir að þessar mikífi uppsveiflur í sjávarútveginum fari eins og eldur í sinu út gegnum efnahagslífið. Við þurfum að leggja til hliðar fyrir mögra árin.“ Hækka smánar- lega lág laun Sigrún Hallivel, Akranesi, spurði: - Þú bentir fiskvinnslukonu frá Akranesi á það á beinni línu hjá rás tvö um daginn að annaðhvort skyldi hún sætta sig við þau laun, sem hún hefði, eða veröa atvinnulaus ella. „Ég orðaði þetta nú ekki svo, Sig- rún. Ég orðaði það nákvæmlega þannig að þegar frystihúsin væra að stöðvast væri það ekki leið til að koma þeim af stað aftur að hækka launin, því rniður." - Veist þú ekki, Steingrímur, að rekstrarvandi frystihúsa er ekki laun heldur fiármagnskostnaður? „Það er einmitt það sem við erum að ráðast að núna, að lækka fjár- magnskostnaðinn. Ef við getum lækkað fjármagnskostnaðinn og annan kostnað þá getum við svo sannarlega hækkað þessi smánar- lega lágu laun.“ Hvenær lýkur skattpíningu? Gylfi Gylfason, Akureyri, spurði: - Hvenær kemur aö því að þessari skattpíningu á bifreiðaeigendur ljúki? „Því þori ég ekki að lofa, ætli hún haldi ekki nokkuð lengi áfram.“ - Mér þykir þetta orðið nokkuð yfir- gengilegt. „Ertu þá að tala um bensíngjaldið sem þú greiðir þegar þú kaupir bens- ín?“ - Já, það er til dæmis bensínverðiö, hvað það er ofboðslega mikil skatt- lagning á því. „Nú er bensínverðið hér hjá okkur orðið ákaflega svipaö og það er í löndunum í kringum okkur og þú mátt náttúrlega ekki gleyma öðra, Gylfi, aö öll skattlagning á bensín fer í vegagerð, öfl. Og það er ekkert þar undan dregiö af bensíngjaldinu. Það varð samkomulag um það fyrir nokkrum árum að láta það renna allt til vegamála. Við hflótmn líka að spyija okkur sjálf að því hvort ekki hafi mikið áunnist í samgöngumálum. Það er annaö að aka til Akureyrar nú en var fyrir örfáum árum.“ - Jú, jú, það er alveg rétt og ég er mikið hlynntur til dæmis því að koma á malbiki héðan og til Reykja- víkur. „Það er nú vonandi í augsýn og þetta borgum við aflt með því sem viö greiðum af bensíninu.“ - Svo finnst mér líka, eins og hefur verið þegar maður hefur verið að skipta á bílum, að umskráningar- gjöld og allt því tilheyrandi sé alveg ofboðslega dýrt. „Nú veistu það að sú ríkisstjóm, sem ég veitti forystu á árunum 1983-’87, var gagnrýnd hvað mest fyrir það aö la^kka tolla og innflutn- ingsgjöld af bifreiðum, mjög mikið í febrúar 1986 - tollana allt niöur í 10 af hundraöi - og menn töldu aö þetta væri orsök þess að inn streymdu allt of margar bifreiðar. Núna era tollar af bílum ekki háir hér, þvert á móti.“ - Það hefur líka orðiö til þess að verð á gömlum bílum hefur fallið alveg rosalega. Ég keypti mér til dæmis fyrir ári notaðan bíl sem er búinn að falla um 70 þúsund á þess- um tíma. Þetta kemur illa út fyrir mig sem haföi ekki efni á að kaupa mér nýjan þá.“ ■~„Já, þetta er alveg rétt, þeir hafa faflið á móti.“ Skuldaskilasjóð- ur heimila Gunnar Hallgrímsson, Dalbraut 18, Reykjavík, spurði: - Ég vil spyija um skuldaskilasjóð heimila: „Ég vona að hann komi að góðu liöi. Ég verð þó að fá að rekja sögu þessa sjóðs. Fyrir þremur til ffórum árum var sett á fót við Húsnæðis- stofnun ráðgjafarþjónusta. Hún fékk meðal annars það verkefni að koma skuldum vegna húsbygginga í skil. Það kom fljótlega í ljós í störfum þeirrar þjónustu að æði margir vora með skuldavandræði af öðrum ástæðum en húsbyggingum. Það vora margar aðrar ástæður, svo sem greiðsla opinberra gjalda og fleira. Þess vegna kom þessi hugmynd - að víkka út starfssvið ráðgjafarþjón- ustunnar og selja þama inn nokkra fjárapphæð, 150 mifljónir, til að hjálpa mönnum að koma sínum skuldum í skil. Stimdum þarf litla peninga til að semja um vanskilin. Ég vil, ráðleggja öllum þeim sem eiga í slíkum vandræðum aö láta reyna á þetta. Þetta er sett á stofn af brýnni þörf. Meiningin er allavega góð.“ Upprisa dreifbýlisins Böðvar Gíslason, Flateyri, spurði: - Sérðu fyrir þér að dreifbýlið eigi eftir að rísa upp aftur? „Ég efa þaö ekki, Böðvar, þaö verð- ur að rísa upp aftur. Við verðum að byggja þetta land sem ein þjóð því við höfum engin efni á að skipta okk- ur. Við erum ein þjóð, byggjum hvert á öðra í þessu landi og dreifbýlið verður að rísa upp aftur. Ég er aö vona að þær aðgerðir, sem nú er ráðist í, þýði, þegar talaö er um sjávarútveginn og fiskvinnsluna, endurreisn þessara atvinnugreina í dreifbýlinu. Það er ekkert síður nauðsynlegt fyrir þéttbýlið heldur en ykkur. Að dreifbýlisfólk sé orðiö einhvers konar afætur á þéttbýlinu er þvílíkt öfugmæli að þaö tekur engu tali. Vit- anlega byggir þessi þjóð á sjávarafla fyrst og síðast. Hann er að vísu einn- ig færður á land hér í Reykjavík en ekki síður úti á landsbyggðinni. Við megum aldrei taka þátt í því að skipta þessari þjóð í dreifbýlis- og þéttbýlisfólk." Slysavamir á sjó Helga Þorsteinsdóttir, Gerðum, Suðurnesjum, spurði: - Er ekki kominn tími til aö endur- skoða slysavamir á sjó? „Ég tel að þeir aðilar, sem vinna að slysavömum hér, eins og Slysa- vamafélag íslands, hjálparsveitir og Landhelgisgæslan, séu til ipjög mik- illar fyrirmyndar. Það sem þama er nauösynlegast er aö auka samstarf þessara aðila. Vitanlega vinna þeir mikið saman en það getur vel verið aö þama þurfi að verða enn meiri samræming. En ég er afar stoltur af þessum samtökum og einstaklingum sem þar era. Vafalaust væri kostur að eiga aðra enn öflugri þyrlu en þetta era gífur- lega dýr tæki og menn hafa ekki treyst sér til aö ráðast í það.“ Hávaðatakmark- anir á Keflavík- urflugvelli? Valdimar Þorgeirsson, Keflavik, spurði: - Þú sagðir á meðan þú varst utan- ríkisráðherra aö vel kæmi til greina að setja hávaðatakmarkanir á Kefla- víkurflugvefli. Hefur þú gert eitthvað í þessu? „Ég hef gert töluvert í því þótt ár- angur sé ekki kominn í Ijós. Ég hef kallaö á minn fund þá sem era yfir vamarmáladeild og óskaö eftir því aö fá aflar upplýsingar um hávaöa- mengun á Keflavikurflugvelli. Hávaöamengunin er langsamlega mest á brautinni sem liggur yfir Njarövík og ég óskaði eftir því að þær vélar, sem Vamarliöið notar, full- nægi þeim reglum sem almennt era settar um hávaðamengun í byggð, meðal annars í Bandaríkjunum. Ég sló ennfremur fram hugmynd- um sem vora kannski of stórtækar Forsætlsráðherra, Steingrlmur Hermannsson, svarar spurningum á beinni línu DV i gærkvöldi. Meö honum á myndinni eru blaðamennirnir Elias Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri, Jóhanna Sigþórsdóttir, Sigurjón Magnús Egllsson, Sigurdór Sigurdórsson og Jón G. Hauksson. DV-mynd GVA Fréttir og ég var ekki búinn að fá svör við, eins og til dæmis hvort til greina kæmi að lengja brautina fjær byggð. Þau svör, sem ég hef fengið, snúast mest um þotumar sjálfar. Þeim er ætlað að beygja út af mjög snemma og búið er að ákveða að byggja sér- stakt húsnæði fyrir prufukeyrslur á hreyflum. Það nær ekki nokkurri átt að það sé gert um miðja nótt eins og dæmi er um. Við erum væntanlega ekki svo nærri heimsátökum, því trúi ég ekki.“ Er með ráðherrabíl Ólafur Gunnlaugsson, Fljótaseli 14, Reykjavík, spurði: - Hvað finnst þér um að ráðherrar fái ókeypis bíla? „Ég get ekki neitað því að mér finnst það að mörgu leyti eðlilegt. Ráðherrar era mikið á ferðinni í sambandi við sitt starf. Það má líta á þetta sem lið í kjörum ráðherra. Þetta hefur veriö frá því ég kynntist þessum störfum. Reyndar er komið á þetta miklu fastara form og reglur en áður vora. Ég er með bifreiö sem ríkið á. Þá bifreiö nota ég í mínu starfi. Ég á aðra bifreið sem notuð er fyrir mitt heimili." lánskjaravísítalan Benedikt Guðmundsson, Akureyri, spurði: - Sæll vertu, Steingrímur. Mig lang- aði aö spyrja þig í sambandi við Jáns- kjaravisitöluna. Fyrir skömmu ritaði Stefán Ingólfsson grein um láns- kjaravísitölima í DV og þar benti hann á einn möguleika í viöbót í sam- bandi við nýjan grunn þar sem hann tók inn í gengið, launavísitöluna, framfærsluvísitöluna og byggingar- vísitöluna. Kannastu við þessa grein? „Ég man nú ekki eftir greininni en þaö hefúr oft veriö talað áður um gengisgrunn. Það er í samþykkt rík- isstjómarinnar aö taka upp gengis- gruim eingöngu þannig að menn geti valið á milli gengisviðmiðunar og lánskjaravísitölu." - Verður þaö þá ekki blanda af þessu öllu? „Nei, þá yrði grunnurinn alveg gengisgrunnur en ekki blanda. Það er ekki gert ráð fyrir því.“ - Nú gerið þið ráð fýrir þaö veröi blandað þannig að launavísitalan gildi 50% á móti framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu. En finnst þér hinn möguleikinn ekki raunhæfur? „Hinn möguleikinn kom töluvert til umræðu en margir óttuðust að ef til dæmis þyrfti í erfiðleikum aö fella gengið yrði sá möguleiki afar erfiður fyrir laimafólk sem fengi jafnvel ekki launahækkun. Ég vil bara leggja áherslu á þetta sem mér finnst vera Kjami málsins. Þegar við bönnum vísitölutengingu launa finnst mér afar erfitt aö þola vísitölutengingu ffármagns. Mér finnst aö hvort tveggja eigi að hverfa. Vitanlega er það rétt aö það á við nýja lánasamn- inga en þú ert að tala um gamla grunninn." - í framhaldi af því þá las ég grein eftir annan mann í dag sem hafði það eftir formanni félags ffármagnseig- enda í sjónvarpi um daginn að þaö væri hugsanlega ólöglegt aö aftengja lánskjaravísitöluna. Af því vaknar sú spuming hvort það hafi ekki ver- iö ólöglegt á sínum tíma að aftengja launavísitöluna: „Þetta er mjög eðlileg spuming sem ég spurði sjáífan mig oft. Ég fékk þau svör frá lögfræðingum þegar ég leit- aði álits þeirra, ég tek það fram að þaö vora þeirra svör, að þetta væri tvennt ólíkt: Maöurinn er ekki búinn aö afhenda vinnu sína en hins vegar er lánveitandinn búinn að afhenda ffármagnið á ákveðnum kjörum sem síðan yrði að breyta eftir á. En ég skal segja þér eins og er aö ég hef aldrei geta sætt mig vel við þetta svar. Maðurinn er jú neyddur til að vinna, hann fer ekki heim til sín og sest í helgan stein. En þetta var svar- ið sem við fengum áriö 1983 þegar margir, og meðal annars ég, vildu skeröa lánskjaravísitölugrunninn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.