Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. íþróttir Synír stjamanna Brian Clough hefur veriö naskur við að unga út leikmönnum enda er liö hans, Notíingham Forest, með lœgstan meðalaldur í ensku knattspyrnunni. Hann þarf ekki að kvíöa framtíðinni ef fyrirætl- anir hans bera árangur því hon- um hefur tekist að fá öl sín ung- kappana Scott Gemmill, Stuart Gray og Andrew Todd. Nöfn drengjanna segja ekki mikiö. Leyndardómurinn er nöfii feðr- anna: Archie Gemmill, sem reyndar starfar hjá Nottingham Forest við þjálfun, Eddie Gray, framkvæmdastióri Hull, og Colin Todd. Allir urðu þessir leikmenn Englandsmeistarar og voru einn- ig fastamenn í landsliðum þjóða sinna. Gemmill og Gray spiluðu íyrir Skotland en Todd fýrir Eng- land. Chapman atvinnulaus Lee Chapman dvelur um þessar mundir í Englandi eftir að samn- ingar hans við franska liðið Niort brugðusL UEFA-nefiid verðlagði Chapman á 290.000 pund en Niort gat ekki borgaö. Chapman er því atvinnulaus um þessar mundir. Hann hefur spilaö með Arsenal, Sheffield Wednesday og Sunder- land. May hjá Llncoln Eddie May, sem þjálfaði KS á Siglufirði í sumar, hdúr verið útnefiidur aðstoðarmaður Colin Murphy, framkvæmdasljóra Lin- coln. May var sjálfur fram- kvæmdastjóri Southend og New- port Enn flakkar Andy Gray Enn feröast gamla brýniö, Andy Gray. Nú er hann kominn til Fangers eftir aö Graham Souness bauö í hann 25.000 pund. W.BA.. tók tilboðinu umsvifalaust. Gray hefúr komið vlöa við og spilað meö Dundee United, Aston Viila, Wolves, Everton, Aston Vffia aft- ur, Notts County og W.B-A. Turner lokar hringnum Fyrrum markmaður Manchester United, Chris Tumer, er kominn heim í heiðardalinn eftir að hafa ráfaö í eyöimörkinni um níu ára skeið. Turner er fæddur og uppal- inn í Sheffield og spilaöi með miövikudagsliðmu lengi áður en hann fór til Sunderland. Þaöan lá leið hans til Manchester United en nýlega var hann seldur tíl Sheffield Wednesday fýrir 175.000 pund. Hann hefúr þá lokað hringnum. E.J. Staðan í úrvalsdeUdinni er þannig eftir lelkina í gærkvöldi: Vaiur - Grindavik..........86-69 ]s{jarðvik-Þór.............87-61 A-riöffi: Njarövík......3 3 0 263-221 6 Grindavík.....4 2 2 361-302 4 Valur.........3 2 1 287-197 4 Þór...........2 1 1 233-301 2 ÍS............3 0 3 193-306 0 B-riðiU: KR..„.........3 3 0 217-205 6 Kafkvík.......2 2 0 179-146 4 ÍR............2 1 1 129-130 2 Haukar........2 0 2 146-154 0 TindastóU.....3 0 3 209-246 0 Raunir við Bosporussund - sótt á brattann 1 menningarborginni Raunum íslensku landsliðsmann- anna í knattspymu var ekki með öUu lokið í Tyrklandi í gær. Eins og DV skýrði frá í gær var þeim boðið upp á hörmulegar æfingaaðstæður í Ist- anbul en í gærmorgun æfðu þeir loks á keppnisveliinum. Hann er ekki langt frá hóteUnu sem leikmennimir dvelja á en rútubU- stjórinn, sem flutti þá til æfingarinn- ar, virtist ekki þekkja götumar í heimaborg sinni. Eftir tíu mínútna akstur kom nefiúlega í ljós að hann hafði einungis keyrt í hringi í kring- um hótelið en ekki í áttina til vaUar- ins! Liðið æfði aðeins einu sinni í gær og það var látið duga fram að leikn- um, enda leikmenn, þjálfari og farar- stjórar orðnir fiffisaddir á „gest- risni“ heimamanna. Sigfried Held landsUðsþjálfari brá út af vana sín- um síðdegis í gær og leyfði landsliðs- mönnunum að skoða sig um í Istan- bul í staö þess að æfa. Leikur Tyrklands og íslands í heimsmeistarakeppninni hófst kl. 12.30 í dag að íslenskum tíma og var sýndur beint í ríkissjónvarpinu. Held tilkynnti byrjunarUðið í gær og var það þannig skipað: Friðrik Friðriks- son, Guðni Bergsson, Sævar Jóns- son, Atli Eðvaldsson, Ólafur Þórðar- son, Ómar Torfason, Gunnar Gísla- son, Pétur Amþórsson, Ragnar Mar- geirsson, Guðmundur Torfason og Amór Guðjohnsen. Varamenn vom Guðmundur Hreiðarsson, Arnijótur Davíðsson, Ágúst Már Jónsson, Þor- valdur Örlygsson og HaUdór Áskels- son. -VS Brimaboigarar settu Dynamo í gapastokkinn - liöiö komið áfram Evrópukeppnirmi Sigurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: Werder Bremen er komið áfram í Evrópukeppni meistaraliða eftir frækinn sigur á Dynamo Berlín í gærkvöldi. Brimaborgarar sigruðu með fimm mörkum gegn engu en áttu heldur betur á brattann að sækja fyrirfram. Liðið tapaði nefnUega fyrri viðureigninni sem fór fram austan jámtjalds, 3-0. Leikurinn var einstefna frá upphafi og fékk Bremen tíl að mynda 15 hom- spymur gegn engri A-Þjóðverjanna. Kutzop gerði fysta mark Bremen úr víti í fyrri hálfleik og gaf þar tóninn. Herman bætti síðan við marki í upphafi síðari hálfleiks með þrumuskoti og þeir Riedle og BurgsmúUer fylgdu í kjölfarið og gerðu út um leikinn, hvor með sínu markinu. Það var síðan Shaaf sem rak smiðshöggið með góðu marki á síðustu sekúndunni, lék þá í gegnum vöm nágranna sinna og skoraöi. Bremen mætir Celtic í næstu umferð í meistarakeppninni. Evrópubikarkeppnin: Mikið áfall hjá Belgum - Anderlecht og Mechelen mætast Stórliðin í belgísku knattspym- unni, Mechelen og Anderlecht, leUca saman í 2. umferð Evrópu- keppni bUcarhafa. Þetta kom í ljós þegar dregið var í 2. umferð Evr- ópumótanna í Zúrich sl. föstudag. Mechelen og Anderlecht virðast ætla að heyja einvígi um belgíska meistaratitUinn en þau gerðu markalaust jafntefli um síðustu helgi eins og fram hefur komið. Niðurstaðan úr drættinum í Zúrich varð þessi: Evrópukeppni meistaraliða: AC Milano - Rauða stjaman Neuchatel Xamax - Galatasaray Glasgow Celtic-Bremen PSV Eindhoven-Porto Steaua Búk. - Spartak Moskva Nentori Tirana - Gautaborg Club Brúgge-AS Monaco Gomik Zabrze - Real Madrid Evrópukeppni bikarhafa: Mechelen - Anderlecht Dundee United-Din. Búkarest Barcelona - Lech Poznan Carl Zeiss Jena - Sampdoria Frankfurt - Sakaryaspor CSKA Sofla - Panathinaikos Cardiff City-AGF Aarhus Roda JC Kerkade - Kharkov UEFA-bikarinn: Sporting Lissabon-Real Soci- edad Hearts - Austria Vín Lokomotiv Leipzig - NapoU Dinamo Zagreb - Stuttgart Ujpest Dozsa - Bordeaux Köln/Antwerpen - Rangers Galati/Juventus - Athletic BUbao Vel. Mostar-Leverkusen/Belen- enses Bayem Múnchen - Dunajska Dynamo Dresden-Waregem Foto Net Vín - Turun PaUaseura Malmö - Inter MUano Liege-Benfica Groningen - Servette Dynamo Minsk-Victoria Búk. Númberg/Roma - Partizan Bel./Slavia Sofia Endanleg úrsUt í 1. umferð liggja enn ekki fyrir en nokkmm leikjum var frestað þar til í þess- ari viku vegna knattspymu- keppninnar á ólympíuleikuniun. Leikir 2. umferðar fara fram dag- ana 26. október og 9. nóvember. -VS • Margar hendur á lofti í baráttunni um frákast en Valsmenn höfðu betur og uppskái um að Hlíðarenda i gærkvöldi. Storsigur Vals - á Grindvíkingum, 86-69, að Hlíðari Valsmenn unnu annan sigur sinn á íslandsmótinu í körfuknattleik er þeir sigraðu Grindvíkinga að Hlíöarenda í gærkvöldi með 86 stigum gegn 69. Vals- menn höfðu einnig forystu í hálfleik, 43-37. Körfuknattleikurinn, sem boðið var upp á, var ekki mikið fyrir augað, sérstalklega þegar haft er í huga hve litla mótspymu Valsmenn fengu frá Grind- víkingum. Að vísu var jafnvægi í upp- hafi leiksins og einnig í byijun síðari hálfleiks en Valsmenn hristu Grindvík- inga jafnharðan af sér. Grindvíkingar komust í 19-14 en síðan skildi leiðir og Valsmenn náöu góðri for- ystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valur beitti ó- spart hraðaupphlaupum sem Grindvík- ingar áttu ekkert svar viö. Leikmenn Vals börðust einnig hetjulega í vöminni og hirtu nánast öll fráköst. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Grindvíkingum, hittni leikmanna var í algjöra lágmarki og eiga Grindvíkingar aö geta gert mun betur en þeir sýndu í þessum leik. í upphafi seinni hálfleiks sýndu Grind- víkingar að þeir vora ekki dauðir úr öllu æðum og með mikilli baráttu tókst þeim að jafna metin og meira til því þeir kom- ust yfir, 49-48. Þá hrakku Valsmenn upp við vondan draum og fóra að leika eins og þeir gerðu best í fyrri hálfleik. Sérs- taklega var þáttur Þorvalds Geirssonar sterkur en hann fór á kostum um tíma, var nánast einráður undir körfunni og skoraði grimmt. Ekki má gleyma Tómasi Islenskir dómarar dæma í Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson dæma um næstu helgi þrjá landsleiki og Júgóslava en leikimir fara fram í Stuttgart og Frankfurt og verður fyrsti lands fyrsta skipti sem íslenskir dómarar dæma handknattleik í Vestur-Þýskalandi. Landsl Þjóðverja fyrir B-keppnina í Frakklandi þar sem íslendingar veröa einnig meðal þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.