Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Monica Kristensen - heimsskautafari meö meiru - hefur nú ákveðiö aö hella sér út í pólitík. Manneskja, sem hefur þrammað fjöll og flrnindi alveg eins og fullfrískur karlmaður, ætlar nú að ráðst til atlögu við það vígi karlmannanna sem erf- iðast hefur verið fyrir konur að sigrast á, þingsætin. Hún ætlar aö vera í framboði fyrir Vinstri flokkinn í Osló í Stórþingskosn- ingunum á næsta ári. Kate O'Mara - ein nýjasta stjaman í Dynasty - þakkar Joan Colhns það að hún skyldi fá hlutverk í þáttunum. Segir hún að án hennar hefði hún ekki komist til Hollywood og fengið hlutverk systur Alexis í þáttunum. O’Mara, sem er fertug aö aldri', segir að Collins hafi komið hinni fullþroska konu til vegs og virðihgar á nýjan leik og að það hafi heldur betur þurft því að ferill hennar hefði verið nær runninn út í sandinn. Mick Jagger hefur væntanlega ekki mörg tækifæri til að stunda sólóferil sinn á næsta ári. Þá munu Rolling Stones koma aftur saman og fara í hljómleikaferðalag, auk þess sem þeir hyggjast koma við í upp- tökusal og taka upp eina plötu. Þetta eru örugglega kærkomnar fregnir fyrir alla aðdáenduma sem vom orðnir úrkula vonar um að hljómsveitin kæmi nokkurn tíma aftur saman. En, sem sagt, strákamir ætla að skella sér í ferðalag þótt þeir sú nú komnir langt yfir miðjan aldur. Marilyn Monroe að verða vinsælust Þetta eru dýrustu stjörnurnar. Gréta Garbo, Clark Gable og Marilyn Monroe, sem sérfræðingar halda að verði orðin dýrust innan skamms. Árituð mynd af Grétu Garbo er dýrari en mynd af nokkurri annarri stjömu en bráðlega er reiknað með að Marilyn Monroei'ari fram úr, að sögn sérfræðinga. Eiginhandaráritun frá Grétu Garbo kostar nú um níutíu þúsund krónur, árituð mynd um tvö hundr- uð tuttugu og fimm þúsund en hand- skrifað bréf fer á um fjögur hundmð og áttatiu þúsund. Eiginhandaráritun Marilyn Monroe kostar aðeins um fjörutíu þúsund en venjuleg árituð mynd kostar eitt hundrað og þrjátíu þús- und. Handskrifað bréf kostar á bilinu sex hundmð til sjö hundmö og þijá- tíu þúsund. Eftirspumin eftir eiginhandarárit- unum Monroe er svo mikil að gert er ráð fyrir að á allra næstu ámm fari verðið upp fyrir verðið á áritun frá Garbo. Eftirspumin eftir Garbo fer minnk- andi eftir þvi sem fleiri kynslóðir vaxa úr grasi án þess að-heyra á hana minnst. Áhuginn á eiginhandaráritunum þessara tveggja stjarna er af tveimur mismunandi ástæðum. Garbo var aldrei mikiö fyrir aðdáendur sína og gaf ekki margar eiginhandaráritanir og því em hennar áritanir verðmikl- ar. Monroe var hins vegar mjög örlát á eiginhandaráritanir og hún dáði aðdáendur sína jafnmikið og þeir hana. Það er einfaldlega mikil eftir- spurn sem hækkar þær í verði. En þetta em nú reyndar tvær greinar af sama meiði, framboð og eftir- spurn. Elvis Presley, einhver vinsælasta stjarna sem uppi hefur verið, er ekki mjög verðmætur þegar kemur að eig- inhandaráritun hans. Á venjulegum pappír er hún um fimm þúsund króna viröi en ef hún er á ljósmynd er verðið um ellefu þúsund. W.C. Fields, sem var meinilla við að gefa eiginhandaráritun, er miklu meira virði. Mynd með hans áritun kostar um sjötiu þúsund. Eina kvikmyndastjarnan, sem kemst í hálfkvisti við Garbo og Monroe, er Clark Gable, en hann kostar um eitt hundrað og fimmtíu þúsund. Minni spámennimir fást svo í kipp- um að heita. Marlon Brando fæst á ellefu þúsund, Frank Sinatra á níu þúsund, Elizabeth Taylor kostar sjö þúsund, Chnt Eastwood og Liberace eru á fimm þúsund og Paul Newman á rúmlega tvö þúsund. Þegar Elísabet Bretadrottning fór í vikufri til Skotlands nýveriö mun hún hafa látið flytja farangurinn I fjörutiu feta gámi þeim sem hér sést á myndinni. Þetta er reyndar ekki alit einkafarangur hennar heldur fengu aðrir fjölskyldumeðlimir, þjónar, öryggisverðir og almannatengslafólk drottningarinnar að hafa sinn farangur með. Meðal þess sem var með I för var færanleg póststöð, mikið af skjölum, kældur gæludýramatur fyrir blessuð dýrin, sem fóru með, og svo framvegis. Það er likast til nokkurt verk að rogast með þennan farangur inn i kastalann. Selakoss Ahh... .aðeins neðar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.