Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. 17 Lesendur Frá Hveragerði. - Þrifnaðarástríða bæjarfélagsins gengur ekki jafnt yfir alla að mati bréfritara. Hveragerði: Þrifnaður og umgengni Hvergerðingur skrifar: Hvergerðingar búa í blómabæ. Þannig vilja þeir hafa það og hafa verið tregir til að samþykkja atvinnu í bænum sem gæti raskað þeirri ímynd. En það búa fleiri í bænum en blómálfar. Nú eru stórir vörubílar akandi gegnum íbúðahverfi með möl, sand og gróðurmold sem geymd er inni í miðjum bænum og þegar vorar fara þessir sömu bílar að flytja þennan þungaflutning til baka. Þá bætast við vinnuvélar og umferðargnýrinn er eins og í stórborg. Þar viö bætist að götumar, sem þeir aka um, eru eitt forarsvað þar sem þær em ekki mal- bikaðar, enda lítið fýsilegt fyrir íbú- ana að kosta upp á malbik fyrir trukka og þungavinnuvélar. Einstaklingar, sem eru með sjálf- stæðan atvinnurekstur, eru höfuð- setnir af starfsmönnum bæjarins ef umgengnin er ekki í lagi og er það vel. Eitt er þó það fyrirtæki í Hvera- gerðisbæ sem virðist alveg fá frið fyrir þrifnaðarástríðu starfsmanna bæjarfélagsins og það er ullarþvotta- stöð SÍS. Þar liggja strigapokar með ull ut- anveggja og ullarlagðar fjúka út um nágrennið. Þaðan leggur mikinn fnyk og hávaöi er frá vélum, einnig hljómar útvarpsgarg þaðan um næt- ur - þrátt fyrir að íbúar í nágrenninu hafi sent bréf meö undirskriftum til að mótmæla hávaðamengun og ónæði. Þrátt fyrir mikla umferð um Hveragerði ætti þar enn aö geta ver- ið það sem íbúarnir sækjast eftir - bær en ekki stórborg með hávaða og mengun. Eitt gengi en fækkað um tvo Haraldur Guðnason skrifar: Varla muna elstu menn undarlegra fall ríkisstjórnar og upprisu nýrrar - þó aðeins að einum þriðja. - Þor- steinn gekk á fund Alberts sem hann hafði áður útskúfað úr samfélagi syndlausra og sagði: - Eigum við að reyna aftur? Og Steingrímur og Jón Baldvin sögðu við Ólaf Ragnar og Borgara á víxl: - Eigum við að reyna, vinir? - Á tímabili var sem reynt væri aö mynda tvær ríkisstjómir, Steini að reyna til hægri og Stein- grímur til vinstri. - Já, þú segir fréttimar. Ein vond ætti að vera nóg. - Nei, sagði maður- inn á götunni. Tvær stjómir, það er lóðið. Þá geta þær haft vaktaskipti. Önnur alltaf heima, hin á flakki - og öfugt. Já, sjáðu til. Em ekki Matthías og Birgir ísleifur í Kóreu og Matti aö koma handboltahöll á koppinn því handboltahöll verðum við að fá? - Nú, nú, Friðrik nýkominn heim frá útlöndum og Þorsteinn varð að reisa til „guðseiginlands" þegar verst gegndi og Grímur okkar allra komst ekki til Ungó. Þetta getur ekki gengið svo til og þess vegna vil ég hafa tvær ríkis- stjómir og ekkert múður. í ráðherra- gengi verði 7 eða 14 alls og þá munar ekki nema 5 og ekki þyrfti að fjölga stólum nema um 3. Þetta ætti ekki að kosta miklu meira en ein stjóm á faraldsfæti allt árið. Nú vom 33 í ríkisstjórn, 11 ráð- herrar, 11 aðstoðarráðherrar og 11 bílstjórar. Allir kunna ráðherrarnir á bíl og telja ekki eftir sér að setjast undir stýri á erfiðleikatímum. í út- löndum aka ráðherrar sjálfir því þar þekkir þá enginn. - En draumurinn rættist sem sé ekki. Stjómin er komin, bara eitt gengi, en fækkað um tvo. Og var aldeilis ekki lengi í burðarliðnum eins og þeir segja í fjölmiðlunum. Sumt var með ólíkindum. Jón Baldvin í Fram- sóknarflómum miðjum og vildi vera lengur. Ólafur R. á fréttafundi og sagði að nú heföi Steingrímur klúðr- að öllu og yrði engin vinstristjóm, æ, æ og ó. Makkað var við Borgaraflokkinn, en eins og allir vita er það eitur í beinum þessara sósíalistaforingja að vera borgaralegir - það átti Stein- grímur aö vita. Og svo er Albert höf- uðandstæðingur kommúnista, að eigin sögn. Er hér með lýst eftir fyrir- bærinu. Er það kannski flokkur merktur AB? Báðir hafa krataflokk- arnir samþykkt ógildingu samnings- réttar fram á næsta ár! - Mikið skal til vinna að komast í Framsóknar- sængina. Þetta veröur ugglítið góð stjóm undir fána jafnréttis og félagshyggju. Ekki vinstri stjóm að sögn heldur miðjustjóm (sbr. miðjumoðiö). Og Stefán Valgeirssón heldur um stjóm- artaumana (og fjöreggið), ráðherra án stóls, en tók ekki steininn í stað- inn. SOLUDEILD BORGARINNAR BORGARTÚNI 1 AUGLÝSIR: Höfum fengið mikið af notadrjúgum munum, svo sem skólaborð á spottprís og stóla alls konar, skrif- borð og góða hefilbekki. Útiljósakastara með miklu Ijósmagni, flúorlampa, frystiskápa, ágæt fundarborð og margs konar aðra muni sem of langt er upp að telja. En sjón er sögu ríkari. FREEPORTKLÚBBURINN Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 13. okt. kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Kaffi og eitthvað til að kýla út vömbina að vanda. Skemmtiatriði. Fjölmennið. Baldur og félagar Landsins mesta úrval af rjúpnaskotum Baikal - Hubertus - Kettner - Islandia - Remington - Mirage og Nimrod. Hagla- stærðir nr. 4, 5, 6 og 7. Verð frá kr. 525,00 miðað við 25 (skot) stk. í pakka. Veitum magnafslátt. Póstsendum. Laugavegi178, símar16770 og 84455 GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS VIÐ EINIMEL Húsið er um 250 fermetrar að stærð, 2ja herbergja íbúð í kjallara og stórar stofur á hæðinni. Upplýsingar í símum 17677 og 46752 Tími vetrarkápanna er runninn upp og ætlum við á Lífsstíl DV að fræða lesendur um snið og tísku fyrir unga fólkið í vetur. Enn sem áður er leitað aftur til fortíðar í klæðnaði og nú vill svo tíl að tískuhönnuðir eru farn- ir að sækja hugmyndir sínar allt aftur til síðari hluta 18. aldar. Kápan, sem mönnum varð úr klæðunum á þeim tíma, var á karlmenn en karlmenn myndu í dag líklega fussa og sveia yfir svona kápum. Eru það því kven- mennirnirsem klæðast upphaflegum karlakápumívetur. Kjöt af nýslátruðu er nú komiðámarkaðinn. í Lífsstíl á morgun sýnum við úrbeiningu á lambakjöti, bæði hrygg og læri. Einnig birtum við nokkrar uppskrift irað réttum úrúrbeinuðu kjöti. Þegar keypt er kjöt í heilum skrokkum fylgja slögin. í til- raunaeldhúsinu úrbeinuður viðslög ogbjuggumtil rúllupylsu. Einnig verðurbir uppskrift að steiktum rifjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.