Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12.' OKTÓBER 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Verslun Nýr, ónotaöur rafmagnslyftari til sölu. Lyftigeta 1000 kg. Verð kr. 280 þús. Uppl. í síma 43975 frá kl. 9-17 virka daga. ■ Bílar til sölu j- Ford Econoline 250 4WD '82 til sölu. ekinn 55 þús. mílur. vél 8 cyl., 350 cub.. sjálfskiptur. vökvastýri. Dana 60 hásingar. hár toppur. gluggar. 2 bens- íntankar. hagstætt verð. má greiðast á 12-18 mán. skuldabréfi. Bílasalan Braut, Borgartúni 26, símar 91-681502 og 681510. VW Van Wagon Camper '84, ekinn 37 þús. km, upphækkanlegur toppur, original bíll frá VW-verksmiðjunum, með fullkominni Westfaliainnrétt- ingu, þ.á m. eldahellu, vaski, ísskáp, hita o.fl., svefnpláss fyrir 4-5. Kostar nýr 2 millj. Verð 1.190 þús. Bílasalan Braut, Borgartúni 26, símar 91-681502 og 681510. Toyota Corolla GTi, 16 ventla, ’88, sól- lúga, álfelgur og rafmagn í rúðum. Verð 860 þús. eða 780 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 17093 eftir kl. 18. Toyota Corolla 1300 DX '86 mjög fall- egur bíll og vel með farinn, einn eig- andi, ekinn 18.500 km. Uppl. í síma 91-34929. M Benz 207D ’79 til sölu, pallur og 6 manna hús, ekinn 60 þús á vél, verð 550 þús. Uppl. í síma 681553. Nýr MMC Lancer '88, sjálfskiptur, raf- magnslæsing o.fl., ekinn 1700 km. 667146 e.kl. 20. Willys Schrambler '83 til sölu, upp- hækkaður á nýjum dekkjum, verð 650 þús. Góð kjör ef samið er um strax. Uppl. í síma 681553. ■ Ymislegt Hárgreiðslustofan ^ffjpena . Leirubakka 36 S 72053 Langar þig til aö fá ööruvísi perman- ent? Bjóðum upp á allar helstu nýj- ungar í permanenti, s.s. spíralperma- net. slöngupermanent, bylgjuperman- ent o.fl. Bjóðum einnig upp á alhliða hársnvrtingu fyrir dömur og herra. Opið íaugardaga 10-15. Æðislega smart naerfatnaður í miklu úrvali á dömur, s.s. sokkabelti, nælon- sokkar, netsokkar, netsokkabuxur, opnar sokkabuxur, heilir bolir m/og án sokkabanda, toppar/buxur, corse- lett st. stærðir, o.mfl. Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía. Hjálpartæki ástarlífins eru bráðnauð- synleg til að auka á tilbreytingu og blása nýju lífi í kynlíf þitt, og gera það yndislegara og meira spennandi. Við höfum leyst úr margvíslegum kyn- lífsvandamálum hjá hjónafólki, pörum og einstaklingum. Mikið úrval f/döm- ur og herra. Ath. sjón er sögu ríkari. Opið 10--18 mán. - föstud. og 10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3, 3. hæð v/Hallærisplan, sími 14448. IUMFERÐAR RÁÐ Nýtt, nýtt. Vorum að fá alveg meirihátt- ar fatnað (balldress) s.s. pils og kjóla, stutt og síð snið í nokkrum útfærslum, toppa, buxur og jakka, allt úr latex (gúmmí) og pvc (fóðrað plast) efnum. Dömur! þetta eru alveg meiriháttar dress. Leitið uppl. Sjón er sögu ríkari. Rómeó & Júlía. Mmnum hvert annað á - Spennum beltin! ■ Þjónusta Viðgeröir á myndbandstækjum, sjón- vörpum og hljómtækjum. Öll loftnets- þjónusta ásamt þjónustu við gervi- hnattamóttökubúnað. Vanir menn. Öreind sf, Nýbýlavegi 12, sími 91-641660. Blindhæð íramundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögruni úr hraða. Tökum aldrei áhættu! Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á beinni hnu DV í gærkvöldi: Þingrof og kosningar falli bráðabiigðalögin „Stjómin segir af sér ef bráöa- birgðalögin yerða felld á jöfnu í neðri deild. Ég mun þá rjúfa þing og efna til kosninga,” sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra á beinni línu DV í gærkvöldi. Hann var þá að svara því hvort þaö stríddi ekki gegn þingræðinu að stjómin hefði ekki stuðning meirihluta fastra þingmanna þeggja deilda til að koma fram málum. í neðri deild eru 42 þingmenn. Þar af hefur stjómin 21 þingmann og stjórnarandstaðan 21 þingmann. Bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar falla á jöfnu í þessari deild. Skúli Alexandersson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, sem segist ekki styðja ríkisstjómina en senda varaþingmann sinn, „atkvæði sitt“, inn á þing til aö verja hana vantrausti, er í efri deild þingsins. „Ég verð að segja að yfirlýsing Skúla Alexanderssonar kom mér rnjög á óvart. Ég ætla ekki að deila við Sigurð Líndal en segi að á bak við ríkisstjómina em 32 þingmenn og hún ver sig vantrausti hvort sem Skúli situr hjá eða ekki.“ Steingrímur bætti við: „Það er auk þess ekkert í stjómarskránni sem bannar minnihiutastjórn aö setja bráðabirgðalög. Þessi mál voru rædd nokkuð á síðustu dögum ríkisstjórnar Gimnars Thorodds- ens og ég tel að fáir menn hafl þekkt eins vel til stjómarskárinnar og Gunnar.“ Umrædd bráðbirgðalög ríkis- stjórnar Steingríms Hermannsson- ar vom lögð fram á Aiþingi í gær. -JGH Mistökin á íslenska flugstjómarsvæðinu: Átta tíma hvfld milli dag- og næturvakta - segir flugmálastjóri um vinnuálag flugumferðarstjóra Rannsókn stendur yfir á mistök- um á íslenska flugstjómarsvæðinu þegar íjarægð á milli tveggja risa- þotna var mun minni en reglur segja til um. Þetta gerðist laugar- daginn 1. október, í grennd við Færeyjar, eins og fram kom í DV í gær. Erfitt hefur reynst að fá upplýs- ingar hjá yfirvöldum um ástæður þessara mistaka og er vísað til þess að rannsókn standi yflr. Fuliyrt hefur verið að vaktakerfi flugumferðarstjóra sé þannig að þeir standi stimdum allt að sautján tíma vaktir og að það kerfi geti þannig leitt til mannlegra mistaka. Pétur Einarsson flugmálastjóri var spurður að þessu: „í júlí í fyrra var sett upp nýtt vaktakerfi. Þar er miöað við al- þjóðaregiur og því er fylgt mjög vel eftir. Gamla kerfið var úr sér geng- ið. Það er hugsanlegt, í þessu nýja kerfi, að sami maður hafi staðiö nætur- og dagvakt. Hann hefur þá fengið átta tíma hvíld á milli,“ sagði Pétur Einarsson. - Er það rétt að sálfræðingur hafi átt veg og vanda að þessu nýja vaktakerfi? „Hann átti hlut að þessu. Það kom hingað sérfræðingur frá bandarísku flugmálastjóminni sem lagði til ákveðnar breytingar á vaktakerfinu sem vora fram- kvæmdar. Þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig. Meðal annars var tek- ið á tæknigrunninum sem létti mönnum vinnuna og minnkaði álagið. Það er engin spuming að starf flugumferðarstjóra er álags- starf,“ sagöi Pétur Einarsson. Pétur sagði að samkomulag á milli flugmálastjómar og flugum-. ferðarstjóra væri nú mjög gott og engar deilur á milh aðila. Hann sagði allt annað andrúmsloft vera nú en áðúr. - Hefur vegna mistaka komið til greina að taka flugstjómina af ís- lendingum? „Svona mistök em ekki algeng. Sem betur fer em þau afar sjald- gæf. Það var hér Kanadamaður um daginn sem sagði okkur að þeir hafi rannsakað um þijátíu svipuð tilfelh - bara í september. Þaö er erfitt að bera okkur saman við þá þar sem umferðarmagnið er minna hjá okkur. Ég vísa því alfarið á bug að hætta sé á að við missum okkar flugstjómarsvæði vegna einhverra mistaka,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri. -sme Pétur Guðmundsson: Hvert frávik skcipðr hættu „Ég get ekki talað um þetta nema sem einstaklingur. Þetta er ekki á minni könnu. Ég var einu sinni flugumferðarstjóri svo mér er ljÓ9t hvað er á ferðinni. Ef bi- lið er ekki nægilegt á milh véla er hætta á ferðum. Þvi minni sem fjarlægö á milli vélanna er því meiri hætta er á ferðum. Það sér hvert mannsbam. Allar þes9ar reglur eru til að farið sé eftir þeim. Þessir staðlar, sem settir eru, em til þess að bil milli véla sé nægilegt. Við sjáum það í umferðinni. Ef farið er yfir á rauðu ljósi skapast hætta. Það sama á viö um flugiö. Ef ekki er farið eför reglum er hættunni boðið heim. Eg endurtek að ég tala bara sem einstaklingur," sagöi Pétur Guðmundsson, flug- vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.