Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskritt - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 12. 0KTÓBER 1988. Innbrot 1 nótt: íbúinn lá „dauðhræddur Innbrot var framið í kjallaraíbúð í Hlíðahverfi í Revkjavík í nótt. Inn- brotsþjófurinn hafði á brott með sér tvær bankabækur og regnfrakka sem í voru bíllyklar. Þjófurinn stal ekki bílnum sem lyklarnir ganga að. Það var á þriðja tímanum í nótt sem íbúi í kjallaraíbúð varð var við þjóf í íbúðinni. íbúinn. sem er kona og býr ein. varð mjög hræddur og lá kyrr í rúminu án þess að þora að bæra á sér fyrr en þjófurinn var far- inn út. Konan hafði samband við lögreglu skömmu fyrir klukkan þrjú og til- kvnnti hvað gerst hafði. Þrátt fyrir •^tmikla leit lögreglu hefur þjófurinn ekki fundist. Rannsóknarlögreglan sagði í morgun að konan hefði enga lýsinp getað gefið á útliti eða aldri þjófsins. -sme Flugumferðarstjóm: „Gróft biot“ „Ekki veruleg hætta á árekstri. Flugmenn viku ekki eða hefðu ekki vikið, ef þeir hefðu séð til hvors ann- ars. Gróft brot á aðskilnaðarreglum, þar sem fjarlægð milh loftfaranna var innan við 20% af aðskilnaði (ein sjómíla í ratsjá).“ Svo hljóðar skilgreining Flugum- ferðarstjórnar á atviki því er tvær erlendar risaþotur voru nálægt hvor annarri á flugi á íslensku flugstjóm- arsvæði. Eins og kom fram í DV1 gær voru vélamar nokkrum sjómílum y nær hvor annarri en reglur segja til um. Atvik þetta varð 30. september síðasthöinn. Þoturnar eru frá Holl- andi og Sovétríkjunum. -sme - sjá nánar bls. 28 ÞRDSTUR 68-50-60 VANIRMENN LOKI Borgaraflokkurinn, hann er Albert! Slæm bílvelta varð i Svínahrauni í morgun. Eins og sést á myndinni er bíllinn illa farinn eftir veltuna, en þegar lögregla kom á staðinn var engan bílstjóra að finna. Síðar kom i Ijós að bílstjórinn, ung kona, hafði skilað sér á lögreglustöðina í Árbæ og verið flutt þaðan á slysadeild lítllega slösuð. DV-mynd S Stjómarandstaðan: Forðar ósætti stjóminni frá teningakasti? Ósamkomulag innan stjórnar- andstöðunnar um nefndakjör í þinginu getur leitt til þess að ekki þurfi að koma til teningakasts í neðri deild og stjórnin fái meiri- hluta í öllum nefndum þingsins. Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokks, sagði í samtali við DV í morgun að ef sjálfstæðismenn gæfu ekki eftir aiman mann sinn í utanríkismálanefhd yfir til Borg- araflokks yrði ekkert af samkomu- lagi. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði hins vegar að þaö kæmi einfaldlega ekki til greina. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara að gera sér grein fyrir því að hann er ekki lengur stór flokkur. Hann verður að gefa eftir í samn- ingum við aðraöokka stjórnarand- stöðunnar. Það þýðir ekki að ganga til samninga með hnefann á lofti," sagði Albert Guðmundsson. Hann sagði afstöðu öokksins til nefnda- kjörsins lýsa þeirri sjálfsjyðingar- hvöt sem virtist hafa gripið sinn gamla Dokk. Ef Borgaraöokkurinn verður ekki inni í samkomulagi stjómar- andstöðunnar mun hann ekki ná manni í nokkra nefhd nema fjár- veitinganefnd. Sjálfstæðisöokkur- inn mun hins vegar ná inn tveimur mönnum í allar nefndir þingsins og auk þess tryggja Kvennalistan- um einn mann í hverri nefnd. En þetta ósamkomulag mun jafnframt tryggja sfjórninni meirihluta í öll- um nefndum neðri deildar án þess að koma þurfi til teningakasts. „Með þessari afstöðu sinni mun Borgaraflokkurinn sýna að það er ekki bara huldumaður í þinginu heldur heill hulduher,“ sagði Olaf- ur G. Einarsson. gse Veöriö á morgun: Bjart fyrir norðan og austan Hæg suðlæg átt verður á landinu á morgun, lítils háttar súld á Suð- vestur- og Vesturlandi en bjart á Norður- og Austurlandi. Hitinn verður 3-8 stig. Páll felldur: „Ligg ekki sár eftir“ „Ég ligg nú ekki sár eftir en ég hafði lýst því yfir að ég hefði áhuga á starfi formanns utanríkismála- nefndar. Það var svo ákvörðun þing- öokksins að velja Jóhann Einvarðs- son heldur og ég hlýt að taka því,“ sagði Páll Pétursson, formaður þing- Ookks Framsóknarflokksins, í sam- tali vil DV í morgun. í kosningu inn- an þingflokksins í gær uin hvor þeirra -yrði formaöur utanríkismála- nefndar fékk Páll 5 atkvæði en Jó- hann Einvarösson 7. Einn seðill var auður. t Páll var spurðuh hvort ástæðan fyrir þessum úrslitum væri sú að hann væri tahnn vinstri maður í ut- anríkismálum en Jóhann hægri maður. Hann sagðist telja mjög sennilegt að sú væri ástæðan, án þess að geta fuhyrt eitthvað þar um. Þá var hann spurður hvort hann hti á þetta sem vantraust á sig í ljósi þess að hann hefði verið formaður þingflokksins í mörg ár. „Ég veit það nú ekki. ÆÖi þetta sé ekki frekar traustsyflrlýsing við Jó- hann Einvarðsson." Páll sagðist ekki hafa sótt það stíft að verða formaður utanríkismálanefndar og heföi hann ekki verið með neinar viðræður við menn í gangi vegna þessa. Hann hefði, sem fyrr segir, lýst yfir áhuga á starfinu, annað ekki. -S.dór Nefndaskiptingin: Samkomulag stjórnarsinna frágengið Samkomulag liggur fyrir á mihi stjórnarflokkanna um skipöngu í nefndir á Alþingi, nú þegar gengið verður öl kosninga. í fjárveiönga- nefnd sameinaðs þings heldur Sig- hvatur Björgvinsson embætö sínu sem formaöur og sömuleiðis Alex- ander Stefánsson sem varaformaður. Þá er Ijóst að Alþýðuflokkur fær tvo fulltrúa í nefndina á þessum vetri en Alþýðubandalag á næsta vetri. í utanríkismálanefnd verður Jó- hann Einvarðsson formaður en Al- þýðuflokkur fær varaformann. Verður það annaðhvort Karl Steinar Guðnason eða Kjartan Jóhannsson. Guðni Ágústsson verður formaður allsherjarnefndar en Valgerður Sverrisdótör lætur af embætö for- manns atvinnumálanefndar og er talið að Jón Kristjánsson taki við því. Félagsmálanefnd fellur í hlut Alþýðuflokks og er Eiður Guðnason nefndur þar öl formennsku. í efri deild fá framsóknarmenn fjóra formenn, Alþýðuflokkur þijá og Alþýðubandalag tvo. Mesta at- hygh vekur að Margrét Frímanns- dótör tekur viö fjárhags- og við- skiptanefnd. í neðri deild er allt í óvissu eins og gefur að skilja en þó er ljóst að Páh Péturssyni verður ekki ætlað for- mannsembætö í ijárhags- og við- skiptanefnd. Guðmundi G. Þórarins- syni verður stiht þar upp sem for- mannsefni stjómarinnar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.