Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988. Sandkom Umsjón: «H)Ufj6n JónKristjáns- son.framsóta- artröliafAust- urlandi.ermó- urbroíiniunað- ana.Hannstóö íþeirritrúað haíagegutlyk- astaþingi.há varblessnnin hannJónfor- uraf.Núkemst hannloksaö þvíhvaðþetta OlafhrG. Jón var svo stoltur af. Þetta er biturt fyrirhinn ágæta mann, Jón Kristj- ánsson, framsóknarmann af Austurl- andi. Hann sem hélt lengi vel að hann væri einn af vaMameiri tnönnum þingsins. Varrekinn-villnú Þaö vilja tnarg- firieysaHraöi Gunnlaugsson afhjáStjón- varpinu.Hrafh eraðfaraítjög- uraárafrífrá störfura. Hrafnhafi reyndai'verið mtiraifriien vinnufráþvi iamn hófstörf hjaSjónvarp- inu. Jæja, hann hefur nú sótt um frí starfið er maður sem áöur atarfaðl um fyrir nokkru. Nú sæidr maðurinn um að komast í starf þeas sem hafði áður rekið hann frá starfi. reyndirstarfs- mcnnhjáút- varpiogajón- varpi.þeirlngi- Hrafhs.Þegar þeirkönnuðu stuðnipgvið Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á beinni línu DV í gærkvöldi: Segi af mér ef bráða- birgðalögin verða felld Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði á beinni línu DV í gærkvöldi að hann hefði ákveðið að bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar yrðu tekin fyrir á Alþingi hið fyrsta. Steingrímur sagði ennfremur að ef þau yrðu felld myndi hann biöjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt enda teldi hann að ríkisstjóminni væri ekki sætt ef svo færi að Alþingi felldi lögin. Aftur á móti sagðist for- sætisráðherra ekki trúa því að svo færi. Þá svaraði Steingrímur spumingu varðandi hina umdeildu yfirlýsingu Skúla Alexanderssonar um að hann muni víkja af þingi ef upp koma mál sem hann getur ekki stutt ríkis- stjómina í. Sagði forsætísráðherra að Skúli þyrfti ekki annað en boða venjuleg forfóll, eins og þingmenn gera oft, og þá kæmi varaþingmaöur inn. Þess vegna hefði fullyrðing Sig- urðar Lándals lagaprófessors um lagabrot Skúla ef til þessa kæmi ver- ið afar hæpin. Að þessari beinu línu unnu blaða- meimimir Siguijón Magnús Egils- son, Gunnar Smári Egilsson, Jó- hanna Sigþórsdóttir, Jóhanna Jó- hannsdóttir, Jón G. Hauksson, Haukur Láras Hauksson og Sigurdór Sigurdórsson. -S.dór Omarkviss stjomun peningamálanna Hreinn Eliiðason, Akureyri, spurði: - Ríkisbankamir hafa haldið fyrir- tækjum 1 sjávarútvegi gangandi í sumar. Þess vegna finnst okkur bindiskyldan svolítið hjákátleg en hún verður til þess að bankamir þurfa að borga refsivexti til Seðla- bankans láni þeir of mikið. Síðan er Jóhannes Nordal seðlabankastjóri spurður að því fyrir hvað hann byggi sína höll og hann svarar að það sé fyrir eigið fé bankans. „Ég er einn þeirra sem oft hafa lýst efasemdum um stjóm peningamál- anna. Við erum að tala um fijálsræði í peningamálum en peningamagnið er bundið í annan endann, það er aö segja aö framboðið er afar takmark- að, og þá er þetta náttúrlega ekkert fijálsræöi. Með því að binda mikið fé leiðir það aftur til hækkunar vaxta á útlána- hliðinni. Það sem mér finnst enn verra er að þessi binding nær ein- göngu til bankanna og það em ein- göngu þeir sem þjóna okkar grund- vailarframleiðsluatvinnuvegum. En aðrir á markaðinum, eins og verð- bréfafyrirtækin, hafa leikið lausum hala. Ég sé því ekki betur en að ein meg- inástæðan fyrir því að svo illa hafi farið í efnahagsmálum sé að peninga- málastjómunin hefur ekki verið markviss. Peningar, sem takmarkað framboð hefur verið á, hafa farið í alls konar byggingar hér á höfuð- borgarsvæðinu þar sem mörg fyrir- tækin em því miður að rúlla en grundvallaratvinnuvegimir hafa ekki getað nálgast þetta íjármagn. Hitt er svo að ef losað yrði um bind- inguna þá mundi þenslan aukast því þá yrði meira fiármagn til útlána." Niðurskurðurinn er óskapiegt dæmi Hreun Elliöason, Akureyri, spurði: - Mér finnst ríkisstjómin eyða allt of miklu í óarðbærar framkvæmdir þegar við höfum engan veginn efni á því. Síðan sest hún niöur og eykur bara skattana hjá fólki. Stendur til að endurskoða fiárútlát ríkisstjóm- arinnar? „Það stendur svo sannarlega til. Það stendur núna til aö draga saman um einn miUjarö og fimm hundrað miiljónir og við höfum nú verið að skoða það að undanfómu hvemig það verður gert og það vil ég segja þér að er alveg óskaplegt dæmi. En menn verða að minnast þess að heilsugæslan er líklega með um 45 prósent af öllum tekjum hins opin- bera og menntakerfið er með nálægt 20 prósent. Opinberar framkvæmdir hafa dregist saman. Þær vora í kringum 14 prósent fyrir nokkrum árum en era nú komnar niður 1 kringum 7 til 8 prósent. En engu aö síður erum við nú að draga saman um einn og hálfan miiljarð og það er afar erfitt dæmi. Hitt er svo eflaust rétt að það em ýmsar framkvæmdir og ýmislegt sem hið opinbera ráðstafar flár- magni til sem má falla út og að því er verið að leita eins og nál í hey- stakki." Mistök að af- nema verðbygg- ingu launa Steingrímur var spurður hvort þaö hefðu ekki verið mistök að afnema verðtryggingu launa áriö 1983: „ Jú, það vom mistök. Ég vil að vísu segja að þetta var mjög erfitt við að eiga. Ég ræddi við lögfræðinga á þeim tíma um þessi mál. Þeir héldu því fram að ekki væri hægt að breyta grundvelh gerðra samninga. Nefnd- in, sem skilaði áhti í júlí, var á ann- arri skoðun. Það kom mér mjög á óvart að þeir lögfræðingar, sem í nefndinni vora, skuh vera á annarri skoðun. Það kemur í Ijós nú hvort þetta er hægt.“ - Sá enginn afleiðingamar fyrir? „Ég hef oft hugsað um þetta. Ég verð að segja, því miður, að í stjóm- armynduninni var aldrei minnst á þetta þegar það kom upp. Það sá þetta enginh fyrir þó að þetta ætti að vera hveijum manhi Ijóst þegar verð- tygging launa var afnumin og launa- hækkanir ákveðnar, með lögum, langt undir verðbólgu. Ég man aldrei eftir í þeirri vinnu að nokkur minnt- ist á þetta.“ Sendi mér rós Hefur því fólki, sem verst varð úti, verið híálpað? „Ég er sannfáerður um það að ráð- gjafarþjónustan, skuldbreytingar og breytingar á lánum Húsnæðismála- sljómar hafa gert mörgum mjög mikið gagn. Það var mikill fjöldi fólks sem kom til mín. Ég er enn að fá þakkarbréf frá sumum, þó svo ég hafi átt lítinn þátt í því nema benda þeim á að fara til ráðgjafarþjón- ustunnar. Mér þótti mjög vænt um aö einstæð móðir sendi mér heim rós vegna þessa. Ég fékk síðar bréf frá henni þar sem hún sagðist vera kom- in vel fyrir vind. Ég veit að það em margir sem hafa fengið lausn sinna mála. En vitanlega hjálpaði þetta ekki öllum.“ Égskal viður- kenna það Steingrímur var spurður hvers vegna verðbólga hjá okkur væri svo miklu meiri en í nágrannalöndim- um: „Ég veit ekki hvort nokkur treystir sér til að svara þessari spumingu. Ég birti eitt sinn með áramótaávarpi mínu línurit sem ég tel hafa verið ákaflega fróðlegt. Línuritið sýndi samhengi afla, þjóðartekna og verð- bólgu. Það var afar áberandi að þegar afli jókst virtist alltaf byija hér verð- bólga fljótlega á eftir - þá byrjaði þensla. Við erum með verðjöfnunar- sjóð sem að mínu mati er eitt af því allra besta sem viðreisnarsljómin gerði en hann hefur aldrei verið full- virkur. Sjávarútvegurinn hefur ráð- ið honum og ekki sett í hann nema þegar honum hefur þóknast. Það hefur alltaf byrjað þensla. Síðan kemur kreppa af einhveijum ástæð- um alltaf á 14 til 15 ára fresti; við höfum aldrei dregið úr þá. Hvemig brúum við kreppuna? Við fellum gengið. Það leiðir strax til verð- hækkana. Ég held að þetta sé frum- orsökin hjá okkur: þensla sem byrjar á góðu árunum. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna. Þegar staðið er svo frammi fyrir því að samdrátt- ur verður þá lækkum við ekki laun- in; ætlum að gera tilraun til þess en það gerist ekki. Á góðu árunum 1986 og 7 tókst okkur ekki að slá á þensluna. Launa- skriðið fór upp úr öllu valdi. Verð- bólga héma er alltof mikil og miklu meiri en í löndunum í kringum okk- ur. Það komu fjórir miUjarðar um- fram áætlun árið 1987 af erlendu fé inn til landsins." - Hefðir þú viljað hafa þetta öðm- vísi? „Já, þaö hefði ég viijað. Staðreynd- in er sú að farið er að gefa lausan tauminn 1985 og þetta gekk nokkuð vel 1986. Sparifé jókst og það virtist vera nokkurt jafnvægi. Síðan byijar peningamarkaðurinn að fara úr jafn- vægi. Hann byijar að leita burtu frá undirstöðuatvinnuvegunum í alls konar spekúlasjónir, sumar góðar og sumar illar. Grái markaðurinn fer að vaxa. Hann er settur af stað án þess um hann að gildi nokkur lög - það em engin lög til þegar kaupleig- umar fara af stað. Þetta gerist um áramótin 1986 og 7. Ég er ekki að varpa allri sök af mér. Eg skal viður- kenna það að 1986 fannst mér eins og efasemdir mínar um þessa pen- ingastjómun væm ekki á rökum reistar, sem sagt að þetta væri í nokkuð góðu lagi. Spamaður fór vax- andi, verðbólga lækkandi og útlána- vextir vora í kringum 5 prósent. Það virtist allt vera í góðu lagi. Síðan fór allt smám saman að hallast.“ Ríkisábyrgðir óþarfár? Guðmundur Ingvar Guðmundsson, Hraunbæ 16, Reykjavík, spurði: - Er ekki óþarfi að vera með ríkis- ábyrgðir á alls konar lánum fyrir atvinnureksturinn? „Það er markviss stefna bæði þess- arar ríkisstjómar og síðustu tveggja að minnsta kosti að draga úr ríkis- ábyrgðum fyrir atvinnureksturmn. Það em t.d. nokkur ár síðan felld var niður opin heimild sem áður var á ríkisábyrgðum til togarakaupa. Hins vegar era hvílandi á ríkisábyrgða- sjóði óhemjumiklar gamlar skuld- bindingar. í nýlegu yfirliti, sem ég sá um þessi mál, hafa afar fáar og nánast engin af ríkisábyrgðum vegna atvinnuveg- anna falliö á almenning. Hvað gerist núna í því slæma ástandi, sem er, skal ég ekki segja. Nú er miklu oftar um að ræða ríkisábyrgðir vegna ýmiss konar fiárfestinga á vegum ríkissjóðs eða skipakaupa á veguni ríkisins. Þá hefur ríkisábyrgðasjóður vissulega hlaupið undir bagga, t.d. með flugvélakaup Flugleiða. Það var ailt greitt og lenti ekkert á ríkis- ábyrgðasjóði. Ljóst er þó að mjög varlega þarf að fara í þessi mál.“ Vextír keyrðir niður Guðmundur Ingi Guðmundsson, Hraunbæ 14, spuröi: - Verður ekki að fara varlega í að keyra niður vexti þegar svona lítið sparifé er til í landinu? „Við eigum aUs ekki að keyra niður vexti þannig að vextir af sparifé verði neikvæðir. Þeir eiga að vera jákvæð- ir. Og ég er þeirrar skoðunar að ef sparifé er rauntryggt, fellur ekki í verðgildi og nýtur einhverra hóf- legra raunvaxta þá sé þess vel gætt. Ég vek athygli á því að í öllum lönd- imum í kringum okkur em raim- vextir af sparifé 1-2 af 100 og sums staðar engir, svo sem í Sviss.“ Mætt andstöðu hjá Landsviriýun eins ogalttsemlagtertil - Meðalþesssemríkisstjóminætl- aöi að gera til bjargar frystingunni var aö lækka raforkuverð um íjórð- ung. Með hvaða hætti verður þetta gert? „Eins og þetta er orðað núna þá er talafl um að lækka raforkuverð til frystiiðnaðar og fiskvinnslu þar sem sólarhrings- og ársálag er það jafnt að það gefi tilefni til. Það fór fram hjá mér þegar þessu var breytt í frystingu. Það er ekki hægt aö að- skilja frystingu, saltfisk og fleira. Skoðun mín sem rafmagnsverkfræð- ings er sú að ekki sé nægjanlegt tiilit tekið til þess hvað mikið af álagi frystingarinnar er jafnt. Frystiklef- amir ganga allan sólarhringinn og því er hægt að bjóða þeim betri kjör. Ég vil vekja athygli á því að fiskeldi hefur samið um miklu betri kjör en felast í þessu, lækkun um 50 af hundraöi ef ég man rétt, vegna þess að álagið þar er alveg jafht. Þetta er í athugun og hefur náttúrulega feng- ið harða andstöðu hjá Landsvirkjun og orkubúunum eins og allt sem íagt er tU.“ Kvóli á inn- flutning bða Helga Þorsteinsdóttir, Gerðum, Suðurnesjum, spurði: - Hefur ráðamönnum þjóðarinnar dottið í hug að selja kvóta á innflutn- ing á nýjum bfium vegna sífelldra slysa í umferðinni? „Nei, það hefur ekki komið tfi greina að setja kvóta á innflutning- inn. Við erum í afarmiklum erfiðleik- um með allt slíkt því við höfum gert viðskiptasamninga við Fríverslunar- bandalagið og Evrópubandalagið. Samkvæmt þeim viðskiptasamning- um er okkur ekki leyft aö takmarka þannig innflutning, enda veita þeir okkur tollfrjálsan aðgang með sjáv- arafurðir. Með öllu slíku er fylgst mjög nákvæmlega af sendiráðum þeirra landa sem þama eiga hlut að máli. Spumingin er aftur á móti hvort hækka eigi verð á bílum þannig að fólk kaupi færri. Ég er þér sammála um að bílar em orðnir alltof margir í landinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.