Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Jóhann Einvarðsson um slit á samningaviðræðmn um varaflugvöll:
Sjálfsagt að halda þeim áfram
- málið liklega úr sögunni í tíð núverandi ríkisstjómar
„Mér hefði þótt sjálfsagt að halda
áfram viðræðum og sjá hvað kæmi
út úr þeim,“ sagði Jóhann Einvarðs-
son, væntanlegur formaður utanrík-
ismálanefndar, um þá ákvörðun
samgöngurráðherra, Steingríms J.
Sigfússonar, að slíta viðræðum við
Bandaríkjamenn um gerð varaflug-
vallar hér á landi.
Jóhann sagðist ekkert hafa heyrt
um þessa ákvörðun samgönguráð-
herra fyrr en hann hefði séð hana í
fjölmiðlum. í sjálfu sér kæmi hún
ekki á óvart en hann hefði þó alltaf
tahð rétt að ræðast við og sjá hvort
hagsmunir okkar og Bandaríkja-
manna geti ekki farið saman í þessu
máli.
- En telur Jóhann málið þar með úr
sögunni?
„Ég vil ekkert segja um það en ég
tel líklegt að það sé úr sögunni á
meðan þessi málaflokkur er undir
stjórn Steingríms."
-SMJ
Kortsnoj tók tapinu fyrir Jóhanni með ró:
Útskýrði skákina
fyrir bömunum
Það er eins og þeir Jóhann og Kortsnoj eigi þarna stutta helgistund þegar
þeir takast í hendur fyrir viðureign sína i gærkvöldi. Handtakið var snöggt
og ekki horfðust þeir í augu. DV-mynd KAE
Gestabókin
Það voru óvenjumargír áhorfendur urðssonleigubDstjóri.VilhjálmurPáls-
mættír við upphaf 8. umferðar enda son bankastarfsmaöur, Gunnar Gunn-
spenna í skáksalnum þegar þeir Jó- arsson bankastarfsmaður, Áskell Öm
hann og Kortsnoj settust að tafli. Þegar Kárason sálfríeðmgur, Jón Þ. Þór sagn-
leiö á taflið komu sífellt fleiri áhorfend- iræðingur, Jónína Ingvadóttir húsmóö-
ur og lætur nærri að þeir hafi verið ir, Kristján Guðmundsson sálfræðing-
railli 400 og 500. Meðal þeirra voru: ur, Gunnar Salvarsson skólastjóri,
Steingrimur Hermannsson forsætis- Karl Garöarsson fréttamaður, Jón Sig-
ráöhcrra, Halldór Blöndal alþingis- urbjörnsson ieUtari, Einar S. Einarsson
maður, Haraldur Blöndal lögfræðing- forstjóri, Hallur Hallsson fréttamaöur.
ur, Sæmundur Pálsson lögregluþjónn, Bragi Garðarsson prentari, Jóhann
Magnús Pálsson skrifstofumaður, Þórir Jónsson útgefandi, Magnús
Gúðni B. Guönason tölvunarfræðing- Fjeldsted skrifstofumaður, Guölaug
ur, Jóhímnes G. Jónsson islenskufræð- Þorsteinsdóttir læknir, Magnús Hauks-
ingur, Ámi Indriöason menntaskóla- son sagnfræðingur, Agúst Einarsson
kennari, Sigurður Sigurösson, fyrrver- útgeröarmaður, Sverrir Norðfjörð
andi fréttamaður, Bjöm Ingi Magnús- arkitekt, Páil Ammendmp læknir, Stíg-
son deildarstjóri, Magnús Magnússon, ur Ágústsson kennari, Þrándur Thor-
fyrrverandi ráðherra, Guðmundur J. oddsen kvikmyndagerðarmaöur, Ing-
Guömundsson, formaður Verka- var Ásmundsson skólastjóri, Gunnar
mannasambandsins, Steián Stefánsson Árnason handknattleUtsmaður, Viðar
veggfóðrari, Vilhelm G. Kristinsson Þorsteinsson bókbindari, Benedikt
fréttamaður, Kjartan Ragnarsson leik- Sveinsson lögmaður, Ólafur H. Jónsson
ari, Þórarinn Guðnason nemi, Geir H. fjármálasljóri, Haraldur Karlsson
Haarde alþingismaður, Hailmar Sig- smiður og Sævar Bjarnason skákmað-
urðsson leikhússtjóri, Kjartan Páll Ein- ur.
arsson viðsklptafræðingur, Anton Sig- -SMJ
9. umferð:
Kasparov mætir Tal
Óvenjumargir áhorfendur voru í
skáksalnum áöur en skák þeirra Jó-
hanns Hjartarsonar og Viktors
Kortsnoj hófst. Líklega hafa áhorf-
endur átt von á köldum kveðjum en
þeir hafa ekki mæst síöan í kuldan-
um í Kanada. Þeir tókust í hendur
án þess þó að miklir hlýleikar væru
með þeim. Á yfirborðinu virtist allt
eðlilegt en á skákborðinu fór fram
hörð barátta. Reyndar hafði Kortsnoj
í frammi hefðbundna takta - gekk
um og púaði sígarettur. Hann reykir
sérlega torkennilega vindhnga og
brenndi hann rúmlega pakka í viður-
eigninni í gærkvöldi. Einhver sagði
að þeir væru svo sterkir að hass-
hundurinn fengi hóstakast ef hann
þefaði af þeim.
Fjölmörgum áhorfendum í skák-
skýringasalnum leist ekki meira en
svo á blikuna þegar líða fór á skákina
enda virtist Kortsnoj vera að hafa
betur. En Jóhann hafði séð lengra
og sneri á Kortsnoj, áhorfendur og
skákskýrendur. Það var þó enginn
að erfa það við hann, nema ef vera
skyldi Kortsnoj, og brutust út mikil
fagnaðarlæti í skáksal og skákskýr-
ingasalnum þegar sá grimmi rétti
fram höndina í uppgjöf.
Þó aö Kortsnoj hafi án efa ekki
verið ánægður með ósigurinn haföi
hann tíma til að útskýra skákina fyr-
ir nokkrum börnum sem hópuðust
að borðinu eftir á. Virtist hann vera
nokkuð sáttur við íslenska skákæsku
þrátt fyrir allt.
-SMJ
Heimsmeistarinn, Garrí Kasparov,
mætir í kvöld einum fyrrverandi
heimsmeistara, nefnilega Mikhail
Tal sem nú er efstur á heimsbikar-
mótinu. Margeir mætir Nikolic sem
hefur átt erfitt uppdráttar undanfar-
ið og Jóhann teflir við John Nunn
sem vann sína fyrstu skák í gær-
kvöldi. í dag eigast viö:
Nikohc-Margeir
Jusupov - Ehlvest
Andersson - Sax
Speelman - Timman
Ribli - Beljavsky
Portisch - Spassky
Jóhann - Nunn
Sokolov - Kortsnoj
Kasparov - Tal -SMJ
Dynjandi lófatak er Jóhann lagði Kortsnoj
- Margelr og Kasparov gerðu jaíntefli
Viktor Kortsnoj ætlaði greinilega
að gera upp reikningana frá Saint
John er hann settist að tafli gegn
Jóhanni Hjartarsyni á heimsbikar-
mótinu í gær. Eftir rólega byrjun
sigldi hann peðum sínum á fuliri ferð
á kóngsvængnum og lét ófriðlega.
Staða Jóhanns virtist hanga á blá-
þræði en hann hitti á snjalla vöm.
Um leið lagði hann lúmska gildru
sem Kortsnoj gætti sín ekki á. Vopn-
in snerust í höndum hans og hann
gafst upp í 38. leik við mikinn fógnuð
viðstaddra.
Eftir skákina sat Kortsnoj á svið-
inu, umkringdur hópi áhorfenda,
enda var öllum skákum umferðar-
innar lokið. Kortsnoj hélt því fram
að hann hefði misst af vinningsleið
undir lok taflsins. Hins vegar tók
hann ekki besta varnarmöguleika
Jóhanns með í dæmið.
Sjö riddaraleikir í röð
Skák Margeirs Péturssonar og
heimsmeistarans, Garrís Kasparovs,
lauk með jafntefli og var Margeir þar
aldrei í hættu. Þvert á móti getur
Kasparov hrósað happi yfir úrshtun-
um.
Heimsmeistarinn virtist óstyrkur
eftir tapið gegn Sokolov daginn áður.
Þannig kvartaði hann í tvígang yfir
því að skákklukkan væri biluð. Að
sögn Arnolds Eikrem skákdómara,
lýsti bilunin sér hins vegar í því að
Kasparov studdi ekki af nægilegum
krafti á hnappinn.
Margeir mætti vel undirbúinn til
leiks og tókst að blekkja tölvu heims-
meistarans með því að beita afbrigði
sem hann hefur sjaldan eða aldrei
teflt áöur. Þetta kom Kasparov á
óvart. Hann fór fáséða leið en kom
ekki að tómum kofunum. Minnstu
munaði að staða hans hreinlega félh
saman en með sjö riddaraleikjum í
röð tókst honum hér um bil að halda
í horfmu. Hann bauð jafntefli eftir
26 leiki sem Margeiri var ekki svo
mjög á móti skapi.
Nunn mátaði Portisch með drottn-
ingarfóm og Ehlvest mélaði vamir
Nikolic með þróttmikilli tafl-
mennsku. Timman vann skiptamun
af Andersson og skákina sömuleiðis.
Beljavsky og Speelman gerðu jafn-
tefli eftir hörkuskák en Sax - Ju-
supov, Tal - Sokolov og Spassky -
Ribli em aftur á móti jafntefli sem
ekki eru í frásögur færandi.
Sætur sigur
Tímahrak Friðriks Ólafssonar gaf
íslenskum skákunnendum margar
ánægju- og spennustundir á sínum
tíma. Nú hefur Jóhann tekið við hlut-
verki hans. Skákir hans á heims-
bikarmótinu hafa verið stór-
skemmtilegar til þessa, þótt uppsker-
an hafi verið í rýrara lagi. Með sigr-
inum á Kortsnoj í gær sýnir hann,
svo ekki verður um villst, að frammi-
staðan í Saint John var engin tilvilj-
un. Skákin var raunar eins og endur-
tekning frá lokataflinu þá, er
Kortsnoj misreiknaöi sig herfílega.
Með hhðsjón af hegðan Kortsnojs
í einvíginu við Jóhann og orðagjálfri
að því loknu var uppgjör þeirra í gær
sérlega ánægjulegt.
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Jóhann Hjartarson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7
5. (M) e6 6. Rc3 a6
Jóhann beitir svonefndu „brodd-
galtarafbrigði" sem kom tvisvar upp
á vígvelli þeirra í Saint John. Þá lék
Jóhann 6. - Be7 og vann aðra skákina
en tapaði hinni. Nú beinir hann tafl-
inu í eilítið annan farveg.
7. b3 d6 8. d4 cxd4 9. Rxd4
Venjulegra er að drepa með drottn-
ingu svo svartur nái ekki að létta á
stöðunni með uppskiptum eftir
homalínunni. Jóhann drepur samt
ekki strax á g2, hugsanlega af sál-
fræðilegum ástæðum. Þá kæmist
kóngur Kortsnojs nær h3-reitnum!
Kortsnoj geymir kóng sinn gjarnan
þar í slíkum stöðum.
9. - Dc7 10. Bxb7 Dxb711. Bb2 Be712.
e4 0-0
Kóngspeðiö er óhollt. Eftir 12. -
Rxe4? 13. Rxe4 (13. Dg4 má svara með
13. - Rg5) Dxe4 14. Hel Db7 15. Dg4
er óhætt að lýsa yfir hættuástandi.
13. Hel Rc614. Rxc6 Dxc615. Hcl Db7
16. a4 Hfd8 17. Hc2 Hac8 18. Hd2 h6
19. He3 Re8
Svartur á þrengri stöðu en mjög
trausta. Líklega má segja að hann
hafi þegar náð að jafna taflið. Hins
vegar getur hann lítið aðhafst fyrr
en hvítur ræðst að honum. Þetta er
dæmigert fyrir afbrigðið. Þaðan er
broddgaltamafnið dregið.
20. h4 Bf6 21. De2 Dc6 22. Kh2 Dc5 23.
f4 Be7
Kortsnoj þenur út stöðu sína á
kóngsvængnum, hvergi banginn.
Sem mótvægi hyggst Jóhann koma
riddara til áhrifa á g4-reitnum og
rýmir fyrir honum meö síðasta leik
sínum.
24. Rdl Bf6 25. Rc3 Be7 26. Kh3
Loksins er kóngurinn kominn á
óskareitinn. Þögla jafnteflisboðinu
er hafnað!
26. - h5 27. Rdl Bf6 28. R£2 Bxb2 29.
Hxb2 g6 30. Rd2 b5
Loks tekur Jóhann af skarið og
blæs til gagnsóknar. Staðan er að
verða mjög tvísýn, einkum þó eftir
32. leik Kortsnojs.
31. Rd3 Db6 32. Í5!? RfB
Svarið við 32. - bxc4 yrði 33. Rf4!
og hvítur vinnur leik í sókninni.
33. fxe6 fxe6 34. Hf3 Rg4 35. e5!
Býsna erfiður leikur. Nú héldu
áhorfendur að Kortsnoj væri að snúa
á Jóhann.
35. - dxe5 36. De4
8
7
6
5
4
3
2
1
Hvað á Jóhann til bragös að taka?
Hann ætlaði upphaflega að leika 36.
11 f
Af 1 i
1 ▲ á
A S *
A n
AB CDEFGH
- Kg7? en sá svo að það strandar á
37. Rxe5! og nú eftir 37. - Hxd2 38.
Dxg6+ er svartur mát í næsta leik,
og eftir 37. - Rxe5 38. Dxe5+ Kg8 39.
Hxd8 + Hxd8 40. DÍ6 getur hann ekki
valdað g6-peðið. Engu betra er 36. -
Kh7? 37. Hf7+ Kh6 38. Rxe5 Rxe5 39.
Df4+ og aftur mát í næsta leik.
36. - Hc7! 37. Dxg6+??
Kortsnoj skynjar ekki hættuna og
missir um leið af hættulegum mögu-
leika: 37. Rxe5! Hxd2 38. Dxg6+ Hg7
Skák
Jón L. Árnason
39. De8+ Kh7 40. Dxh5+ Rh6 41. Rf7
(ekki 41. Hf6? vegna 41. - Hxg3 +! 42.
Kxg3 Dgl+ 43. Kf4 Hd4+ 44. KÍ3
Ddl+ og vinnur drottninguna) e5!
42. Rg5+ Hxg5 43. hxg5. En nægir
þetta til vinnings? Svartur gæti reynt
43. - Hd6 og áfram 44. c5 Dxc5 45.
Hf7+ Kg8 46. gxh6 Hxh6 47. Dxh6
Kxf7 48. Dxa6 og hvítur á peði meira
í drottningaendatafli með einhverjar
vinningslíkur.
37. - Hg7
Skyndilega er staða hvíts gjörtöp-
uð. Ef 38. Dxh5, eða 38. De4, er 38. -
Dgl! sterkt svar með máthótun á hl
sem erfitt er að eiga við
38. c5 Dc6!
Einfaldast. Kortsnoj gafst upp.
-JLÁ