Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 40
s e*||í®í Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiöast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. TiUögur Ólafs Ragnars: Skattar hækki um '3,5 milljarða Ólafur Ragnar Grímsson lagði í morgun fram í ríkisstjórn tillögur sínar um hvernig gatið á fjárlögum næsta árs verður fyllt. í þeirri tillögu felst að 3,5 milljarðar verða lagðir á í nýjum sköttum og ríkisútgjöld verða skorin niður um 1,5 milljarða. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá fyrri viku var boðað að skattar yrðu hækkaðir um 2,5 milljarða og niður- skurðurinn yrði um 1,6 milljarðar. Frá því að stjórnin var mynduð hefur því skattheimtan aukist um 1 millj- arð en niðurskurðurinn minnkaö um 100 milljónir. ^ Að undanförnu hefur gatið, sem • þarf að fylla á Qárlögum næsta árs, stækkað. Þar kemur ýmislegt til: ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja stofnfé til Atvinnutryggingar- sjóðs, minnkandi þensla með minni tekjum af söluskatti og fleira. Þetta gat var í sumar metið á um 3 til 3,5 milljarða. Nú er hins vegar talið að gatiö sé um 4 til 4,5 milljárðar. í tillögum Ólafs Ragnars er því gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á um 500 til 1.000 milljónir. Þessum tekjuaf- .gangi er meðal annars ætlað að 'jínæta því þegar 800 milljón króna lán Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins fellur á ríkissjóð. „Ég er viss um aö tekjuskattur verður eitthvað hækkaður en hvað mikið þori ég ekki að segja til um. Þarna blandast inn í hvort persónu- afsláttur verður hækkaður en það er mjög líklegt að svo verði," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra þegar hann var spurður um hvort þetta gat yrði fyllt upp með hækkun tekjuskatts á almenning. Eins og fram hefur komið gefur eins prósentustigs hækkun á tekju- skatti ríkissjóöi um 1,4 milljarða í tekjur. Ef persónuafsláttur verður hækkaður til að halda núgildandi ^skattleysismörkum kostar það ríkis- sjóð um 700 milljónir. Hvert pró- sentustig í hækkuðum tekjuskatti með óbreyttum skattleysismörkum gefur ríkissjóði því um 700 milljónir í tekjur. -gse ^'0lLASröo ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Ég var alls ekki í kassanum! Þorskafli n í330 þúsund tonn? ■ legg til eins miMnn samdrátt og unnt er, segir Halldór Ásgrímsson „Ég mun leggja til eins mikinn samdrátt í þorskveiðunum á næsta ári og við frekast treystum okkur i. En þegar maöur er að tala um aflakvótann veröur að hafa það í huga að hann skiptir öllu máli um hver kjör fólks í landinu eru. Haf- rannsóknastofnun hefur lagt til að þorskaflinn verði ekki meiri en 300 þúsund lestir á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þorskaflinn verði ailt að 360 þúsund lestir í ár. Við mun- um að sjálfsögðu taka mið af tillög- um Hafrannsóknastofnunar en hvort við fórum nákvæmlega eftir þeim skal ég ekki segja um á þessu stigi. Mér þykir trúlegt að það verði nálægt því mitt í milli þess sem veitt verður í ár og þess sem Haf- rannsóknastofnun telur æskilegt, sem ég mun leggja til að veitt verði á næsta ári,“ sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali viö DV í morgun. Halldór sagði að gengiö yrði frá fiskveiðistjómuninni, ásamt því hver aflakvótinn verður, með reglugerð 1 samráði við hagsmuna- aöila og sjávarútvegsnefndir Al- þingis í næsta mánuði. Hann sagð- ist vera þeirrar skoðunar að of mikið hefði verið veitt af þorski á áranum 1986 og 1987, sóknarmark- ið hefði alltaf verið of rúmt. Það hefði hins vegar ekki verið hjá því komist að leyfa það til að ná sam- stöðu um skipulag veiðanna. „Og einmitt vegna þessa verðum við að draga saman seglin á næsta ári, hjá því verður ekki komist, hvað sem það kostar,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. Varðandi aðrar tegundir en þorsk sagði sjávarútvegsráðherra að grálúða hefði verið ofveidd und- anfarin ár og draga yrði úr grá- lúðuveiðinni á næsta ári. Smátt og smátt hefði verið dregið úr karfa- veiðinni undanfarin ár og á því yrði framhald. Aftur á móti væri ýsustofninn í vexti en veiðin hefði veriö léleg og ekki veitt eins mikið og leyft hefði verið. „Það eru því til í þessu ljósir punktar,” sagði sjávarútvegsráö- herra. -S.dór Ólympíumótið í bridge: Islendingar í fimmta sæti Þaó gustaði um sali Alþingis í gær þegar ríkisstjórnin vann meó hlutkesti níu sinnum í röð meirihluta í nefndum neöri deildar. Þetta fór þannig fram að þingmenn drógu um sjöunda sætiö í þingdeildarnefndunum. Til þess voru notaðar tölusettar kúlur sem þingmenn veiddu úr þar til gerðum kassa. Á myndinni var alþýðuflokksmaðurinn Jón Sæmundur Sigurjónsson einmitt að skjóta kvennalistakonunni Guð- rúnu Halldórsdóttur ref fyrir rass, er hann dró sig inn i heilbrigðis- og trygginganefnd. Alþingismennirnir Kjartan Jóhannsson og Hregg- viður Jónsson fylgjast með. - Sjá nánar á bls. 7 -JSS /DV-GVA Veðrið á morgun: Súld á Suður- og Vesturlandi A morgun verður suðvestanátt á landinu, 4-5 vindstig og skýjað um allt land. Súld verður á Suð- ur- og Vesturlandi en þurrt ann- ars staöar. Hitinn verður 4-9 stig. Það var góður dagur hjá íslending- um í báðum flokkum í gær. íslend- ingar unnu Hollensku Antillaeyjar 16-14, stórsigur gegn Simbabwe, 23—7, og síðan kom góður sigur á írum sem voru í öðru sæti, 21-9. Við þessa sigra hefur íslenska landsliðið náð að þoka sér í 5. sæti í B-riðli og 11. sæti í heildina af 57 þjóðum. Stað- an í riðlinum: Ítalía 240, Ðanmörk 224, írland 221, Bretland 214, ísland 213, Frakkland 209, Indland 205. Fjór- ar efstu þjóðirnar í hvorum riðli spila til úrslita um ólympíumeistaratitil- inn. í dag veröur spilað við Jórdana, Portúgala og Surinama, á morgun við Kínverja, Malaysíumenn og yfir- seta. íslendingar eiga þó eftir nokkr- ar erfiðar þjóðir í riðlinum, eins og ítali, Breta, Dani og Brasilíumenn. íslensku konurnar áttu einnig góð- an dag eftir slakt gengi hingað til. Þær unnu San Marino stórt, 23-7, og Holland og Argentínu með minnsta mun, 16-14. Við þessa sigra hafa þær þqkað sér í 9. sæti af 12 í sínum riðli. í A-riöli opna flokksins halda Grikkir áfram að koma á óvart, éru langefstir með 251, síðan koma Aust- urríkismenn með 235, Bandaríkja- menn 227, Venesúelamenn 224, Pól- verjar 223, Svíar 218. Ýmis óvænt , úrslit hafa litið dagsins ljós. Gestgjaf- arnir, ítalir, möluðu til dæmis Breta, 25-1, í fyrradag. Innbrot og þjófnaður: Verkfærum stolið Verkfærum og fleiru var stolið úr áhaldahúsi Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði um helgina. Brotist var inn í áhaldahúsið og þaðan voru tek- in tvö vélorf, Flymo sláttuþyrla, loft- pressa, skrúfstykki og handverkfæri. Rannsóknarlögreglan vinnur að rannsókn málsins. Óttast er að þjóf- arnir reyni að selja verkfærin. Verð- mæti þýfisins er um tvö hundruð þúsund krónur -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.