Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 10
10.
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
Fyrirtæki og félagasamtök!
Leigjum út sal fyrir haustfagn-
aði,
vörusýningar og samkomur.
Næg bílastæði! - Lyftuhús.
HVERFISGÖTU105
PéturStufluson
veitingQmQður
simi 29670
ó milli 2-5
RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI 12725
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
OPNUNARTÍMAR:
MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55.
FÖSTUDAGA 9-18.30.
LAUGARDAGA 10-14.
■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI 13010.
jo ára afmœli S.Í.B.S.
Afmœlishátíð S.Í.B.S. verðnr haldin að viðstöddum
forseta íslands í Súlnasal Hótel Sögu,föstudaginn
14. október nk. og hefst stundvíslega kl. ij.oo.
Eftir kaffiveitingar verður frœðsludagskrá í hlið-
arsal A um nýjungar i ofncemisforvórnum og end-
urhœfingu lungna- og hjartasjúklinga.
Stjórn S.Í.B.S.
Landsins mesta úrval
af rjúpnaskotum
Baikal - Hubertus - Kettner
- Islandia - Remington -
Mirage og Nimrod. Hagla-
stærðir nr. 4, 5, 6 og 7.
Verð frá kr. 525,00 miðað við 25 (skot) stk. í pakka.
Veitum magnafslátt.
Póstsendum.
Laugavegi178, símar16770 og 84455
Utlönd
Toppfundur Kína
og Sovétríkjanna
Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, til-
kynnti í gær að Kínverjar og Sovét-
menn myndu halda toppfund á næsta
ári. Þetta kom fram í viðræðum utan-
ríkisráðherra Finnlands, Kalevi
Sorsa, við fréttamenn.
Sorsa tjáði fréttamönnum að þetta
hefði komið fram á klukkustundar
fundi Dengs Xiaoping og forseta
Finnlands, Mauno Koivisto, í Peking
í gær. Deng kvað utanríkisráðherra
Kína, Qian Qichen, myndu fara til
Moskvu á þessu ári til undirþúnings
toppfundinum.
Sorsa hafði það einnig eftir Deng
að forsætisráðherra Indlands, Rajiv
Gandhi, væri fljótlega væntanlegur í
heimsókn til Kína. Stjórnarerindrek-
ar í Asíu segjast búast við að heim-
sóknin verði í desember.
Kínverjar og Indveijar háðu landa-
mærastríð 1962 og síðasti toppfundur
þeirra var haldinn 1954 þegar leiðtogi
kommúnistaflokks Kínverja, Mao
Tsetung, hitti Nehru, forsætisráð-
herra Indlands.
Vestrænir stjórnarerindrekar og
sovéskir heimildarmenn segjast eiga
von á að Gorbatsjov Sovétleiðtogi
fari til Kína í apríl eða maí á næsta
ári. Síðasti toppfundur leiðtoga Kín-
verja og Sovétmanna var 1959 þegar
Krustsjov hitti Mao í Peking. Sam-
skipti milli ríkjanna fóru síðan
versnandi vegna stefnu í utanríkis-
málum og vegna hugmyndafræðilegs
ágreinings.
Frumskilyrði Kínverja fyrir topp-
fundi ríkjanna hefur verið að sovésk
yfirvöld þrýsti á yfirvöld í Víetnam
um að draga til þaka hundraö þús-
und víetnamska hermenn frá Kamp-
útseu. Kínversk yfirvöld styöja bar-
Deng Xiaoping, leiðtogi Kínverja,
mun á næsta ári hitta Michael Gor-
batsjov Sovétleiðtoga í Peking.
Símamynd Reuter
áttu skæruliða þar við stjórnvöld.
Segja stjórnarerindrekar aö svo virð-
ist sem yfirvöld í Moskvu og Peking
hafi komist aö samkomulagi um
Kampútseu. Sovéskur sendimaður
fór til Peking til viöræðna um-Kamp-
útseu í ágúst og Qian, utanríkisráð-
herra Kína, hitti Sévardnadse, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, í aðal-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New
York í síðastliðnum mánuði.
Búist er við að Víetnamar tilkynni
um þrottför herliðs síns frá Kamp-
útseu áður en Gorbatsjov fer til Kína.
Víetnamar réðust inn í Kampútseu
1978 til þess að reyna að þæla niður
hreyfmgu rauðu khmeranna sem
Gorbatsjov Sovétieiðtogi hefur að
undanförnu hvatt mjög tii toppfundar
Sovétríkjanna og Kína. Kínverjar
settu þó skilyrði fyrir slíkum fundi
og svo virðist sem Sovétmenn hafi
gengið að því. Símamynd Reuter
Kínverjar styðja. Yfirvöld í Víetnam
hafa hvað eftir annað tilkynnt að þau
muni draga herlið sitt til baka 1990
en kínversk yfirvöld hafa ekki lagt
trúnað á þá yfirlýsingu.
Kínverjar segja að það hafi verið
Deng sem fyrst stakk upp á topp-
fundi við Sovétríkin en undanfarna
mánuði hefur það veriö Gorbatsjov
sem opinberlega hefur hvatt til slíks
fundar. Deng sagði eitt sinn að hann
vildi hitta Gorbatsjov áður en hann
næði 85 ára aldri, sem hann gerir í
ágúst á næsta ári, og Deng er sagður
hafa sagt við forseta Finnlands að
hann væri aö verða of gamall.
Reuter
—— m u ■ ■> * m m *
ETA-menn rekmr fra Alsir
Pétur L. Pótursson, DV, Barcelona:
Fjöldi meðlima sjáltstaiðishreyf-
ingar Baska, ETA, sem dvalist hafa
í Alsír sem pólitískir flóttamenn,
eiga nú yfir höföi sér að verða rekn-
ir þaðan. Þvi er það að stjórn-
málaarmur baskneskra aöskilnað-
arsinna, Herri Batasuna, leitar nú
logandi Ijósi að einhveiju landi sem
gæti veitt þessum mönnum hæli
jafnft-amt því sem leitað er leiða til
að koma þeim undan án vitneskju
spænska innanrikisráöuneytisins.
Alsír hefur löngum verið brott-
flúnura liðsmönnum ETA griða-
staður. Þangað hafa þeir flúið í
hópura er flett hefur verið ofan af
starfsemi þeirra hér á Spáni. Er nú
tahð aö þeir skipti tugum ef ekki
hundruðum.
Það er þó ekki bara í Alsír sem
fyn-um iiðsmenn leita hælis. Þeir
hafa löngum sótt um hæli í Frakk-
landi og hefur það löngum verið
veitt á þeim forsendum að mann-
réttindi séu fótum troðin hér á
Spáni.
Frakkar haía þó skipt um skoðun
á undanförnum árum, þrátt fyrir
skýrslur Ammnesty Jntematíonal
um síendurtekin mannréttinda-
brot hér á Spáni. Frakkar hafa ver-
ið iðnir við að framselja liðsmenn
ETA í hendur Spánverjum og eru
aðeins um 19 liðsmenn samtak-
anna eftir með hæh sem pólitískir
flóttamenn í Frakklandi. ETA hef-
ur beint spjótum sínum mjög að
Frökkum að undanförnu og hefur
það styrkt samstarf i’íkjanna í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum þannig
að liðsmömium ETA eru nú flestar
dyr luktar.
Quayle tekur völdin
I augum bandaríska teiknarans
Lurie, og reyndar margra annarra,
er Dan Quayle, varaforsetaefni
repúblikana, óreyndur ungur maður.
Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington:
Á meðan forsetaframbjóðendurnir
í Bandaríkjunum undirbúa sig fyrir
seinni kappræður þeirra, sem haldn-
ar verða í kvöld, er Dan Quayle,
varaforsetaefni repúbhkana, enn á
ný blaðamatur.
Quayle sagði í gær að hann væri
búinn að.fá sig fullsaddan af nei-
kvæðum blaðaskrifum um kosninga-
baráttuna og að tími væri til að hann
tæki völdin í sínar hendur.
Kosningabarátta Quayles, eöa öllu
heldur skipulag hennar, hefur verið
mikið til umfjöllunar í dagblöðum.
Kosningabaráttan er sögð sú allra
skipulagðasta sem nokkurn tíma
hefur verið háð og hefur ráðgjöfum
hans verið líkt við þjálfara.
Margir halda því fram að hver
hreyfing varaforsetaefnisins sé
skipulögö út í ystu æsar af ráðgjöfum
sem vilja allt til vinna aö halda Qua-
yle frá spurningum blaðamanna.
Blaðaskrif hafa verið mjög neikvæö
um frammistöðu Quayles og vitna
margir blaðamenn í heimildarmenn
innan herbúða George Bush, forseta-
frambjóðanda repúblikana. Margir
repúbhkanar hafa sagt Quayle vera
dragbít á kosningabaráttu Bush og
sumir stuðningsmanna varaforset-
ans hafa gagnrýnt Quayle.
í gær sagði Quayle hingað og ekki
lengra. Hann sagðist mundu taka
allar ákvarðanir sjálfur héðan í frá
og veita blaðamönnum greiðari að-
gang. Hann sagðist ætla að segja það
sem honum lægi á hjarta því hann
einn vissi hvað kæmi George Bush
best. Margir demókratar segja þetta
enn eitt herbragð ráðgjafa varafor-
setaefnisins til að undirbúa jarðveg-
inn fyrir kvöldið.
Fæstir búast við miklu í kappræð-
unum í kvöld. Fyrri kappræður for-
setaframbjóðendanna, sem og kapp-
ræður varafgrsetaefnanna, höföu lít-
il merkjanleg áhrif. Niðurstöður
skoðanakannana breytast nær dag-
lega en Bush virðist þó njóta 5 til 7
prósent meira fylgis en andstæðing-
ur hans, Michael Dukakis, forseta-
frambjóðandi demókrata.