Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER'1988.
Í3
Farsælt að hafa einn listaháskóla
- segir Sigmundur Guðbjamason háskólarektor
Svavar Gestsson kom með sköru-
legar tillögur um ýmis menningar-
mál um leið og hann settist í ráð-
herrastól enda aldrei að vita hve
lengi er til setunnar boðið. Ein tillag-
an var að stofna listaháskóla þar sem
kennsla í tónhst, leiklist og myndlist
væri sameinuð undir einum hatti.
Hugmyndum um háskóla utan Há-
skóla íslands hefur ekki alltaf verið
einróma fagnað. Skemmst er að
minnast heitra skoðanaskipta á Al-
þingi um háskóladeild á Akureyri
þar sem einn andstæðingurinn kall-
aði Akureyrardeildina refabú. HaU-
dór Blöndal, aðaihvatamaöur há-
skóla á Akureyri, flýtti sér þá að
svara að viökomandi þingmaður
væri sjálfur eins og minkur í framan.
En hvað segir Sigmundur Guð-
bjarnason, rektor Háskóla íslands,
um nýjan listaháskóla?
„Enn þá hefur ekkert verið fjahað
formlega um þetta innan háskólans.
Við höfum haft ágætan listfræði-
kennara hér, Björn Th. Björnsson.
Sjálfur mundi ég telja farsælt að hafa
einn Ustaháskóla. Sjálfstæð stofnun
af slíku tagi mundi fá meiri fjár-
stuðning heldur en innan okkar
veggja þar sem margar deildir keppa
um lítið fé.
Óneitanlega væri þó örvandi fyrir
okkar skólastarf að hafa listadeildir.
Þannig hafa hugvísinda- og raun-
vísindadeildirnar haft hvetjandi
áhrif hvor á aðra og lært hvor af
annarri þótt ólíkar séu.“
Sigmundur bætti því við aö listir
og vísindi væru greinar af sama
meiði og margir vísindamenn hefðu
listir sem tómstundaiðju.
„Ég hef sjálfur lengi haft mikinn
áhuga á myndlist og þegar að því
kemur að ég sest í einhvern, þó lík-
lega ekki helgan, stein býst ég alveg
eins við að draga fram penslana,"
sagði Sigmundur Guðbjarnason sem
var yfirverkfræðingur hjá Sements-
verksmiðjunni, prófessor í lífefna-
fræði og læknisfræði í Bandaríkjun-
um og loks prófessor í efnafræði við
Háskóla íslands áður en hann tók
þar við rektorsembætti.
-ihh
Meiming
Sigmundur Guðbjarnason rektor.
Biýnt verkefni
Jón Nordal, skólastjóri Tónlistar-
skólans í Reykjavík:
„Mér hst að mörgu leyti vel á þessa
hugmynd. Það er brýnt verkefni að
koma listmenntun á háskólastig.
Frumvarp fyrir tónhstarháskóla var
lagt fram í vor án þess að hljóta af-
greiðslu og búið er að semja hliðstæð
frumvörp fyrir hina skólana.
Aðalatriðið er að fmna leið sem
menn geta sameinast um til að koma
þessu nauðsynjamáh í höfn sem
fyrst. -ihh
Óhæftástand
Helga Hjörvar, skólastjóri Leiklistar-
skóla íslands:
„Núverandi ástand er óhæft. Við
þurfum að fylgja reglum um fram-
haldsskólastigið en nemendur kom-
ast ekki inn í skólann fyrr en 19 ára
gamhr og eru þá margir komnir með
stúdentspróf. Það væri eðhlegt að
geta byggt ofan á það.
Leiklistarskólinn er einfaldlega á
röngum stað í skólakerfmu, og þarf
að flytj ast á háskólastig. -ihh
Menningarmál
Bjarni Daníelsson, skólastjóri Mynd-
lista- og handiðaskóla íslands:
„Mér fmnst hér geysimikilvægt
menningarmál á ferðinni og lífs-
spursmál að viðurkenning fáist á
gildi hstmenntunar.
Meðal þeirra mörgu, hagnýtu at-
riða, sem háskólastig mundi bæta,
eru skiptin við erlenda hstaháskóla.
Það er orðið áberandi að nemendur
frá okkur verða aö sætta sig við að
byrja á miklu lægri stigum erlendis
heldur en menntun þeirra hæfir. Við
fógnum mjög ákvörðun mennta-
málaráðherra um stofnun Listahá-
skólaíslands" -ihh
NISSAN
MICRA
ÁRGERÐ 1989
NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR
TEG.
N
iAN MICRA 1.0 GL
LFSKIPTUR
STAÐGR.VERÐ
432.600. >
466.600. -
501.500.-
482.100.-
FULLT VERÐ
446.000.-
481.000.-
517.000.-
•5
497.000.-
...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGI
NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI
BÍLLINN í EVRÓPU
Opið laugardag og
sunnudag kl. 14-17
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -335 60