Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. Þrir formannskandídatar hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja: Engum er spáð meiii- hluta í fyrstu unvferð A þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem hefst mánudaginn 17. október og stendur í 5 daga, er búist viö allmiklum stormi af tveim- ur ástæðum. í fyrsta lagi hafa þrír geflð kost á sér til formannskjörs þótt Kristján Thorlacius hafi ekki lýst því yfir að hann sé að hætta. Kristján hefur verið formaður bandalagsins í 25 ár. Af samtölum við menn innan bandalagsins er Ijóst aö mikil barátta veröur háö þegar aö formannskjöri kemur. í annan staö verða lagðar fram til- lögur að viðamiklum skipulagsbreyt- ingum á starfsemi bandalagsins. Þær koma fram vegna þess hve hlutverk yfirstjómar bandalagsins hefin- breyst eftir að samningsrétturinn færðist frá stjóm bandalagsins yfir til hvers félags fyrir sig. Aldarfjóröungs starf Kristján Thorlacius hefur verið formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í aldarfjórðung. Þegar Kristján var kjörinn formaöur háði hann vægt sagt haröa baráttu við Ólaf Bjömsson prófessor í formanns- kjörinu og sigraði Kristján með að- eins eins atkvæðis mun. Minna gat þaö ekki verið. Fram að þvi höfðu sjálfstæðismenn ráðiö ferðinni innan bandalagsins. Þegar Kristján náði kjöri var hann í fararbroddi and- stæðinga sjálfstæðismanna sem gerðu aðfór aö þeim við stjómarkjör á þinginu. Með Kristjáni stóðu þá meðal annarra Haraldur Steinþórs- son, Einar Ólafsson, Þorsteinn Olafs- son og Sverrir Helgason. Kjörtímabil formanns Bandalags staifsmanna ríkis og bæja er þrjú ár og hefúr sumum þótt vera kominn tími á Kristján Thorlacius fyrir all- nokkm. Raunar hefúr Kristján haft á orði við þrjár síðustu kosningar að þetta yröi hians síðasta kjörtímabil. Samkvæmt heimildum DV ætlaöi Kristján ekki að hætta formennsku að þessu sinni og hefúr heldur ekki Guðrún Árnadóttir nýtur þess að 67 prósent félaga 1 BSRB eru konur. lýst því yfir enn að hann gefi ekki kost á sér. Samt sem áður hafa þau Guðrún Ámadóttir, framkvæmda- stjóri bandalagsins, Örlygur Geirs- son, varaformaður þess, og Ögmund- ur Jónasson fréttamaður lýst því yfir aö þau gefi kost á sér til formennsku. Kristján mun ekki finna mikinn stuðning að þessu sinni við að gefa kost á sér einu sinni enn og því teija heimildarmenn DV litinn sem engan möguleika á að hann geri það. En hveijir eru þá möguleikar þeirra þriggja sem gefa kost á sér? Um það em skiptar skoðanir. Kvennabandalag Flestir sem DV hefur rætt viöhall- ast að því aö staöa Guðrúnar Áma- dóttur sé sterkust. Guörún, sem er meinatæknir frá Akureyri, hefur unniö í mörg ár á skrifstofú banda- lagsins. Síðustu tvö árin hefur hún veriö framkvæmdastjóri þess. Sjálf sagði Guðrún í samtali við DV að í ijósi þess aö 67% félaga í bandalaginu væm konur teldi hún eðlilegt að kona byði sig fram til formanns og á þeirri forsendu hefði hún tekið ákvöröun um að gefa kost á sér. örtygur Geirsson nýtur trausts en ekki vfst aö hann nái kjöri. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Guðrún Amadóttir skipulagði þátttöku kvenna úr BSRB á kvenna- þinginu í Noregi í sumar og þótti öll vinna hennar í því sambandi takast sérstaklega vel. Það er og alveg ljóst að hún treystir fyrst og fremst á fylgi kvenna á komandi þingi bandalags- ins enda tilkynnti hún ákvöröun sína um framboö á fiölmennum kvenna- fundi hjá bandalaginu um síðustu helgi. Sem fyrr segir em 67% félaga í bandalaginu konur og er talið aö sá meirihluti endurspeglist í flölda fúlltrúa á komandi þingi. Þó em ekki allir sammála um aö svo verði og telja að karlar verði þar í meirihluta. Þess má geta til viðbótar að Kristján Thorlacius er sagöur styðja Guðrúnu ef kosiö yrði um þrjá fyrmefnda frambjóðendur. Hann vill hafa hönd í bagga með hver tekur viö af honum. Ekki em allir sammála um að sá stuðningur yrði Guðrúnu til fram- ögmundur Jónasson, frambjóöandi þeirra sem vilja breytingar á starf- semi bandalagsins. dráttar. Sumir segja þaö neikvætt fyrir Guðrúnu, aðrir fullyrða að Kristján geti svo gott sem tryggt henni kjör ef hann beiti sér. Einn viðmælenda DV, sem þekkir vel til starfa Guörúnar Ámadóttur, sagði hana miklum kostum búna til að takast á við formennsku í banda- laginu. Það eina sem hann óttaðist væri að hún væri ekki nógu kjörkug 1 ákvarðanatöku þegar til stærri átaka kæmi. örlygur nýtur trausts Örlygur Geirsson hefur veriö vara- formaöur bandalagsins síðustu kjör- tímabil. Hann hefur lengi átt sæti í stjóm bandalagsins en ætlaöi að hætta á síðasta þingi. Kristján Thorlacius fékk hairn þá til að gefa kost á sér áfram. Þess vegna þykir mörgum sem Örlygur ætti aö eiga stuðning Kristjáns vísan en svo mun ekki vera. Örlygur er sagður njóta trausts innan bandalagsins. Hann hefúr veriö farsæll í starfi og mikill mannasættir þegar deilur hafa sprottiö upp. Þó er ekki talið víst að hann njóti þess við formannskjör því eins og einn viðmælenda DV sagði: Hver man gamlar deilur og hver það var sem náði að sætta menn? Menn telja að það verði einkum hægri menn sem styðji Örlyg viö formannskjör. Hann er starfsmaöur ráðuneytis og kemur því úr „kerf- inu“ eins og Kristján Thorlacius gerði á sínum tíma. Nú era breyttir tímar og menn telja það ekki vænlegt til árangurs innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja að koma úr „kerfinu" eins og það er kallaö. Breytingamenn styðja Ogmund Ogmundur Jónasson, fréttamaður sjónvarpsins, mun einkum njóta stuðnings þeirra sem vilja ná fram veigamiklum breytingum á banda- laginu. Einnig nýtur hann stuönings vinstri manna og er sá hópur sagður best skipulagður innan bandalags- ins. Þar í hópi era nokkrir harðlínu- menn og er það ekki talið honum til framdráttar. Það er mál manna að Ögmundur eigi minni möguleika en Guðrún og Örlygur að ná kjöri þótt hæfileikar hans séu síst minni. Sum- ir benda á að ef Ögmundur hefði far- ið fram gegn Kristjáni Thorlaciusi síðast, eins og hann hugði um tíma, stæði hann betur að vígi nú. Stuðn- ingsmenn Ögmundar vonast eftir að þeir Ögmundur og Örlygur fái fleiri atkvæði en Guðrún í fyrstu umferð og að í síðari umferðinni verði kosið á milli þeirra tveggja. Fari svo telja þeir Ögmimd eiga sigurmöguleika. Allir sem DV ræddi við telja útilok- aö að neinn þessara þriggja nái kjöri í fyrstu umferð en hreinan meiri- hluta þarf til aö ná kjöri. Þegar svo kosið verður milli tveggja í annarri umferð er stóra spumingin, og sem útilokað er aö svara á þessari stundu, hvemig atkvæði þess er minnst fær í fyrstu umferð skiptast. Þaö er því alveg Ijóst að fram undan er spenn- andi formannskjör á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. -S.dór Fyrsta konan í þúsund ár Sumir vora famir að óttast, eða vona, að fresta yrði setningu Al- þingis meðan stjómarflokkamir væra aö reyna að koma sér saman um skiptingu embætta innan þingsins. Málið leystist svo á síð- ustu stundu með því að Guðrún Helgadóttir var sett á forsetastól sameinaðs þings en framsókn og kratar skiptu með sér forsetatign deildanna. Sighvati Björgvinssyni varð ekki þokað úr formennsku í fiárveitinganefnd og er sagt aö þar ráði mestu að hann er þingmaöur Vestfirðinga. Þótt stjómarflokk- amir hafi karpaö svolítið til mála- mynda við myndun ríkisstjómar- innar þá var það ekkert stórmál enda ekki fólgið í öðra en svíkja kosningaloforð eins og venjulega. En átökin um embætti innan þings- ins vora slík að það lá við að upp úr syði hvað eftir annaö. Og enn era menn sárir og móðir eftir þessa viðureign. Kratar og framsókn era í ham þar sem þeir telja sig hafa verið afskipta í ýmsum tilfellum. Til dæmis heimtaði Steingrímur aö Jón Helgason yrði forseti samein- aðs í sárabætur fyrir að missa ráð- herrastólinn. Um þetta var karpað lengi og hart deilt þar til einhveij- um datt í hug að spyija Jón sjálfan hvort hann hefði áhuga á forseta- sætinu. Kom nokkurt fát á menn þegar Jón svaraöi því til að hann hefði engan áhuga á nefndri for- setatign. En Ólafur Ragnar var svo sem ekkert að hampa verðleikum Guðrúnar þegar hann barði í gegn að hún yrði forseti sameinaðs. Þess í stað lagði hann áherslu á að þetta væri í fyrsta sinn í þúsund ára sögu Alþingis að kona sæti í forsæti sameinaös þings. Sumir höfðu ekki hugmynd um aö þetta embætti hefði veriö til í þúsund ár. Eftir að rifrildið um embættin er afstaöið og kosið hefur verið í nefndir munu þingmenn taka það rólega næstu vikur. Fjárlagafrumvarpiö bíöur síns tíma og auðvitað getur Stein: grímur ekki farið að flytja stefnu- ræðu meðan enginn veit hver stefnan er, eða réttara sagt, hvaða stefnur veröa fyrir valinu. Þó virð- ist nokkuð ijóst að vextir verða lækkaöir til að fæla fólk frá þeim fianda að leggja peninga fyrir. Með því aö draga úr spamaöi almenn- ings eykst kaupgleði almennings og ríkiö fær meira í kassann í formi tolla og vöragjalda og söluskatts og svo framvegis. Þá era uppi áform um aö hræra upp í láns- kjaravísitölunni til að auka byrðar þeirra sem skulda. Með því móti fer fólk loksins að skilja þá staðreynd að það borgar sig eklti að skulda og hættir þessum eilífa slætti í bönkum og sparisjóðum sem hefur svo ekkert nema gjaldþrot í fór með sér þegar upp er staðið. En með því að lækka vexti og gera lánskjara- vísitöluna óhagstæðari er loksins kominn vísir að skynsamlegri hag- stjóm hérlendis. Það er ekki víst að allir skilji þetta en það skiptir ekki svo miklu máli því almenning- ur er löngu hættur aö botna upp eða niður í þessum opinbera fjár- lögum hvort sem er. Ekki nema um minni háttar mál sé að ræða eins og til dæmis það að ef þú borgar ekki stöðugjald fyrir bílinn þinn þá verður hann dreginn inn að Miklagarði, lokaöur þar inni í porti og svo boðinn upp. Útlendingar hafa enn ekki fundið upp þessa snjöllu uppboðsaðferð heldur era bílar geymdir þar til eigendur koma og leysa þá út ef um er að ræða umferðarbrot. En uppboð era vinsæl hérlendis eins og best sést á því þegar menn kaupa sjálfir eignir sem þeir era búnir aö glata vegna gjaldþrots og græða svona eins og hundrað milljónir á tiltæk- inu. Þetta er mun auðskiljanlegra dæmi en alls konar ræður og rit- smíðar um vexti, verðbætur, láns- kjaravísitölu, neikvæða raunvexti og hvaö þetta allt er nú kallað. En eins og ríkisstjómin lofaði í upp- hafi þá mun stefnt að þvi að bæta kjör allra með kjararýmum sem enginn finnur fyrir. En ef svo illa vildi til að einhveijir sæju fram á gjaldþrot vegna skulda þá er engin ástæða til að örvænta. Bara láta bjóöa upp og kaupa gömlu skuld- imar meö fimmtíu prósent afföll- um eða svo og þá er vandinn leyst- ur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.