Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
15
„Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, forseti OECD og efnahagsstjóri
þjóðarinnar i næstum tuttugu ár mildaði niðurfærslutillögurnar..
segir greinarhöfundur.
„Maður má bara ekki líta af þessu
eitt augnablik," sagði kona nokkur
þegar hún kom heim eftir sólar-
landaferð og frétti um nýju ríkis-
stjómina. „Þá verður bara allt vit-
laust. Það er aldeilis fjör í þessu.“
Víst er um það að nýja stjómin kom
nokkuð óvænt og áttu ekki aiiir von
á þessum sviptingum núna.
Svokölluð þensla einkenndi
ástandið þegar síðasta ríkisstjóm
var við völd. Nú leggja ekki allir
sama skilning í þetta orð, enda kom
hún misjafnlega fram á landinu.
Þegar menn leggja ekki sama skiln-
ing í Vandamáhð er ekki von á öðra
en tillögur til lausnar því verði
misjafnar, sérstaklega þegar
vandamálið birtist í ýmsum mynd-
um, eftir því hvar það er á landinu.
Varla er hægt að tala um þenslu-
ástand í sveit, þar sem fólkið er að
flytjast á burt, atvinnufyrirtækin
að fara á hausinn eða flytjast eitt-
hvað annað.
Eftirspurnarveröbólga
Hitt er samt Ijóst að fyrir þjóð-
félagið allt gilti það undanfarið að
of mikil eftirspum var í hagkerf-
inu. Þetta olli sígildri eftirspumar-
verðbólgu (demand pull) með of
miklu álagi á gjaldeyrisöflunina,
þannig að í einu mesta góðæri ís-
landssögunnar vorum við samt að
safna skuldum, og vorum þó skuld-
ugasta þjóð veraldar fyrir. Fjárfest-
ingarmistökin imdanfarin ár tak-
mörkuðu aðgerðir til lausnar vand-
anum. Þannig var skuldastaða
ýmissa útflutningsfyrirtækja svo
slæm að gengisfelling hefði einfald-
lega gengið frá þeim. Auk þess
hefði hún verið einskis virði án
innlendrar verðstöðvunar, launa-
frystingar og beinnar íhlutunar
ríkisvaldsins til stuðnings útflutn-
ingsgreinum í vanda, t.d. með
stofnun gengismunarsjóðs til ráð-
stöfunar handa þeim verst settu.
30% gengisfelling - átök
Þá vora vextir einnig mjög háir,
m.a. vegna þess hve illa hefur tek-
ist til með ráðstöfun á spamaði
þjóðarinnar undanfama áratugi.
Þetta jók enn á vandann og við
blasti þrot útflutningsatvinnuveg-
anna. Talað var um 30% gengis-
KjaUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
fellingu sem hefði þýtt gífurlega
kjaraskerðingu, sem sjálfsagt hefði
endað í hörðum átökum á vinnu-
markaði og ekki hefði það bætt
ástandið.
Niðurfærslan - ábyrgð
stjórnmálamanna
Til lausnar þessum vanda lagði
Alþýðuflokkurinn til hina frægu
niðurfærsluleið. Hún hefði rotað
verðbólguna í einu höggi, komið
fótunum undir útflutningsgrein-
arnar en að vísu breytt krónutölu
launa niður á við. Bjargraéðisnefnd
forsætisráðherra kom einnig með
þessa leið og Framsóknarflokkur-
inn studdi hana, enda benti allt til
þess að þetta væri í rauninni væg-
asta kíararýmunin út úr vandan-
um. Einhverra hluta vegna treysti
Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til
þess að hlusta á eigin bjargræðis-
nefnd og kvaddi forsætisráðherra
til forseta Alþýðusambandsins til
þess endanlega að slátra niður-
færslunni. Fannst mörgum þetta
samráð ærið kyndugt, þar sem for-
seti ASÍ getur aldrei haldið andliti
gagnvart eigin umbjóðendum með
frumkvæði að breytingu á gerðum
samningum, það hggur í hlutarins
eðh. Enn kyndugra fannst þó flest-
um að lýðræðiskjörinn forsætis-
ráðherra skyldi velja þá leið að láta
formann þrýstihóps stinga sér í
vasann, hversu mikilvægur sem
hann annars er. Samráð á þjóðar-
skútunni er auðvitaö guh, en þegar
kemur að sjálfum brimróðrinum
verður sá sem stýrir að vera fær
um að yfirgnæfa öskrið í briminu
og kalla skipanir sem skiljast og
er hlýtt. Annars ferst hið fríða fley.
Hvað veður þá um samráðið? Menn
verða að gera sér grein fyrir í upp-
hafi hvað ábyrgð er þegar þeir taka
að sér trúnaðarstörf fyrir þjóðfé-
lagið.
Millifærsla
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra, forseti OECD og efnahags-
stjóri þjóðarinnar í næstum tutt-
ugu ár mhdaði nú niðurfærslutil-
lögumar og kom með lausn út úr
vandanum sem kennd hefur verið
við milhfærslu. Sem sagt verð-
stöðvun, væg gengisfehing, vaxta-
lækkun, launafrysting og fé veitt
til þeirra útflutningsgreina sem
vora í mestum erfiöleikum. Ekki
var hreyft við nafnlaunum, þannig
að viðkvæmt atriði fyrir verkalýðs-
hreyfinguna var numið á brott,
enda tekur lengri tíma að ganga frá
verðbólgunni þegar þessi leið er
farin frekar en niðurfærslan.
Tillögur Sjálfstæðisflokksins
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, og Stein-
grímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, gengu að
lokum af niðurfærsluleiðinni og
studdu millifærsluleiðina. Sjálf-
stæðisflokkurinn treysti sér þó
ekki til þess, heldur vhdi fara aö
krukka í söluskattinn, sem stefndi
þó ahur með virðisaukaskattinum
th betri vegar að minnka ríkis-
sjóðshahann og þannig verðbólg-
una th lengri tíma. Svo vhdi hann
hækka tekjuskatt. Skatt sem Al-
þýðuflokkurinn vih leggja niður og
margir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa stutt, ef ekki ahur
flokkurinn á stundum.
Hvað farsælir Sjálfstæðis-
flokkinn núna?
Ólafur Thors, sem margir sjálf-
stæðismenn telja mesta foringja
flokksins fyrr og síöar, sagði í einni
sinni síðustu ræðu að honum fynd-
ist sem gæfan hefði farsælt störf
viðreisnarstjómarinnar. Síðan fól
hann Bjama Benediktssyni for-
mennskuna í flokknum og forsæt-
isráöuneytið. Nokkra síðar lenti
íslenska þjóðin í mestu ytri efna-
hagsörðugleikum sem hún hefur
komist í á þessari öld, að undan-
skilinni heimskreppunni miklu.
Bjami Benediktsson setti þá á al-
gjöra innlenda veröstöðvun, fehdi
gengið og hóf beinan stuðning rík-
isvaldsins við útflutningsgreinarn-
ar. Við þessar ráðstafanir vann
m.a. Jón Sigurðsson viðskiptaráö-
herra á Efnahagsstofnuninni sem
sérfræðingur og björguðu þær
þjóðinni á tveimur áram. Tihögur
hans núna til lausnar vandanum,
kenndar við millifærslu, era í eðh
sínu nánast nákvæmlega sömu th-
lögumar og Bjami Benediktsson
notaði fyrir tuttugu árum, nema
meira að segja að þær ganga ekki
eins langt, t.d. varðandi gengisfeh-
ingar, enda vandinn ekki enn af
sömu stærðargráðu. Er það nema
von að margir sjáifstæðismenn
spyrji sig núna þeirrar spumingar
hvað verði th þess að farsæla störf
flokksins í framtíðinni þegar nú-
verandi forasta heykist á því að
framkvæma tihögur, sem Bjarni
Benediktsson notaði á sínum tíma
th bjargar þjóðinni. Maður sem var
bæði vahnn og studdur sem eftir-
maður af ástsælasta foringja
flokksins fyrr og síðar, Ólafi Thors.
Félagshyggjufólk sameinast
Sannast sagna hefur oft verið
kært mihi Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins þótt sá síðar-
nefndi hafi stundum spilað á klofn-
ingsöfl í röðum íslenskra jafnaðar-
manna, Alþýðuflokknum lítt th
framdráttar. íslenskir jafnaöar-
menn era núna að sameinast, fé-
lagshyggjufólk skhur kah timans,
enda getur hinn aldni heimur
stundum verið fríður. Fálkinn, sem
lyftir sér af fjallseggjunum, við-
skyggn og fagur, á ekki að hætta
að þekkja sjálfan sig eða sinn vitj-
unartíma. Öhum getur fatast flugið
og farið að svima. Hann á vissulega
sín prik fyrir frelsi og framtak.
Stundum er líka ágætt að setjast á
sólríka ströndina og endurheimta
fjöriö. Líta af þessu augnablik.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Islenskir jafnaðarmenn eru núna aö
sameinast, félagshyggjufólk skilur kall
tímans, enda getur hinn aldni heimur
stundum verið fríður.“
Ráðherrastól fyrir mengun
„Það er löngu timabært fyrir okkur íslendinga að (æra okkur tramar í
framleiðsluferlið," segir i greininni. - Á sýningu Námsgagnastofnunar
á tölvum.
í nýhðnum stjórnarmyndunarvið-
ræðum kom fram ágreiningur um
hvort byggja ætti nýtt álver við
Straumsvík. Alþýðubandalagið
setti fram kröfur um að ekki yrði
farið út í þær framkvæmdir sem
fyrrverandi stjórn hafði á prjónun-
um. Þetta mun aðahega hafa verið
vegna áhrifa Hjörleifs Guttorms-
sonar sem er annálaður umhverfis-
vemdarsinni. Þessari kröfu Hjör-
leifs var þó fómað, ásamt samn-
ingsréttinum, í skiptum fyrir ráð-
herrastóla og setu í ríkisstjóm.
Þar sem einstaklingurinn
nýtur sín
Spumingin um það hvort reisa á
álver í Straumsvík snýst fyrst og
fremst um það hvemig framtíðar-
sýn við vijjum, hvemig við viijum
hiafa íslenskt umhverfi í framtíö-
inni. Vhjurn við umhverfi með eit-
urspúandi verksmiðjum sem íbúar
Evrópu era í óðaönn að reyna að
losa sig við, verksmiðjur sem era
hehsusphlandi vinnustaðir, þar
sem atvinnusjúkdómar era tíðir og
mynda í hehd mjög ómanneskju-
legt umhverfi?
Eða viljum viö manneskjulegt
umhverfi með mörgum smáum fyr-
irtækjum sem byggja á hátækni,
rafeindaiðnaði, lífefnaiðnaði og
ýmiss konar þjónustu þar sem
hæfileikar einstaklingsins fá að
Kjallariim
Methúsalem Þórisson
talsmaður Samtaka græningja
njóta sín, umhverfi sem laðar fram
það besta í fólki?
öfugþróun
Með byggingu nýs . álvers í
Straumsvík er haldið áfram á
þeirri braut að byggja upp atvinnu-
vegina á hráefnisframleiðslu, þ.e.
að th viðbótar við útflutning okkar
á fiski, óunnum og hálfunnum, þá
bætist við útflutning okkar á hrá-
áh. Það er staðreynd að þær þjóðir,
sem stunda hráefnisöflun og út-
flutning, bera yfirleitt minna úr
býtum en þær sem fuhvinna vörur
og selja. Þeir sem stunda ýmiss
konar þjónustu hagnast mun bet-
ur.
Þaö er því löngu tímabært fyrir
okkur íslendinga að færa okkur
framar í framleiðsluferhð og vinna
að því að þróa hér atvinnulífið.
Munurinn á þróuðu efnahagskerfi
og vanþróuðu er m.a. sá að í því
vanþróaða er aðahega unnið hrá-
efni sem síðan er selt annað til fuh-
vinnslu.
í því þróaða er hráefnisvinnslan
hlutfallslega fyrirferðarlítil en
þeim mun meira um fuhvinnslu,
hátækni, rafeindatækni og alls
kyns sölustarfsemi og þjónustu.
Þaö er því mikh öfugþróun að
halda hér áfram að byggja álver.
Með því er verið að viðhalda van-
þróuðu efnahagskerfi með tilheyr-
andi sveiflum þvi verð á hráefhis-
markaði er mim óstöðugra en á
neytendamarkaði; álverð er nú í
mikihi og langri niðursveiflu.
Skammtímasjónarmið og
eiginhagsmunlr
Það hefur oft vakiö furðu manna
hversu lítinn stuðning íslenskur
iönaöur hefur fengið hjá stjóm-
völdum og þeir sem hafa komið
með nýjungar í iðnaði hafa oftsinn-
is bókstaflega mætt flandskap
ráðamanna. Aftur á móti virðast
ráðamenn vera áhugasamir um
stóriðju og leggja talsvert á sig til
aö laða að erlend fyrirtæki og bjóða
þeim „guh og græna skóga“. Ekki
er ólíklegt að sú staöreynd, að inn-
flutningsverslunin hefur haft mjög
sterk póhtísk áhrif á íslandi, ráöi
hér miklu um því stóriðja mun á
engan hátt veita henni þá sam-
keppni sem ýmis smáiðnaöur
mundi ótvírætt gera.
Það er óþolandi ef ráðamenn láta
nú enn einu sinni skammtimasjón-
armið, þröngsýni og eiginhags-
muni ráða stefiiumörkun í atvinnu-
og efhahagsmálum. Þaö er þörf á
ábyrgum stjómmálamönnum.
Rödd græningja veröur aö heyrast
á Alþingi.
Methúsalem Þórisson
„Það hefur oft vakið furðu manna
hversu lítinn stuðning íslenskur iðnað-
ur hefurfengiðhjástjórnvöldum... “