Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
36
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Elizabeth
Taylor
mun sjást aftur á hvíta tjaldinu
innan skamms. Þaö verður í
kvikmyndinni Young Toscanini
sem Franco ZefSrelli leikstýrir.
Taylor hefur svo mikiö dálæti á
Zeffirelli að hún segist mundu
fara til tunglsins ef hann færi
fram á það. Liz hefur ekki leikið
’ í bíómynd um nokkurt skeið. Hún
hefur hins vegar leikið nokkuð í
sjónvarpi og er skemmst að
minnast þess er hún lék smáhlut-
verk sem pútnamamma í þáttun-
um Stríðsvindar.
David Bowie
mun á næstunni leika í dans- og
söngvamynd sem byggð verður á
bók James Clavell, Shogun. Hlut-
verkið, sem Bowie fer með, var í
höndum Richards Chamberlain í
sjónvarpsþáttunum. Reyndar á
Bowie eftir að gefa afdráttarlaust
"^Svar um það hvort hann tekur
hlutverkið að sér en ef hann seg-
ir nei þá eru framleiðendurnir
nú samt ekki á flæðiskeri staddir
því að einnig eru í sigtinu söngv-
arar á borð við Sting, Freddie
Mercury og Cliff Richard.
Michael
Landon
er sem kunnugt er mjög barn-
margur maður og hefur reyndar
eignast níu börn svo vitaö sé.
Hann ætlar nú að búa fjölskyldu
sinni sómasamlegt heimili, eins
langt frá litla húsinu á sléttunni
og mögulegt er. Nýja húsið, sem
hann er að byggja, er í Malibu í
Kalifomíu og þar verða stór
ivefnherbergi handa hveiju
bami. Hann ætlar greinilega aö
byggja hús af sæmilegri stærð
vegna þess að þar á einnig að
vera tómstundaherbergi mikið og
margar stofur. Herlegheitin eiga
síðan ekki að kosta nema sex
hundruð milljónir íslenskra
króna.
Douglas skrifar um Reagan
Nancy Reagan ásamt Kirk Douglas og Anne, konunni hans, hér á árum áður.
Kirk Douglas gaf fyrir stuttu út bók
um ævi sína. Eins og gefur að skilja
hefur Douglas frá mörgu skemmti-
legu að segja og lætur hann allt
flakka.
Hann segir frá því er hann lék í
myndinni „Sjö dagar í maí“ þar sem
hann lék ofursta sem vann náið með
forseta Bandaríkjanna. Ekki sagðist
hann þá hafa haft grun um að í gegn-
um son sinn, Eric, myndi hann brátt
kynnast alvöruframtíðarforseta.
í skólanum kynntist Eric Ronnie
Reagan yngri og urðu þeir góðir vin-
ir. Þeir heimsóttu hvor annan um
helgar. Stundum var’Eric heima hjá
Ronnie heila helgi og stundum var
þetta öfugt.
Ronald Reagan stal alveg sviðsljós-
inu frá Kirk Douglas i pylsuafgreiðsl-
unni og var skömmu siðar kosinn
ríkisstjóri i Kaliforníu.
Dag einn hafði Eric verið ekið heim
til Ronnie. Þegar hann gekk inn í
húsið með Nancy sá hann miða með
nafni Barry Goldwaters á stuðaran-
um á bíl Reaganhjónanna og sagði:
„Púúúú, Goldwater," og var með því
aðeins að hafa það eftir sem fyrir
honum var haft heima.
„Nancy varð alveg óð og hringdi í
okkur. „Þið skuluð koma strax hing-
að og sækja þennan dreng,“ sagði
hún. Eric var grátandi og vissi ekki
hvað hann hafði gert af sér. Við
þurftum að senda eftir honum.“ Eftir
þetta töluðu Douglashjónin við Reag-
anhjónin en sambandið hafði kólnað
mjög.
Þegar krakkarnir urðu eldri var
haldin hátíð á hverju ári í skólanum
til að safna peningum. Þá var vaninn
að pabbamir kæmu og hjálpuðu til
og leiddist Douglas þetta alltaf. En
hann fór samt og vann við að fram-
reiða pylsur fyrir fólk.
Ronald Reagan var líka í pylsu-
básnum og Douglas segist hafa tekið
eftir að Reagan tróð sér alltaf fram
fyrir hann til að afgreiða pylsurnar.
„Ég velti því fyrir mér hvers vegna
hann væri svona ákafur við að af-
greiða pylsurnar, hvort hann væri
að reyna að setja nýtt met á því sviði.
Mér líkaði þetta illa en ég hélt mig
fyrir aftan og setti sinnep á þær á
meðan hann afgreiddi almenning.
Þegar við ókum heim skaut hugs-
uninni allt í einu upp í kolhnum á
mér. „Ég held að Ronnie Reagan
æth aö fara út í pólitík," sagði ég við
konuna mína. Skömmu síðar bauð
hann sig fram til ríkisstjóra og vann.
En þegar Ronald Reagan bauð sig
fram til forseta ætlaði ég varla að
trúa því. Maður getur bara varla
ímyndað sér að einhver sem maður
hafði þekkt sem leikara ætlaði sér
að verða forseti Bandaríkjanna. Ég
hélt ekki aö honum tækist þetta, en
honum tókst það.
Sú Nancy Reagan, sem ég þekkti
fyrir mörgum árum, hefur breyst.
Ég var í Hvíta húsinu einn daginn
við athöfn til heiðurs bandaríska
krabbameinsfélaginu. Nancy bað
mig um að verða eftir og drekka með
sér kaffi, jafnvel þótt hún vissi að ég
hefði ekki unnið fyrir manninn
hennar í fyrri kosningunum heldur
Jimmy Carter.
Fólk breytist. Nancy er orðin miklu
hlýrri manneskja en hún var. Hún
berst í einlægni gegn eiturlyfjanotk-
un. Ég hef andstyggð á þeirri gagn-
rýni sem hún hefur fengið. Mín kona
hjálpar mér undir öllum kringum-
stæðum ef hún getur. Auðvitað, hún
er konan mín.
Af hverju ætti kona forsetans ekki
að gera það sama?
Hún sendi okkur mynd og skrifaði
á hana: „Við höfum farið í heilan
hring.“ Það var rétt hjá henni.“
Verið
þið nú
duglegir
Þessir myndarlegu górillustrákar eiga heima í dýragaröin-
um í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Þeir veröa aö taka
vítamínin sín eins og aðrir strákar svo aö þeir verði áfram
svona sætir.
Leitað
langt
yíir
skammt
Þetta heitir víst aö krækja sér í sígarettu. Sviðsljós
getur ekki mælt meö því aö lesendur prófi þetta í heima-
húsum.