Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 32
I 32 ppor qrrJanrrvn pr grrn a rrrTrpifihÆTv FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. Lffestm Byrjið á að skera kjötið fjærst ykkur frá beinunum til að losa Skerið vel meðfram öllum rifbeinum svo nýtingin verði sem Rennið hnffnum fyrst undir bringubeinið og losið það alveg um þau. best. frá. Rennið síðan hnífnum undir rifin, eitt og eitt í senn. DV-myndir KAE Tllraunaeldhús DV: Úrbeining á slögum Þegar keyptur er kindaskrokkur fylgja honum vitanlega tvö slög. Kjötið á bringustykkjunum, öðru nafni slögum, er fremur feitt en bragðmikið og ódýrt. Slögin má rúUa upp og setja í þau ýmiss konar fyllingu eða gera úr þeim rúllupylsu. Ef nota á slögin í steik er auðvelt að fituhreinsa þau á beinhliðinni. Ekki má fituhreinsa ytri hliðina því hún heldur steikinni saman. Slög, sem notuð eru í rúllupylsu, eru yfirleitt ekki fituhreinsuð. Notið öll bein, sem til falla við úrbeiningu, til að sjóða kjötsoð sem síðan má frysta í hæfilegum skömmtum. Úrbeiningin Úrbeining á slögum er tiltölulega einfalt mál því beinin hggja það utar- lega. Nauðsynlegt er, eins og reyndar við aUa úrbeiningu, að hafa góðan og vel beittan hníf. Opnið fyrst nokkurs konar vasa. Rifbeinin snúa upp og beinendamir að ykkur. Sneiðið meðfram kjötflip- anum lengst frá ykkur og lyftið hon- um upp. Rennið hnífnum meðfram bijóskinu og þá má nota finguma við að renna kjötinu frá. Snúið stykkinu í hálfhring og látið beinendana snúa frá ykkur í þetta skiptið. Rennið hnífnum nú meðfram rifbeinunum svo sem minnst kjöt fari tíl spillis. Snúið stykkinu aftur til hálfs og haldið um beinin í vinstri hendi. Takið í bringubeinin og rennið hnífn- um milh kjötsins og beinanna. Nú em beinin að mestu leyti laus ffá og aðeins eftir að losa um þau smæstu. Hreinsið aUt kjöt af beinunum ef gera á rúUupylsu og nýtið það innan í pylsuna. -JJ Leggiö slögin hvort ofan á annað. Hafið þykku hlutana gagnstæða svo að pylsan verði jafnari. Smyrjið kryddblöndunni jafnt innan í slögin. Tllraunaeldhús DV: Rúllu- pylsugerð í þetta sinn ætlum við að gera rúUupylsu úr slögunum. Það er smekksatriði hvort ein stór rúUu- pylsa er gerð úr báðum slögunum eða tvær Utlar. í þessu tilfelh vom bæði slögin notuð til að gera eina pylsu. HlutfóUin á kryddinu í upp- skriftinni em miðuð við 1 kg af bein- lausu kjöti. Þar sem sumir viija hafa pylsuna fremur mikið kryddaða er einfalt að auka kryddmagniö. 1 kg lambaslög 3 tsk. salt örl. saltpétur 1 tsk. allrahanda 'á tsk. pipar 'A tsk. rúUupylsukrydd 2 tsk. fint saxaður laukur Þvoið og þerrið slögin vandlega áður en þau era úrbeinuð. Snyrtið ójafna kanta og sefjið smátt brytjað- an afskurð ásamt öðrum afgöngum innan í pylsuna. Blandið kryddinu saman og stráið innan í slögin. Vefjið þau þétt saman og saumið með bóm- ullargami. Vefiið síðan slögin vel með gaminu. RúUupylsuna má frysta eða setja strax í pækU. ÞurrpækiU á rúllupylsu 'Á dl salt 'A dl sykur 1 tsk. saltpétur Blandið öUu kryddinu vel saman, nuddið því utan á rúUupylsuna og geymið hana í pæklinum í plastpoka sem vafinn er þétt að og lokað vel. Geymist í kæUskáp í ca 4 daga. Sjóðið rúUupylsuna í rúmlega klukkustund, það fer eftir stærð. Setjið í létta pressu eða undir farg. Ágætt ráð er pressa rúUupylsu í plastpoka tíl að hindra að soðið renni frá henni. -JJ Rúlllð slögunum nú vel og þétt saman. Saumlð pylsuna saman og vefjiö hana sfðan með bómullargami. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.