Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER' 1988 DV '3 Fréttir Kindaskrokkunum var sturtað i þar til gerða gryfju og síðan mokað yfir. DV-mynd Geir Riðufé urðað í Svarfaðardal Húsdýr í búrum í Laugardalnum - framkvæmdir við dýragarðinn vel á veg komnar „Undirbúningur dýragarðs í Laug- ardalnum gengur ágætlega og er vel á veg kominn," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri er DV ræddi við hann. Búið er að ganga frá bílastæðum sem eiga að þjóna dýragarðinum. Einnig er búið að skipta um jarðveg á svæð- inu, gera lítinn garð og „breiðstræti". í sumar og fyrrasumar var hafm ræktun á háum trjám eins og til- heyra á slíkum stað. í vor verður svo hafin bygging á dýrageymslum. Stefnt er að því að opna garðinn á vormánuðum 1990. Getur svo farið aö hluti hans verði opnaður strax næsta haust. „Þetta verða aðallega íslensk hús- dýr sem við verðum með þarna, þessi dýr sem nútímakrakkarnir þekkja ekki öðruvísi en af bókum,“ sagði borgarstjóri. „Jafnframt verðum við þarna með lítinn hljóðlátan skemmtigarð þar sem verða tæki meö loftpúðum svo og vélarlaus verkfæri. Þarna verður hávaði út- lægur,“ sagði Davíð. „ Þessi garður er hugsaður fyrir yngstu krakkana frá 2-12 ára.“ Davið sagði að ef dýragarðurinn mæltist vel fyrir yrði stefnt að því að stækka hann og taka inn fleiri dýrategundir. „Á veturna verður svo hægt að fara með skólabörn í heim- sókn í Laugardalinn og sýna þeim dýrin í húsum sínum.“ Geir Guösteinsson, DV, Dalvflc Eftir sláturtíðina í Svarfaðardal í haust var öllu riðufé í dalnum slátrað í sláturhúsinu og ekið á bílum í land Hamars í Svarfaðardal og urðað þar. Alls var slátrað um fjögur þúsund fjár í haust og er dalurinn þá án alls. sauðfjár í vetur og fram á haustiö 1989. „Má segja að hér sé alK í biðstoðiT Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Það má alveg eins segja aö hér sé allt í biðstöðu," segir Armann Pét- ursson á skjálftavaktinni við Mývatn en hann hefur umsjón meö þeim mælum er sýna skjálftavirkni og landris á óróasvæðinu við Kröflu. „Það hefur verið rólegt hér að und- anförnu og htil hreyfing," sagði Ár- mann. „Hæðin á landinu er svipuð og í sumar og meiri hæð hefur ekki verið hér áður.“ Ármann sagði að menn þyrðu ekki að reikna með að þaö ástand væri liðið. Búast mætti við frekari tíðind- um frá Kröflu og auövitað væri hætta á ferðum ef spenna myndi fara vax- andi í jörðinni. Pálmi Lórensson, veitingamaður í Vestmannaeyjum: Fékk greiðslustöðvun þegar bjóða átti upp Pálmi Lórensson, veitingamaöur í Vestmannaeyjum, hefur fengið greiðslustöövun til þriggja mán- aðá. Það var á fimmtudagsmorgun, sjötta október, sem greiðslustöðv- unin var veitt Þann sama dag og næsta dag á eftir átti að fara fram önnur nauðungarsala á sjö eignum Pálma Lórenssonar. Á miðvikudag lagði Pálmi Lór- ensson fram beiðni um greiðslu- stöðvun. Meðfylgjandi var greinar- gerö um hvemig Pálmi hygðist leysa sín mál ánþess að til uppboða þurfi að koma. A grundvelli grein- argerðar Pálma var honum veitt greiðslustöðvun til 6. janúar 1989. Hæstiréttur úrskurðaöi síöasthð- iö vor að uppboðsmál á hendur Pálma Lórenssyni ættu að fara fram á ný. Á fimmtudag og fóstu- dag var ætlun embættis bæjarfóg- eta í Vestmannaeyjum aö hefja uppboðsmáhn á ný. Fyrirsjáanlegt er að allt aö þriggja mánaða bið verður á framgangi uppboðsmál- anna. -sme STÖDIN SEM HLUSTAD SR ’A! 4 TOPPNUM! Hallgrímur Thorsteinsson REYKJAVÍK SÍÐDEGIS - HVAD FINNST ÞÉR? Hallgrímur á nýjum brautum i Reykjavik siðdegis, sem nú er vettvang- ur fyrir hlustendur sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hall- grímur svarar í síma 61 11 11 frá kl. 18.10-19.05 og spjallar við hlust- endur um hvað sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.