Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. LífsstíU Hólkvföar kápur með A-lagi eru þaö sem koma skal. Þessar kápur eru i senn notaöar úti og inni og viö þær eru hafðar grófar sokkabuxur. Þessi kápa myndi ekki þykja mjög hlý hér á landi vegna þess hve flegin hún er en er ágæt í samkvæmið. m Beinhvftar, stuttar ullarkápur með baröastórum hatti er skemmtileg blanda nokkurra timabila f sögu tísk- unnar. Flöskugrænar, útsnlónar kápur með leóurkraga úr viscose og póiýester. Hattamir og skórnir eru grófir. Þetta yfirbragð minnir um margt á hvernig franska millistéttin klæddist á síðari hluta 17. aldar. Þetta eru efnismiklar fínflauelskápur með stórum höttum sem þóttu ómissandi. Tíska Prinsessu kápur - eins og á litlu stúlkumar Víðar, stuttar prinsessukápur eru famar að sjást víða þessa dagana. Þessar kápur minna um margt á kápur sem mjög ungar stúlkur klæddust um miðja 20. öld. Lítil kvikmyndastjarna kom oft fyrir sjónir aimennings í svona káp- um, ýmist í kvikmyndum eða þegar hún varð fyrir barðinu á slúöurdálk- unum. Það var lítil stúlka með mikl- ar krullur, engin önnur en Shirley Temple, sem dansaöi áhorfendur upp úr skónum. Hún var þá goð allra ungra stúlkna og litlum strákum fannst hún sæt í laumi þannig að þessi víða kápa varð ekki síöur vinsæl en goðsagnaper- sónan sjálf. Nú og fyrr á öldum Víðar og stuttar kápur komust aftur í tísku á sjöunda áratugnum og þá á stúlkum á aldrinum 15 til 30 ára. Káp- umar fylgdu stuttu tískunni sem var alls staðar í fullu gildi á þessum árum. Stuttar kápur má þó finna langt aftur í forneskju á karlmönnum þeg- ar þeir voru enn meiri tískudrósir en kvenkynið nokkurn tíma; þegar þeir gengu í kjólum eða stuttbuxum, voru með sítt hár og jafnvel í háhæl- uðum skóm. Ofan á alla þessa dýrð klæddust karlmennimir stuttum, víðum kápum eða slám sem þóttu ómissandi. Þessi káputíska karlmanna var hvað vinsælust á seinni hluta 18. ald- ar. Kápurnar náðu niður á hné og vom mjög víðar. Til að gera þær stífar og láta þær standa út svo að þær urðu eins og A í laginu var notað í þær hrosshár. Þær vora einnig oft og tíð- um þröngar niður að mitti en hring- skomar þar fyrir neðan. Innan undir gengu karlmennimir í þröngum, síð- um vestum sem voru aðeins styttri en kápumar og ljósari að lit. Við þennan klæðnað vora notaðir hattar sem vora ekki ósvipaöir þeim sem konumar nota nú við víðu, stuttu kápumar. Konungbornir karlmenn Þessi tíska tilheyrði millistéttinni og konungbomum karlmönnum en þeir sem lægra vora settir létu sér þá nægja tötra. Kápumar eru nú öllu þægilegri en á seinni hluta 18. aldar enda fram- farir miklar hvað varðar þægindi í klæðnaði almennt frá fyrri tímum. Nú á dögum er mest lagt upp úr þægi- legum og rúmum fatnaöi og era þess- ar kápur í samræmi viö það. Efnin í þessum kápum era venjulega fínflau- el, ullarefni og viscose- og pólýesterbl- öndur. Litimir era fjölbreyttir en þó yfirleitt dempaðir eins og í vetrartís- kunni. Til dæmis er flöskugrænn htur afar vinsæll og dimmblár, út í fjólu- blátt, ryðrauður og beinhvitur. Misvíðar kápur Kragamir era fremur stórir og virka í sumum tilfellum eins og stór sjöl yfir herðamar í sama lit. Einnig má sjá leður í krögum og bryddingum. Kápumar era ýmist ein- eða tví- hnepptar og víddin er mismikil. Þama er bæði að finna hólkvíðar kápur með risastórum krögum sem í raun virka alltof stórar og útvíðar kápur sem ekki era þó mjög víðar. Þær era þröngar að ofan en víkka niður og minna þá fremur á síða jakka en kápur. Innan undir þessu klæðast konumar grófum sokkabux- um í dökkum litum og skómir við era mjög grófir. Hattamir era stórir og áberandi og minna á 18. öldina, háir ogbarðastórir. -Gkr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.