Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 14
14
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Klisjur og kreddur
Þótt flestir stjórnmálamenn fullyrði og flestir lands-
menn trúi í blindni, að raunvextir séu mun hærri hér
en annars staðar og hærri en eðlilegt megi teljast, eru
þessir vextir í raun á svipuðu róli og vextir í öðrum
löndum og jafnvel lægri en í sambærilegum löndum.
Síbyljan um háa raunvexti hér á landi er ágætt dæmi
um klisju, sem orðin er svo útbreidd og fóst í sessi, að
hún er orðin að þjóðarkreddu. Mörg dæmi eru til um
slíkar trúarsetningar, sem koma samanlagt í veg fyrir
vitræna umræðu um ýmsa brýnustu þjóðarhagsmuni.
Seðlabankinn kannaði nýlega vaxtakjör í ýmsum
löndum og reyndi að bera saman þá vexti, sem sambæri-
legir eru. í ljós kom, að vextir eru lægri hér á landi en
á Spáni, í írlandi, Belgíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, svo
að dæmi séu tekin af ríkjum á svipuðu þróunarstigi.
Athyghsvert væri fyrir okkur að fræðast um, hvern-
ig Ástralir og Nýsjálendingar hafa á síðustu árum rifið
sig upp úr fyrri stöðnun, kastað frá sér gömlum kenni-
setningum og til dæmis stórhækkað vexti, með þeim
árangri, að þjóðarhagur blómstrar á nýjan leik.
Annað trúaratriði þessu skylt er síbyljan um, að fjár-
magnskostnaður sé að shga íslenzk fyrirtæki. Sannleik-
urinn er hins vegar sá, að vaxtakostnaður atvinnuhfsins
1 heild er 4% af heildartekjum, sjávarútvegsins 6% og
8% hjá fiskvinnslunni, sem einna verst er sett.
Raunar ætti að vekja meiri undrun okkar, að Qár-
magnskostnaðurinn skuh ekki vera meiri en þetta, jafn-
vel í fiskvinnslufyrirtækjum með lítið sem ekkert hluta-
fé. Fyrirtæki í útlöndum, sem standa á shkum brauð-
fótum eiginfjárskorts, búa við hærri fjármagnskostnað.
Hinn hagnýti thgangur kreddukenninganna um ok-
urvexti á íslandi og ósæmilegan úármagnskostnað er
að búa til andrúmsloft, þar sem gæludýr þjóðfélagsins,
svo sem Samband íslenzkra samvinnufélaga, geta fengið
nægan aðgang að ódýru lánsfé, svo að þau haldi lífi.
Þriðja klisjan, sem mæðir þjóðarhag, er orðið „undir-
stöðuatvinnugrein“, sem gefur í skyn, að dulbúið at-
vinnuleysi á borð við landbúnað sé að einhverju leyti
æðra en ýmis starfsemi, sem á sér skemmri aldur hér
á landi og telst því ekki th hefðbundinna atvinnugreina.
Þetta er skylt trúarsetningunni um, að brýnt sé að
„fullvinna“ sjávarafla hér heima, en senda hann ekki
„óunninn“ úr landi. Með þessu er verið að gefa í skyn,
að frystur fiskur sé að einhverju leyti göfugri eða verð-
mætari en ferskur fiskur, sem er hrein fjarstæða.
Þessa dagana hamast hagfræðingastóð stjórnvalda
við að senda frá sér tölur um, að verðbólgan sé ört
minnkandi og muni fara niður í svokahaða eins stafs
tölu eftir áramótin. Þetta afrek er unnið með þeirri ein-
fóldu aðferð að taka hitamæla hagkerfisins úr sambandi.
Khsjan, sem notuð er í þessu skyni, er að setja sama-
semmerki mihi verðbólgu og falsaðra vísitalna. Hag-
fræðingar lesa tölur af hitamæh, er tekinn hefur verið
úr sambandi um skamman tíma, og láta líta svo út, sem
þessar marklausu tölur mæh raunverulega verðbólgu.
Öhu þessu og meiru th trúir þjóð, sem vhl vera „sjálfri
sér nóg“ í framleiðslu matvæla og trúir því líka, að
„þjóðhagslega hagkvæmt“ sé að veita íslenzka ríkis-
ábyrgð th að smíða í Perú togara fyrir Marokkó, svo
að hinar þjóðlegu skipasmíðar megi eflast hér á landi.
Ýmsar landlægar khsjur og kreddur af þessu tagi
mynda eins konar þjóðhagsleg og þjóðleg trúarbrögð
og koma í veg fyrir, að unnt sé að ræða af viti um máhn.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
Að passa ekki inn í skattakerfió má svo sem flokka undir grín. En gamanið tekur að kárna þegar menn eru
sektaðir fyrir það.
Má ég gíftast
syni mínum?
Svona spyr ég auðvitað ekki í
alvöru.
En þannig er mál með vexti aö
ég stóð í smálegum spurningaleik
við ríkisskattstjóra og niðurstaðan
varð sú að þessi og álíka ruglaðar
spumingar vakna. Ég er sem sagt
lentur í smágríni út af því að passa
ekki inn í skattakerfiö. Fyrir það
er ég sektaður og það svo um mun-
ar, sem er á hinn bóginn ekkert
grín.
Þetta bendir til þess að sú grund-
vallarregla að allir skuli vera jafnir
fyrir lögunum sé ekki í sérstöku
uppáhaldi hjá þeim sem semja og
samþykkja skattalögin, nema þeim
séu svo stórlega mislagöar hendur. •
Hvorugt er gott. Og mér finnst það
auðvitað grábölvaö að sitja undir
því að borga stanslaust stórsektir
fyrir það eitt að reka heimili með
syni mínum en ekki með eiginkonu
eða konu í „viöurkenndri" sam-
búð.
Satt að segja fannst mér þetta svo
ótrúlega vitlaust að í fljótu bragði
væri fáu til að jafna. En það stóð
ekki lengi því ríkisskattstjóri stað-
festi einnig í áðurnefndum spurn-
ingaleik okkar aö mér er einnig
refsað fyrir það að leigja húsnæði
en eiga það ekki. Og úr því svona
er komið má sjálfsagt eiga von á
fleiru, þótt við kæmumst ekki
lengra í þetta sinn, ríkisskattstjóri
og ég.
86.651 króna á árinu
í upphafi lagði ég dæmi fyrir rík-
isskattstjóra, sem miðast við það
heimili sem ég rek, þótt tölum sé
hnikað til.
Dæmi A: Á heimili eru faðir og
17 ára sonur. Faðirinn hefur 110.000
krónur í mánaðarlaun allt þetta ár.
Sonurinn hefur 60.000 krónur í
mánaöarlaun en í 3,5 mánuði, frá
lokum maí fram undir miðjan sept-
ember. Sonurinn er nemandi og
nýtir því uppsafnaðan persónuaf-
slátt sinn þrjá sumarmánuðina.
Samkvæmt útreikningum ríkis-
skattstjóra greiðir sonurinn enga
staðgreiðsluskatta á árinu en faðir-
inn 278.011 krónur.
Dæmi B: Nákvæmlega eins nema
í stað sonarins er komin 17 ára eig-
inkona eða „viðurkennd" sambýl-
iskona. Ríkisskattsljóra reiknast til
aö staögreiösluskattar konunnar
verði á þessu ári 17.598 krónur og
mannsins 173.762 krónur eða sam-
tals 191.360 krónur.
Það er þannig niöurstaöan aö
Kjallariim
Herbert Guðmundsson
félagafulltrúi
Verslunarráðs íslands
maöurinn er sektaður um 86.651
krónu á því herrans ári 1988 fyrir
þá ósvinnu að búa með sínum eigin
syni en ekki með jafngamalli konu
í vígðri eöa „viðurkenndri" sam-
búð.
Verra getur það verið
Ég hef heyrt kvartað yfir því að
millifærsla á persónuafslætti milli
maka takmarkist við 80% og get
að sjálfsögðu tekið undir það enda
•augljóst óréttlæti. Ef til dæmis báð-
ir makar eru með jafnhá laun og
nákvæmlega á skattleysismörkun-
um borga þau auðvitað engan
skatt. Um leið og launin skiptast
ójafnt, þótt heildarlaunin séu þau
sömu, byrja þau að borga skatt.
Þetta er vitanlega tómt rugl þótt
það sé auðvitað ekki nálægt því
eins hastarlegt og dæmið um skatta
feðganna.
Það dæmi væri svo enn vit-
lausara ef sonurinn væri ekki nem-
andi og nyti einskis af uppsöfnuð-
um persónuafslætti. Og maöurinn
má auövitað hrósa happi yfir því
aö sonur hans á ekki tvíburabróður
- eða þannig. Sjálfsagt myndi koma
honum betur að búa í tvíkvæni,
sem er víst illa séö að öðru leyti,
rétt eins og að giftast syni sínum.
Annars hætti ég mér ekki öllu
lengra út í þessar hugleiðingar að
sinni. Það eru án efa margir sem
eru verr leiknir af íslensku skatt-
heimtunni og gætu gert þetta að
framhaldssögu.
Og 46.201 króna þar
Við ríkisskattstjóri ræddum
fleira, eins og ég vék að áðan. Ég
lagði fyrir hann dæmi um hús-
næðismál. Heimili greiðir 34.000
krónur á mánuði, annaðhvort í
leigu eða í afborganir og vexti af
eigin húsnæði. Þar sem húsráðandi
á fullan rétt á húsnæðisbótum í 6
ár fær hann 46.201 krónu á ári
þennan tíma - ef hann er í eigin
húsnæði, annars ekkert.
Annars vegar eru greiddar 34.000
krónur til þess hvort tveggja að
hafa þak yfir höfuðið og mynda
eign, sem kemur viðkomandi vænt-
anlega til góða. Hins vegar er sama
upphæð greidd fyrir það eitt að
hafa þak yfir höfuðið. Síöan kemur
ríkið til og styrkir eingöngu eigna-
myndunina. Mér sýnist að skatt-
sektir mínar fyrir að passa ekki í
kerfið dugi til þess að styrkja svona
hálfan þriðja húseiganda á árinu.
Þannig tekst löggjafanum að auka
enn á aðstöðumuninn og sanna
þannig að uppátækjum hans eru
lítil takmörk sett.
Út af fyrir sig er það ekki fráleit
pólitík að styrkja fólk til þess að
eignast húsnæði, ekki síst ef sæmi-
leg vitglóra væri í húsnæðismálum
almennt hér á landi, sem ekki er.
Það er aftur á móti óþarfi að refsa
hinum sem annaðhvort eiga þess
ekki kost að eignast húsnasði eða
kæra sig ekki um það. Eða á að
skiija þetta allt þannig aö allir séu
í rauninni jafnir fyrir lögunum en
sumir þó miklu jafnari en aörir?
Herbert Guðmundsson
„Þaö er þannig niðurstaðan að maður-
inn er sektaður um 86.651 krónu á því
herrans ári 1988 fyrir þá ósvinnu að
búa með sínum eigin syni en ekki með
jafngamalli konu 1 vígðri eða „viður-
kenndri“ sambúð.“