Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. Sandkom Upplagseftirlit og Flugleiðir ■hhhh| Flugleiöir hala H l'iifið út þa yiir- lýsinguaðþeir ■ auglýsiekki I framar í tíma- ■— g§ ritumsemekki ■ /0/0 ■ eru í upplags- I áKK01 cftúiitinu.Eins ■ Æ. ■ ogalþjóðveit ■hmJ hefurþetta ■ sama flugfélai; I haldiöuppi ■ útgáfutíma- ritsinsViðsem Qjúgum. Útgefandi þess blaðs er fyr- irtækið Frjálst framtak sem er lang- stærst í íslenskri tímaritaútgáfu. Frjálst framtak hefur aldrei tekið þátt í upplagseftirliti. Samkvæmt boðum Flugleiða ætti því Við sem fljúgum að hætta að koma út. Það er að segja ef Flugleiðamenn eru sam- kvæmirsjálfum sér.Þó ætö Flugleið- um að vera kunnugt um upplags- fjölda tímaritsins þvi blaðinuer ein- ungis dreift i flugvélar Flugleiða og þæreruekkimargar. Enskukennsla á Höfn íbúaráHöfni Hornafírði eru ektósiður námfúsiren aðrirlands- menn. Blaðið Eystra-Horn segirfráensku- námskeiðisem hafíðeráHöfn. Þar segir að nemendurhafi yfirmismun- andikunnáttuí ensku að ráða. BlaðamaðurEystra- Homs segir að frammistaða nemenda minni sig á gamlan og góðan hús- gang. Nemandi átti að þýöa yfir á ensku þessa setningu: „Hver á þessa bók?“. Neraandinn þýddi eftir orða- bók. Útkoman varð þessi: „Hot spring riverthisbook.“ Nordisk forum AfKvennaráð- stefmmni.sem haldinvarí Osió, hafa sprottiömarg- arsögur.Sum- arsannarog aðrarósannar- eðaallavega ýktar. Sand- kornivarsagt aðekkihafial!- * aríslensku konumarkom- ið strax heim að lokinni ráðstefnu. Sagt var að nokkrar þeirra hefðu far- iö til Finnlands ti! að láta lappa upp á síg. Sömu heimildir segja að aörar konur hafi haldiö til norðurs - upp á sama. Þó þessar tviræöu sögur séu sagöar hér - þýðir það ekki að Sand- kom leggi þetta út á versta veg. Sveinn og Kári vildu nafnleynd Ennberastsðg- urafumsækj- endumum starfHrafns Gunnlaugsson- ar.Hrafnernú aöfaraifiög- urraárafrí. Sagtogskrifað, fjögurraárafrí. Reyndarsegir saganaðHrafn hafi veriöífríi fráþvíhann hóf störf hjá Sjónvarpinu. Tveir um- sækjenda óskuöu nafhleyndar. Haft er fýrir satt aö þessir tveir dularfullu menn séu þeir Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóöleikhússtjóri, og Kári Gunnarsson Schram. Svein þekkja aflir. En Sandkom getur upp- lýst lesendur sína um aö Kári hefur starfað hjá Sjónvarpinu um nokkurt skeið. Umsjón: Sigurjón Egiteson Fréttir Byggðastofiiun: Flutningur forstjóra mun kosta 5 milljónir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, situr hér i nýju sófasetti stofnunarinnar. Þetta eru þó ekki þeir stólar sem í framtiðinni verða i skrif- stofu hans heldur munu þeir fara inn í fundarherbergi stofnunarinnar þeg- ar hægindastólar finnast fyrir forstjórann. Fyrir tveimur vikum var hann með stóla til reynslu en þeim var skilað. DV-mynd KAE Samkvæmt áætlun mun það kosta Byggðastofnun um 5 milljónir króna að flytja forstjóra sína upp um eina hæð í húsi Framkvæmdasjóðs við Rauöarárstíg. Forstjóramir höfðu áður aðsetur á annarri hæð hússins en urðu að víkja fyrir skrifstofum Vest-Nordensjóðs- ins sem er fjárfestingalánasjóður ís- lands, Færeyja og Grænlands. Inn- réttingum á hæð Byggðastofnunar var því breytt til að koma forstjóra, aðstoðarforstjóra, fúlltrúa forstjóra og ritara þeirra fyrir. Jafnframt var miðsvæði hæðarinnar endurskipu- lagt og skjalageymslu og tölvuprenti komið þar fyrir. Áætlaður kostnaður við þessa flutninga og breytingar er um 5 milijónir að sögn Guðmundar Malmquist forstjóra. Þessum flutningum er ekki að fulf u lokið. Meðaf annars hafa hæginda- stólar ekki verið keyptir inn á skrif- stofu Guðmundar Mafmquist. Hann hafði um tíma stóla til reynsfu en ekki hefur enn verið gengið frá kaup- unum. -gse Foistjórs á ferð og flugi Með tífkomu útibús Byggðastofn- unar á Akureyri mun ferðakostnað- ur Byggðastofnunar að ölfum líkind- um aukast. Þannig er Guðmundur Maimquist forstjóri til dæmis stadd- ur þar í dag til skrafs og ráöagerða við starfsmenn útibúsins. „Við verðum að fara til okkar við- skiptamanna ekkert síður en aö þeir komi hingað suður til viðtals við okkur,“ sagði Guömundur aöspurö- ur um tilgang þessara ferða. - En er ekki hætt við að með þessum ferðum tapist í raun meira en sem nemur því hagræði sem er aö því að hafa útibú úti á landi? „Þaö held ég ekki. Ég vona að þess- ar ferðir verði sem tíðastar til að tryggja gott samband okkar við við- skiptamenn okkar,“ sagði Guðmund- ur. -gse Toppverð á þýska fiskmarkaðnum - óllklegt að það haldist í næstu viku vegna vaxandi magns Gámasölur í Bretlandi 3.-7. okt. Sundurliðun eftir tegundum Selt magn kg. Verð í erl. mynt Meðalv. á kg Söluverðísl.kr. Kr. á kg Þorskur 250.275.00 295.565,80 1,18 23.981.210,83 95,82 Ýsa 230.905,00 253.054,00 1,10 20.524.017,46 88,89 Ufsi 13.665,00 8.312,60 0,61 674.527,32 49,36 Karfi 10.555,00 5.646,60 0,53 458.003,73 43,39 Kolí 74.075,00 82.004,60 1,11 6.651.347,58 89,79 Grálúða 115,00 143,20 1,25 11.606,22 100,92 Biandað 56,261,25 77.043,85 1,37 6.249.121,62 111,07 Samtals: 635.851,25 721.770,65 1,14 58.549.834,77 92,08 England Mb. Vísir seldi afla sinn í Hull 3. okt. 1988 fyrir 2,8 miflj. króna, alls 33 lestir. Meðalv. 83,11 kr. kg. Bv. Hafnarey seldi afla sinn í Hull, alls 78 lestir fyrir 7 millj. króna. Meðalv. 90 kr. kg. Mb. Hrísey seldi afla sinn í Hull, alls 37 lestir fyrir 2,9 millj. króna, 78,76 kr. kg. Mb. Lyngey seldi afla sinn í Hull fyrir 3 milljónir króna, alls 41 lest, 74,83 kr. kg. Bv. Gullver seldi afla sinn í Grimsby, alls 97 lestir fyrir 8,4 millj. kr., meðal- verð 86,47 kr. kg. Meðalverö á þorski hjá Gullveri var kr. 90,80 kg. Meðai- verö á ýsu 104,10 kr. kg. Meðalverð á grálúöu 89,10 og meðalverð á flat- flski 90,67 kr. kg. Bv. Náttfari landaði afla sínum í Hull. Metverð fékkst fyrir aflann. Alls seldi skipið 63 lestir fyrir 5,9 millj. kr. Þorskverð 105,04 kr. kg, ýsa 96 kr. kg, flatfiskur 111,12 kr. kg. Meðalverö 94,31 kr. kg. Þýskaland Að undanfómu hefur verið af- bragðsgott verð á þýska markaðnum. Þau skip, sem selt hafa að undan- fömu, hafa fengið toppverð fyrir afl- ann. Ekki er búist við að þetta háa verð haldist í næstu viku og er þaö vegna þess að búist er við meiri fiski af þýskum skipum þá. Bv. Happasæll seldi afla sinn í Cux- haven 4.10., alls 82.499 lestir fyrir 4,447 mfllj. kr. Meðalverð 54,16 kr. kg. Bv. Haukur seldi afla sinn í Bre: merhaven 10. okt., alls 150 lestir fyrir 12,380 millj. kr., meöalverð 82,04 kr. kg. Bv. Skafti seldi afla sinn í Cux- haven, alls 129.407 lestir fyrir 10,653 millj. kr. Meðalverð 82,33 kr. kg. Mb. Erlingur seldi afla sinn í Hull, alls 41.590 lestir fyrir 3,351 millj. kr., með- alverð 80,67 kr. kg. Fréttabréf frá fréttaritara Fiskaren 4.10. 1988: Mílanó 450 kassar af laxi komu á markað- inn Mercant Madrid þennan dag og Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson var hann af bestu tegund. Sá er keypti var mjög ánægöur með gæðin á laxinum. Hann átti von á að fá með flutningabíl frá Noregi 7000 kg af nýjum laxi. Þessi kaupmaður haföi keypt 300 kassa sem hann sendi til annarra hluta á Spáni og til Kanarí- eyja. Hann átti von á að fá frá Fær- eyjum 800 kassa sem vom 5 kr. norskum ódýrari en norski laxinn var. Þessi kaupmaöur haföi verið í Danmörku að kaupa ferskan fisk, aðallega frá Hanstholm, og var fisk- urinn aðallega þorskflök, langa og makríll. Einnig haföi hann keypt hausaöan þorsk, einnig frá Hanst- holm. Októbermánuður er einn besti mánuður ársins á Mercant Madrid markaönum. Sérstaklega er óskað eftir stærri laxi, 5-6 kg, en aðrar stærðir seljast einnig vel. Frá 1.1. til 1.9. í ár hefur aukning á sölu lax verið 102% miöaö við sama tíma á síðastliðnu ári. Verðið hefur haldist vel og er greinilega á uppleið. Um miðjan mánuöinn veröur mikil kynning á laxi í samvinnu viö stór- markaðskeðjuna E1 Corte de Englies. Alls verður kynntur lax og laxaréttir í 18 búðum auk veitingastaða og verður á þessum kynningum útbýtt matreiðslubókum sem kenna með- ferð og matreiðslu á laxi. Ennfremur verða auglýsingar í dagblöðum og útvarpi, einnig verður fólki gefið að smakka á laxaréttum. Þá verður seldur lax á meðalverði á meðan á kynningunni stendur. Verð á fiski hefur hækkað um 12%. Alls voru seld á markaðnum 11.000 tonn af ferskum fiskafurðum og 2.500 af frosnum fiskafurðum. New York í síöustu viku var eftirspurn eftir laxi fremur lítil á markaðnum hjá Fulton. Fiskkaupmönnum þótti of hátt verð á norskum laxi og keyptu heldur íslenskan lax sem reyndist á lægra verði, eftir því sem segir í fréttabréfl frá fréttaritara Fiskaren. Margir kaupmanna áttu talsverðan lager. Sömu sögu er að segja frá Bos- ton og nágrenni, sala er treg þessa sömu daga, þó vænta menn þess að þetta lagist fljótlega. Sumir tengja þessa Utlu eftirspum helgidögum gyðinga. Síðan var markaðurinn lok- aöur vegna dags Kólumbusar, en hann er lögskipaður frídagur í Bandaríkjunum. Áhugavert verður að fylgjast með framvindu mála. Eins og fram hefur komið í þessum pistl- um var nokkru minni veiði í Kyrra- hafl, þar að auki seldu veiðimennirn- ir mikið af laxi beint til japanskra verksmiöjuskipa svo að allar líkur eru á góðum horfum á sölu lax í haust. Japan 30 stærstu innflutningslöndin: Lönd Tonn Millj. $ Bandaríkin ... 457.927 1561 4 Norður-Kórea ... 347.983 1255,3 Taiwan ... 170.848 1209,8 Kína ... 101.279 456 4 Kanada ... 64.055 416,7 Thailand ... 80.375 394,7 Indónesía ... 52.871 370,5 Indland ... 45.416 299,8 Ástralía ... 22.075 288,2 Filippseyjar ... 26.262 183,4 Rússl ... 49.296 177,3 Mauritania ... 43.574 143,8 Marokkó ... 32.038 108^2 Grænland ... 14.117 102,6 HongKong ... 19.473 98,8 Kanaríeyjar ... 31.062 98,2 Noregur ... 52.444 87,2 ísland ... 34.265 86,0 Chile ... 93.208 84,8 Víetnam ... 14.257 75,4 Nýja-Sjáland ... 17.285 73,9 Suöur-Kórea ... 30.543 59,5 Malaysía ... 9.929 58,9 Bangladesh ... 5.973 55,1 Panama ... 20.856 49,6 Kúba 4.063 39,8 Holland ... 24.486 31,3 Mexíkó ... 7.014 31,1 Portúgal ... 17.087 30,6 Madagaskar ... 3.618 29,2 Á þessari upptalningu er auðséð að mikill og góður markaðiu- er í Japan og eftir miklu er að slægjast og von- andi fylgjum við vel eftir þeim ár- angri sem þar hefur náðst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.