Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
7
Fréttir
Stjómarliðar unnu allt á hlutkesti í neðri deM:
Huldumaðurinn í kassanum?
Það var spenna í lofti þegar gengið
var tU kosninga í nefndir í neðri deild
Alþingis í gær. Ljóst var að tveir list-
ar yrðu í kjöri og þurfti því að kjósa
á milli en valið var í 9 nefndir. Sjö
menn sitja í hverri nefnd en á hvor-
um hsta voru fjórir menn. Vahð stóð
því á mhh fjórða manns á hstunum
sem yröi þá oddamaður. Kosningin
varð alltaf jöfn 21-21 og því þurfti
þingforseti, Kjartan Jóhannsson, að
láta hlutkesti ráða tU að fá úrslit.
Níu sinnum í röð unnu sfjórnarhöar
hlutkesti og fengu meirihluta í öhum
nefndum neðri deUdar.
Það var því ekki nema von að
stjómarliðar væri kátir en líkurnar
fyrir þessu em einn á móti 512. Þegar
stjómarsinnar höfðu sigrað í þrem
fyrstu kosningimum voru menn að
sjálfsögðu orðnir hissa á þessum
ósköpum. Kallaði þá Steingrímur J.
Sigfússon fram í og spurði hvort
huldumaðurinn væri ekki bara í
kassanum sem tölumar voru dregn-
ar úr. Vakti það mikla kátínu þing-
heims. Þá óskaði einn stjórnarand-
stæðingur eftir því aö kassinn yrði
hristur. Varð þingforseti við þeirri
bón.
Fyrstur stjómarandstæðinga tU að
tapa varð Friðrik Sophusson þegar
dregið var um oddamann í fjárhags-
og viðskiptanefnd. Páll Pétursson
dró hærri tölu.
Næst var samgöngunefnd og mætt-
ust þar Guðni Agústsson og Guðrún
Halldórsdóttir sem er varamaður
Þórhildar Þorleifsdóttur. Guðni
vann og síðan aftur þegar þau áttust
við um sæti í sjávarútvegsnefnd.
Guðrún reið reyndar ekki feitum
hesti frá þessum kosningum því hún
tapaði einu sinni enn þegar dregið
var um sæti í heilbrigðis- og trygg-
inganefnd. Þá sigraði Jón Sæmundur
Sigurjónsson.
Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgaraflokksins, reyndist ekki hafa heppn-
ina með sér þegar dregið var um oddamann í nefndum neðri deildar Al-
þingis. Hann tapaði þrisvar en stjórnarandstaðan tapaði í öll níu skiptin
þegar dregið var. Hér fylgjast Kjartan Jóhannsson þingforseti og Hreggvið-
ur Jónsson ritari með þegar Óli dregur í eitt skiptið.
DV-mynd GVA
Oh Þ. Guðbjartsson var annar
stjórnarandstæðingur sem ekki átti
láni að fagna við dráttinn. Hann tap-
aði fyrir Jóni Kristjánssyni þegar
oddamaður í félagsmálanefnd var
vahnn. Þá tapaði hann fyrir Ólafi Þ.
Þórðarsyni við val á manni í mennta-
málanefnd og síðan í þriðja sinn við
val á manni í allsherjarnefnd. Þá
sigraði Geir Gunnarsson.
Páh Pétursson sigraði siðan Geir
H. Haarde við val á manni í iðnaðar-
nefnd og Alexander Stefánsson sigr-
aði Málmfríði Siguröardóttur við val
á manni í iðnaðamefnd. Framsókn-
armenn eru reyndar sigurvegarar
þessarar kosningar því þeir eiga nú
tvo menn í öhum nefndum neðri
deildar.
Stjórnarandstaðan situr því eftir
með sárt ennið og hefur ekki stjórn
á neinni nefnd neðri deildar. Stjórn-
arsinnar stráðu síðan salti í sárin og
sögðu við stjórnarandstöðuna að
henni hefði verið nær að semja við
slíka happastjóm.
-SMJ
Dögg að Bæjarhrauni 26 á 1
árs afmæli -af því tilefni bjóð-
um við uppá
Einnig bjóðum við upp á
ódýrar pottaplöntur
Calamkó kr. 298,- Hawaiirós kr. 298,-
BÆJARHRAUNI 26, SÍMI 50202
REYKJAVÍKURVEGI 60, SÍMI 53848
Nefhdakosningar:
Allt sam-
kvæmt
bókinni
Stjómarandstaðan kom samhent
fram í nefndakosningum á Alþingi
og varð hvergi vart við neina „huldu-
menn“. í fjárveitinganefnd samein-
aðs þings voru kosnir Sighvatur
Björgvinsson, Alexander Stefánsson,
Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Þ.
Þórðarson, Jón Sæmundur Sigur-
jónsson, Pálmi Jónsson, Óh Þ. Guð-
bjartsson, Egih Jónsson og Málm-
fríður Sigurðardóttir.
í utanríkismálanefnd vom kosnir
Jóhann Einvarðsson, Hjörleifur
Guttormsson, Guðmundur G. Þórar-
insson, Kjartan Jóhannsson, Eyjólf-
ur K. Jónsson, Kristín Einarsdóttir
og Ragnhildur Helgadóttir. í upphafi
leit út fyrir að kjósa þyrfti í utanrík-
isnefnd því þriðji hstinn með nafni
Hreggviðs Jónssonar birtist. Hann
var þó dreginn th baka áður en til
kosninga kom.
í atvinnumálanefnd voru kosnir
Jón Kristjánsson, Ami Gunnarsson,
Ólafur Þ. Þórðarson, Geir Gunnars-
son, Matthías Á. Mathiesen, Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir og Geir H.
Haarde. 0,,t